Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 6

Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUTFALL lögreglukvenna er lægst á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hér eru aðeins 7% af lög- reglumönnum konur, í Finnlandi og Danmörku eru þær örlítið fleiri eða rétt um 8%. Í Noregi, Svíþjóð og Lettlandi eru þær hins vegar um 17% og í Eistlandi er fjórðungur lögreglumanna konur. Þetta kom fram á hátíðarfundi Samtaka lögreglukvenna á Norð- urlöndunum og Eystrasaltsríkj- unum (NBNP) sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í gær. „Að mínu mati er brýnt að fjölga konum í lögreglunni og ég hef lagt áherslu á það í embætti mínu. Ég tel að við séum á réttri leið, til dæmis hefur verið lögð áhersla að fá fleiri konur í Lög- regluskóla ríkisins,“ sagði Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra er hún flutti setningarávarp fundarins. Hún sagði ánægjulegt að þessi fundur væri haldinn á Íslandi. „Ég tel mikilvægt að styðja við bakið á íslenskum lögreglukonum. Þeim hefur fjölgað og staða þeirra verður sífellt sterkari innan lög- reglunnar. Fundur sem þessi og fjölþjóðlegt samstarf lögreglu- kvenna vekur athygli á mikilvægi starfa þeirra innan lögregl- unnar.“ Karlar og konur í lögreglunni nálgast vandamálin ólíkt Anna-Lena Barth er formaður Evrópusambands lögreglukvenna og starfar í Stokkhólmi. Hún vakti athygli á því að lögreglu- starfið væri enn þá talið eitt helsta dæmigerða karlastarfið í samfélaginu. Hún sagði ótrúlegt að hún fyndi enn fyrir því að kvenlegir eiginleikar væru taldir neikvæðir í starfi lögreglunnar. „Konur og karlar hafa gjarnan ólíkar leiðir til að nálgast vanda- mál á mörgum sviðum í lögregl- unni, til dæmis þegar kemur að samskiptum við aðra. Leiðirnar eru alveg jafngóðar og við þurf- um ótvírætt á kröftum beggja að halda, til að fá sem bestar lausnir á vandamálum.“ Hún benti á að beiting líkams- styrks væri ekki jafnstór þáttur í starfi lögreglunnar og margir héldu, um 80% vinnunnar byggð- ust fyrst og fremst á innsæi, rök- hugsun og samskiptahæfileikum lögregluþjónsins. Hún sagði brýnt að andrúms- loftið í lögreglunni yrði gert meira aðlaðandi fyrir konur, yf- irmenn yrðu að hafa góða fjöl- skyldustefnu og að konur væru ekki metnar eftir karlaviðmiðum. „Til hvers að fá konur í lögregl- una ef á að breyta þeim í ein- hvers konar karla?“ spurði hún í ræðu sinni. Landssamtök styðja við bakið á konum Lögreglan á Vesturlöndum hef- ur ekki efni á að missa af kröft- um kvenna, meðal annars vegna þess að í framtíðinni má búast við að skortur verði á vinnuafli vegna aldurssamsetningar í vest- rænum þjóðfélögum, að því er fram kom í máli Mariu Appel- blom formanns NBNP. „Við verð- um að leggja kapp á að gera lög- regluna aðlaðandi starfsvettvang fyrir konur ef við viljum fá nóg af góðu og frambærilegu fólki til að vinna með okkur í framtíð- inni.“ Appelblom kynnti meðal annars starfið innan NBNP og sagði frá því hvernig lögreglan í Svíþjóð hefur reynt að koma til móts við konur en sjálf starfar hún í Stokkhólmi. Meðal annars með því að hafa nokkur lands- samtök starfandi sem miða að því að auka jafnrétti og styðja við bakið á konum. „Við höfum landssamband lög- reglukvenna í yfirmannsstöðum, annað fyrir fulltrúa og annað fyr- ir óbreytta, auk þess sem starf- andi eru karlasamtök lögreglu- manna sem vinna gegn kynferðislegri áreitni í lögregl- unni.