Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 26

Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÉRA Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur á Borg á Mýrum, hitti í gær Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, að máli í höfuðstöðvum hans í Ramallah, en Þorbjörn er staddur í Mið-Austurlöndum á veg- um Lúterska heimssambandsins. Þorbjörn segir aðstæður í nágrenni höfuðstöðva Arafats eins og eftir meiriháttar náttúruhamfarir en Ísraelsher lagði fjölda bygginga í Ramallah í rúst á fimmtudag, eftir að sextán Ísraelar fórust í sprengjutilræði í Norður-Ísrael. Þorbjörn er í hópi tólf stjórnar- manna og starfsfólks Lúterska heimssambandsins sem kominn er til Mið-Austurlanda til að kynna sér ástandið þar, heimsækja lúterskar kirkjur í Jerúsalem og Ramallah og til að reyna að ná samningum við ísraelsk stjórnvöld um rekstur sjúkrahúss sem sambandið á og rekur í Jerúsalem. „Sjúkrahúsið þjónar fyrst og fremst Palestínumönnum,“ sagði Þorbjörn í samtali við Morgunblað- ið, „og nú hafa ísraelsk stjórnvöld sett fram kröfur á lúterska heims- sambandið, sem og aðrar kirkjur sem hér stunda hjálparstarf, um að við borgum 12% launaskatt til ísr- aelska ríkisins.“ Sagði Þorbjörn að þær upphæðir, sem hér um ræddi, myndu setja allt starf heimssambandsins á svæðinu í uppnám. „Þetta er því miður af- staða Ísraela og hún er okkur með öllu óskiljanleg.“ Kom fram í máli Þorbjarnar að sendinefnd Lúterska heimssam- bandsins myndi hitta Shimon Per- es, utanríkisráðherra Ísraels, á mánudag til að ræða þessi mál, sem og ráðherra félagsmála og trúmála, auk ríkisskattstjóra Ísraels. Þorbjörn er for- maður mannréttinda- nefndar Lúterska heimssambandsins og hann kom til Ísr- aels á þriðjudags- morgun, á undan hinni eiginlegu sendi- nefnd, ásamt Peter Prove, yfirmanni mannréttindaskrif- stofu sambandsins í Genf. Fóru tvímenning- arnir í vikunni í vett- vangskönnun, hittu forsvarsmenn marg- víslegra mannrétt- indasamtaka, bæði palestínskra og ísraelskra. Urðu áþreifanlega varir við ótta manna í Betlehem Þorbjörn var því á svæðinu þegar palestínskir öfgamenn stóðu fyrir sprengjutilræði á miðvikudag í Meggido í N-Ísrael sem kostaði sextán manns lífið en þeirri árás svöruðu Ísraelar með því að ráðast inn í Ram- allah og leggja höfuð- stöðvar Arafats í rúst. „Við urðum einmitt mjög varir við ótta manna í tengslum við þessa atburði þegar við fórum til Betlehem á miðvikudag,“ segir Þorbjörn. „Þetta var eins og að koma inn í draugaborg. Það var enginn á ferli í borg- inni, sem þó er venju- lega iðandi af mannlífi.“ Stafaði þetta af því að fyrst eftir ódæðið í Meggido var talið að til- ræðismaðurinn hefði komið frá Betlehem. Palestínumenn bjuggust þess vegna við því að Ísraelsher léti til skarar skríða þar, en síðan kom á daginn að hann var frá Jenin og réðust Ísraelar enda þar inn þegar um miðjan dag á miðvikudag. Þorbjörn sagði að mjög seinlegt hefði verið að ferðast um heima- stjórnarsvæði Palestínumanna, ísr- aelskar öryggissveitir hefðu leitað í hverjum bíl og menn ítrekað spurð- ir um persónuskilríki. Hann sagði að sendinefndin hefði á fimmtudag farið um heimastjórn- arsvæði Palestínumanna með lækni frá sjúkrahúsi sem sambandið rek- ur á Vesturbakkanum. Þar væri hvert þorp og hver borg eins og fangelsi. Byggðirnar væru afgirtar og umkringdar hermönnum og íbú- ar kæmust hvergi til að sinna vinnu eða öðrum brýnum erindum. Var palestínskt samstarfsfólk þeirra af- ar fegið því að hafa Þorbjörn og fé- laga með í för en á miðvikudag hafði þeim verið snúið við án nokkurra skýringa. Höfuðstöðvar Arafats í rúst Þorbjörn sagði aðstæður í Ram- allah hafa verið afar slæmar. „Höf- uðstöðvar Arafats voru í rúst. Þetta var eins og að koma á stað eftir að meiriháttar náttúruhamfarir hafa riðið yfir. Þeir [Ísraelar] jöfnuðu fjöldamargar byggingar við jörðu og þarna lágu á milli þrjátíu og fjörutíu bílhræ.“ Innandyra var allt á tjá og tundri, að sögn Þorbjarnar. Sagði hann að sannkallað umsátursástand ríkti í höfuðstöðvunum. „En Arafat tók vel á móti okkur og hann var mjög frísklegur, þ.e. handtak hans var þétt og gott. Hann var greinilega betri til heilsunnar heldur en hann hefur verið. Hann var hins vegar fullur harms vegna ástandsins og sagði við okkur að það gæti ekki gengið lengur, að umheimurinn fylgdist með en gerði ekki neitt. Ef þetta héldi svona áfram þá myndi allt fara um koll í Mið-Austurlönd- um, sem hefði alvarlegar afleiðing- ar fyrir heimsbyggðina alla.“ Kom fram í máli Þorbjarnar að heimssambandið fordæmdi vita- skuld sjálfsmorðsárásir Palestínu- manna en að allir vissu að Arafat gæti ekki haft hemil á öfgasveitum. Leiðin til að ráða niðurlögum öfga- mannanna væri ekki að grafa undan Arafat eða eyðileggja innri stoðir palestínsks samfélags. „Við hittum Arafat til að lýsa stuðningi – og við gerðum það ein- róma – við að palestínska þjóðin fái fullveldi og lifa í sínu landi í friði,“ sagði Þorbjörn. Hann sagði að fundurinn með Arafat hefði staðið í rúmlega klukkustund og að hann hefði verið ánægjulegur og gefandi. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason hitti Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah Aðstæður eins og eftir miklar náttúruhamfarir Þorbjörn Hlynur Árnason ’ Þetta var eins ogað koma inn í draugaborg. Enginn var þar á ferli. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.