Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 2

Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Englendingar komu fram hefndum / B1, B3 Búist við hörkuleik á Ítalíu í dag / B1, B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r8. j ú n í ˜ 2 0 0 2 Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Þitt mál“ frá VR . Blaðinu verður dreift um allt land. VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Samtök verslunar- innar-FÍS hafa komist að samkomu- lagi í sameiginlegri launanefnd um breytingar á kjarasamningi sem und- irritaður var 22. janúar 2000. Nær samkomulagið til tæplega 2.000 fé- lagsmanna sem starfa flestir hjá heildsölufyrirtækjum. Samkomulagið kveður á um 6% launahækkun til þeirra félagsmanna sem ekki hafa fengið launahækkun á tímabilinu frá 1. janúar 2001. Samn- ingur verslunarmanna og SV-FÍS var fyrsti kjarasamningurinn sem gerður var um svonefnd markaðs- laun og var hann frábrugðinn samn- ingi verslunarmanna og Samtaka at- vinnulífsins að því leyti að ekki var kveðið á um ákveðnar árlegar kaup- hækkanir í samningnum. Var sér- stakri launanefnd falið að meta og bregðast við ef í ljós kæmi að veru- legir brestir væru á að starfsmenn sem samningurinn tekur til fengju launahækkanir skv. markaðslauna- samningnum, skv. upplýsingum Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR. ,,Stærsti liðurinn er að kveðið er á um að þeir sem ekki hafa fengið nein- ar launahækkanir fá 6% hækkun og þeir sem hafa fengið einhverja kaup- hækkun fá þá þann mismun sem upp á vantar,“ segir Gunnar. Samningur gildir til febrúar 2004 og er án uppsagnarákvæða Einnig var samið um styttingar á vinnutíma til samræmis við kjara- samninga sem gerðir hafa verið við SA og fleiri atriði, m.a. um lágmarks- laun ungmenna, hækkun desem- beruppbótar, orlofsauka og hækkun á mótframlagi vinnuveitanda í lífeyr- issjóð. Skv. samkomulaginu skulu laun 16–17 ára ungmenna ekki vera lægri en kr. 77.500 á árinu 2002 og kr. 80.000 á árinu 2003. Þeir sem eru yngri en 16 ára skulu hafa að lág- marki kr. 70.000 í laun á samnings- tímanum. Desemberuppbót hækkar í kr. 45.000 á árinu 2002 og kr. 50.000 á árinu 2003. Með þessu samkomulagi falla samningsaðilar frá uppsagnarákvæði sem var í samningnum og miðaðist við 1. september næstkomandi. Gild- ir samningurinn til 29. febrúar 2004. 6% launahækkun og breytingar á vinnutíma VR og SV-FÍS ná samkomulagi um breytingar á kjarasamningi fyrir tæplega 2.000 starfsmenn BRÚARVINNUFLOKKUR Guð- mundar Sigurðssonar frá Hvammstanga vinnur þessa dag- ana að gerð nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Norðurá innst í Norð- urárdal, en brúin verður 22 metr- ar að lengd. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni hófst verkið um miðjan apríl og er ráð- gert að því ljúki um mánaðamót júní og júlí. Samfara vinnunni við brúar- gerðina vinnur verktaki að nauð- synlegri breikkun og hækkun vegarins við nýju brúna. Morgunblaðið/Einar Falur Ný brú í Norðurárdal MORGUNBLAÐIÐ hefur falið lög- mönnum sínum að óska eftir lög- reglurannsókn á því hver sé réttur höfundur tveggja greina, sem birt- ust í blaðinu 7. maí og 1. júní sl. Greinarnar voru sendar blaðinu í nafni Sigurðar Jónssonar, íbúa á Selfossi, en í ljós hefur komið að hann er ekki höfundur þeirra, held- ur hefur annar maður notað nafn hans og kennitölu í blekkingar- skyni. Morgunblaðið biður Sigurð Jónsson velvirðingar á þeim óþæg- indum, sem hann kann að hafa haft af birtingu greinanna. Önnur greinin fjallaði um málfar íþróttafréttamanna í ljósvakamiðl- um, hin um ráðningu bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Málið er kært til lögreglu m.a. á þeim forsendum að það hafi verulega þýðingu fyrir starfsemi Morgunblaðsins að höf- undar aðsendra greina séu rétt til- greindir í blaðinu. Annars vegar varði málið almenna tiltrú blaðsins, sem skipti það afar miklu máli. Hins vegar ráði þetta atriði úrslit- um um ábyrgð á efni aðsendra greina, skv. