Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 29

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 29
vísm Laugardagur 4. október 1980. Víötæk umræða um öryggisbelti t bifreiðum: „AÐEINS LÖG- LEIÐING DUGIR” — segir ráðgjafi Alþjóða heilbrigdismálastofnunarinnar (Vlsismynd Ella) Eru öryggisbelti i bifreiðum sá bjargvættur sem margir vilja vera láta, eða reynast þau að- eins vera aukahlutur sem tefur fyrir á örlaga- stundu? Litil umræða hefur farið fram hér á landi um þessi mál en liklegt má telja að fleiri meti slik belti sem öryggisatriði fremur en vandræðagripi. Hins vegar er ekki óliklegt að menn séu fremur ósáttari við að notkun bilbelta sé lögleidd. Þeir geta i sjálfu sér viðurkennt tilgang þeirra en að setja lög á menn um skilyrðislausa notkun getur reynst erfiðara að sætta sig við. Hér á landi er nú staddur ráð- gjafi Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar Rune Andreason, sem hefur sérhæft sig i ráðgjöf varðandi öryggismál og um- ferð. A dögunum hélt Rune fyrirlestur í Norræna húsinu þar sem hann ræddi þessi mál og kom meðal annars inn á notkun öryggisbelta og tölulegar upp- lýsingar varðandi þau mál. Þá voru pallborðsumræður sem ólafur ólafsson landlæknir stjórnaði, en þátt i þeim tóku Skúli Johnsen borgarlæknir, Óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri umferðarráðs, Óskar óla- son yfirlögregluþjónn, Ómar Ragnarsson fréttamaður, Leif- ur Jónsson læknir og Haraldur Henrýsson dómari. Ekkert er nýtt undir sólinni Rune Andreasen rakti sögu umferðarmenningar i litriku máli og myndum. Þar kom glögglega fram að umferðarslys eru ekki eitthvað nýtt fyrir- brigði þó óhjákvæmilega fylgi þau aukinni menningu, og fari stigvaxandi i dag. En áfram snerust hjól sög- unnar og umferðarmenning tók á sig fastari mynd. Umferðar- merki urðu til, þeim fjölgaði stöðugt, svo að endingu varð af þeim frekar vandamál en gagn, eins og ýmsar litskyggnur fyrir- lesrarans gáfu vel til kynna. En menn lærðueinnig af reynslunni varðandi umferðarmerki, og þau urðu skýrari. Með aukinni umferðarmenn- ingu kom krafan um meira öryggi i bifreiðum. Sú krafa kom þó ekki reynslulaust þvi eins og áður segir hafa um- ferðarslys verið fylgifiskar mannsins liklega allt frá þvi að hann fann upp hjólið. Bflbelti koma til sög- unnar Einn öryggisþátturinn sem menn fóru að huga að á 6. ára- tugnum voru bilbelti. Með aukn- um athugunum á umferðarslys- um bæði varðandi athugun á slysstað, ökutæki og þeim er slasaðist, fengust mikilvægar upplýsingar um varnaðarað- gerðir. Þannig tóku öryggisbelti að þróast upp i þau þriggja punkta belti sem nú gilda i Evrópu. En Rune Andreason itrekaði að isetning belta i alla bila jafngilti siður en svo notkun þeirra, þar væri langt i land. Reynsla af öryggisbelt- um Þær tölulegu upplýsingar sem teknar hafa verið saman varð- andi notkun öryggisbelta i slysatilfellum sýna svo ekki veröur um villst, að þau bera árangur ef menn aka ekki yfir 90 km hámarkshraða á klst. Áverkar á hina ýmsu likams- hluta verða mun vægari og skýrustu máli tala tölur frá Svi- þjóð þar sem legusjúklingum vegna umferðarslysa hefur áberandi fækkað auk þess sem tilfellum sem koma á slysa- varöstofu hefur einnig fækkað. Allar athuganir benda til sömu niðurstöðu, bilbelti