Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 35
Hvernig fara þau að þessu
litlu krílin sem á annarri
viku í útlöndum eru farin að
segja hvort sem er dasvidanja, que pasa eða
howdie með rúllandi flottum framburði inn-
fæddra, meðan við eldri og að því er manni skilst,
reyndari, eigum í mesta basli með að stama út úr
okkur sömu orðum á íslenskri útlensku sem eng-
inn skilur hvort eð er? Í því tilfelli er reynslan
sannarlega ekki allt, og maður er ekkert skárri
þótt maður hafi horft á útlenskar bíómyndir og
lesið erlendar bækur, sú reynsla virðist duga
skammt. Fiðlusnillingurinn Maxim Vengerov
sagði í viðtali á dögunum, að hann hefði lært að
spila á fiðlu á aldrinum fjögurra til sjö ára, – þá
hefði þetta nokkurn veginn verið komið. Hæfi-
leiki barna til að læra mismunandi hluti helst í
hendur við ákveðin aldursskeið, og víst er að ung
börn eiga ótrúlega auðvelt með að læra erlend
tungumál. Þessi hæfileiki dvínar með aldrinum,
jafnvel þótt reynslan og nokkur skólakunnátta í
öðrum tungumálum sé til
staðar.
Birna Arnbjörnsdóttir
málfræðingur og aðjúnkt
við Háskóla Íslands, er í
hópi þeirra fræðimanna
sem hafa rannsakað hvern-
ig tungumál lærast. Ég ætla
að ganga hreint til verks og
spyrja Birnu hvernig börn-
in fari að þessu, en verð
skúffuð að heyra að það sé
hreinlega ekki vitað.
„Það er erfitt að tala um
tvítyngi, því fólk er ekki
sammála um það hvað það
er. Skilgreiningarnar eru
margar. Sumir tala um tví-
tyngi um leið og manneskj-
an er farin að tala annað
tungumál meðan aðrir segja að hún verði að hafa
málvitund innfæddra á báðum tungumálum á
valdi sínu áður en hún geti kallast tvítyngd, og
geti talað bæði tungumálin jafnt. Þegar talað er
um tvítyngi verður maður að skilgreina um leið
hvað maður á við. Það er til dæmis talað um tví-
tyngda einstaklinga, en líka um tvítyngdar þjóðir.
Þegar maður sér fólk sem er jafnfært á tvö eða
fleiri tungumál, þá skilur maður í raun og veru
hvað það er að vera tvítyngdur og sér muninn á
því og til dæmis fólki eins og mér, sem kann önn-
ur tungumál, en hef bara eitt aðalmál, móðurmál-
ið. Hin málin verða bara áfram erlend mál, og það
heyrist á mæli manns að maður er útlendingur.
En börn sem læra mörg tungumál eiga mögu-
leika á því að þau geti öll orðið þeim móðurmál,
svo fremi sem þau hafa aðgang að málinu og nota
það. Þegar það gerist fer maður að sjá hvað þetta
er í raun og veru. Þetta snýst ekki bara um tungu-
málið, heldur líka margt annað, eins og hugmynd-
ir okkar um umheiminn. Rannsóknir sýna að
börn sem læra mörg tungumál verða víðsýnni en
önnur og eiga betra með að skilja samhengi hlut-
anna. Þau tengja ekki orð og hluti jafn beint og
fólk sem kann bara eitt tungumál. Þau eru meira
skapandi í hugsun en eintyngdir. Þannig er tví-
tyngi jákvætt frá mörgum sjónarmiðum; börn
sem tala mörg tungumál búa að því að það hefur
mjög jákvæð áhrif á vitsmunaþroska þeirra og
sérstaklega jákvæð áhrif á hugmyndaþroska
þeirra.“
Óneitanlega verður manni hugsað um það
hvers vegna tungumálakennsla hefjist ekki fyrr
hér á landi en raunin er. Tungumálakunnátta er
jú nokkuð sem allir þrá að búa að. Mér finnst
merkilegt sem Birna segir, að það virðist ekki
vera nein takmörk fyrir því hvað börn geti lært
mörg mál, og við vitum báðar um íslenska stúlku
sem bjó lengi erlendis og talar fimm tungumál
sem innfædd, og hefur þokkalegt vald á tveimur
öðrum til viðbótar. Sjö tungumál! Þetta snýst
sennilega ekki um að svokölluðum gáfum sé mis-
skipt af hendi almættisins, heldur frekar um það
að tækifærin hafa verið til staðar, og þau nýtt. Ég
þekkti lítinn strák sem bjó fyrstu æviárin í Am-
eríku. Íslenska var töluð á heimilinu, en snáði var
fljótur að ná enskunni. Þegar faðir hans benti
honum hróðugur á þyrlu sem sveimaði yfir þeim
varð sá stutti talsvert snúðugur og þóttist ekkert
kannast við slíkt farartæki. Þetta var helicopter.
