Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 16
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir tók á móti skráningum í heilsuhlaup Krabba-
meinsfélagsins og notuðu margir tækifærið til að fá upplýsingar.
KRABBAMEINSFÉLAG Suður-
nesja hefur opnað þjónustumiðstöð
á Hringbraut 99 í Keflavík, en mið-
stöðinni er ætlað að veita krabba-
meinssjúkum þjónustu. Einnig mun
almenningur geta sótt sér upplýs-
ingar um hvaðeina sem lítur að
krabbameini og krabbameinsvörn-
um.
Starfsemi þjónustumiðstöðvar-
innar er í höndum Ingibjargar Þor-
steinsdóttur, en hún er forvarnar-
og fræðslufulltrúi Krabbameins-
félags Suðurnesja. Formennsku í
félaginu gegnir Þorvaldur Árnason
lyfjafræðingur og er starfsemi fé-
lagsins alfarið í höndum þeirra
tveggja. Að sögn Ingibjargar hefur
þegar verið stofnaður gönguhópur
og hittist hópurinn einu sinni í viku
og gengur saman undir stjórn Sig-
rúnar Ólafsdóttur hjúkrungarfræð-
ings. Einnig er fyrirhugað að stofna
sundhóp á næstunni. „Auk þess að
veita krabbameinssjúkum þjónustu
sinnum við yfirgripsmiklu forvarna-
starfi í grunnskólunum á Suður-
nesjum, en námsefni um tóbaks-
varnir er orðið að skyldukennslu í 5.
til 10. bekkjum grunnskólanna.
Einnig bjóðum við grunnskólanem-
um námskeið í að hætta að reykja,“
sagði Ingibjörg í samtali við Morg-
unblaðið.
Þorvaldur sagði mjög mikilvægt
að bæði sjúklingar og aðstandendur
þeirra gætu komið á stað sem þenn-
an í upplýsingaleit. „Það er margt
sem þarf að huga að þegar fólk
veikist, t.d. hvað varðar réttindi
fólks, bæði gagnvart stéttarfélagi
sínu og ríkinu. Starfsemi þjónustu-
miðstöðvarinnar er því margþætt.“
Þjónustumiðstöðin er opin alla
þriðjudaga kl. 13–18 og á miðviku-
dögum kl. 9–13.
Þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags
Mikilvægur stuðn-
ingur við sjúka
Keflavík
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Lagasamkeppni - Ljósanótt 2002
Markaðs-, atvinnu- og menningarsvið Reykjanesbæjar
efnir til sönglagasamkeppni í tilefni Ljósanætur 2002.
Við leitum eftir lagi og texta sem getur orðið ein-
kennislag fyrir menningarnótt Reykjanesbæjar,
Ljósanótt.
Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa,
Hafnargötu 57, Reykjanesbæ, fyrir 6. ágúst
nk. Nánari upplýsingar um keppnina er
hægt að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar,
reykjanesbaer.is.
Góð verðlaun í boði
BLÁALÓNSKEPPNIN 2002, ein
helsta hjólreiðakeppni landsins,
verður haldin á Reykjanesi næst-
komandi sunnudag. Er þetta fjalla-
hjólakeppni, haldin af Hjólreiða-
félagi Reykjavíkur og styrkt af
Bláa lóninu.
Hjólað er úr Hafnarfirði að Bláa
lóninu, um það bil 60 kílómetra
leið. Farið er frá kirkjugarðinum í
Hafnarfirði klukkan 10 á sunnu-
dag, um Krýsuvíkurveg og fjall-
veginn Djúpavatnsleið, gegnum
Grindavík og að Bláa lóninu. Skúli
Þór Magnússon, einn af skipu-
leggjendum keppninnar, segir að
skemmtilegt sé að hjóla þessa leið.
Hún er að hluta á bundnu slitlagi
og ekki mjög torfær að sögn
Skúla. Hann segir að flestir hjól-
reiðamenn í æfingu ættu að ráða
við leiðina en ráðleggur þó ekki
börnum og unglingum innan sex-
tán ára aldurs að vera með.
Það tekur um það bil tvo til
fjóra tíma að hjóla leiðina, síðustu
ár hafa fyrstu menn komið í mark
á um tveimur klukkustundum.