bjarga mannslifum, og vernda frá varanlegum skaða. — Þetta var niðurstaða hins sænska doktors i heilbrigðismálum Rune Andreasen, er nú starfar sem ráðgjafi Alþjóöa heilbrigðis- málastofnunarinnar varðandi umferðarmál. Dæmi um hið gagn- stæða Eftir kynningu Rune Andrea- sen á nauðsyn bilbelta, urðu gagnlegar umræður og fundar- menn létu ekki sitt eftir liggja til þess aö koma með allar hliðar málsins. Helstu andrök við orðum ráðgjafans voru i stuttu máli þessi: Mörg dæmi sýna að menn hafa látið lifið af vökfum bilbelta. I ám og vötnum hafa menn setið fastir i bilbeltunum og látið af þeim orsökum lifið. Bilar hafa oltið og kastast til, með þeim af- leiðingum að menn er sátu fast- Aöeins örfáar sekúndur tekur aö spenna beltin, en þessi einfalda athöfn hefur leitt til stórkostiegrar fækkunar á umferöarslysum. fólks i hjólastólum, sem ekki hefði þurft að vera ef notuð hefðu verið öryggisbelti. „Ef lagasetning er besta aðferðin til þess að koma notkun öryggis- belta i best horf, þá á tvimæla- laust að lögleiða notkun þeirra”, sagði Skúli. Þá benti hann á aö varðandi þá umræðu sem átt hefði sér stað um nei- kvæðar hliðar öryggisbelta, mætti minna á að ef bólusetningar væru alltaf tekn- ar út frá neikvæðum dæmum eða óhöppum vegna þeirra, þá væribólusetning varla sá þáttur i heilbrigðiskerfinu, sem hún er i dag. Haraldur Henrýson benti á að I þessu sambandi yrði að gera mikla gangskör i umferðar- öryggismálum, en þessi mál hafi verið vanrækt hér á landi, hvað varðar fræðslu og hönnun og uppbyggingu umferðar- mannvirkja. Undir þetta tók Rune Andreasen og benti jafn- framt á að aukin notkun bilbelta væri ekki eina lausnin til lækk- unar tiðni umferðarslysa, lækk- un á hámarkshraða hefði einnig gefiö mjög góða raun. Einstaklingsrétturinn Sá þáttur sem mest vægi hef- ur haft gegn lögleiðingarsjónar- miöinu er tvimælalaust spurningin um rétt einstak- lingsins til þess að ákveða sjálf- ur hvort hann vill belta sig niður i sæti eða ekki. Annar ein- staklingsþáttur hefur þó jafnan verið skilinn útundan, en hann varðar það þegar hinn valfrjálsi maður liggur slasaður á sjúkra- húsi, auðvitað frá vinnu, auk þess sem hann nýtur þjónustu fjölda starfsfólks sem.hinir ein- staklingarnir þurfa að kosta. Einstaklingsfrelsi er ekki frelsi til þess að ausa úr skattpyngju náungans og þvi verða rökin um valfrelsið aö skoðast i samhengi við það hver þurfi að taka af- leiöingum gerða ökumanns sem kýs að nota ekki bilbelti. Ef ein- staklingurinn greiddi hins vegar sjálfur þann kostnað er af slys- inu yrði, væri fullkomlega rétt- mætt að ræða um valfrelsið i samhengi við ákvörðun um notkun öryggisbelta i bilum. Fundurinn i Norræna húsinu, er upphafsþáttur umræðu sem á eftir að aukast hér á landi, þvi hugmyndir um lögleiðingu bil- belta eiga þegar eftir aö koma inn á þingið þennan vetur. Þess vegna er nauðsynlegt að um- ræða þessi fái sem mesta yfir- sýn, svo hægt sé að ræða með- og mótrök af þeirri skynsemi sem verður að taka umferðar- öryggismál. Island er orðið langt á eftir öðrum Noröurlönd- um varðandi þennan þátt öryggismála, og það er kominn timi til þess að snúa þeirri þróun við. —AS ir i bilbeltunum létu lifið i stað þess að bjargast með þvi að kastast út. Bilar hafa lagst saman og maður sem án