Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 8
8 VlSIR Fimmtudagur 9. október 1980 Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavIA Guómundsson. Ritstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjornarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-' lendra frétta: GuðmundurG. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Oskar AAagnússon, Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaðamaður á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús ólafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Oreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Stðumúla 14 simi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr.5500 á mánuði innanlands og verð I Iausasölu300 krónur ein- takið. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Dugandi menn og drengir góðir ForsætisráAherra getur eflaust keypt sér stundarfrib meö bllömælum um góöa drengi, en hlutverk rikisstjórnarinnar felst i ööru en aö hrósa sjálfri sér. Veröbólgunni veröur ekki klappað á koliinn. Talsmenn ríkisstjórnarinnar og þá einkum ráðherrarnir sjálf- ir hafa hver í kapp við annan hamast við að bera lof á sjálfa sig fyrir gott samstarf innan stjórnarinnar. Forsætisráðherra gaf ráðherrunum þá einkunn í morgunpóstinum nú í vikunni, að „allir væru þeir dugandi menn og drengir góðir". Flestum ber þeim saman um það, að efna- hagsmálin séu í býsna góðu lagi, verðbólgan á hraðri niðurleið og ríkisf jármálin hagstæð. Varla hafa vinsældalistar Dagblaðsins dregið úr sjálfsánægjunni. Ein- staka framsóknarmenn hafa við og við látið í Ijós áhyggjur vegna aðgerðarleysis f efnahagsmál- um, en fæstir taka mark á þeim athugasemdum, enda sýnist lítill hugur fylgja máli. Til skamms tíma hefur mátt skilja forsætisráðherra svo, að til ef nahagsaðgerða yrði gripið nú á haustdögum. Þannig hefur hann vísað á bug spádómum Þjóð- hagsstofnunar og stjórnarand- stöðu um vaxandi verðbólgu á næstu mánuðum, vegna þess að í forsendum þeirra áætlana var ekki gert ráð fyrir neinum að- gerðum. Margendurteknar staðhæfing- ar ráðherrans þess efnis, að verðbólgan muni lækka úr 61% niður í 50% á þessu ári, byggjast á þeim ásetningi að stöðva eða halda aftur af hinni sjálfvirku vísitöluskrúf u. Gefið hefur verið í skyn, að þær aðgerðir yrðu kynntar í f járlagafrumvarpi og stefnuræðu forsætisráðherra. Hin svokallaða efnahagsnefnd ríkisstjórnarinnar sem nú virðist bæði gleymd og grafin, taldi sig hafa fundið lausnina á efnahags- vandanum, og þær tillögur áttu að sjá dagsins Ijós einmitt um þessar mundir. Nú hefur það gerst að Ragnar Arnalds f jármálaráðherra hefur tilkynnt landslýð, að engar rót- tækar efnahagsaðgerðir séu fyrirhugaðar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Verðbætur verði ekki skertar. Hverjum heilvita manni er Ijóst, að ekki er unnt að ráðast gegn vísitöluskrúfunni nema dýrtíðaruppbætur á laun séu að einhverju leyti með í myndinni, enda hefur Tómas Árnason lýst þeirri skoðun sinni að niðurtaln- ingin næði til launaverðbóta jaf nt sem annarra þátta efnahags- mála. Fjármálaráðherra hefur hins vegar afgreitt þessar vangavelt- ur framsóknar og forsætisráð- herra með þeirri yfirlýsingu sinni, að Alþýðubandalagið sé ekki til viðtals um skerðingu á launaverðbótum. Er ekki annað að sjá en Alþýðubandalagið sé þar með búið að loka öllum dyr- um fyrir samræmdum aðgerð- um. Engum dettur í hug að halda því fram að verðbólgan stafi af verðbótum launa einum saman, en ef lægstu laun eru undanskil- in, sýnist óhjákvæmilegt að skerðing verðbóta á laun verði liður í efnahagsráðstöfunum, til að allsherjarárangur náist. Allt þetta hlýtur að koma til kasta stjórnvalda, þings og þjóð- ar og á að vera hægt að ræða, án þess