Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
20 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG hef áhuga á náminu og fæ
með þessu tækifæri til þess að fá
frítt nám og dvölin á skólanum
gefur möguleika á frekari styrkj-
um ef maður nær að standa sig í
náminu og í körfuboltanum,“
sagði Ragnar Gylfason á Selfossi,
landsliðsmaður í U17 liði Íslands.
Hann er að fara sem skiptinemi
til Miami í Flórída í Bandaríkj-
unum. Ragnar fær skólastyrk út á
það að vera góður í körfubolta en
styrkurinn nemur skólagjöld-
unum við skólann. „Skólinn heitir
Palmer Trinity High School og
þetta er venjulegur skóli sem er
með körfuboltalið innan sinna vé-
banda. Ég þarf að standa mig í
náminu og kröfurnar eru ekkert
minni þótt maður fái styrk, frek-
ar meiri ef eitthvað er. Nái mað-
ur ekki að standa sig dettur mað-
ur út úr körfuboltaliðinu og
missir styrkinn,“ sagði Ragnar og
er ekkert banginn að halda á vit
þessa kröfuharða skóla með
haustinu.
Ragnar hefur verið landsliðs-
maður í U17 liði Íslands ásamt
þremur öðrum piltum frá Sel-
fossi. Landsliðsþjálfarinn var
Ragnari innan handar við val á
skóla þegar hann sótti um dvöl í
gegnum skiptinemasamtökin og
auðvitað var það ósk Ragnars að
komast í skóla þar sem áhersla
væri lögð á körfubolta. Þjálfarinn
valdi skólann og sendi þangað
upplýsingar um Ragnar. Skólinn
valdi síðan Ragnar úr hópi um-
sækjenda m.a. út frá því að það
vantaði leikstjórnanda í körfu-
boltalið skólans en Ragnar spilar
í landsliðinu sem varaleikstjórn-
andi.
„Aðalhugsun mín við að fara út
er sú að ef ég stend mig vel opn-
ast tækifæri á háskólanámi en
þjálfarar í skólunum vinna í því
að koma sínum mönnum áfram í
þessa skóla,“ sagði Ragnar en
hann mun dvelja hjá fjölskyldu og
hafði nýverið fengið upplýsingar
um hana sem honum leist vel á.
Hjónin eiga tvö börn sem bæði
spila körfubolta, 12 ára dóttur og
14 ára son. Konan er prófessor
við háskóla og karlmaðurinn er
lögmaður. Svo er fjölskyldan
einnig með áhuga á hestum sem
Ragnari líkar vel enda hestamað-
ur eins og öll hans föðurætt en
faðir Ragnars er Gylfi Þorkels-
son, Bjarnasonar frá Laugarvatni.
Ef ég stend mig
opnast tækifæri
á háskólanámi
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Selfoss
NÝTT og glæsilegt hótel, Hótel Eld-
hestar í Ölfusi, var tekið í notkun á
dögunum. Húsið er 602 fm að flat-
armáli á einni hæð. Á hótelinu eru 10
gestaherbergi, sem öll eru tveggja
manna. Þar er einnig veislusalur
sem rúmar allt að 70 manns. Hótelið
er ekki eingöngu ætlað hestamönn-
um og er öllum opið.
