Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 8
VISIR Laugardagur 4. október 1980. útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfö Guðmundsson. Ritstjórar ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sig- • fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Oskar AAagnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaöamaöur á Akureyri: GIsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi Sóóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 slmar 8óól I og 822Ó0. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86ól 1. Askriftarg jald er kr. 5S00 á mánuöi innanlands og verö I lausasöiu 300 krónur ein- takiö. Visirer prentaöur f Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. SalffisKsala tn Portugal Tilgangur sölusamtaka fiskvinnslunnar f útflutningi er sá, að tryggja hagsmuni tslendinga, þannig að þeir séu ekki að undirbjóða hver annan. Hitt er verra ef slik sölusamtök verða hindrun i vegi fyrir þvi að islensk fyrirtæki fái hærra verð fyrir út- flutningsvöru en áður hefur fengist. Þegar (slendingar hófust handa um útflutning á fiskafurð- um sínum að einhverju marki, komust þeir f Ijótt að þeirri niður- stöðu að það væri óðs manns æði að hver og einn f iskverkunarsali f lytti út á eigin spýtur. Það hefði í för með sér margfaldan kostn- að, óheppilega samkeppni inn- byrðis og vanmátt í auglýsingu á þeim sjávarafurðum sem íslend- ingar gátu boðið upp á. Af þessum sökum voru stofnuð sterk heildarsamtök útflytjenda, sem síðar hafa unnið þrekvirki á erlendum mörkuðum íslenskum hagsmunum til heiila. Þetta fyrirkomulag hefur ekki komið í veg fyrir að aðrir og sjálfstæðir aðilar, sem þess hafa óskað, hafa getað stundað út- flutning á eigin vegum, enda hafa þeir þá oftast þreifað fyrir sér um nýja markaði og nýjungar í frágangi og vinnslu á ýmsum sjávaraf urðum. Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda hefur nánast ein- göngu annast sölu á saltfiski. Saltfiskframleiðendur standa sjáifir að þessu sölusambandi og hafa því átt auðvelt með að f ylgj- ast með að hag þeirra sé borgið. Nú hefur hinsvegar það gerst, að nýtt fyrirtæki, (sporto, hefur leitað f yrir sér um sölu á saltf iski í Portúgal og virðist hafa náð mjög hagstæðum samningum. I stað þess að fagna þessum árangri og greiða fyrir þeirri sölu, sem samið hefur verið um, eru viðbrögð stjórnkerfisins og sölusambands fiskframleiðenda á einn veg. ísporto er gert tor- tryggilegt, gefið er í skyn að samningur ísporto grafi undan íslenskum hagsmunum og við- skiptaráðuneytið þvælist fyrir og kemur í veg fyrir að útflutnings- leyfi fáist. Afstaða SIF hefur verið sú, að neita að gefa upp söluverð á þeirri forsendu að verið sé að vernda viðskiptahagsmuni. Á sama tíma fullyrða talsmenn sambandsins hinsvegar að sölu- samningur Isporto sé lakari en þeirra. Samkvæmt hagtíðindum nam sala SIF í júlílok á tæplega tutt- ugu þúsund tonnum 17.350 milljörðum íslenskra króna. Hinsvegar virðist Isporto geta selt sjö þúsund tonn fyrir tíu milljarða króna. Meðan SÍF hrekur ekki þessar upplýsingar er vitaskuld ekki hægt að taka þær fullyrðingar gildar, að Isporto sé að vinna gegn íslenskum hagsmunum. Sannleikurinn er einnig sá, að fjölmargir saltfiskframleiðend- ur víða um land eru óðf úsir til að gera viðskipti við ísporto, ein- faldlega af því að það gef ur þeim meira í aðra hönd. Það er skiljanlegt að sölusam- band f iskf ramleiðenda vilji standa vörð um sína hagsmuni, en það má ekki taka upp vinnu- brögð einokunar og alræðis á þessu sviði. Þá fer þetta sam- band út fyrir verksvið sitt og verður sjálft tortryggilegt. Með sama hætti er ástæða til að lýsa furðu sinni yfir viðbrögðum viðskiptaráðuneytisins. Meiri- hluti ríkisst jórnarinnar er hlynntur erindi (sporto um út- flutningsleyfi, en engu að síður hef ur viðskiptaráðuneytið þvælst fyrir og tafið málið í marga mánuði. Sjálfsagter fyrir Islendinga að bindast samtökum um útflutning sinn eins og hægt er. Það er gert til