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Óskað rann- sóknar vegna rangs höf- undarnafns BORGARFULLTRÚAR eiga nú rétt á biðlaunum er þeir láta af störfum samkvæmt samþykkt borg- arráðs, en að sögn Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar, hafa borgarfulltrúar ekki fengið biðlaun hingað til. Hann segir að í sveitarstjórnar- lögunum frá 1998 séu veittar heim- ildir til ýmissa réttindamála sveit- arstjórnarfulltrúa og í nýrri samþykkt frá síðasta ári um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sé sérstaklega tekið fram að setja skuli reglur um bið- laun og fleiri þætti og séu reglurnar settar á þeim grundvelli. Tekið sé mið af biðlaunum þingmanna, þótt rétturinn sé aðeins rýrari. Gunnari er ókunnugt um hvort fleiri sveitarfélög hafa tekið þetta upp, en segir að þetta þyki almennt vera réttlætismál. „Stór hluti borg- arfulltrúa hefur þetta sem aðalstarf, að minnsta kosti þeir sem sitja í borgarráði og eru formenn nefnda. Þarna er því um að ræða aðalstarf fólks sem getur breyst með litlum fyrirvara,“ segir Gunnar. Samkvæmt hinum nýju reglum skulu biðlaun borgarfulltrúa miðast við þau meðallaun sem þeir höfðu á kjörtímabilinu fyrir setu í borgar- stjórn og fastanefndum borgarinn- ar. Greiða skal 2 mánuði eftir að lát- ið er af störfum auk fullra launa fyrir júní. Ef borgarfulltrúi hefur gegnt störfum í tvö kjörtímabil samfellt skal greiða einn mánuð til viðbótar en hafi hann gegnt störfum í þrjú kjörtímabil samfellt, eða leng- ur skal greiða alls fjóra mánuði. Taki borgarfulltrúi sem nýtur biðlauna við starfi í þjónustu borg- arinnar eða hjá fyrirtæki sem er að minnsta kosti í helmingseigu henn- ar falla biðlaun niður, að því gefnu að nýju launin séu hærri en sem nemur biðlaunum, en séu þau lægri fær viðkomandi mismuninn greidd- an. Tillaga um biðlaun borgarfulltrúa samþykkt Fá greiðslur frá tveimur og upp í fjóra mánuði FRANSKI djasspíanóleikarinn Jacques Loussier er væntanlegur hingað til lands og heldur tón- leika í Háskólabíói 20. september næstkomandi. Loussier, sem er þekktastur fyrir að leika tónlist eftir J.S. Bach í djassútsetningum, hefur notið talsverðrar hylli hér á landi og víðar í Evrópu á síðustu áratugum fyrir plötur sínar, en hér á landi hafa plötur hans selst í nálægt 10.000 eintökum. Lous- sier leikur hér með tríói sínu. Jacques Loussier hóf að leika verk Bachs í djassútsetningum á sjötta áratugnum með Play Bach tríói sínu. Á áttunda áratugnum dró hann sig í hlé frá tónlist um tíma en sneri aftur á 300. afmæl- isári Bachs, 1985, og hefur haldið grúa tónleika og gefið út fjölda hljómplatna upp frá því. Á síðustu árum hefur hann einnig útsett tónlist eftir Ravel, Debussy, Satie og fleiri fyrir djasstríó. Tónleikarnir í Háskólabíói 20. september næstkomandi verða á vegum Hr. Örlygs ehf. Miðasala hefst 18. júní næstkomandi, en nánari upplýsingar er að fá í verslun 12 tóna við Skólavörðu- stíg. Jacques Loussier til Íslands GENGI hlutabréfa deCODE Gene- tics, móðurfélags Íslenskrar erfða- greiningar, endaði í gær annan dag- inn í röð í lægsta gildi frá upphafi á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum. Lokagildi bréfanna lækkaði um 4,62% frá fimmtudegi og endaði í 3,72 Bandaríkjadölum. Gengið fór um tíma í gær í 3,50 dali en það er lægsta verð sem greitt hefur verið fyrir bréfin frá því þau voru skráð á Wall Street fyrir tveimur árum. Á einni viku lækkaði gengi de- CODE um 99 sent, eða um 21%, en gengið var 4,71 dalur í lok síðustu viku. Gengi de- CODE kom- ið í 3,72 dali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.