Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 16
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir tók á móti skráningum í heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins og notuðu margir tækifærið til að fá upplýsingar. KRABBAMEINSFÉLAG Suður- nesja hefur opnað þjónustumiðstöð á Hringbraut 99 í Keflavík, en mið- stöðinni er ætlað að veita krabba- meinssjúkum þjónustu. Einnig mun almenningur geta sótt sér upplýs- ingar um hvaðeina sem lítur að krabbameini og krabbameinsvörn- um. Starfsemi þjónustumiðstöðvar- innar er í höndum Ingibjargar Þor- steinsdóttur, en hún er forvarnar- og fræðslufulltrúi Krabbameins- félags Suðurnesja. Formennsku í félaginu gegnir Þorvaldur Árnason lyfjafræðingur og er starfsemi fé- lagsins alfarið í höndum þeirra tveggja. Að sögn Ingibjargar hefur þegar verið stofnaður gönguhópur og hittist hópurinn einu sinni í viku og gengur saman undir stjórn Sig- rúnar Ólafsdóttur hjúkrungarfræð- ings. Einnig er fyrirhugað að stofna sundhóp á næstunni. „Auk þess að veita krabbameinssjúkum þjónustu sinnum við yfirgripsmiklu forvarna- starfi í grunnskólunum á Suður- nesjum, en námsefni um tóbaks- varnir er orðið að skyldukennslu í 5. til 10. bekkjum grunnskólanna. Einnig bjóðum við grunnskólanem- um námskeið í að hætta að reykja,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morg- unblaðið. Þorvaldur sagði mjög mikilvægt að bæði sjúklingar og aðstandendur þeirra gætu komið á stað sem þenn- an í upplýsingaleit. „Það er margt sem þarf að huga að þegar fólk veikist, t.d. hvað varðar réttindi fólks, bæði gagnvart stéttarfélagi sínu og ríkinu. Starfsemi þjónustu- miðstöðvarinnar er því margþætt.“ Þjónustumiðstöðin er opin alla þriðjudaga kl. 13–18 og á miðviku- dögum kl. 9–13. Þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Mikilvægur stuðn- ingur við sjúka Keflavík SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lagasamkeppni - Ljósanótt 2002 Markaðs-, atvinnu- og menningarsvið Reykjanesbæjar efnir til sönglagasamkeppni í tilefni Ljósanætur 2002. Við leitum eftir lagi og texta sem getur orðið ein- kennislag fyrir menningarnótt Reykjanesbæjar, Ljósanótt. Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ, fyrir 6. ágúst nk. Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is. Góð verðlaun í boði BLÁALÓNSKEPPNIN 2002, ein helsta hjólreiðakeppni landsins, verður haldin á Reykjanesi næst- komandi sunnudag. Er þetta fjalla- hjólakeppni, haldin af Hjólreiða- félagi Reykjavíkur og styrkt af Bláa lóninu. Hjólað er úr Hafnarfirði að Bláa lóninu, um það bil 60 kílómetra leið. Farið er frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði klukkan 10 á sunnu- dag, um Krýsuvíkurveg og fjall- veginn Djúpavatnsleið, gegnum Grindavík og að Bláa lóninu. Skúli Þór Magnússon, einn af skipu- leggjendum keppninnar, segir að skemmtilegt sé að hjóla þessa leið. Hún er að hluta á bundnu slitlagi og ekki mjög torfær að sögn Skúla. Hann segir að flestir hjól- reiðamenn í æfingu ættu að ráða við leiðina en ráðleggur þó ekki börnum og unglingum innan sex- tán ára aldurs að vera með. Það tekur um það bil tvo til fjóra tíma að hjóla leiðina, síðustu ár hafa fyrstu menn komið í mark á um tveimur klukkustundum. Keppnin hefur verið haldin í fimm ár og þátttakendum farið fjölgandi ár frá ári. Síðast luku 50 keppni og vonast Skúli til að enn fleiri verði með nú. Skráning hefst klukkan hálfníu á sunnudagsmorgun. Keppt verður í fimm flokkum og veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sæti í hverjum aldursflokki. Kepp- endur fá merktan bol. Keppn- isstjórn veitir sjúkragæslu og rek- ur tvær drykkjarstöðvar. Þá fá allir frítt í Bláa lónið auk þess sem einn heppinn keppandi fær fjalla- hjól í verðlaun.                                          !               " #   $ ! %  & #$ !  ' # $    (  %      )#  ( &  )  *                                                 ! "! # $ # # %   Hjólað um Krýsuvík og Djúpavatnsleið Reykjanes TÖKUR eru að hefjast á kvikmynd- inni Dauði kötturinn eftir Krist- laugu Maríu Sigurðardóttur, en myndin gerist að mestu í Reykja- nesbæ, þar sem aðalsöguhetjan býr. Myndin fjallar um Diddu, 10 ára stelpu, sem er gjörn á að lenda í ævintýrum og fyrr en varir er hún komin á slóð bófa sem hegða sér vægast sagt undarlega í næsta húsi. Dauði kötturinn fylgir henni við hvert fótmál og í sameiningu reyna þau að finna lausn á dularfullum glæpamálum. Með hlutverk Diddu fer Kristín Ósk Gísladóttir, 10 ára íbúi í Reykjanesbæ og er þetta frumraun hennar í leiklist. Með henni starfar hins vegar fríður flokkur leikara sem jafnframt eru í hópi þekktustu leikara þjóðarinnar. Gunnar Eyj- ólfsson, listamaður Reykjanes- bæjar, fer með eitt af aðalhlutverk- unum ásamt Steini Ármanni Magnússyni, en önnur hlutverk eru í höndum Helgu Brögu Jónsdóttur, Sjafnar Evertsdóttur, Kjartans Guðjónssonar og Jóns Marinós Sig- urðssonar. Bók um sama efni Samhliða vinnu við handritið hef- ur Kristlaug unnið að útkomu bók- ar um sama efni, en hún mun bera heitið Didda og dauði kötturinn. Bókin verður gefin út í tengslum við frumsýningu myndarinnar á menningarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbæ 7. september. Kristlaug er jafnframt aðalfram- leiðandi myndarinnar og hefur hún fengið fjárstuðning frá Reykja- nesbæ. Leikstjórn er í höndum Helga Sveinssonar, sem jafnframt er meðframleiðandi, en aðstoð- arleikstóri og framkvæmdastjóri er Kristján Kristjánsson. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leikarar í Dauða kettinum eftir samlestur á handritinu í Frumleikhúsinu, ásamt aðstandendum kvikmyndarinnar. Glímt við dularfull glæpamál Reykjanesbær Tökur á kvikmyndinni Dauða kettinum að hefjast RÚMLEGA tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til sjö mánaða fangels- isvistar, þar af fimm mánaða skil- orðsbundinnar, fyrir að hafa slegið mann með bjórkrús í andlitið. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmar 450 þúsund krónur í miskabætur. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 5. maí 2001 inni á veitingastaðnum Hafurbirninum við Hafnargötu í Grindavík. Bjórkrús- in, sem var úr gleri, brotnaði og við höggið fór glerflís í vinstra auga mannsins og fékk hann 8 til 9 milli- metra skurð í andlitið. Af hlaust talsverð sjónskekkja og óþægindi og sjónskerpa augans hefur ekki náðst að fullu. Að auki hlaut mað- urinn, sem er rúmlega tvítugur, skurð í andliti, mest á nefi, nefrót og undir augum. Alls voru saumuð átta spor. Dæmdur fyrir árás með bjórkrús Grindavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.