Það var ekki bara orðið, heldur það hvað hann
rúllaði errinu á skemmtilega amerískan hátt sem
okkur fullorðna fólkinu þótti fyndið. Við vorum
aldeilis ekki búin að ná þessu svona glimrandi vel
þrátt fyrir enskunám frá unglingsaldri.
„Áður fyrr taldi fólk að það að vera tvítyngdur
væri neikvætt, slíkt fólk hefði þá ekkert móður-
mál. Þetta er alrangt. Þó eru dæmi þess að tví-
tyngi geti hugsanlega verið neikvætt, og það á þá
helst við þegar börn þurfa að skipta alveg um
tungumál. Þá geta krakkar lent í vandræðum
með nám og annað.
Ég hef alla tíð haft áhuga á þessu og leikið for-
vitni á að vita hvers vegna börn geta lært tungu-
mál svona auðveldlega en fullorðnir ekki. Ef börn
hafa nægt innlegg og tækifæri, þá geta þau lært
önnur mál mjög auðveldlega. Það er undantekn-
ing ef svo verður ekki. En þessu er öfugt farið
með fullorðna. Þar er það undantekning að maður
heyri um fullorðið fólk sem hefur þannig vald á
tungumáli sem það hefur lært komið af barns-
aldri, að það sé eins og móðurmál þess. Hvað er
það sem veldur þessu? Skýringarnar eru margar.
Það er hugsanlegt að þarna liggi félagslegar
skýringar að baki, að fullorðið fólk sé búið að
koma sér upp ákveðinni sjálfsmynd, siðum og
venjum og því fylgi ákveðið tungumál, móðurmál-
ið. Þegar fullorðið fólk fer að tala annað mál er
það sjálft orðið að annarri manneskju. En þetta
eitt skýrir ekki þá reglu hvað fullorðið fólk á
miklu erfiðara með að læra tungumál en börn.
Aldursmörkin eru önnur skýring. Hugmyndir
nútíma málfræðinga eru í þá veru að börn hafi
meðfæddan hæfileika til að læra tungumál, og þá
er alveg saman hvaða tungumál það er, og að þau
hafi þennan hæfileika upp að ákveðnum aldri.
Eftir ákveðinn aldur fjarar hæfileikinn smám
saman út. Um þetta eru allir sammála, en ekki
jafn sammála um það hvað það er sem gerist þeg-
ar úr hæfileikanum dregur. Í mínum rannsóknum
hef ég aðallega verið að skoða hæfileika fullorð-
inna til að læra önnur mál, og hvað það er sem
þeir gera eða gera ekki, öfugt við börnin, og þá út
frá þessum hugmyndum um aldursmörk þessa
hæfileika. Næsta stig er að kanna hvort það er
eitthvað ákveðið í tungumálinu sem maður getur
lært auðveldlega, en annað ekki og hvort hægt er
að sjá mun á því hvernig börn og fullorðnir fara
að, eða hvort munur sé á því hvernig ungir og
eldri geyma tungumálið í heilanum. Þetta vitum
við ekki. Í vetur höfum við Ingibjörg Hafstað ver-
ið með starfstengd íslenskunámskeið. Þau hafa
verið gagnrýnd fyrir það að þar sé verið að kenna
fólki takmarkaða íslensku sem leiði til takmark-
aðrar málfærni sem miðast eingöngu við vinnuna.
Við fórum þá af stað og notuðum vinnustaðinn til
að kenna fólki tungumálið; – það er jú sá staður
þar sem flestir útlendingar sem hingað koma
þurfa að nota íslenskuna. Við könnuðum þá hvort
fólk gæti fært þá málþekkingu út í almenna ís-
lensku. Við gerðum tvö próf. Annars vegar könn-
uðum við það hvort fólk lærði það sem við kennd-
um, sem var þá mest bundið við samskipti á
vinnustaðnum, en einnig hvort fólk gæti yfirfært
færni þaðan yfir í almennt mál. Það er undan-
tekningalaust að fólk getur þetta. Það getur fært
sérhæfða íslensku yfir á almenna íslensku, þann-
ig að það er eitthvað í gangi hjá fullorðnum sem
gerir þeim kleift að færa út málið á þennan hátt.