Að sögn Hróðmars Bjarnasonar
framkvæmdastjóra Eldhesta er
byggingarstíll hússins nýr, svo-
nefndur casa bona stíll. Settar eru
upp blikkstoðir og inn í þær er stein-
ull felld. Þetta er því létt efni og auð-
velt í uppsetningu. Arkitekt hótels-
ins er Guðni Jóhannesson. Byrjað
var á byggingunni 17. janúar og lauk
henni 20. maí. Hótelið er, að svo
miklu leyti sem það er hægt, um-
hverfisvænt og unnið eftir stöðlum
norrænu umhverfisstofnunarinnar
Svans. Efni í lofti eru umhverfisvæn,
ekkert lakk er notað á innréttingar,
þær eru olíubornar. Innréttingar og
húsgögn eru unnin úr ræktanlegum
skógum, vatns- og rafmagnsnotkun
er stillt í hóf með því m.a. að nota
sjónvörp sem slökkva alveg á sér eft-
ir ákveðinn tíma. Einnig verður allt
rusl flokkað. Hvað aðgengi varðar
eru allar hurðir í húsinu 90 cm og sal-
erni aðgengileg öllum. Einnig er að-
gengi að húsinu frá bílastæðum mjög
gott. Hótelið á að flétta saman sögu
íslenska hestsins sl. 100 ár og sögu
Eldhesta. Herbergin eru ekki núm-
eruð eins og oftast tíðkast heldu bera
þau nöfn hesta sem eru eða hafa ver-
ið í eigu Eldhesta. Þar er einnig lýs-
ing á hestunum. Hvert herbergi lýsir
líka einni af ferðum Eldhesta með
málverki. Öll málverkin á hótelinu
eru eftir Garðar Jökulsson. Rúmin
sem eru á herbergjunum eru um-
hverfisvæn frá Svíþjóð og heita Hes-
ten. Byrjað er að bóka á hótelið og
hafa bókanir gengið vel, um 50% nýt-
ing á herbergjum í sumar er þegar
orðin staðreynd.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Gestir við opnun Hótels Eldhesta. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri Eldhesta, í einu herbergjanna.
Hótel Eldhestar í
Ölfusi opnað
Hveragerði
BÍLASALAN bill.is og knatt-
spyrnudeild Ungmennafélags Sel-
foss gerðu með sér samning ný-
lega um að bill.is verði
aðalstyrktaraðili deildarinnar á
þessu ári. Bílasalan auglýsir á
búningum keppnisliðsins og á
búningum 2. flokks og deildin
verður með kynningu á bílasöl-
unni á öllum heimaleikjum Sel-
foss í sumar.
„Það er geysilega mikilvægt
þegar fyrirtæki eins og bill.is sér
sér hag í því að styrkja starf
deildarinnar og renna þar með
styrkari stoðum undir það sjálf-
boðastarf sem unnið er hjá deild-
inni, fyrir það erum við þakklát,“
sagði Þorvarður Hjaltason for-
maður knattspyrnudeildar Umf.
Selfoss.
Knattspyrnulið Selfoss og forystumenn ásamt forsvarsmönnum bílasölunnar bill.is.
Bílasalan
bill.is styð-
ur knatt-
spyrnulið
Selfoss
Selfoss
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
KÓR elsta stigs grunnskólans fór í
fjögurra daga tónleikaferð til Græn-
lands nú í lok skólaársins. Með hópn-
um fóru kórstjórinn Kristín Sigfús-
dóttir, undirleikararnir Margrét
Stefánsdóttir og Ian Wilkinson, upp-
lýsingafulltrúi Suðurlands Davíð
Samúelsson og tveir kennarar, þau
Guðríður Aadnegaard og Yngvi Karl
Jónsson.
Daginn eftir heimkomuna héldu
krakkarnir lokahóf og buðu foreldr-
um að koma og hlýða á söng og ferða-
söguna í máli og myndum. Í ferðinni
héldu krakkarnir dagbók sem þeir
skrifuðu til skiptis allt sem gerðist.
Krökkunum fannst ýmislegt öðruvísi
í litlum bæ á Grænlandi en þeir eiga
að venjast í Hveragerði. Húsnæði
fólksins er víða ansi lúið og margar
vörur í versluninni útrunnar.
Ferðalangarnir höfðu það eftir
heimamönnum að allir í bænum
hlökkuðu mikið til 15. júlí. Þá er von á
skipi og með því kemur m.a. ný
mjólk.
Kórinn söng við grænlenska
messu og einnig fór hann í heimsókn í
skólann á staðnum. Svo var að heyra
á krökkunum að þetta væri ferð sem
þau ættu aldrei eftir að gleyma og
sum sögðust hafa kvatt nýja, græn-
lenska vini sína með tárum.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Kórinn söng fyrir foreldra og gesti á lokahófinu.
Grænlands-
farar
komnir
heim
Hveragerði