Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 20
Heiörún og Guöný. (Mynd: ^nna) Móður- málið Heiðrún Jónasdóttir, 13 ára, Hriseyjargötu 13— Akureyri, velur ljóðið i dag. Það er MÓÐURMÁLIÐ eftir Hallgrim Pétursson. Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þin náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. vism baugardagur 6. september 1980. hœ krctkkar! Umsjdn: Anna Brynjúlfsdóttir * A yndislegum sumardegi á Akureyri Ég hitti systurnar Heið- rúnu Jónasdóttur, 13 ára og Guðnýju Jónasdóttur, 9 ára í f jörunni á Oddeyr- inni á Akureyri. Það var yndislegur sumardagur, hlýtt sólskin og logn. Þær systurnar voru að leika sér í f jörunni. „Við teikn- um oft í sandinn," sagði Heiðrún, ,,þegar mikil f jara er. Það er gaman að teikna myndir í sandinn. Við vöðum líka stundum út í sjóinn og erum á vind- sængum. En þá verðum við líka að vera í björg- unarvesti. Lögreglan hefur fyrirskipað það." Þær Heiðrún og Guðný eru í Oddeyrarskólanum og þær sögðu báðar, að gaman væri í skólanum og þær hlakka til að hef ja námið. Hver verður númer 1,2 og 3 Hér á myndinni sjáið þið nokkra hlaupara, sem eru að leggja af stað í víðavangshlaup. Getið þið fundið, hverjir verða nr. 1, 2 og 3. Það eru nefnilega þeir þrír hlauparar, sem hafa númer, sem samanlögð verða 100. Sá, sem verður fyrstur í mark hefur númer, sem gefur þversummuna 8, sá, sem verður annar, hefur númer, sem gef ur þversummuna 9, og sá, sem verður þriðji hefur númer, sem gefur þversummuna 11. Nonni kaupir skólaföt „ Ég get ekki farið í f ót- bolta í dag", sagði Nonni við Magga. Eftir mat þarf ég að fara f bæinn og kaupa ný skólaföt". „ En við áttum að keppa í dag og þú áttir að vera í marki", sagði Maggi. „Já, ég veit, en mamma getur ekki farið með mér í bæinn á öðrum tíma", sagði Nonni og var greinilega hálfleiður. Á leiðinni í bæinn var hann alltaf að hugsa um kappleikinn, og hann hugsaði með sér, að ef þau mamma yrðu fljót, gæti hann kannske náð í seinni hálfleikinn. En mamma hans var ekkert að flýta sér. Hún var lengi að velja skólabux- urnar, skyrtu og peysu, skó og sokka. Og þegar það allt var búið, sá hún fallegar úlpur og fór að líta á þær. „Getum við ekki komið hingað aftur á morgun eða hinn daginn"? spurði Nonni. „Nei", sagði mamma. „Það er útsala á þessum úlpum í dag. Mátaðu þessa". Og mamma rétti hpn- um hlýlega bláa úlpu. Hún var mátulega stór og Nonni sagði að sér líkaði hún vel. Og nú voru fata- innkaupin fyrir skólann búin. En klukkan var orðin hálffimm. „Nú er leikurinn bú- inn", hugsaði Nonni, þar sem hann lallaði áfram með fatabögglana. En þegar Nonni og mamma hans voru að fara út úr versluninni, sá Nonni að þarna var Maggi líka með mömmu sinni. Þau voru líka hlað- in pinklum og voru að fara út úr búðinni. „Maggi", kallaði Nonni. „Misstir þú líka af kappleiknum"? „Nei, það voru svo margir af strákunum, sem þurftu að fara að versla í dag, svo að við á- kváðum að hafa leikinn á morgun". „Á morgun?" hváði Nonni. „Æ, þá var gott að ég fór að versla í dag". Og hann brosti ánægður og enn ánægðari var hann, þegar mamma bauð honum ís með súkkulaðidýfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.