Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. október 1980 vtsm 3 Þjófnaðarmálið í Fríhöfninni: Engin merki um að veggurinn hafi gefið sig Bla&amaður VIsis bendir á vegginn þar sem kassi með lykli að úthurðinni til vinstri var staðsettur. Þarna voru tómir pappakassar geymdir og engir höggþungir hlutir virtust hafa veriö geymdir á þessum stað, að sögn starfsmanna. Vi&nánariathugun á veggnum bentiekkert til þess a&hann hafi gefið sig eða hafi verið gert vi&hann. í yfirheyrslunum vegna þjófnaðarmálsins i fríhöfninni, kom fram sú staðhæfing að stæða hefði fallið á vegg þar sem útihurðarlykillinn var innsiglaður i kassa, með þeim afleiðingum að veggurinn hafi gefið sig og þannig hafi verið auðveldara að komast að baki kassans, spenna hann upp og taka lykil- inn. Blaðamaður og ljósmyndari VIsis fóru I vettvangskönnun á staðinn i gærdag, en viö þá athug- un kom greinilega i ljós að engin ummerki voru til staðar sem bentu til þess að veggurinn heföi gefiö sig, eða verið gert viö hann. Við vegginn var hlaöið upp pappakössum og sögöu frihafnar- starfsmenn er rætt var við, aö engar þungar stæður væru geymdar við vegginn.Enhugsan- lega heföu sfgarettukassar verið geymdir þar áöur. Sígarettukass- ar þessir reyndust vera fremur léttir eni veggnum er gipsblanda svo mjög auðvelt ætti að vera að sjá hvort veggurinn hafi gefið sig, þar sem hún molnar við högg. Frihafnarmenn minntust þess ekki að gert hafi verið við vegg þennan. Kristján Pétursson, deildar- stjóri toligæslunnar á Keflavikur- flugvelli, sagði hins vegar að hann vissi til þess aö ekið hafi verið á vegginn, en þá hafi hann laskast mjög neðarlega. „A meðan á viðgerð stóö, voru toll- verðir yfir allan tímann” sagði Kristján Pétursson. Sú staðhæfing sem fram hefur komiö i yfirheyrslunum, viröist þvi vera mjög vafasöm. Að sögn Kristjáns Péturssonar er lykilmáliö enn I athugun. A.S. Deiia Félags islenskra leikara og Rikis- útvarpsins: verkfalls- aögeröir verði ekki samið tyrir 15. nóv. „Viö höfum gefiö Rikisút- varpinu frest til 15. nóvember til aö ganga frá samningum. Renni hann út án þess að þaö veröi gert, munum við hefja undirbúning að verkfallsaögeröum”, sagði Gisli Alfreösson formaður Félags islenskra leikara i viðtali við Visi. Samningar féiagsins hafa nú veriö lausir frá áramótum og aðeins hefur verið haldinn einn fundur á þeim tima, að þvi er segir I frétt frá félaginu. Hafi, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir stjórnar F.I.L. hvorki fengist svar við kröfugerð, né önnur umfjöllun um máliö. Þær kröfur sem leikarar hafa sett fram eru einkum, að tryggöur veröi ákveðinn fjöldi islenskra leikrita á hverju ári, og að fundið verði sanngjarnt hlut- fallmilli erlends og innlends leik- ins efnis. Er i þessu sambandi bent á þann samdrátt sem oröiö hafi á framleiðslu islenskra sjónvarpsleikrita frá 1973, en einkum þó tvö sl. ár. Gisli Alfreðsson sagði enn fremur i viötalinu viö Visi aö rætt hefði veriö um aðgerðir, og þá vinnustöðvun, ef samningar tækj- ust ekki innan ofangreindra tima- marka. Ef grfpa yrði til þess ráös, yröi leitað eftir samstöðu annarra listamanna, bæði innlendra og erlendra. — JSS Dókamarkaður Dókhlöðunnar í Markaðshúsinu, Laugavegi 39 Sogt hefur þoð verið... • umíslendinga, að þeir hugsi litið fram i timann. Ekki á það nú við um okk- ur öll. • Sumir eru til dæmis farnir að kaupa jólagjafir tii þess að fá þær á betra verði og ekki sist til að dreifa útgjöldunum vegna jólanna yfir á lengri tima með þvi að kaupa eina og eina i einu. • Við hjá Bókhlöðunni erum með glæsilegan bókamarkað i MARKAÐSHtjSI okkar á Laugavegi 39. Þar er hægt að tryggja sér mjög góðar bækur á broti af þvi verði er nýju bækurnar á jólamarkaði koma til með að kosta. Bækur hafa ekki gildi eingöngu vegna þess að þær séu nýútkomnar. Góð bók sannar stöðugt gildi sitt. Slikar bækur eigum við margar. • Nú er haustið gengið i garð, það er farið að kólna, Gerðu þér ferð í MARKAÐSHGSIÐ.þér hitnar strax við það að sjá allar þessar góðu bækur,- það má taka þennan hita með sér heim í formi einnar góðrar bókar þær eru margar sem ylja mönnum við lestur. FULLT HÚS AF DÓKUM OPIÐ alla virka daga frá kl. 10 — 18 nema föstudaga kí. 10 — 19 og laugardaga kl. 9—12 „Bókabúðin í hjarta borgarinnar" Laugavegi 39 — Reykjavík Simar 16031 — Bókhlaöan og simi 16180 — Markaðshúsinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.