Keppnin hefur verið haldin í fimm
ár og þátttakendum farið fjölgandi
ár frá ári. Síðast luku 50 keppni og
vonast Skúli til að enn fleiri verði
með nú. Skráning hefst klukkan
hálfníu á sunnudagsmorgun.
Keppt verður í fimm flokkum og
veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu
sæti í hverjum aldursflokki. Kepp-
endur fá merktan bol. Keppn-
isstjórn veitir sjúkragæslu og rek-
ur tvær drykkjarstöðvar. Þá fá
allir frítt í Bláa lónið auk þess sem
einn heppinn keppandi fær fjalla-
hjól í verðlaun.
!
"#
$
! %
&#$
!
' # $
(
%
)# (
&
)
*
! "!
#
$ # #
%
Hjólað um Krýsuvík
og Djúpavatnsleið
Reykjanes
TÖKUR eru að hefjast á kvikmynd-
inni Dauði kötturinn eftir Krist-
laugu Maríu Sigurðardóttur, en
myndin gerist að mestu í Reykja-
nesbæ, þar sem aðalsöguhetjan
býr.
Myndin fjallar um Diddu, 10 ára
stelpu, sem er gjörn á að lenda í
ævintýrum og fyrr en varir er hún
komin á slóð bófa sem hegða sér
vægast sagt undarlega í næsta húsi.
Dauði kötturinn fylgir henni við
hvert fótmál og í sameiningu reyna
þau að finna lausn á dularfullum
glæpamálum.
Með hlutverk Diddu fer Kristín
Ósk Gísladóttir, 10 ára íbúi í
Reykjanesbæ og er þetta frumraun
hennar í leiklist. Með henni starfar
hins vegar fríður flokkur leikara
sem jafnframt eru í hópi þekktustu
leikara þjóðarinnar. Gunnar Eyj-
ólfsson, listamaður Reykjanes-
bæjar, fer með eitt af aðalhlutverk-
unum ásamt Steini Ármanni
Magnússyni, en önnur hlutverk eru
í höndum Helgu Brögu Jónsdóttur,
Sjafnar Evertsdóttur, Kjartans
Guðjónssonar og Jóns Marinós Sig-
urðssonar.
Bók um sama efni
Samhliða vinnu við handritið hef-
ur Kristlaug unnið að útkomu bók-
ar um sama efni, en hún mun bera
heitið Didda og dauði kötturinn.
Bókin verður gefin út í tengslum
við frumsýningu myndarinnar á
menningarhátíðinni Ljósanótt í
Reykjanesbæ 7. september.
Kristlaug er jafnframt aðalfram-
leiðandi myndarinnar og hefur hún
fengið fjárstuðning frá Reykja-
nesbæ. Leikstjórn er í höndum
Helga Sveinssonar, sem jafnframt
er meðframleiðandi, en aðstoð-
arleikstóri og framkvæmdastjóri er
Kristján Kristjánsson.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Leikarar í Dauða kettinum eftir samlestur á handritinu í Frumleikhúsinu, ásamt aðstandendum kvikmyndarinnar.
Glímt við dularfull glæpamál
Reykjanesbær
Tökur á kvikmyndinni Dauða kettinum að hefjast
RÚMLEGA tvítugur karlmaður
hefur verið dæmdur í Héraðsdómi
Reykjaness til sjö mánaða fangels-
isvistar, þar af fimm mánaða skil-
orðsbundinnar, fyrir að hafa slegið
mann með bjórkrús í andlitið. Þá
var maðurinn dæmdur til að greiða
fórnarlambinu rúmar 450 þúsund
krónur í miskabætur.
Atvikið átti sér stað aðfaranótt
laugardagsins 5. maí 2001 inni á
veitingastaðnum Hafurbirninum við
Hafnargötu í Grindavík. Bjórkrús-
in, sem var úr gleri, brotnaði og við
höggið fór glerflís í vinstra auga
mannsins og fékk hann 8 til 9 milli-
metra skurð í andlitið. Af hlaust
talsverð sjónskekkja og óþægindi
og sjónskerpa augans hefur ekki
náðst að fullu. Að auki hlaut mað-
urinn, sem er rúmlega tvítugur,
skurð í andliti, mest á nefi, nefrót
og undir augum. Alls voru saumuð
átta spor.
Dæmdur fyrir árás
með bjórkrús
Grindavík