Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 2
Fjölskylda Guömundar á tröppum Tuliniusarhússins: f.v. Markús, Elke meö Kristófer, Guömundur og Tómas. VÍSLR Laugardagur 4. október 1980. „Menn gefa sér ekki tíma til að lifa vegna lífsgæðakapphlaupsins” „ Lífskröfurnar á islandi eru miklar, og því miöur láta allt of margir undan þeim kröfum/ án þess aö höndla lifshamingjuna i sama mæli. Lifsstillinn er flottur út á við/ fallegt hús, finn bíll og annaö til- heyrandi en þetta er dýru verði keypt. Þaö þarf að vinna myrkranna á milli til aö hafa fyrir þessu, fyrirvinnurnar fara á mis viö lifið aö stórum hluta og f jölskyldaná fáar stundir saman. Þetta er falsk- ur lifsstíll og alls ekki það sama og lifsgæði". baö er Guömundur Tulinlus, skipaverkfræöingur á Akureyri, sem hefur oröiö i viötali viö Visi. Guömundur er Akureyringur i húö og hár og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum þar. Siöan settist hann á skólabekk i býska- landi og útskrifaöist skipaverk- fræöingur eftir 8 ár. bá var hann búinn aö festa sitt ráö meö Elke, fæddri Hansen og eiga þau nú þrjá stráka, tviburana Markús og Tómas, ásamt Kristófer sem er yngstur. Aö loknu námi geröist Guö- mundur aöstoöarkennari viö sama skóla og hann læröi áöur. Gegndi hann þvi starfi i 4 ár, þar til hann fluttist aftur til Akureyr- ar og tók viö starfi yfirverk- fræöings hjá Slippstööinni á Akureyri. En var þaö af heimþrá sem hann þáöi þaö starf? „Allir fslendingar, sem dvelja lengi erlendis, finna fyrir sterkri þjóöerniskennd fyrstu árin ytra og langar heim til aö þjóna sinu landi”, sagöi Guömundur. „En þessi þjóöerniskennd hverfur eft- ir 8-10 ár og ég var löngu búinn aö missa hana eftir allan þennan tima i býskalandi. Ég sé heldur ekki eftir þessari þjóöerniskennd og kann mjög vel viö þann „al- þjóölega” hugsunarhátt, sem ég tel mig hafa i þessum efnum. begar ég hins vegar fékk tilboð um starf hjá Slippstööinni, þá freistaöi starfiö min, og ég tók þaö. Ég sé ekki eftir þvi, enda hafa þessi ár hjá Slippstöðinni verið mjög mikilvægur þáttur i minum starfsferli”. Kom heim fullur bjartsýni „Ég sló þvi til og kom heim full- ur bjartsýni”, heldur Guömundur áfram. „En ég get ekki neitað þvi, aö ég hef oröið fyrir vissum vonbrigöum þessi 4 ár, ekki síst vegna þess stjórnleysis sem rikir i þjóöfélaginu og leiöir af sér alls- konar vandræöi. I býskalandi haföi veröbólgan komist mest upp i 5-6%, þau ár sem ég var þar, og þótti flestum nóg um. begar ég kom heim var verðbólgan hér um 40%, en þaö var tæpast haft orö á þvi i al- mennri umræöu. baö var ekki fyrr en rúmlega ári siöar, sem pólitikusar fóru aö klifa á þessu og veröbólgan varö umrædd. bá haföi hún lika aukist enn og er enn aö aukast. Ég man aö ég var ákaflega hissa á þessu kæruleysi. Falskur lífsstíll Eins og ég sagöi þér i upphafi, þá er lifsstillinn falskur. Menn gefa sér ekki tima til aö lifa vegna lifsgæðakapphlaupsins. baö er auðvitaö sjálfsagt aö búa i góöum húsum, en það vantar bakgrunn- inn fyrir þessu. Fólk á öllum aldri vinnur mik- iö, allt frá börnum til gamal- menna. Fyrir vikiö vanrækja börnin skólann. bar á þó að vera þeirra vinna. Fyrir vikiö er menntun almennings ekki nógu góö og þjóöin veröur aldrei betri en fjöldinn. Afreksmennirnir bjarga sér alltaf. Kannski er þarna aö finna skýringuna á þvi skilningsleysi sem viröist meö þjóðinni, á þeim stórkostlegu vandamálum sem viö er aö glíma. Ég er lika viss um aö þessi falski lifsstill á stóran þátt i þess- um vanda. Mér finnst sorglegt aö þetta skuli vera svona. Viö höfum öll ytri skilyröi til aö lifa kóngalifi. Viö erum vel gefiö fólk og dug- legt, viö höfum fisk og næga orku, viö höfum allt meö okkur til aö geta lifað vel en vegna aga- og stjórnleysis á öllum sviöum er komið i veg fyrir að svo geti orðið. bjóðverjinn tekur þessu á ann- an hátt. Hann igrundar hvað hann getur leyft sér, áður en hann ræðst i framkvæmdir. Hann miöar lifsstilinn viö getu. betta er stór þáttur