Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 9
Fyrir ferðalögin!
Vinsælu stretsbuxurnar,
peysur og léttir sumarjakkar
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Gallaskokkar
með spagettíhlýrum
St. 36—56
Svartir jakkar, pils
og buxur
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag 10-14
Ný sending
Brúðarkjólar
Opið mán.-fös. frá kl. 11-18,
lau. kl. 11-16
Mömmusett Brúðarmeyjakjólar Brúðarsveinaföt
s. 567 4727
Stærðir S-XXXL Verð 19,000-25,000 kr.
okkar árlega
Antik
lagersala
20-80%
afsláttur
Klapparstíg 40, sími 552 7977
Opið lau. kl. 11-17.
sun. kl. 13-17.
HÁVÆRAR kröfur um hertar refs-
ingar við tilteknum afbrotum, svo
sem kynferðisafbrotum, fíkniefna-
brotum og ofbeldisbrotum, hafa
komið fram í þjóðfélaginu á síðustu
árum. Lögmannafélag Íslands og
Dómarafélag Íslands stóðu fyrir mál-
þingi í gær, sem bar yfirskriftina
Glæpur og refsing, viðurlög við glæp-
um á Íslandi – er breytinga þörf? og
voru þessi málefni þar til umfjöllun-
ar.
Sigurður Tómas Magnússon hér-
aðsdómari fór í gegnum þróun refs-
inga frá 1951 en hann hefur nýlokið
úttekt á afbrotum á Íslandi 1951–
2000, sem hann vann fyrir dóms-
málaráðuneytið, í samvinnu við
Hildigunni Ólafsdóttur afbrotafræð-
ing. Í máli hans kom fram að refs-
ingar við ofbeldisbrotum hafa ekki
þyngst að marki á þessu tímabili.
Hann talaði um ákveðnar sveiflur í
refsingum, en að þessar sveiflur
gengju jafnframt ekki í neina átt.
„Niðurstöður rannsókna sýna að lík-
amsárásir virðast ekki hafa jafnal-
varlegar afleiðingar og fyrr. Það er
svolítið einkennilegt því samhliða er
talað um að brotin séu orðin sífellt
grófari,“ sagði Sigurður og benti á að
þessu megi þakka mun öflugri við-
bragðsþjónustu, svo sem neyðarlínu,
sjúkraflutningum og framförum í
læknavísindum.
Hann sagði að svo virtist sem við
ákvörðun refsinga væri mest horft til
efnahagslegra og líkamlegra afleið-
inga brota. „Þetta er í sjálfu sér eðli-
legt, þar sem skilgreiningar á ein-
staka refsiákvæðum miðast mjög
mikið við afleiðingar og dómvenjan
styrkir þessa nálgun. Aðrar afleið-
ingar brota sem ekki eru beinlínis
líkamlegar heldur andlegar hafa til-
tölulega nýlega verið dregnar fram í
dagsljósið. Áherslurnar á þessa þætti
hafa aukist mjög á síðustu árum.
Þessir þættir eru auðvitað ósýnilegir
berum augum og sjást heldur ekki á
röntgenmyndum, þannig að sönnun-
arfærsla um þessi atriði er erfiðari,“
sagði hann og bætti við að réttarvit-
und almennings væri ef til vill nokk-
uð á undan dómstólum hvað varðaði
áherslur á þessar andlegu afleiðing-
ar.
Að sögn Sigurðar er mikill hraði í
dómskerfinu nú og afleiðingar brot-
anna eru oft ekki komnar fram þegar
búið er að dæma í málum. Hann velti
þeirri spurningu upp hvort sakborn-
ingurinn ætti að njóta góðs af því að
vafi væri um hverjar afleiðingar
brotanna væru, en taldi jafnframt að
líta þyrfti til fleiri þátta, eins og til
dæmis hættueiginleika brotsins og
ofbeldið sjálft.
Í erindi Sigurðar kom fram að
refsingar þróast tiltölulega hægt.
Hann rakti hvaða atriði gætu haft
áhrif á þróun refsinga og nefndi
breytingar á refsilöggjöf, breyttar
áherslur ákæruvalds og ný viðhorf og
gildismat. Hann sagði það hins vegar
deiluefni hvort refsingar þróuðust
nægilega hratt.
