Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 13 Triumph sundbolir og bikini B, C og D skálar Útsölustaðir: Útilíf, Intersport, Hringbrautarapótek, Músík og sport Hf., HB búðin Hf, Axel Ó., Vestm., Palóma Grindavík, Silfurtorg Ísafirði. Heildsöludreifing: Aqua Sport ehf, Hamraborg 7, sími 564 0035. HAFIST var handa við gerð nýs reiðstígs á Hólmsheiði á miðvikudag en hann verður um þrír kílómetrar að lengd. Það er Reykjavíkurborg og Vegagerðin sem standa að reiðvegagerðinni. Að sögn Halldórs Halldórs- sonar, formanns reiðvega- nefndar í Kjalarnesþingi hinu forna, kemur vegurinn í fram- haldi af reiðvegi sem lagður var í haust í Óskoti innan Mos- fellsbæjar en vegurinn sem nú verður lagður er á landi sem tilheyrir Reykjavík. Það eru Reykjavíkurborg og Vega- gerðin sem leggja fé til reið- vegagerðarinnar og segir Halldór áætlaðan kostnað vera á bilinu 7,5 til 8 milljóna króna. Gert er ráð fyrir að vegagerðinni ljúki á tveimur til þremur vikum. Hann segir framkvæmdir við Grafarholt koma þarna við sögu. „Út af þessum fram- kvæmdum voru samgöngurn- ar á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í uppnámi og þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fá Hólmsheiðar- veginn í gegn.“ Hann segir reiðleiðina milli sveitarfélag- anna tveggja þó hafa verið lagfærða í lok apríl. Fimm milljónir frá hestamönnum Halldór segir nefndina ný- lega hafa fengið úthlutað reiðvegafé, um fimm milljón- um króna, frá Landssambandi hestamanna. „Það verður not- að að hluta til í undirhlíðarnar í Hafnarfirði hjá Kaldárseli í samstarfi við Skógrækt Hafn- arfjarðar. Þar ætlum við að reyna að fara að Bláfjallaveg- inum. Við ætlum líka að laga tengingarnar frá Elliðavatni og inn í Heiðmörk, þessa svo- kölluðu Hjallaleið.“ Loks segir Halldór að í beinu framhaldi af fram- kvæmdunum á Hólmsheiði muni sömu verktakar fara í að lagfæra reiðleið á Esjumelum á Kjalarnesi. Reykjavíkurborg og Vegagerðin Þriggja kílómetra reiðvegur lagður Hólmsheiði ÞAÐ er orðinn órjúfanlegur hluti sumarsins að sjá ungt fólk víða um borg önnum kafið við að snyrta og fegra umhverfið. Þessir piltar stóðu í ströngu við að leggja grasþökur á moldarbala milli Suðurgötunnar og gangstétt- arinnar þar hjá. Má því ætla að þessi ræma verði bæði væn og græn í sumar, gestum og gangandi til yndisauka. Tekið til hendinni við torfið Vesturbær Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.