Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TENGING bóta al- mannatrygginga við vikukaup í almennri verkamannavinnu var afnumin 1996. Það hefur átt mestan þátt í skerðingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Í staðinn var í lögum um almannatryggingar kveðið á um það að bæt- ur almannatrygginga eigi að taka mið af launaþróun, þó þannig að fjárhæðin geti aldrei farið niður fyrir það sem vísitala neyslu- verðs mælir, ef laun þróast á annan hátt en verðlag. Af umræðum á Alþingi er ljóst að margir þingmenn töldu að með þessu ákvæði væri tryggt að líf- eyrisgreiðslur ættu að hækka til samræmis við launavísitölu. Stjórnvöld hafa þó rækilega séð til þess að lífeyrisgreiðslur hafa ekki tekið mið af launavísitölu. Grunnlíf- eyrir og tekjutrygging hefðu á árinu 2001 verið rúmum 7 þúsund krónum meiri á mánuði, eða rúmum 84 þús- und krónum hærri á sl. ári, ef út- reikningar þessara lífeyrisgreiðslna hefðu tekið mið af þeim breytingum sem orðið hafa á launavísitölu á ára- bilinu 1995–2001. Væri fróðlegt að reikna út, frá árunum 1995 til 2001, hvað ríkið hefur á þessum 7 árum haft af lífeyrisþegum með því að miða greiðslur þeirra ekki við launa- vísitölu. Það væri líka áhugavert við- fangsefni að skoða hvort hér sé ekki um hreint lögbrot að ræða.Mjög athyglis- verðar upplýsingar koma líka fram þegar skoðuð er þróun kaup- máttar samanlagðs grunnlífeyris og tekju- tryggingar á árunum 1995–2001 samanborið við kaupmátt lág- markslauna. Sam- kvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar kemur í ljós að kaup- máttur þessara lífeyr- isgreiðslna hefur auk- ist um 11,09% á árabilinu 1995–2001, en kaupmáttur lág- markslauna hefur aftur á móti aukist á sama tímabili um 42,07%. Aukning á kaupmætti lágmarks- launa er því 28% umfram aukningu á kaupmætti grunnlífeyris og tekju- tryggingar á árabilinu 1995–2001, samkvæmt útreikningum ÞHS. Af þessu sést hve langt Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn hafa gengið í að hlunnfara aldr- aða og öryrkja og skammta þeim minna af góðæri liðinna ára, en kom- ið hefur í hlut annarra. Nöturlegur talnaleikur Sú staðreynd liggur því fyrir að kaupmáttaraukning lífeyris- greiðslna var nálægt 30% minni en kaupmáttaraukning lágmarkslauna á árabilinu 1995–2001. Stundum reyna stjórnvöld að fegra þessa mynd og segja kaupmátt lífeyris- greiðslna vera meiri en hann er í raun og sanni. Það mátti t.d. lesa í vefrit fjármálaráðuneytisins nýver- ið. Þá blekkja þeir með tölum, og taka með í þá útreikninga heimilis- uppbót og tekjutryggingarauka sem lítill hluti aldraðra og öryrkja fá. Má t.d. nefna að aðeins 1,3% aldraðra eða 330 aldraðir og 9,3% öryrkja eða 908 öryrkjar fengu á árinu 2001 tekjutryggingarauka, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Einnig fá einungis milli 16– 20% aldraðra og öryrkja heimilis- uppbót. Stærstur hluti lífeyrisþega fá því ekki heimilisuppbót eða tekju- tryggingarauka. Þessi talnaleikur stjórnvalda er því nöturlegur. Skattgreiðslur lífeyrisþega Stjórnarflokkunum fannst heldur ekki nóg að gert með því að hafa af öldruðum og öryrkjum 84 þúsund krónur á sl. ári í lífeyrisgreiðslur og enn meira ef litið er til heildarskerð- ingar miðað við launavísitölu frá árinu 1995–2001. Lífyrisþegar, sem eingöngu hafa sér til framfærslu líf- eyri almannatrygginga, greiddu enga skatta á árinu 1995 þegar þessi ríkisstjórn tók við. Nú eru þeir farnir að greiða 5–7 þúsund krónur í skatt á mánuði eða nálægt eins mánaðar líf- eyrisgreiðslum. Auk þess hefur lyfja- og lækniskostnaður hækkað gífurlega og ekki er óalgengt að ör- yrkjar og aldraðir greiði í lyfjakostn- aði á ári sem svarar eins mánaðar líf- eyrisgreiðslum. Tveggja mánaða lífeyrisgreiðslur á ári fara því hjá mörgum lífeyrisþegum í að greiða skatta og lyfjakostnað. Það eina sem dugar er að skipta um ríkisstjórn ef bæta á kjör lífeyrisþega. Það hlýtur að verða forgangsverkefni á næsta kjörtímabili. Lífeyrisþegar hlunnfarnir Kaupmáttur Kaupmáttaraukning lífeyrisgreiðslna, segir Jóhanna Sigurðardóttir, var nálægt 30% minni en kaupmáttaraukning lágmarkslauna á árabilinu 1995–2001. Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðardóttir 92. Íslandsglíman var háð í Hafnarfirði laugard. 27. apríl sl. við hátíðlega athöfn eins og hæfir öðrum eins íþróttaviðburði. Íslandsglíman er með réttu hápunktur ís- lenskra íþrótta, en mikið vantar á að Ís- lendingar sjálfir sýni henni þá athygli sem hún á skilið. Fjöl- miðlar ráða miklu um athygli almennings og þeir hafa miklu meira við erlendar íþróttir, en okkar íslensku þjóðaríþrótt. Umfjöllun og sund- urgreining um fjölmarga þætti glímunnar í fjölmiðlum er næstum óþekkt, meðan íþróttadálkar eru troðfullir af ýmsum aukafróðleik um fjölmargar aðrar íþróttir. Þessi litla grein um Íslandsglímuna er þá m.a. til þess hugsuð að rétta örlítið þennan mismun. Kristján Yngvason, formaður GLÍ, setti mótið að viðstöddum fjölda áhorfenda og minntist nýlát- ins glímugarps, Guðmundar Ágústssonar. Guðmundur bar höf- uð og herðar yfir aðra glímumenn um miðja síðustu öld. Var fimm- faldur glímukóngur og hlaut jafnan fyrstu fegurðarverðlaun sem er einstakt. Jafnoki hans hefur tæp- lega fundist. Keppendur voru með færra móti, aðeins sex. Nokkrir öflugir glímu- menn, eins og Víkverjarnir Ólafur Kristjánsson og Sigmundur Þor- steinsson voru meiddir og munar um minna. Því betur sóttu þeir fáu sem þarna kepptu um konungstit- ilinn með glímukóng síðustu sex ára, Ingiberg Sigurðsson fremstan í flokki. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Ingibergur Sigurðsson UV 5 vinn. 2. Ólafur Sigurðsson HSK 4 vinn. 3. Lárus Kjartansson HSK 2,5 vinn. 4. Arngeir Friðriksson HSÞ 2 vinn. 5. Pétur Eyþórsson UV 1 vinn. 6. Stefán Geirsson HSK 0,5 vinn. Ingibergur með fullt hús Glímukóngurinn var óstyrkur í fyrstu glímu sinni á móti Stefáni. Sótti nokkuð óvarlega og virtist ekki finna sig. Að lokum lagði hann Stefán kylliflatan á leiftursnöggum hælkrók utanfótar vinstri. Næsta glíma var gegn hans hættu- legasta andstæðing, Ólafi Sigurðssyni og aftur var hælkrókur- inn vopnið sem dugði. Eftir það glímdi Ingi- bergur eins og sá sem valdið hafði. Hann lagði Arngeir og Lár- us báða á sniðglímu eftir stutta viðureign og hinn léttglímandi Pétur á utanfótar króknum á lofti á glæsilegan hátt. Þar með náði hann fullu húsi í Íslandsglímunni í fyrsta sinn. Ingibergur sýndi enn að hann er okkar besti glímumaður. Hann stendur vel að glímu, bolar ekki og stígur hvatlega. Aðalsmerki hans, hversu vel og níðlaust hann lýkur viðureignum sínum, kom glöggt í ljós, einkum þegar þær voru born- ar saman við sumar aðrar viður- eignir mótsins. Ingibergur er þar með orðinn annar sigursælasti glímumaður sögunnar með sjö sigra Íslandsglímunnar í röð, næst- ur Ármanni J. Lárussyni. Ólafur Sigurðsson er hávaxinn og ber sig vel á velli en kiknar oft óhæfilega í hnjám. Í útfærslu bragða reynir hann að keyra menn niður með handafli meira en góðu hófi gegnir og því verður honum oft á sú höfuðsynd glímunnar að níða menn niður. Hann liggur oft láréttur með hendur á gólfi eftir að hafa fellt andstæðing. Ólafi er þetta óþarft því hann getur tekið góð brögð og lagði til dæmis bel- jakann Lárus á góðri lausamjöðm. Hann sneri Pétur niður á mót- bragði og fylgdi Stefáni fast í völl- inn á klofbragði. Hann hlaut eina gula spjaldið sem veitt var á mótinu fyrir að níða Arngeir en hljóp hann svo niður þegar sókn Arngeirs mistókst. Ólafur endaði í öðru sæti mótsins. Íslandsglíman Jón M. Ívarsson Glíma Sex glímumenn kepptu, segir Jón M. Ívarsson, um konungstitilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.