Næst þarf að kanna betur málfræðilega þætti,
hvort það eru ákveðnar tegundir sagna sem fólk á
auðveldara með að læra en aðrar, og er þá hugs-
anlegt að það sé eitthvað sem er meðfætt? Ég hef
oft spáð í það hvort hæfileiki til að læra endingar
reglulegra sagna sé meðfæddur, en ekki óreglu-
legar sagnir; – þær verði maður hreinlega að læra
utanað. Þá spyr maður sig líka að því hvort full-
orðnir eigi það sameiginlegt með börnum að geta
lært reglulegar sagnir auðveldlega, en eigi erf-
iðara en þau með að læra óreglulegar sagnir. Það
sama á við um þætti eins og kyn nafnorða. Ísland
er frábær staður fyrir svona rannsóknir fyrir það
hvað við erum einsleit og breyturnar færri sem
trufla. Hér á Íslandi hafa safnast saman mjög
góðar rannsóknir á síðustu árum; ég nefni sem
dæmi rannsóknir Sigríðar Sigurjónsdóttur og
Hrafnhildar Ragnarsdóttur. Það er runninn upp
sá tími hér á landi að við getum farið að stunda
samanburðarrannsóknir sem gera okkur mögu-
legt að kanna hvernig ólíkir aldurshópar læra
önnur tungumál.“ Ég þakka Birnu, og vona um
leið að hún finni svarið við spurningunni um það
hvernig við lærum önnur mál.
Hvernig lærum við
önnur tungumál?
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
Birna Arnbjörnsdóttir: „Hugmyndir nútíma málfræðinga eru í þá veru
að börn hafi meðfæddan hæfileika til að læra hvaða tungumál sem er...“
Morgunblaðið/Sverrir
begga@mbl.is
r hafi
n ekki
ert
n Gong
g starfi
tundum
ist hafa
ds en að
ar sínir
ng séu
ist hafa
mst
munu
heim-
Falun
nnganga
ípa til of-
r beita
um leið-
uni verða
kammar
sér
ki
ðu upp-
sku sam-
w.fal-
ænt
g fyrir al-
rskotað
enska út-
ta tugum
vega-
„Þetta er alltsaman mjög und-
arlegt ... og dapurlegt,“ er haft
eftir Tao Wang, en danska sendi-
ráðið í Washington í Bandaríkj-
unum er sagt hafa tjáð honum að
hann gæti ekki fengið umbeðna
vegabréfsáritun til Íslands vegna
þess að útlendingaeftirlitið á Ís-
landi hefði tilkynnt að fram til 18.
júní mættu engir kínverskir og
tævanskir ríkisborgarar koma til
Íslands.
Á upplýsingasíðu Falun Gong er
ennfremur haft eftir Wang, að
hann telji að hér sé greinilega um
það að ræða að „lýðræðisríki
beygi sig fyrir kommúnískum ein-
ræðisherra. Þrýstingur frá Jiang
[forseta Kína] hefur orðið til þess
að þeir [Íslendingar] haga sér
sjálfir eins og alræðisstjórn ... og
banna í rauninni heilum þjóðflokki
að koma til landsins“.
Wang greinir frá því að hann
hafi sótt um vegabréfsáritun til Ís-
lands síðdegis á fimmtudaginn, en
skömmu síðar hafi fulltrúi í
danska utanríkisráðuneytinu, þar
sem Wang lagði umsóknina inn,
hringt í hann og sagt honum að
vegabréfsáritunin til Íslands feng-
ist ekki útgefin fyrr en eftir 18.
júní.
Hugleiðsla og bardagalist
Falun Gong hreyfingin var
stofnuð árið 1971 og er blanda af
búddatrú, bardagalist og taóisma.
Áhangendur Falun Gong segjast
vera friðsamir og löghlýðnir borg-
arar sem fylgi ákveðnum heim-
spekihugmyndum og iðki strangar
æfingar til að auðga hugann og
stuðla að góðri heilsu.
