Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ sími 462 2900 iittala á Glerártorgi Blómin í bænum Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Innbæinn. Okkur vantar líka afleysingablaðbera í sumar víðsvega í bænum. „ÉG SKIL sáttur við allt,“ segir Vilberg Alexandersson, sem nú lætur af störfum skólastjóra í Glerárskóla eftir 35 ára starf. Hann og eiginkona hans, Sig- urbjörg Guðmundsdóttir, sem kennt hefur við skólann í jafn- langan tíma, komu til starfa við Glerárskóla árið 1967. Vilberg lauk kennararprófi árið 1959 og kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar til ársins 1966 þegar hann leysti af sem skólastjóri í Ólafsfirði einn vetur. „Þannig að ég hef bara ver- ið við þrjá skóla um ævina,“ segir hann. Glerárskóli var á fyrstu árum þeirra hjóna í húsnæði því sem nú hýsir leikskólann Árholt. Þar voru þrjár kennslustofur og fjöldi nem- enda var yfirleitt í kringum 100 talsins. Árið 1972 var starfsemi skólans flutt í nýbyggingu skammt norðan við Árholt og þá voru nemendur 278 alls. Síðasta vetur voru 445 nemendur í Glerárskóla, en flestir urðu þeir veturinn 1982– ’83, alls 696. Börn úr Hlíða- og Holtahverfi á Akureyri sækja Glerárskóla. „Það urðu kaflaskipti í sögu skólans þegar við fluttum í þetta húsnæði, vissulega vantaði margt til að byrja með, en við létum okk- ur hafa það og allt gekk ljómandi vel,“ segir Vilberg. Mun betur gengur að fá kennara en áður Hann nefndi að á árum áður hafi oft gengið illa að fá kennara til starfa. Stundum hafi ekki verið búið að ráða kennara í ákveðnar stöður þegar komið var fram í ágústlok „og þá urðum við að ráða hvern þann sem bauð sig fram og vildi kenna“. Segir Vilberg að margir hefðu verið betur komnir í öðru starfi en kennslu, en honum hafi sem skólastjóra borið skylda til að halda uppi kennslu í skól- anum. „Á þessum árum var aldrei hægt að gera áætlanir fram í tím- ann því maður vissi aldrei hvernig staðan yrði næsta haust,“ segir Vilberg og bætir við að lands- byggðin hafi sérstaklega átt undir högg að sækja í þessum efnum. Miklar breytingar hvað þetta varðar hafi orðið á síðasta áratug, en upp úr 1990 hafi ástandið batn- að mjög og stefni í að verða mjög gott. „Örlagavaldurinn í þessum efnum er tilkoma kennaradeildar við Háskólann á Akureyri og þeir möguleikar sem sköpuðust þegar réttindalausu fólki gafst kostur á að stunda fjarnám. Þetta er mjög ánægjuleg breyting,“ segir Vil- berg, sem aldrei hefur fengið eins mikið af umsóknum og nú í vor. Vilberg segist kveðja skólann þakklátur og hann sjái ekki eftir að hafa valið sér þetta ævistarf. „Þetta starf er þess eðlis að menn fá ekki hrós á hverjum degi, en oft kemur staðfesting á því síðar að maður gerði rétt. Mér þykir vænt um að hitta menn sem töld- ust til grallarastráka á sínum námsárum og voru hér oft inn á teppi, en hafa síðar komist til manns og láta mig vita af því að þeir beri ekki til mín neinn kala. Þeir hafi síðar skilið að ég vildi þeim vel og hafði þeirra eigin gæfu að leiðarljósi. Það er notaleg tilfinning. Í þessum skóla, eins og öðrum, hafa verið ótal grallarar og ég hafði virkilegar áhyggjur af sumum þeirra, að þeir yrðu seint að manni. Þegar ég hitti þetta fólk síðar og sé að vel hefur úr þeim ræst finnst mér sem ég hafi ekki lifað til einskis,“ segir Vilberg. Lætur af störfum sem skólastjóri í Glerárskóla eftir 35 ára starf Morgunblaðið/Kristján Vilberg Alexandersson, fráfarandi skólastjóri Glerárskóla, í hópi yngstu nemenda skólans á útskriftardaginn. Morgunblaðið/Kristján Hjónin Vilberg Alexandersson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir hafa starfað í Glerárskóla í 35 ár en eru nú að láta af störfum. Þakklát- ur fyrir ánægju- legt ævistarf JÓHANN Ingimarsson, Nói, opnar sýningu í nýjum sýningarsal, Galleríi Gersemi í dag, laugardag, kl. 14. Það er á annarri hæð í Hafnarstræti 96, París, ofan við kaffihúsið Bláu könn- una. Yfirskrift sýningarinnar er „Svona glöð er jörðin.