að bæta stöðu okkar á erlend- um markaði og tryggja gott sölu- verð. En slik samtök mega ekki vinna gegn upphaf legum tilgangi sínum og koma i veg fyrir, að hærra og betra verð fáist, fyrir tilstilli annarra íslenskra aðila. Slíku framtaki á að taka fegins hendi, og það situr sist á stjórn- völdum að stöðva þá viðleitni. _ Ungur var ég, og ungir austan um land á hausti ■j laufvindar biésu ljúfir. ■ Lék ég mér þá aö stráum. Svo kvaö Jónas Hallgrlmsson i einhverju yndislegasta og áhrifamesta kvæöa sinna. Nú hafa vinir minir, laufvindarnir, blásiö af gát og nærfærni, og ég veit hvers vegna. Laufiö i haust er svo afskaplega fallegt, viö- kvæmt og fjölskrúöugt. Eitthvaö er oröiö ööruvlsi en þaö á aö sér aö vera þegar ég er farinn aö tala um náttúrufegurö aö fyrra bragöi Og sjálfsagt er ég samur og áöur, en náttúru- feguröin óvenjuleg. Hvaö eftir annaö hef ég hafiö máls á þessu, jafnvel á samkomum, þar sem ætla mætti aö mönnum væri allt annaö ofar i huga. Svo sérstæö eru litadýrö trjágróöurs á Akur- eyri á haustdögum 1980, aö ég hef aldrei séö hana slíka. Ekk- ert nærri þvi. Sumariö hefur veriö ákaflega hagstætt eftir snemmkomiö og hlýtt vor. Haustiö hefur veriö milt. Allt veldur þetta þvi aö laufskrúö trjánna er f þvilikum unaös- ljóma, aö mér er meö öllu fyrir- munaö aö koma oröum aö þvi. Vonandi hefur einhver fram- takssamur myndasmiöur fest þetta á filmu, þvi aö aldrei er aö vita hvort annaö eins færi gefst. Og aldrei er aö vita, hvaö lauf- vindarnir, vinir minir, geta lengi setiö á sér. Þeir viröa aö visu feguröina, en einhvern tima veröa þeir aö blása. L Hiöskelfilega ár 1979 var aöra sögu aö segja, og sum tré og runnar bera þess aö visu enn menjar. En annar gróöur bætir þaö margfaldlega upp. Nú hafa þrestirnir yfriö nóg af bústnum, rauöum berjum. 1 fyrra sá ég ekki aö reyniviöurinn bæri þvf- likan ávöxt. Hvarvetna á förnum vegi AF LAUFI blasir nú viö hin skrúömikla litadýrö. Lauffalliö hefur enn veriö svo lítiö. Skrýtiö aö þessif jölbreytilega dýrö skuli vera undanfari hrörnunar og dauöa. Skrýtiö aö tré og runnar skarti ekki sinu fegursta, þegar hlýindin eru mest og vöxturinn örastur. Af hverju skynjum viö þessa ein- stæöu fegurö einmitt á haustin, þegar allt er aö visna og deyja. Sumir runnar og hávaxin tré eru eldrauö eins og þau leggia eru þau ekki skrautlegust á vor- sig frá toppi til táar. Af hverju in? Rósberg Snædal kvaö: GIsli Jónsson skrifar. 1 sefa minn seytiar ótti, og sumri er tekiö aö halla. Ég veit aö viöurinn fölnar, og væringjans hlutskipti er flótti. Rósirnar anga þó aldrei eins og þann dag sem þær falla. Ekki kemur þetta heim viö æskufegurö og ellihrörnun mannfólksins. Og þó. Biarni ■ Thorarensen orti eitt af slnum | allra bestu erfiljóöum um I Rannveigu Filippusdóttur, sem ■ dó öldruö. I þessu frumlega ljóöi I er grunntónninn sá aö likaminn ■ lagi sig aö sálinni, eins og flikin I aölikamanum.ogþvi betursem ' allt veröur eldra. Þess vegna | frikki góöur maöur stööugt og 1 veröi fegurstur i ellinni. Þvi þá fatiö fyrnist, fellur þaö betur aö limum og iætur skýrar i ljósi lögun hins innra. Fögur önd andlit ens gamla mun eftir sér skapa og ungdóms sléttleik æöri á þaö skrúörósir grafa. Nú sem ég skrifa þetta, hvín I heldur meira en fyrr I vinum múium, laufvindunum og ég sé dyngjur undir stofnum trjánna. , Bráöum hefur feguröinni veriö | blásiö burt, og velþekktur , vetrarkviöi leggst á margan | mann. Þaö er þvl liklega viö i hæfi aö enda göngu sina á förn- j um vegi meö þessari háróman- m tisku tregavisu Grims Thom- al sen: ■ Lengir nóttu, lúta höföum blóm, laufiö tritar fölt á háum reinum, vindur hvislar ömurlegum óm illri fregn aö kviönum skógargreinum, greinar segja fugli og fuglinn þagnar. 1 brjósti mannsins haustar einnig aö, upp af hrelldu hjarta gleöin flýgur, en v etra rmjö 11 í d a gga rdropa staö á dökkan lokk og m júkan þögul hnigur, og æskublómin öll af kinnum deyja. 2/10, '80 G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.