Yfirvöld í Kína hafa hins vegar
horn í síðu Falun Gong og hafa
þau bannað starfsemi hreyfing-
arinnar og fangelsað leiðtoga
hennar. Í ríkissjónvarpinu í Kína
hefur Falun Gong verið sakað um
að breiða út rökvillu, pretta fólk
og stefna samfélagslegum stöð-
ugleika í hættu.
Samkvæmt bókstaf hreyfing-
arinnar varð Falun Gong – eða
Lög hjólsins – til á forsögulegum
tíma en það var ekki fyrr en árið
1992 að boðskapurinn náði athygli
almennings. Það var þá sem trúar-
leiðtogi Falun Gong, Li Hongzhi,
setti upp fræðslustöð í Peking,
höfuðborg Kína, og hóf að breiða
út boðskapinn.
Algengasta iðkunin í tengslum
við Falun Gong eru ýmsar æfingar
í anda fornu kínversku bardaga-
listarinnar, qigong, sem felur að-
allega í sér öndunarhugleiðslu.
Hundruð manna safnast saman á
degi hverjum um gjörvallt Kína á
torgum og í opinberum görðum til
að stunda æfingarnar við undir-
leik sérstakrar Falun Gong tónlist-
ar.
jóðavettvangi
ir að fólk-
lum hér á
neitað um
andganga
r til heim-
ur verður
nri landa-
m Scheng-
on ráðu-
Eiríksson
málaráðu-
gerðir alls
a tjáning-
fyrir frið-
séu ein-
ð tryggja
slenskum
gæta ör-
ækir land-
órnvalda.
eg hreyf-
ing og er ekki vitað til þess að Fal-
un Gong hafi beitt ofbeldi við mót-
mælaaðgerðir. Kínversk stjórnvöld
hafa hins vegar varað mjög við
framferði Falun Gong en markmið
með aðgerðum þeirra sé að trufla
hina opinberu heimsókn og valda
hættulegu ástandi fyrir forsetann
og fylgdarlið hans.
Morgunblaðið hefur öruggar
heimildir fyrir því að kínversk
stjórnvöld hafi krafist þess að Ís-
lendingar kæmu í veg fyrir að Fal-
un Gong liðar væru í landinu með-
an á heimsókninni stendur. Þau
hafi jafnvel krafist þess að engir
mótmælendur sæjust frá Hótel
Sögu þar sem Jiang Zemin mun
dvelja.
Stefán Eiríksson segir fjarri lagi
að íslensk stjórnvöld séu með að-
gerðum sínum að verða við slíkum
kröfum. Aðgerðirnar miðist ein-
göngu við að tryggja öryggi, jafnt
fylgdarliðs forsetans sem mótmæl-
endanna sjálfra.
Í lögum um eftirlit með útlend-
ingum eru víðtækar heimildir til að
meina útlendingum landgöngu. Er
m.a. kveðið á um að meina beri út-
lendingum landgöngu ef þeir geti
ógnað „allsherjarreglu, þjóðarör-
yggi eða alþjóðasamskiptum ríkis-
ins eða annars ríkis sem tekur þátt
í Schengen-samstarfinu.“
Einnig megi skv. ákvörðun Út-
lendingaeftirlitsins meina útlend-
ingi landgöngu ef ætla megi af öðr-
um ástæðum að hann sé kominn
hingað til athafna sem „eru ólög-
legar, ósæmilegar eða hættulegar
hagsmunum ríkis eða almennings,
eða högum hans að öðru leyti svo
háttað, að vist hans hér á landi
megi teljast hættuleg eða bagaleg
hagsmunum ríkis eða almennings.“
Þessari heimild var m.a. beitt
þegar 19 danskir Vítisenglar komu
hingað til lands í vetur. Þeir voru
stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og
voru hýstir á flugvellinum þar til
farið var með þá af landi brott dag-
inn eftir. Komi svo margir Falun
Gong-liðar hingað til lands sem nú
lítur út fyrir og þeir verði stöðvaðir
á landamærunum, má gera ráð fyr-
ir að talsvert vandamál verði að út-
vega fólkinu gistingu.
hörð en
mótmæli
forseti Kína heimsækir Ísland í næstu viku
Reuters
ðkendur Falun Gong við hugleiðslu í Hong Kong á Falun Dafa degi 13. maí í fyrra.