“ Hún segir síðastnefndu samtökin ekki síst gott innlegg í jafnréttisumræðuna, afar mik- ilvægt sé að fá karla með. „Þótt samtökin séu kölluð þetta, taka þau ekki eingöngu til umræðu kynferðislega áreitni sem slíka, heldur einnig viðhorf karla í lög- reglunni til starfssystra sinna. Til dæmis er brýnt að þeir hlusti á það sem þær hafa fram að færa en reynslan sýnir að þar sem konur eru í jafnmiklum minni- hluta og í lögreglunni sé stundum erfitt fyrir þær að láta raddir sínar heyrast.“ Konurnar komu með nýja vídd í starfið Guðmundur Guðjónsson, yf- irlögregluþjónn hjá embætti Rík- islögreglustjóra, rakti stuttlega sögu íslenskra lögreglukvenna þar sem fram kom að fyrsta lög- reglukonan hóf störf 1943 en það var ekki fyrr en 1976 sem konur í lögreglunni fengu að klæðast lögreglubúningum. 1978 fengu þær síðan að ganga í öll störf innan lögreglunnar til jafns við karlana. „Mín fyrstu kynni af konum í lögreglunni voru árið 1976 og fannst mér strax að þær kæmu með nýja og mikilvæga vídd í starfið.“ Konur eru nú einn þriðji nem- enda í lögregluskólanum sem er hátt hlutfall miðað við fyrri ár, að því er fram kom í máli Ernu Sigfúsdóttur, lögreglufulltrúa hjá embætti Ríkislögreglustjóra og formanns Kríanna, hagsmuna- félags lögreglukvenna á Íslandi. „Konur voru lengi um 4% af starfsmönnum lögreglunnar á Ís- landi en frá árinu 1996 hefur þeim fjölgað og eru þær núna 7%. Á þessu ári munu svo 12 konur útskrifast úr Lögregluskólanum svo við erum bjartsýn, þetta er allt á réttri leið.“ Fundur Samtaka lögreglukvenna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum Enn talið eitt helsta dæmigerða karlastarfið Konum í lögreglunni hefur fjölgað verulega undanfarið og nú eru konur þriðjungur nema í Lögregluskóla ríkisins. Lögreglukonurnar mættu í búningum sínum á fundinn í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Morgunblaðið/Júlíus Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ásamt tveimur lögreglukonum á fundi lögreglukvenna á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Í BRÉFI sem séra Þórhallur Heim- isson, prestur við Hafnarfjarðar- kirkju, birtir á heimasíðu Þjóðkirkj- unnar, segist hann undrast þá stöðu sem kirkjan hafi á Þingvöllum. Um síðustu helgi var hann þar við giftingu og vegna aðstöðuleysis þurfti hann að hengja upp hempuna á salerni og skrýðast þar. Þórhallur tók fram að ekki væri við þjóðgarðsvörð og starfs- fólk á Þingvöllum að sakast en það hefði lagt sig fram við að greiða úr málum. Sigurður Oddsson, þjóðgarðsvörð- ur, segir að aðstaðan sem sr. Þórhalli hafi staðið til boða sé sú sama og prestar frá öðrum sóknum hafa not- ast við til margra ára. Miðað við litlar sveitakirkjur sé þetta alls ekki slæm aðstaða og undrast hann nokkuð orð prestsins. Rigndi eins og hellt væri úr fötu Í bréfinu greinir sr. Þórhallur frá því að sl. laugardag hafi hann farið til Þingvalla til að gifta. Með hjónaefn- unum úr bænum, organistanum og brúkaupsgestum hafi þetta verið tals- verður söfnuður. „Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á Þingvöllum eins og gjarnan gerist þar á vorin. Var það ætlun mín að leggja lokahönd á undirbúning fyr- ir austan og eitthvað vildi brúðurin líka snurfusa sig áður en gengið væri til kirkju. Leituðum við því ásjár á prestsetrinu. Á Þingvallabænum reyndist aftur á móti lítil aðstaða til klerklegra þenkinga eða snurfusunar fyrir brúðina. Eins og alþjóð veit hef- ur prestsetrið verið tekið undir borð- hald ráðherra og þar býr nú enginn prestur. Auk þess hefur þjóðgarðs- vörður skrifstofu í enda bæjarins þar sem áður var móttaka Þingvalla- prests og aðstaða fyrir presta sem komu til helgihalds við kirkjuna, auk annarra kirkjugesta sem á þurftu að halda. Nú er kirkjunni ætlaður að- gangur að salerni, fordyri við salerni og lítil kompa eða herbergiskytra fylgir inn af salerni þar sem brúður og einn svaramaður komast