Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 31
vtsm r... Laugardagur 6. september 1980. Mikil leynfl er enn yfir olíuverðinu irá BNOC ■ - „veröið hér lækkar ekki vegna BNOC-olíunnar” segir ■ Vilhjálmur Jónsson, forstjðri Olíufélagsins Um næstu helgi er von á 19 þúsund tonnum af gasoliu frá Englandi sem mun vera fyrsti farmurinn sem kemur hingað til lands vegna samninga rikisstjórnarinnar við BNOC i Bretlandi. Samningur þessi hljóðar upp á 80 þúsund tonn af gasoliu og mun siðasti farmurinn koma hingað til lands i janúar á næsta ári. Áætluð þörf hér á gasoliu á þessu ári, er tæp 250 þúsund tonn. Eins og frá hefur verið skýrt er samningur þessi bundinn við fast verð og getur þvi ekki tekið daglegum breytingum, eins og ef miðaö er við Rotterdam- markað. Þetta mun vera svo kallaður „main stream” samningur en i honum felst að verð hverju sinni er samkomulagsatriöi milli kaupenda og seljenda, og þvi hefur ekki tiðkast aö aðilar gefi upp aö hvaða kjörum þeir kom- tslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum vinnubrögö- um og i leit Visis að þvi verði sem tslendingar kaupa gasoli- una á, fengust hvergi upplýsing- ar um það en bent var á ofan- greint skipulag samningsmála. „Ég held að það sé hægt að slá þvi föstu að verðið lækkar ekki vegna BNOC” sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Oliufélagsins er Visir leitaði svara hjá honum viö þvi hvort samningurinn við BNÓC hefðihækkun eða lækkun útsöluverðs i för með sér. Það mun þó vera ljóst að verð frá BNOC er til muna hærra en Rotterdamviðmiöun stendur i dag. Hins vegar er verðið þar svo sviptingasamt að mjög óljóst er hver staöan verður á ársgrundvelli. 1 viðtölum við framkvæmda- stjóra og forstjóra olíufélag- anna, kom fram að þeir vildu ekkert segja um BNOC verð, enda hefði viöskiptaráöherra lýst þvi yfir i fjöímiðlum að verðið væri trúnaðarmál. Neitað um svör og skellt á Þar sem bæöi ráöuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis og viö- skiptaráðherra voru erlendis var blaðamanni bent á að ræða við Svein Aðalsteinsson, sem hefði með oliumál að gera. Svör þessa embættismanns fara hér á eftir: en samtalið fór fram I gegnum sima föstud. 5. ágúst. „Ég hef engar upplýsingar um BNOC og þess þá siöur að ég vil nú helst ekki ræða við þig af ýmsum orsökum”. — Gætirðu skýrt þetta nánar? „Það hafa nokkrum sinnum komið i slúðurdálkum Visis slúður um migog mér er sagt að | það sé á þinum vegum”. „Égtalaöiviðþigog þú komst | þvi áfram eins og einhverju . helv. slúöri og ég hef ekkert ■ meira um þaö að segja” sagði . Sveinn Aðaisteinsson, deildar- I stjóri i viðskiptaráðuneytinu og ■ skellti á. Blaðamaöur Visis hefur einu I sinni áöur átt viðtal viö Svein I Aðalsteinsson en þá haföi blaða- I manni verið falið að kanna I hvers vegna Sveinn heföi mætt ■ sem fulltrúi Sigurðar Magnús- I sonar hjá Samafli, þegar borgin 1 ræddi kaup á Ikarusstrætis- I vögnum. Svör Sveins þóttu þá fremur hæfa I Sandkorn, heldur I en frétt, en standa engu siður . óhrakin. Sdfnun ui handa bágstöddum „Rauða Kross deildir allra Norðurlanda hafa sameinast um aðgerðir til hjálpar nauðstöddum ibúum nokkurra rikja i Austur- Afriku, en verkefnið miðast viö það eitt aö safna fé handa svelt- andi fólki, einkum börnum,” seg- ir i fréttatilkynningu frá Rauða Krossi Isiands. Þetta verkefni mun vera hið viðamesta, sem Rauði Krossinn á Norðurlöndum hefur tekið aö sér i samvinnu við deildir sinar um Norðurlönd. Stefnt verður að, aö hjálpin berist eins fljótt og auðiö er og berist þeim, sem mest eru hjálpar þurfi. Þau lönd, sem hér um ræðir eru Sómalia, Uganda, Eþlópia og Djibouti. Þegar hefur verið hafist h'anda við undirbún- ing. Taliö er, að um 8 milljónir manna svelti heilu hungri á fyrr- greindum stöðum. Gifurlegir þurrkar hafa verið þar i marga mánuði, en eins og kunnugt er, geisar mikil ógnaröld á þessum stöðum, en þaö hefur aftur I för með sér gifurlegt flóttamanna- vandamál. Framkvæmdastjórn fjársöfn- unarinnar hér á landi verður i höndum Jóns Ásgeirssonar, en hann hefur áður tekið þátt i slíku hjálparstarfi, var meöal annars framkvæmdastjóri Herferðar gegn hungri árið 1966, og vakti sú söfnun á sinum tima mikla athygli. Framkvæmdastjóri Rauða Kross Islands er Eggert Asgeirs- son. kþ Evrópumót unglinga í brldge: island í 10. sali 1 tiundu umferð Evrópumóts unglinga I bridge mætti ísland Spáni, sem hefur verið I forystu allt mótið kom komiö mjög á óvart. Urðu islensku piltarnir að lúta i lægra haldi, en leikurinn fór 3-17. 1 elleftu umferð spiluöu þeir viö frönsku unglingana, sem hafa verið i efstu sætum, og fengu góö- an sigur, 16-4. Islendingar voru látfiir spila á sýningartöflu við Þjóðverja I tólftu umferð og var sá leikur mjög jafn, en lauk þó 13-7, Þjóð- verjum I vil. Máttu lslendingar sæmilega una við þetta dagsverk, þvi að þeir höfðu þarna spilað við þrjá af fjórum efstu. Þegar þrjár um- feröir voru eftir af mótinu, var staöa efstu sveita þannig: 1. Spánn með 178stig. 2. Þýskaland meö 163 stig. 3. Svlþjóö með 156 stig. 4. Frakkland með 154 stig. 5 Noregur með 153 stig. — Aðrir voru svo langt á eftir, aö þeir eygðu ekki möguleika á verð- launasæti. Island er i tiunda sæti með 104 (tiu stig fyrir yfirsetu), en þátt- tökuþjóðir eru alls 15. Eiga Islendingarnir eftir að spila viö Sviþjóð, Irland og Danmörk. Spánn og Þýskaland eiga bæði eftirað glima viö erfiða andstæð- inga, en Noregur sveitir úr neðri helmingnum. — Jakob R. Möller, fyrirliöi islenska landsliðsins, segir i skeyti til Visis i gær, að flestir ætli þó Spánverjunum sigurinn, svo vel sem þeir hafa spilað alla vikuna. —GP. Hvíti nashyrning- urlnn í Víslsbiðl „Hviti nashyrningurinn” heitir þessarar myndar, sem er I litum kvikmyndin, sem sýnd verður I og með íslenskum texta, hefst kl. Vlsisbió I dag, laugardag. Sýning 15 í Hafnarbió. LUKKUHUSIÐ HEIMILISINNRETTINGAR ' \f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.