bil- belta hefði kastað sér niður i framsætinu, kremst undir fast- ur i bilbeltinu. A þröngum fjall- vegum þar sem litlu má muna að bilar kastist framaf, eldur komi upp eða ef eitthvað bregði útaf, gildi helst að menn komist sem fyrst út úr bifreiðinni, en þar tefja bilbeltin. Órökstuddar full- yrðingar Eftir slik andrök, þótti Rune Andreasen timi til þess að skýra málinftarlegar. Hann benti á að þau dæmi sem tekin hefðu verið, væri öll mjög erfitt að rekja beint til þess að öryggisbelti væru orsök dauðaslyss. „Tölurnar sanna að 9 af hverj- um lOsem kastast út verða fyrir mjög alvarlegum meiðslum” sagði Rune „svo hættan er mun meiri ef menn kastast út heldur en að þeir sitji inni án þess að kastast um og hijóta meiðsli af þeim völdum”. Varðandi slys i ám og vötnum upp gilti að sjálfsögðu fyrst að hann væri með meðvitund. Þá itrekaði Rune að eflaust mætti finna einangruð dæmi, þar sem menn hafi flækst i öryggisbelt- um og orðið verra af en án þeirra en það væri hins vegar engum vafa úndirorpið að mun fleiri haldi lifi og heilsu vegna öryggisbeltanna heldur en dæmin væru um liklegan háska vegna þeirra. ómar Ragnars- son tók undir þessi orð og bætti við að slik rök sem komið hefðu fram gegn notkun beltanna væru á sama stigi og að menn heimti að hurðir séu fjarlægðar af bilum þar sem þær séu aðeins fyrir á örlagastund, menn geti rekist i þær og beðið skaða af. Hins vegar megi álykta að um 50 manns hafi farist siðustu 5 ár hér á landi vegna þess að þau notuðu ekki belti svo að ef 4-5 hafa farist af völdum bilbelta, þá sjái allir hvernig hlutföllin standa, sagði Ómar. Er lögleiðing eina ráðið? 30 lönd i Evrópu hafa sam- þykkt notkun bilbelta. Frá panelumræðunum i Norræna húsinu: Frá vinstri: Haraldur Henrýson dómari, Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferöa- ráðs, Leifur Jónsson læknir, Óskar óiason yfirlögregiuþjónn, Ómar Ragnarsson fréttamaður og Skúli Johnsen borgarlæknir. Fundar- stjóri var Ólafur Ólafsson landlæknir en við hlið hans lengst til hægri er Rune Andreason, ráðgjafi alþjóöaheilbrigðismálastofn- unarinnar. (Visismynd Eila) benti Rune á að þegar bill kastaðist út i ár eða vötn, væri algengt aö bilstjóri án öryggis- belta, kastist til i bifreiðinni og missi við það meðvitund. „Hins vegar er maður i öryggisbelt- um,meðfulla meðvitund. Hann gerir sér fullkomlega grein fyrir staðsetningu sinni i bifreiðinni, þar sem hann er á sinum stað i bilnum og hefur þvi mun betri tima og aðstæður til þess að átta sigá þvi hvað gera skuli”.Hann losar um öryggisbeltið, opnar hliöarrúðuna og stlgur upp meö þeirri loftbólu sem fer upp á yfirborðið úr bilnum, þegar opnað er og þegar eldur kæmi „Min reynsla er sú að lög verða að gilda um þetta” sagði Rune Andreasen. Máli sinu til stuðnings benti Rune á að i Sviss hefði notkun verið lögleidd 1976 og hafi þá farið i 92% en við af- nám laganna hafi notkun farið niður I 59%. Sama reynsla sé i öðrum löndum, áróður og upp- lýsingar virðast ekki ná árangri nema mjög timabundiö og árangurinn nái aldrei þvi sem lögleiðing hafi leitt i ljós. Skúli Johnsen borgarlæknir benti á i þessu sambandi, að lita mætti á umferðarslys sem nokkurskonar arftaka mænu- veiki. Hér á landi væri fjöldi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.