Vísir - 19.09.1980, Page 22

Vísir - 19.09.1980, Page 22
> > i,i * a » j . < vtsm r... Föstudagur 19. september 1980. Magnús E. Sigurösson, starfsmaður HÍP: m ERUM EKKI VIRTIR VRÐLITS - meðan samið er við aðra launpega i „Málin standa þannig, að við erum búnir að boða til verk- fallsaðgerða til að þrýsta á að þær tillögur sem við höfum lagt fram um breytingar á kjarasamningum, verði ræddar. Þar er fyrst og fremst um að ræða at- riði, sem snerta öryggis- mál, tæknimál, og annað þess háttar” sagði Magnús E. Sigurðsson starfsmaður Hins islenska Prentara- félags, þegar Visir spurði i gær, hver væri staðan i samningavið- ræðum bókagerðar- manna og viðsemjanda þeirra. Sagöi Magnús, að þetta væri minnst spurning um laun. Lögð væri áhersla á atvinnuöryggis- mál og svo jöfnuð á kaupi milli félaga hjá óiðnlærðu fólki, sem ynni samskonar störf, en byggi viö mismunandi kjör. Krafan væri að jöfnuð yrðu út kjörin hjá lægst launuðu hópunum, þannig að þeir sætu a.m.k. við sama borö. „Við höfum ekkert heyrt frá okkar viðsemjendum. Þeir vildu ekkert ræða við okkur í gær- morgun frekaren fyrr, þannig að við vitum ekki um þeirra við- brögð enn sem komið er. En við vonum, aö það komist skriður á máliö, þannig að ekki þurfi að koma til þessara verkfalla”, sagði Magnús. Það hafa verið haldnir fundir undanfarna mánuði, en við höfum ekki fengið nein viðbrögð við okkartillögum önnur en þau.sem voru alveg þvert á þær. Gerðu þau ráð fyrir að við afsöluðum okkur einu og öðru, sem við höf- um i samningum nú þegar. Við fengum eiginlega skerðingartil- boð”. Nú er verið að semja við aðra launþega i landinu, meðan við erum ekki virtir viðlits, þannig að það hlýtur að vega mjög þungt i okkar afstöðu núna. Þannig geta aðrir atvinnurekendur komið til móts við sina viðsemjendur, meðan okkur er nánast ekki svaraö”, sagði Magnús að lokum. —JSS. Magnús E. Sigurðsson: Verkfallsaðgeröir tii aö þrýsta á um aö til- lögur okkar veröi ræddar. Visismynd:KAE. Kennarí Varnarliðiö óskar eftir að ráða kennara við barnaskóla varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Umsækjandi hafi kennarapróf og starfsreynslu við kennslustörf. Kennslugreinar eru: íslensk menning, Islandssaga, íslenska og landafræði. Mjög góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknir sendist til ráðningarskrifstofu varnamáladeildar, Keflavíkurflugvelli eigi siðar en 26. sept. 1980. Simi 92-1973. Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar í tjónsástandi: Toyota Corolla árg. '72 Toyota Starlet árg. '80 Fiat 125 P árg. '78 Wartburg árg. '80 Mercury Comet árg. '74 Fiat 850 árg. '71 Fiat 125 station árg. '78 Sunbeam Vogue árg. '71 Sunbeam 1500 árg. '72 Fiat 132 árg. '74 Lada 1600 árg. '79 Mercedes Benz árg. '69 Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 20. september frá 1-5 e.h. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu að Laugavegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 22. sept- ember. Brunabótafélag Islands. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á Seljabraut 80, þingl. eign Jóns S. Guönasonar fer fram á eigninni sjáifri mánudag 22. sept- ember 1980 kl. 11.15. Borgarfógetabnmbættiö I Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 137., 39. og 41. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta I Hraunbæ 74, tal. eign Elvars Bæringssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 22. september 1980 kl. 14.15. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 37., 39.og41.tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hiuta i Hrísateig 29, þingl. eign Jósafats Hinrikssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 22. september 1980 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 137., 39. og 41. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta I Hrisateig 10, þingl. eing Haraldar Stefánssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavlk á eigninni sjálfri mánudag 22. september 1980 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð aö kröfu Viljjálms H. Vilhjálmssonar, hdl., Jóns G. Briem hdl., Arnmundar Bachmann hdl., og innheimtumanns rikissjóös veröa eftirtaldir iausafjármunir seldir á nauö- ungaruppboöi, sem fram fer föstudagin 26. september n.k. kl. 16.00, viö Tollvörugeymslu Suöurnesja hf. aö Hafnar- götu 90, Keflavik. Bifreiöarnar: Ö-6094, Ö-5599, Ö-613, Ö-5300, Ö-4187, Ö-157 og Ö-2260. Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu embættis- ins. Greiösla fari fram viö hamarshögg. Uppboöshaldarinn I Keflavik. W/sS'Y'?, 26 $7úTarhoríí Snjaii ertu Steingrímur Steingrimur Hermannsson er tvimælalaust maður vik- unnar og vaskleg framganga hans i Flugleiðamálinu hefur aflað honum álits meðal þjóðarinnar og styrkt stöðu hans og Framsóknarflokksins á skákborði stjórnmálanna. Fyrir bragðið hafa menn nú slegið striki yfir fyrri afglöp og enginn nennir lengur að nöldra út af niöurtalningu eða óheillavænlegum afskiptum framsóknarmanna á efna- hagsþróun i landinu á undan- förnum árum. Hiðpólitiska nef Steingrims virðist þvi bæöi lengra og þef- næmara en flestra kollega hans I pólitikinni. Hann kann að nýta tækifærin og viröist að þvi leyti ætla að verða farsæll maður i hlutverki stjórnmála- foringjans. Menn minnast þess nú, að það var Stein- grimur sem opnaði öldurhúsin ogbarina i fyrrasumar en meö þeirri ákvörðun tókst honum um stundarsakir aö dreifa hugum manna frá óstjórnar- ástandinu i þjóðfélaginu. Menn hafa heldur ekki gleymt þvi hvernig Steingrimur vann siðustu kosningar fyrir Fram- sóknarflokkinn með rólegri og traustvekjandi framkomu i sjónvarpi, þar sem hann minnti kjósendur á, að „fram- sóknarmenn báðu ekki um þessar kosningar” og hin póli- tisku lausnarorð „manngildi ofar auðgildi” féllu i góðan jarðveg. Með þessu er ekki verið að gera litiðúr Steingrimi eöa af- stöðu hans I Flugleiðamálinu. í þessu máli hefur hann sýnt, að hann hefur bein i sinu póli- tiska nefi. Steingrimur hefur að visu lýst þvi yfir, að hann sé ekki eins greindur og Ólafur Ragnar Grimsson. Enginn efast um greind Ólafs Ragn- ars en þvi miður viröist hann vera sorglegt dæmi um, að ekki fer alltaf saman greind og dómgreind. Upphlaup hans og talbrúöu hans Baldurs Óskarssonar hafa skaöað Alþýðubandalagið og fyrir bragðið stendur flokkurinn nú uppi meö allt niöur um sig I Flugleiðamálinu. Reyndar eru menn búnir að fá yfir sig nóg af stóryrðaflaumnum og froðusnakkinu úr þeirri átt. En hvað sem greindarvisi- tölu liður er ljóst að ólikt hefur Steingrimur Hermannsson fariðviturlegar að i Flugleiða- málinu enda stendur hann þar með pálmann i höndunum og hefur gefiö andstæðingum sinum langt (pólitiskt) nef. A meðan aörir láta þannig þjóömálin til sin taka skemmta sjálf stæðismenn skrattanum með fúkyrtum yfirlýsingum i garð hvers ann- ars. Bræðravigin i þeim garði eru á góðri leið meö að ganga af flokknum dauðum, and- stæðingunum til óblandinnar gleði og hugarhægöar. Hvað varðar sjálfstæöismenn heldur um þjóðmálin, — og hvern varðar um álit þeirra? —Sv.G.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.