Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁBYRGÐ á eftirlaunum er að færast frá hinu opinbera og atvinnurekendum yfir á einstak- lingana sjálfa, að mati Aliciu H. Munnell, prófessors við Boston College-stjórnunar- skólann í Bandaríkjunum. Hún gaf yfirlit yfir lífeyrismál á fyrri ráðstefnu af tveimur um lífeyrismál sem haldin var í gær af Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands og Inter- national Network of Pension Regulators and Supervisors. Seinni ráðstefnan verður haldin í dag. Geir H. Haarde fjármálaráðherra setti ráðstefnuna og sagði m.a. í ávarpsorðum sín- um að ástandið hvað varðar eftirlaunaaldur væri nokkuð gott hér á landi en í mörgum samanburðarríkjum þyrfti að grípa til að- gerða. Lýðfræðilegar breytingar eins og fjölgun eldri borgara hefðu mikil áhrif og það gæti leitt til erfiðleika. Eftirlaunaárum fjölgar með hækkandi meðalaldri Alicia H. Munnell telur einnig líklegt að með auknum lífslíkum eigi eftirlaunaárum eftir að fjölga í Bandaríkjunum. Hún sýndi mynd þar sem fram kemur að frá árinu 1850 hefur árafjöldi karlmanna í vinnu verið u.þ.b. sá sami en með auknum lífslíkum og hækk- andi meðalaldri verða árin í vinnu ekki fleiri, heldur fjölgar eftirlaunaárum. Ástæður þessa eru m.a. að fólk er að verða ríkara og ríkir vilja fremur snemmtöku lífeyris (e. early retirement). Munnell tók undir með fjármálaráðherra og sagði að Ísland ætti ekki beint við erf- iðleika að etja í þessum málum en hún fjallaði um þróun eftirlaunaaldurs í Bandaríkjunum og bar saman við önnur vestræn ríki. Hún sagði m.a. að önnur ríki en Bandaríkin ættu í erfiðleikum vegna víðtækari almannatrygg- ingakerfa en tíðkast í Bandaríkjunum. Aðal- atriðið væri að hvetja þyrfti fólk til að vinna lengur en nú tíðkaðist og slík hvatning þyrfti að vera inni í lífeyriskerfinu. Ef fólki er gef- inn kostur á að fara á eftirlaun snemma nýtir það sér þann kost og þar með dregur úr þátt- töku á vinnumarkaði, að sögn Munnell. Fólk hvatt til snemmtöku lífeyris Sarah Harper, forstöðumaður rannsókn- arstofnunar um öldrun við Oxford, nálgaðist umfjöllunarefnið meira út frá félagsfræði og sagði m.a. að í Bretlandi væri það svo að þriðjungur karlmanna á aldrinum 50 ára til lögbundins eftirlaunaaldurs stundaði ekki vinnu. Ásamt þessari þróun, að sífellt fleiri hættu að stunda vinnu eftir fimmtugt, væru lífslíkur fólks nú einnig meiri en áður. Harper rakti hvaða öfl gætu staðið að baki snemmtöku lífeyris (early retirement): „Þjóðhagslegar kringumstæður, atvinnu- tækifæri, heilsufar og félagsleg staða, fyrri reynsla og viðhorf.“ Hún sagði að gögn frá Evrópu og Bandaríkjunum sýndu einnig fram á að fólk á vinnumarkaði væri í raun hvatt til snemmtöku lífeyris. Sparnaðar- möguleikar og nýting þeirra og kostur á ann- ars konar tekjum seint á lífsleiðinni kæmu einnig til. „Fleiri gögn hafa komið fram sem sýna að vinnuveitendur hvetja til þess að fólk hverfi snemma af vinnumarkaði með mis- munun vegna aldurs,“ sagði Harper einnig. Hún telur að fá vestræn ríki þoli slíkt brottfall fólks yfir fimmtugt af vinnumark- aði. Margir sem það geri muni ekki komast nógu vel af á efri árum. Því hljóti yfirvöld að verða með einhverjum hætti að hvetja frem- ur til þess að fólk stundi vinnu lengur. Lágmarkslífeyrisgreiðslur nauðsynlegar Jeffrey Brown, sem er í hagfræðingaráði George Bush Bandaríkjaforseta auk þess að hafa verið aðstoðarprófessor við Harvard, fjallaði í erindi sínu um stöðu lífeyrismála í Bandaríkjunum og hvernig þau hafa áhrif á mögulega neyslu lífeyrisþega. Hann sagði að umræðan um þessi máli hefði til þessa að- allega snúist um hvað lífeyrisþegar fengju mikið greitt