fyrir, ásamt e.t.v. einni brúðarmey sé hún grönn og spengileg. Þegar við (ég, organisti, brúðhjón og svaramenn) birtumst á hlaði Þing- valla í rigningunni eins og fyrr var sagt, reyndist sú kytra reyndar læst. Ekki hafði þjónandi prestur á Þing- völlum í sumar fengið úthlutaðan lyk- il að kompunni, en hann mætti okkur á hlaðinu, jafn niðurrigndur og aðrir. Aftur á móti var salernið opið og for- dyri að því. Úti var sem sagt rigning og brúðurin þurfti skjól, þannig að ég brá á það ráð að hengja upp hempuna á salerninu og skrýðast þar, svo ekki þyrfti að reka brúðina út í rign- inguna. Um síðir var þó kompunni lokið upp og komust þá þar inn brúð- ur og hennar svaramaður. Tekið skal fram að þjóðgarðsvörður var hinn ljúfasti í fasi og viðmóti,“ segir í bréf- inu. Gott miðað við litla sveitakirkju Sigurður þjóðgarðsvörður bendir á að það sem sr. Þórhallur nefni her- bergiskytru sé 12,5 m² herbergi. Gengið er inn um anddyri og er lítið salerni á aðra hönd. Þetta sé sama að- staðan og prestar úr öðrum sóknum hafi notast við um árabil. Engin breyting hafi orðið á því þó forsæt- isráðuneytið og ríkisstjórn hafi fengið tvær af þremur burstum sem kirkjan hafði áður til afnota í Þingvallabæn- um. Nú skipti þjóðgarðurinn og kirkj- an með sér einni burstinni. Sigurður bendir á að þjóðkirkjan hafi lykil að herberginu en settur prestur þar í sumar hafði um síðustu helgi ekki fengið hann í hendur. Hann bendir á að allur kostnaður vegna Þingvallakirkju sé greiddur af Þing- vallanefnd og nefndin greiði einnig laun organista í sunnudagsmessum að sumri til. Undrast aðstöðuna í Þingvallakirkju Þjóðgarðsvörður segir þetta vera sömu aðstöðu og verið hefur um árabil Í LJÓSI mikillar og viðvarandi spennu á milli Indlands og Pak- istans ræður utanríkisráðu- neytið fólki frá því að ferðast til landanna eins og sakir standa. Íslendingum, sem staddir eru í Pakistan eða á Indlandi, er ráðlagt að fylgjast náið með fréttaflutningi af gangi mála og íhuga jafnframt að yfirgefa svæðið, segir í frétt frá utanrík- isráðuneytinu. Fólki ráðið frá ferðum til Indlands og Pakistans UM EITT ÞÚSUND bréfum, þar sem foreldrar eru að gefnu tilefni hvattir til að fylgjast með því að börn og unglingar séu ekki að leik inni í kirkjugarðinum, var í gær dreift í hús í nágrenni Gufunes- kirkjugarðs. Tilefnið er, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra kirkju- garðanna, skemmdarverk sem unnin voru í garðinum síðastliðið þriðjudagskvöld en margt bendir til að börn hafi verið þar að verki. Aukin gæsla Þórsteinn segir að ekki hafi komið í ljós hverjir voru að verki á þriðjudagskvöldið en talið sé sennilegt, bæði af lögreglu og starfsmönnum kirkjugarðanna, að það hafi verið börn. Gæsla verður aukin í Gufunes- kirkjugarði vegna þessa. Þórsteinn segir hana m.a. felast í því að vísa þeim sem eru undir aldri út úr garðinum og eins unglingum sem eru í garðinum að leik. Öryggisverðir í garðinn á mismunandi tímum Í bréfinu er vísað til reglna um Kirkjugarða Reykjavíkur en í 2. gr. þeirra segir að börn yngri en tólf ára megi eigi hafast þar við, nema í fylgd með fullorðnum, sem þá bera ábyrgð á hegðun þeirra. Öryggisfyrirtæki sér um gæsl- una og kemur starfsfólk hennar í garðinn á tímum sem ekki eru fyr- irfram ákveðnir, einnig á næturn- ar. „Þeir hafa það verkefni að stugga við þeim sem eru ekki þar inni í þeim erindagjörðum að heimsækja leiði,“ segir Þórsteinn. Skemmdir voru unnar á um 50 leiðum á þriðjudagskvöldið en bæði var búið að sparka upp blóm- um, róta í leiðum og traðka á þeim. Börn og ungling- ar séu ekki að leik í kirkjugörðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.