Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 21
vlsm
Laugardagur 6. september 1980.
sandkassinn
Gisli Sigur-
geirsson,
blaðamaður
Visis á Akur-
eyri, skrifar.
®Ég var í þrælgóðri veislu
um helgina. Þegar liða
tók á kvöldið vék einn
veislugestanna sér að
mér og sagði með um-
hyggjutón í röddinni:
//Þú verður að hætta að
drekka í kvöld/ Gísli
minn, andlitið á þér er
þegar orðið svo ógreini-
legt".
• /Blómaball í
aldarf jórðung",
segir Vísir á laugardag-
inn. Það er aldeilis að
þeir halda það út þarna
fyrir sunnan. Ætli þetta
sé alltaf sama fólkið?
• „Síðan hef ég forðast
pólitík og þorskalýsi",
segir Róbert Arnfinns-
son í Helgarpóstsviðtali.
Þetta er ekki í fyrsta
skiptið, sem pólitík og
þorskar eru nefndir í
sömu andránni.
• Þið hafið heyrt af
manningum, sem
asnaðist inn á homma-
klúbbinn úti á Spáni.
Hann kom öfugur út.
• „Biður ASI eftir niður-
stöðum atkvæðagreiðslu
BSRB",
segir Mogginn. Hefði nú
ekki verið smekklegra
að orða þetta ietthvað á
þessa leið: „Bíður ASI
eftir vitneskju um hvað
félagar BSRB láta bjóða
sér",
• „Kínverji meðal
keppanda",
segir Dagblaðið og á við
unglingamótið í skák.
Daginn eftir sagði í
sama blaði: „Kfnverj-
inn án vinnings". Hann
hlýtur að fara að
springa.
• „Faxaflói fullur af
marglyttum",
segir Þjóðviljinn. Hver
var að tala um dauðan
sjó?
•„Stjórnin fellst á mynd-
un frjálsra verkalýðs-
félaga",
segir Mogginn. Ég hélt í
einfeldni minni, að
Gvendur jaki og Gunni
Thor væru að gefa sig,
en þá kom í Ijós að þetta
var í Póllandi. Islensku
verkalýðsfélögin verða
áfram vopn sinna
pólitísku forystumanna.
• „Allar pútur á
Suðurnesjum eru á
samningi",
segir Dagblaðið og það
er Dagblaðið sem er
með púturnar á samn-
ingi. Ég í orðabókina.
Þar stendur að púta
merki lauslætisdrós eða
vændiskona. Flest reyna
þeir nú til að selja Dag-
blaðið.
• Ég þurfti austur fyrir
heiði um daginn. Tók ég
einn „puttaling" upp í
og leyfði honum að
f Ijóta með. Uppi á miðri
heiði fór hann að tína
ýmislegt matarkyns upp
úr pússi sínu, brauð og
osta, hvað þá annað. Ég
benti blessuðum mann-
inum vinsamlega á, að
bíllinn væri nú engin
veitingastof a. „Það
vissi ég", svaraði kauði,
„þess vegna tók ég nesti
með mér".
• „Félagið getur ekki
farið mikið neðar",
segir Tíminn og á við
Flugleiðir. Það er alveg
rétt, því þá er hætt við
brotlendingu.
®„Verkamennirnir rjúka
i verklegu framkvæmd-
irnar",
segir Tíminn. Er nú svo
komið í atvinnumálum
okkar, að það sé f rétt er
verkamenn ganga til
verka?
21
• „Atlantshafið er kol-
svart",
segir Agnar Koefod-
Hansen í Timanum.
Jedúmía, sungum við
ekki í gamla daga, og
gerum raunar stundum
enn, „Hafið, bláa hafið,
hugann dregur"?
• „Þi ð déskotans
kapítalistar, hugsiðekki
um neitt nema pen-
inga", sagði Rússinn,
sem var í heimsókn í
Bandaríkjunum. „Það
er munur hjá okkur
kommunum, við hugs-
um um hag fólksins
fyrst og fremst. Þið
kapítalistarnir lokið
peningana ykkar inni,
en við fólkið".
• Flugleiðamenn dreifa í
flugvélum sínum í
innanlandsf lugi blaði
sem nefnist „Við sem
f Ijúgum". Nú mun
standa til að breyta
nafni blaðsins í „Við
sem flugum".
Ég fór í strætó á dög-
unum, sem í sjálfu sér
er stórfrétt. Rétt á eftir
kom einn góðglaður í
vagninn, og hafði flösku
með sér. Þegar hann
hafði sest staupaði hann
sig duglega á flöskunni.
Nei, þetta vil ég ekki",
sagði bílstjórinn hálf
önugur. „Hver var líka
að bjóða þér, þú veist að
það má ekki drekka
undir stýri, allra síst á
strætisvagni", drafaði
þá í þeim slompaða.
„300 manns bjóða fram
reynslu sina",
segir í Þjóðviljanum. Er
áttvið flugleiða flugliða
hjá Flugleiðum, sem
vilja stofna nýtt flug-
félag. Með leyfi að
spyrja, hvar hafa þeir
fengið þessa reynslu?
Væri þeim ekki
skömminni nær, að taka
saman höndum og rífa
Flugleiðir upp, áður en
félagið brotlendir?
• „Getum ekki boðið
félagsmálapakkann",
segir Þjóðviljinn. Það
hef ur nú hingað til verið
í lagi að sýna þann
pakka, jafnvel gefa
ávísun fyrir honum,
sem ef til vill þarf aldrei
að útvega innistæðu
fyrir.
• „Meiri saia i verðmæti
en nokkru sinni fyrr",
segir Tíminn. Flest er
nú farið að selja, hvað
skyldu þeir fá fyrir
verðmæti?
• „Hefur þagað í þrjú og
hálft ár",
segir Mogginn. Við
hvern var átt? Tveir
menn hafa þegar verið
útilokaðir. Steingrímur
„blaðrari" Hermanns-
son og Ólafur Ragnar
Grímsson, sem blaðraði
um blaðrið í Steingrími.
• Veriðiævinlegablessuð-
ogsæl.
<0
&
Þetta hefur verið skemmtileg sýning, og hér hefur margt
skemmtilegt skeð. Rúmlega 100 sýnendur hafa kappkostað að
kynna vörur sínar og þjónustu á sem fjölbreyttastan hátt.
Tugþúsundir íslendinga hafa skemmt sér konunglega á
tívolísvæðinu og margir upplifað gamla tíma.
Þessvegna er það sorglegt að þurfa að senda tívolítækin aftur úr
landi. Helst hefðum við viljað planta þeim í Vatnsmýrinni. Hvað með
það, ennþá hefur þú tækifæri. Sýningunni lýkurekki fyrren klukkan
23 annað kvöld. (Við opnum klukkan 1 í dag).
Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og segjum
að lokum: Lifi Tívolí á íslandi.
Heimilið