Jón Þór Ólason, lögfræðingur í
dómsmálaráðuneytinu, flutti erindi
um eðli og þróun viðurlagakerfisins
og kom einnig inn á það sem hann
kallaði dómstól götunnar. Hann
ræddi um nýjar viðurlagategundir,
eins og helgar- og næturfangelsi, raf-
ræn ökklabönd og síðast en ekki síst
samfélagsþjónustu. „Reynslan af
samfélagsþjónustu hér á landi er góð,
en hins vegar eru núgildandi reglur
um samfélagsþjónustu gagnrýni-
verðar. Það væri til dæmis mun eðli-
legra að dómstólar gætu sjálfir
ákveðið samfélagsþjónustu sem
vararefsingu fésekta, í stað þess að
stjórnvöld breyti refsingu í sam-
félagsþjónustu,“ sagði Jón Þór.
Í máli hans kom fram að hann tel-
ur það eðlilegt að ákvæði um sam-
félagsþjónustu verði sett inn í hegn-
ingarlög og nefndi sem dæmi að
samfélagsþjónusta gæti verið mjög
heppileg leið til að veita ungum
brotamönnum aðhald. Hann telur að
tími sé kominn til að hefja heildar-
endurskoðun á hegningarlögunum.
Lögin væru komin til ára sinna og
hefðu gengið í gegnum ótal breyting-
ar á liðnum áratugum, sem þyrfti að
skoða betur í samhengi og samræma
betur.
Afbrotamál vinsæl
„söluvara“ í fjölmiðlum
Jón Þór sagði að umræður í þjóð-
félaginu gengju í þá átt að of vægt
væri tekið á brotamönnum. Á það
ekki síst við þegar rætt er um refs-
ingar fyrir brot eins og kynferðisbrot
og ofbeldisbrot. Hann bætti við að
þess bæri að gæta að umræðan
blandaðist oft tilfinningahita og benti
á að refsingar yrðu ekki þyngdar á
einni nóttu. Þróunin tæki lengri tíma
og refsingar væru að þyngjast í kyn-
ferðisafbrotamálum og grófari lík-
amsárásarmálum.
Hann endaði á gagnrýni á fjöl-
miðla fyrir umfjöllun um málefni af
þessu tagi og sagði að afbrotamál
væru orðin vinsæl „söluvara“ í fjöl-
miðlaheiminum, þó að vissulega væri
það breytilegt eftir einstökum fjöl-
miðlum.
„Oft bera fréttir fjölmiðla merki
þess að sá sem segir frá hafi ekki vald
á grundvallaratriðum og því verður
frásögnin ekki jafnupplýsandi og hún
gæti orðið, stundum villandi og í
versta falli beinlínis röng. Má hér
nefna dóm Héraðsdóms Vestfjarða
frá 23. apríl 2001 þegar maður var
sýknaður af grófum kynferðisafbrot-
um sökum þess að brot ákærða voru
fyrnd. Í umfjöllun eins fjölmiðils var
komist svo að orði að enn fyrntist mál
hjá dómstólum. Umfjöllun sem þessi
er röng. Ekki var fjallað um það að
brotaþolinn hefði ekki kært málið
fyrr en löngu eftir að málið var fyrnt
samkvæmt lögum, heldur var um að
ræða enn einn sýknudóminn í kyn-
ferðisbrotamáli af hálfu dómstóla.
Vissulega eru aðfinnsluverð þau
vinnubrögð ríkissaksóknara að gefa
út ákæru í fyrndu máli. Það er því
ljóst að fjölmiðlar hafa mikil áhrif á
skoðanamyndun almennings og
þessu valdi fjölmiðla fylgir mikil
ábyrgð,“ sagði hann.
Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak-
sóknari við embætti ríkissaksóknara,
ræddi um ákvörðun refsinga með til-
liti til jafnræðissjónarmiða. Hún
sagði spurningar vakna um vægi for-
dæma þegar refsingar væru skoðað-
ar út frá jafnræðissjónarmiðum. „Að
mínu mati á áherslan að vera lögð á
sérstöðu hvers máls þegar kemur að
alvarlegum refsimálum en fastheldni
á fordæmi er talsverð,“ sagði hún og
benti á að mikil fastheldni á fordæmi
gæti verið varhugaverð.
Sigríður bar saman þyngsta dóm-
inn sem fallið hefur til þessa í kyn-
ferðisafbrotamáli gegn börnum, eða
fimm og hálfs árs refsivist og svo
þyngsta dóminn fyrir fíkniefnabrot,
þar sem refsingin var tíu ára fang-
elsi. Hún sagði umhugsunarvert
hvort hugsanlega væri verið að
brjóta jafnræðisregluna með því að
beita lögmæltum refsiákvæðum af
fullum þunga, brotaþola í óhag, í
sumum brotaflokkum eins og í fíkni-
efnamálum en ekki öðrum eins og til
dæmis í kynferðisafbrotamálum.
Hún taldi að dómstólar væru á réttri
leið hvaða varðar refsingar fyrir kyn-
ferðisafbrot, en bætti við að þeir
hefðu kannski verið fullfastheldnir á
fordæmi. Jafnræðissjónarmiðin
mættu ekki valda stöðnun og þau
birtust í fleiri í myndum en þeirri að
sama brotalýsing þýddi sömu refs-
ingu.
Flest afbrot eru framin
undir áhrifum vímuefna
Frummælendur eftir hádegishlé
voru Erlendur S. Baldursson, af-
brotafræðingur hjá Fangelsismála-
stofnun, Hilmar Ingimundarson
hæstaréttarlögmaður og Þór Jóns-
son, varafréttastjóri Stöðvar 2.
Erlendur ræddi þróun fangelsa í
fortíð, nútíð og framtíð. Hann rakti
hvernig refsingar breytast eftir þjóð-
félögum, bæði tegundir refsinga og
áherslubreytingar.
Hilmar fór yfir ýmis sjónarmið
sem stundum vilja verða útundan í
umræðunni og ræddi um ákvörðun
refsinga á Íslandi út frá sjónarhóli
verjanda, samkvæmt upplýsingum
Ingimars Ingasonar, framkvæmda-
stjóra Lögmannafélagsins. Hilmar
taldi að líta þyrfti á rætur vandans og
sagði að menn væru alltaf að horfa á
það að vera með strangari refsingar,
lengri fangelsisvist og fleiri fangelsi.
Í máli hans kom fram að oft vildi það
gleymast að stór hluti brotamanna
væri sjúklingar, sem hefðu orðið fíkn
að bráð. Hann benti á að flest afbrot
væru framin undir áhrifum vímuefna
og lausnin væri ekki fólgin í að lengja
fangavist þessa fólks, heldur yrði að
finna einhverja lækningu, refsingin
sem slík hefði ekkert að segja.
Þór hélt því fram, samkvæmt upp-
lýsingum Ingimars, að dómstólar
hefðu ekki traust almennings og vís-
aði því til stuðnings á skoðanakönnun
Gallups, þar sem kom fram að aðeins
rúm 30% manna bera traust til dóm-
stóla. Hann taldi jafnframt að að-
gengi almennings að dómstólum
væri of lítið. Þór benti á skyldu fjöl-
miðla til að verða við kröfu almenn-
ings og upplýsa fólk um þessi mál og
sagði að samstarf yrði að vera á milli
fjölmiðla og dómstóla um að koma
þessum upplýsingum til þeirra sem
eftir þeim leituðu.
Málþing Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands um refsingar
Refsingar í kynferðis-
afbrotamálum þyngjast
Fjölmargir lögmenn
voru saman komnir í
Eldborg við Svartsengi í
gær, þar sem Lög-
mannafélag Íslands og
Dómarafélag Íslands
stóðu fyrir málþingi um
viðurlög við glæpum á
Íslandi. Fanney Rós
Þorsteinsdóttir var
meðal áheyrenda á fyrri
hluta ráðstefnunnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Málþing Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands um glæpi og refsingu var vel sótt.