“ Nói segir að heiti sýningarinnar vísi til málverk- anna. Þau eru öll ný af nálinni. Mál- verk hans eru einnig sýnd um þessar mundir í húsakynnum Bláu könn- unnar. Úti í göngugötunni verða svo tveir skúlptúrar til sýnis. Sýningin verður opin fram eftir sumri. Nói sýnir í Galleríi Gersemi UNGLINGAKÓR Akureyrarkirkju heldur tónleika á morgun, sunnudag, kl. 17 í Akureyrarkirkju. Flutt verður fjölbreytt dagskrá af kirkjulegum og veraldlegum toga eftir íslenska og erlenda höfunda. Einsöngvarar verða úr röðum kórs- ins. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæ- mundsson og undirleik annast Ey- þór Ingi Jónsson. Kórinn á 10 ára afmæli í haust og 21. júní næstkom- andi heldur hann til Þýskalands þar sem haldnir verða tónleikar og sung- ið við ýmsar uppákomur í borginni Bochum og víðar. Kórfélagar eru 24 á aldrinum 12–16 ára. Aðgangseyrir að tónleikum Unglingakórsins á sunnudag er 1.000 kr. Unglingakór Akureyrarkirkju Tónleikar SÖGUFÉLAG Eyfirðinga heldur aðalfund sinn á mánudagskvöld, 10. júní, kl. 20.30 á lestrarsal Amtsbóka- safnsins á Akureyri. Birgir Þórðarson á Öngulsstöðum flytur erindi sem hann nefndi; Skáld- ið gleymda. Allir eru velkomnir á fundinn, félagsmenn sem aðrir. Skáldið gleymda ARNAR Þorsteinsson sigraði á hraðskákmóti Skákfélags Akureyrar sem fram fór um síðustu helgi. Hann hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum. Á sunnudag verður háð annað hraðskákmót og hefst það kl. 14 í Íþróttahöllinni. Í dag (laugardag) er fjöltefli fyrir krakka á Ráðhústorgi á vegum Landsbankans og Skákfélags Akureyrar og það hefst kl. 11. Arnar sigraði á hraðskákmóti NÍTJÁN ára piltur hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 45 daga fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára. Þá er honum gert að greiða 150 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og er sviptur ökurétti í tvö ár auk þess sem hann skal greiða sak- arkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir lík- amsmeiðingar af gáleysi og um- ferðarlagabrot með því að hafa ek- ið bifreið undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum. Atburður- inn átti sér stað á Grenivíkurvegi í lok maí í fyrra. Bifreiðin hafnaði utan vegar og tveir farþegar sem með honum voru í bifreiðinni slös- uðust, annar alvarlega. Játaði pilturinn brot sitt. Hann hafði skömmu áður en umræddur atburður átti sér stað gengist und- ir lögreglusátt vegna ölvunarakst- urs og þá verið sviptur ökurétti í eitt ár. Héraðsdómur Norðurlands eystra Olli slysi ölvaður undir stýri MENOR, Menningarsamtök Norðlendinga, minnast 20 ára afmælis síns um næstu helgi, en fjölbreytt skemmtidagskrá verður í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit á sunnudag, 9. júní, og hefst hún kl. 15. Á þeim 20 árum sem liðin eru frá stofnun samtakanna hefur verið unnið að margvíslegum menningarmálum á Norður- landi, m.a. staðið fyrir keppni í ritun smásagna og ljóða. Öll verk sem unnið hafa til verðlauna á þessum árum koma um þessar mundir út á bók í til- efni afmælisins. Bókin nefnist Slóðir mannanna og er Jón Hjaltason ritstjóri. Bókin verð- ur til sýnis og sölu á afmælishá- tíðinni. Menor hafa einnig staðið fyr- ir keppni í ritun leikrita og ein- þáttunga, haldið einsöngvara- keppni og nú síðast á þessu vori haldið keppni í hljóðfæraleik meðal nemenda tónlistarskól- anna. Á vegum Menor hefur mál- verkasýning farið milli skóla á Norðurlandi síðustu ár og eru tvær sýningar í gangi í einu, önnur á Norðvesturlandi og hin á Norðausturlandi. Menningarsamtök Norðlendinga 20 ára Skemmti- dagskrá í Laugarborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.