í lífeyri. Það væri þó einungis fyrri hluti umræðunnar, eins og hann orðaði það. Seinni hluti umræðunnar væri nú að verða meira áberandi, en hann snerist um hvernig ætti að fara að því að greiða lífeyri. Fram kom í máli hans að mismunandi lífs- líkur ólíkra þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum sköpuðu erfiðleika í þessum efnum þar í landi. Þeir sem tilheyrðu þeim hópum sem að jafnaði lifðu skemur héldu á vissan hátt þeim uppi sem tilheyrðu hópum sem að jafnaði lifðu lengur. Það færi og að vissu leyti saman við það að fólk í þeim hópum sem að jafnaði lifðu skemur þénaði jafnframt minna en hin- ir. Þarna væri því nokkurt óréttlæti í gangi. Hann sagði mikilvægt að löggjafinn tryggði að lífeyrisgreiðslur færu ekki undir ákveðið lágmark. Atvinnuþátttaka háð möguleikum á lífeyrisgreiðslum Richard Disney, prófessor við Háskólann í Nottingham á Englandi, lýsti því í lokaerindi ráðstefnunnar hvernig skattastefna stjórn- valda og reglur um hvenær fólk gæti tekið lífeyri hefðu áhrif á ákvarðanir lífeyrisþega. Með lækkandi lífeyrisaldri drægi þannig greinilega úr atvinnuþátttöku fólks og öfugt ef því væri að skipta. Þessu til stuðnings nefndi hann dæmi frá nokkrum löndum þar sem þessi tengsl komu skýrt fram. Hann sagði að kostnaður vegna lífeyris færi hækkandi í flestum löndum Evrópu auk þess sem dregið hefði úr atvinnuþátttöku eldri borgara. Töluverður munur væri á þessum málum milli landa. Fyrri ráðstefna Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands af tveimur um lífeyrismál Morgunblaðið/Arnaldur Alicia H. Munnell, prófessor við Boston College í Bandaríkjunum, segir að ábyrgð á eft- irlaunum sé að færast frá hinu opinbera og atvinnurekendum yfir á einstaklingana sjálfa. Ábyrgðin að færast yfir á einstaklingana SAMNINGUR hefur verið und- irritaður um samruna Aragon, dótturfélags Kaupþings banka, og JP Nordiska-banka í Svíþjóð. Í samningnum felst að eignar- haldsfélag JP Nordiska kaupir eignarhaldsfélag Aragon og greiðir fyrir með útgáfu nýs hlutafjár. Kaupþing banki verð- ur eigandi um 28% hlutafjár í eignarhaldsfélagi JP Nordiska- banka og þar með stærsti ein- staki hluthafinn í hinu samein- aða félagi. Sameinaður banki JP Nord- iska og Aragon mun starfa undir heitinu Bankaktiebolaget JP Nordiska. Eignarhaldsfélag hins sameinaða banka er skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Frá þessu var greint í tilkynningu á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Öflugur banki eftir sameiningu Í tilkynningu Kaupþings á VÞÍ segir að markaðsaðstæður í Svíþjóð hafi leitt til þess að markaðsaðilar hafi stefnt að hagræðingu, m.a. með fækkun fyrirtækja á verðbréfamarkaði samhliða eflingu þeirra. Bæði Aragon og JP Nordiska hafi á síðustu misserum tekið virkan þátt í slíkum aðgerðum. Með samruna Aragon, sem Kaupþing banki eignaðist í byrjun þessa árs, og JP Nordiska-banka, verði til leiðandi og öflugur aðili á sænska fjármálamarkaðnum sem býður upp á fjölbreytta kosti í fjárfestingarbanka- og einkabankaþjónustu. Yfir 50 þúsund viðskiptavinir Niðurstöðutala efnahagsreikn- ings Bankaktiebolaget JP Nord- iska eftir samrunann verður um það bil 7 milljarðar sænskra króna og eigið fé hans um 670 milljónir sænskra króna. Í til- kynningunni segir að í tengslum við samrunann verði gripið til ýmissa ráðstafana til þess að ná fram jákvæðum samlegðaráhrif- um. Starfsemi félaganna tveggja í Stokkhólmi Gautaborg og Malmö verði sameinuð á skrif- stofum JP Nordiska-bankans. Þá verði starfsmönnum fækkað um nálega 100 en fjöldi starfs- manna eftir sameiningu er áætl- aður um 240. Yfir 50 þúsund við- skiptavinir í viðskiptagrunni