að menn kalli yf ir sig óbóta- skammir eða svívirðingar um árásir gegn launþegum eða lífs- kjörum. Almennt hjal um dugandi menn og drengi góða stoðar lítið og er í rauninni brosleg tilraun til að breiða yfir ágreining. Forsæt- isráðherra getur hugsanlega keypt sér stundarfrið með blíð- mælum um góða drengi, en hlut- verk ríkisstjórnar felst í öðru en að hrósa sjálfri sér. Verðbólg- unni verður ekki klappað á koll- inn. Það mun ráðastá næstu vikum hvort má sín meira viljinn til að hafa stjórn á landsmálum elleg- ar þörfin á að dekra við Alþýðu- bandalagið. á aö byria að soara? | Þar sem dagblööin hafa aö | undanförnu veriö yfirhlaöin frá- | sögnum af Flugleiöa-málinu, er g kannske aö bera I bakkafullan læk aö bæta þar nokkru viö. Mér er þó efst i huga aö fara _ nokkrum oröum sparnaöarhlið- . ina á rekstri Flugleiöa. Ég sé I 5 fljótu bragöi ekki á hvern hátt ! hefur veriö sparaö hjá fyrirtæk- J inu, þegar frá eru taldar hinar • umfangsmiklu uppsagnir á i starfsfólki, og virðast þær þó _ vera meö nokkuö sérstæöum ! keim, þar sem þaulvönu starfs- ! fólki hefur veriö sagt upp en I ■ mörgum tiifeiium reynslulausir ■ nýliöar settir i volga stóla I þeirra sem hraktir hafa veriö I ■ burtu. ■ Mikiö hefur veriö rætt á ■ Islandi um svokallaða launa- ■ jöfnunarstefnu. Hjá Flugleið- | um er hægt aö finna, eins og | kannske fleiri fyrirtækjum, | sand af forstjórum og hálauna- I mönnum á meöan uppsagnir g miöast aöallega viö þá aöila g sem lægst hafa launin, og eru _ þar af minni póstur I rekstrin- _ um. Uppsagnirnar og ný- _ ráðningarnar hjá Flugleiöum H beraö eins og beautycontest eöa • feguröarsamkeppni. Byggi ég J þaö álit á fyrirsögn viötals yfir J þvera opnu Morgunblaösins frá ■ 3. sept. s.l. viö forstjóra Flug- • leiöa Sigurö Helgason: „Ég vil ■ ekki hafa jámenn I kringum ■ mig”. Þar sem ég er kunnastur ■ starfsemi Flugleiöa hér I Lux- ■ emburgvilégnefnatvoliöi sem ■ mætti spara. ■ Hótel Aerogolf hér I Lux er ■ taliö aö verulegum hluta eign Flug eiía. É;_> fæ ekki séö hver.a na.uös’. n ber til aöFlug- leiöir séu aö vasast I hótel- rekstri hér I Lúx á sama tlma sem allt er aö sökkva. Þaö væri nær lagi aö selja þennan eignar- hluta og láta þaö fé renna I sveltandi rekstur. Starfsliöi Flugleiöa hér hefur veriö sagt upp aö mestu leyti. Samt eru þeir hér meö svokall- aöan „director” og einnig stöövarstjóra á snotrum laun- um. „Directorinn” Einar Aakran hefur á fimmtu milljón króna i mánaðarlaun auk ann- arra friöinda. Siguröur MagnUsson fyrrv., blaðafulltrúi Loftleiöa mun hafa komið þvi til leiðar aö Aakran var geröur aö heiöurs- konsúl Islendinga I Luxemburg, aö þvi er segir, „fyrir vel unnin störf f þágu íslendinga i LUx.” Islendingar hér hafa nokkuö aöra sögu af þeim manni aö segja. Ég get nefnt mörg dæmi um þaö aö nefndur maöur hefur verið íslendingum hinn ó- þjálasti á mörgum sviðum, svo ekki sé meira sagt. Fullyröi ég aö um þaö er utanrikisráöu- neytinu í Reykjavik vel kunnugt, þvf þangaö hefur kvörtunum veriö komiö á fram- færi. Þaö vantar ekki aö utandyra á Alfa Building skreytir Aakran skrifstofu sina með Islenka skjaldarmerkinu, svo enginn ef- istum hvar þennan „Konsúl” er aö finna. Allt er þetta greitt meö bein- höröum erl.gjaldeyri. A launum þessa eina manns geta fjórar fjölskyldur lifaö þokkalegu lifi i Luxemburg. Hvaö yfirstjórn Flugleiöa kann aö hafa úthlutaö sjálfum sér I laun á islandi má vera höfuöverkur fyrirtækisins þar, en þegar fariö er aö greiöa mönnum laun til aö fela þau I fasteignum, eins og fátæklingar safna aö sér frímerkjum, er eitthvaö oröiö athugavert viö reksturinn. Luxemburg 22. sept. 1980. Þóröur Halldórsson. Frá flugvellinum i Luxemborg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.