i traustu efnahagslifi býskalands, þar er ekki látiö reka á reiöanum” sagöi Guömundur. En er auöveldara aö lifa i býskalandi, hvaö t.d. um verölag og skattheimtu? Hann greiðir 10% i skatta — ég 45% „Ég get nefnt dæmi af kunningja minum, sem er eölis- fræöingur hjá hálfopinberri stofn- un. Hann hefur álika laun og ég og er meö sömu fjölskyldustærö. Hann er nýbúinn aö byggja hús og fær skattaivilnanir vegna þess. Hann greiðir nákvæmlega 10% I skatt af brúttótekjum. Viö það bætast sjúkrasamlagsgjöld, þannig aö i heildina greiðir hann um 15% af tekjum sinum til rikis- ins. A sama tima greiði ég 45% af minum tekjum i skatta á Islandi. Sá er munurinn, að hann stað- greiöir sina skatta, en ég borga þá árinu eftir á. Vegna veröbólg- unnar greiöi ég þvi veröminni krónur, en á aö reikna meö óöa- verðbólgu þegar skattalög eru sett? Verölag er almennt mun lægra i býskalandi. Ég held aö þaö eina sem er ódýrara hér hjá okkur sé húsnæöi og fiskur. Ég hef lika oft furðaö mig á veröi á ýmsum inn- fluttum varningi hér, þaö hlýtur einhvers staöar aö vera eitthvaö bogið viö innkaupakerfiö okkar”, sagöi Guömundur. Hef alltaf verið opinn fyrir breytingum Um næstu mánaöamót kveður Guömundur Akureyri, a.m.k. um sinn. Hann hefur ráöiö sig fram- kvæmdastjóra hjá litilli skipa- smiöastöö i Port Harcourt í Nigeriu, næstu tvö árin, hvaö sem þá tekur viö. Hann var næst spuröur um tildrög aö Nigeriu- feröinni og um staöhætti þar? „Ég hef alla tiö verið opinn fyrir öllum breytingum, menn mega ekki veröa mosavaxnir i starfi, þaö kemur engum til góöa”, sagði Guömundur. „Mér bauðst starf framkvæmdastjóra viö skipasmiðastöð i Nigeriu, sem er ögn minni en Slippstööin. Hún er aö meirihluta i eigu heima- manna, en þýsk samsteypa á aðild að stööinni. Nú, eftir aö ég Myndir og texti: GIsli Sigurgeirs- son, blaöamaöur VIsis á Akureyri. hafði fariö þarna niöur eftir og skoöaö aðstæöur, þá sló ég til. betta var freistandi tilboö og starfiö sjálfstætt og krefjandi. A sama tima fékk ég tilboö frá þýsku verkfræöifyrirtæki sem haföi verkefni varöandi fisk- veiöar i þróunarlöndunum. bekk- ing okkar er eftirspurö viöa um heim og ég vil hvetja kollega mina til aö notfæra sér þaö. baö verður mikil þróun i fiskveiöum um allan heim á næstu árum, ég er sannfæröur um þaö. I þvi sam- bandi gætum við gert okkar þekk- ingu og reynslu viö fiskveiöar og smiöi fiskiskipa aö eftirsóttri út- flutningsvöru. Allur aöbúnaður fyrir okkur i Nigeriu er vel viðun- andi. Börnin fara i þýskan skóla og viö fáum stórt og gott hús til afnota. Eins og er smiöar stööin mest fljótabáta, einfalda pramma, bryggjur og fleira i þeim dúr, auk þess að sinna viö- gerðum. Hins vegar er þessi iðnaður i örum vexti, ekki sist vegna þjónustu fyrir oliuborpall- ana. Mikil spilling i Nígeríu En er ekki mikil fjármálaspill- ing i Nigeriu? „Jú, þaö er rétt, og hún stafar af þvi stórkostlega fjármagns- streymi, sem olian skapar. 1 dag eru 93% af útflutningi Nigeriu- manna oliuvörur, en ekki alls fyrir löngu voru 85% af út- flutningnum landbúnaðarvörur. betta eru þvi mikil umskipti og það sem meira er, það vinna ekki nema 15 þúsund af 90 milljón ibúum við olíuvinnsluna. Fyrir vikiö er mikiö atvinnu- leysi i Nigeriu. baö eru ekki nema 5% af þjóöinni launafólk og þess vegna er reynt aö nota oliugróö- ann til aö fjölga atvinnutækifær- unum. bessi umskipti hafa valdiö miklum fólksstraumi til borg- anna, og hefur þaö sett sitt mark á borgirnar. Ég get nefnt Lagos sem dæmi, þar sem rikja algjörar „frumskógarreglur” i umferöar- málum. Eina reglan er aö flauta þegar ekiö er fram úr og flestir aka hægra megin, án þess aö það Gömul mynd af Tuliniusarhúsi og umhverfi. barna eru mikil umsvif, en myndin er tekin á fyrsta áratug aidarinnar. Sildarsöltun stendur yfir og síldartunnur um allt. baö var Otto Tulinius, afi Guömundar, sem rak þessa útgerö og sá hann sjálfur um sölu og útflutning á síld- inni. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.