bankans verða með um 20 millj- arða sænskra króna í vörslu og eignastýringu. Hluthafar JP Nordiska AB eru um 10 þúsund. Lage Jonason verður áfram framkvæmdastjóri Bankaktie- bolaget JP Nordiska. Gerð verð- ur tillaga um að Christer Vill- ard, aðalframkvæmdastjóri Aragon, verði stjórnarmaður í JP Nordiska AB og taki að sér varaformennsku. Einnig er gerð tillaga um að Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings banka, verði kjörinn stjórnarmaður. Kaupþing með 28% í JP Nord- iska-bankanumARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, vísar því á bug að afli krókabáta í sóknardagakerfi sé ein af orsökum hnignunar þorskstofnsins á undan- förnum árum. Hann segir veiðarnar umhverfisvænar og atvinnuskap- andi sem eigi að stuðla að og styrkja. „Við höfum haldið því fram og stöndum fast á því að aukin veiði krókabáta og aukin hlutdeild króka- veiða í heildarafla sé fiskveiðunum og fiskveiðistjórnunarkerfinu til framdráttar,“ segir Arthur. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, hefur mjög gagnrýnt umframafla krókabáta í sóknardagakerfi og sagt að vænt- anlega muni afli bátanna verða vel á annan tug þúsunda tonna á yfir- standandi fiskveiðiári. Í því felist óá- byrg fiskveiðistjórnun, því að á sama tíma þurfi aðrir að búa við skerðingu á afla. Arthur segir að vissulega hafi afli sóknardagabáta verið góður undan- farin ár en það sýni best að gera megi athugasemdir við aðferðafræði Hafrannsóknastofnunarinnar. „Það er margsannað að veiðitækin sem umbjóðendur LÍÚ nota stórskaða fiskimiðin og umbylta umhverfinu í hafinu og það er ljóst í okkar huga að þær veiðiaðferðir sem þeir beita að stærstum hluta eru ein af meg- inástæðum þess að fiskstofnunum gengur jafn illa að rétta úr kútnum og raun ber vitni,“ segir Arthur. „Það er svo annað mál hvort menn eigi enn eina ferðina að trúa því sem kemur frá Hafrannsókna- stofnun. Það er ekki nema ár síðan menn virtust átta sig á því að eitt- hvað er bogið við rannsóknaraðferð- ir og mælistikur stofnunarinnar. Á sama tíma og Hafrannsóknastofnun- in mælir þorskstofninn í sögulegu lágmarki eru veiðar á minnstu veið- arfærin og á minnstu fiskiskip flot- ans sjaldan eða aldrei meiri. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þá mælistiku sem útskýrir það ekki.“ Málefnafátækt og skilningsleysi Arthur segir að í fiskveiðistjórn- unarkerfi og mælingum á fiskstofn- um séu mikil óvissumörk. Því sé firra að halda því fram að afli króka- báta skipti máli í þessu sambandi. „Það er óþolandi að á meðan um- bjóðendur LÍÚ eru sennilega að kasta í hafið meira af verðmætum en krókabátaflotinn getur dregið að landi reyni þessir sömu menn að sannfæra landsmenn um að króka- bátar séu meginorsök aflasamdrátt- ar. Það sýnir málefnafátækt þessara manna og fullkomið skilningsleysi á málefninu.“ Arthur segir að margt hafi verið gert til að takmarka veiðar sóknar- dagabátanna og bendir á að þeim sé ekki heimilt að stunda veiðar nema samtals 23 sólarhringa á ári. „Ef það teljast ekki takmarkanir eru tak- markanir ekki til. Það er gömul tugga að vísa endalaust til þess að sóknardagabátar séu að veiða um- fram það sem þeim var ætlað. Þessir bátar komu allir á fullkomlega eðli- legum og heilbrigðum forsendum inn í fiskveiðistjórunarkerfið, sem samið var um af stjórnvöldum. Ef hneppa á þessa báta í varðhald með kvóta er verið að svíkja og brjóta það samkomulag,“ segir Arthur. Afli sóknardagabáta ekki orsök hnignunar Morgunblaðið/Jim Smart Aukin veiði krókabáta er fiskveiðunum og fiskveiðistjórnunarkerfinu til framdráttar að mati Landssambands smábátaeigenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.