Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 45
MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 45 ur á Omega þriðjudaga kl. 11 f.h. og endursýndur sunnudaga kl. 13:30 og mánudaga kl. 20:00. Heimasíða kirkj- unnar er á slóðinni: www.kristur.is. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Bænastund kl. 19:30. Samkoma kl. 20:00, Högni Vals- son predikar, lofgjörð, fyrirbænir, sam- félag, allir hjartanlega velkomnir. Munið flöskusöfnunina í dag. Athugið að frá og með 13. júní verða samkomur Vegarins á fimmtudagskvöldum kl. 20. FÍLADELFÍA: Sunnudaginn 9. júní. Kl. 20:00 er fjölbreytt tónlistarsamkoma þar sem samkomugestir eru þátttakendur. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu syngur ásamt fjöl- mörgum hljóðfæraleikurum og einsöngv- urum. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14.00. Helga R. Ármanns- dóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sunnudaginn 9. júní kl. 17.00. Upphafsorð: Björg Jóns- dóttir. Kurt Johansson, framkvæmdastjóri Norðurlandadeildar sjónvarpskristniboðs til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku, mun tala og segja frá kristniboðsstarfinu. Mat- sala eftir samkomuna. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga í júní: Messa kl. 18.30 aðeins mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga. Riftún í Ölfusi: Sunnud: Messa kl. 16. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga kl. 10. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 16.00 á ensku og kl. 18.00 á pólsku. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11.00. Fjölskylduguðsþjónusta og upp- skeruhátíð Vordaga Landakirkju. Krakkar sýna helgileik og annan afrakstur vordag- anna. Allir eru hvattir til að mæta og þakka góðum Guði fyrir marga sólríka vordaga í Eyjum. Eftir stutta guðsþjónustu heldur uppskeruhátíðin áfram og grillað verður á kirkjulóðinni. Sjá nánar á öðrum stað í blaðinu. Sr. Kristján Björnsson. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Guð- mundur Ómar Óskarsson. Jón Þor- steinsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta með vísnasöng sunnudags- kvöldið 9. júní kl. 20. Anna Pálína Árnadótt- ir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytja vísnalög við gítarundirleik. Allir velkomnir. Sóknarprestur. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídal- ínskirkju sunnudag kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjóna sr. Hans Markús Hafsteinsson og Nanna Guðrún Zoëga djákni. Prestarnir. Safnaðarheimilið í Sandgerði: Guðsþjón- usta kl. 14. Frú Jóhanna Sigurjónsdóttir gefur listaverk sem eru sjö steind glerverk eftir listakonuna Höllu Haraldsdóttur í safnaðarheimilið í Sandgerði. Kór Hvals- neskirkju syngur. Organisti Pálína Fanney Skúladóttir. Boðið verður til kaffiveitinga að athöfn lokinni. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Æðruleys- isguðsþjónusta sunnudaginn 9. júní kl. 20. Sóknarprestur þjónar fyrir altari og pré- dikar. Fluttar verða reynslusögur og Na- talía Chow organisti leiðir almennan söng. Allir velkomnir. Vordagar kirkjunnar hefjast mánudaginn 10. júní kl. 9.30–12.00 í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Dagarnir eru ætlaðir börn- um í 3.–4. bekk sem búsett eru í Njarðvík- ursöfnuðum. Unnin verða verkefni, farið í ratleiki og á hestbak og einnig verður mikið sungið. Börnin eiga að taka með sér nesti og föt við hæfi. Allir í 3.–4. bekk velkomnir. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sigríður Gunnarsdóttir, guðfræðinemi, prédikar. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lok- inni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Ferming sunnudag kl. 11. Prestur Baldur Kristjánsson. Fermdur: Magnús Sólbjörnsson, Eyjahrauni 39. HVERAGERÐISKIRKJA: Orgelstund sunnudag kl. 20. Jörg Sondermann leikur orgeltónlist í sumarbyrjun. Sóknarprestur. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Kvöldguðs- þjónusta verður í Stóra-Núpskirkju sunnu- dagskvöldið 9. júní kl. 21. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Atli Guðjónsson frá Stoke, Englandi, fermdur í athöfninni. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. AKUREYRARKIRKJA: Tónleikar Unglinga- kórs Akureyrarkirkju kl. 17. Flutt verður kirkjuleg og veraldleg tónlist. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson, undirleikari Eyþór Ingi Jónsson. Aðgangseyrir kr. 1000. Allir vel- komnir! Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Ath. messutímann en í sumar verða til skiptis morgun- og kvöldmessur í Akureyrarkirkju. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 al- menn samkoma. Níels Jakob Erlingsson talar. Allir velkomnir. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 15. Ath. breyttan tíma. Fermd verður: Júl- íana Kristín Jóhannsdóttir, Mjósundi. Morgunblaðið/Sverrir Lágafellskirkja, Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. HÉR er kjörið tækifæri fyrir fólk sem almennt hefur ekki sótt messur að gera tilraun á því sviði, því nú skiptum við yfir í sumargírinn í Laugarneskirkju. Sunnudaginn 9. júní verður fyrsta sumarmessan kl. 20:00. Frá þeim degi og til sunnudagsins 14. júlí verða sumarmessur í Laugarnes- kirkju alltaf á sama tíma. Klukkustundu fyrir hverja messu býður sóknarprestur upp á fullorð- insfræðslu í gamla safnaðarheim- ilinu. Hefst fræðslan stundvíslega kl. 19:00 og lýkur kl. 19:45. Þar mun verða einskonar prédikunarfundur þar sem sr. Bjarni leggur fyrir við- stadda það prédikunarefni sem hon- um liggur á hjarta í tengslum við Guðspjall dagsins og fær fram gagnrýni og tillögur. Við sumarmessur í Laugarnes- kirkju er boðið upp á barnagæslu. Börnin fylgja hinum fullorðnu við upphaf messunnar, en fá svo að ganga yfir í safnaðarheimilið í umsjá góðra leiðbeinenda á meðan prédikun og altarisganga fer fram. Velkomin í kirkju! Sumarguðsþjónustur í Víðistaðakirkju GUÐSÞJÓNUSTUR verða með nokkuð öðru sniði en verið hefur áð- ur á sumrin í Víðistaðakirkju. Til þess að koma til móts við fólk sem vill bæði njóta útiveru á fal- legum sumardögum og einnig sækja sunnudagsguðsþjónustur í kirkj- unni sinni, þá hefur verið ákveðið að messurnar í júní og júlí verði kl. 20:00 á sunnudagskvöldum. Messuhald fellur hins vegar niður í ágúst vegna sumarleyfa starfs- fólks kirkjunnar. Form sumarguðsþjónustunnar hverju sinni verður einfalt og að- gengilegt og jafnframt verður lögð áhersla á að tónlistarflutningur ein- kennist af léttleika og fjölbreytni. Á sunnudaginn kemur verður boðið upp á guðsþjónusta með vísnasöng, þar sem Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson munu flytja vísnatónlist við gítarundirleik. Er það von okkar sem að starfinu stöndum í Víðistaðakirkju, að þetta fyrirkomulag megi gefa fólki gott tækifæri til að sækja kirkjuna nú í sumar. Sóknarprestur Víðistaðakirkju. Kynning á sjón- varpskristniboði AUK hefðbundins kristniboðsstarfs hefur Samband íslenskra kristni- boðsfélaga tekið þátt í útvarps- kristniboði í allmörg ár. Á síðasta ári bauðst Kristniboðs- sambandinu að gerast aðili að SAT-7 samtökunum að sjónvarps- kristniboði. Ákveðið var að taka til- boðinu enda er þetta starf mjög áhugavert. SAT-7 samtökin senda um gervihnött kristna boðun og fræðsluþætti sem miða að því að bæta kjör þeirra sem búa við skort og vankunnáttu. Markhópur sjón- varpssendinga SAT-7 er fólk í Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku. Þetta eru lönd sem mörg hver eru lokuð fyrir hefðbundnu kristniboðs- starfi. Þau sem semja dagskrárefnið þekkja vel til í löndunum sem sjón- varpað er til og áhersla er lögð á að dagskráin sé vönduð, markviss og auðskiljanleg. Um þessa helgi er hér í heimsókn Kurt Johansen framkvæmdastjóri Norðurlandadeildar SAT-7 sjón- varpskristniboðsins. Hann mun fræða okkur um sjónvarps- kristniboð SAT-7 á samkomu í húsi KFUM á Holtavegi sunnudaginn 9. júní kl. 17. Á mánudag eru fyrirhug- aðir fundir með leiðtogum þjóð- kirkjunnar og Kristniboðssamband- inu þar sem rætt verður hvernig við Íslendingar getum komið að sjón- varpssendingunum. Fjölbreytt tónlistarsamkoma FJÖLBREYTT tónlistarsamkoma verður haldin í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu Hátúni 2 Reykjavík sunnudagskvöldið 9. júní kl. 20 þar sem samkomugestir verða virkir þátttakendur. Fram koma: Lofgjörðarhópur Fíladelfíu ásamt hljómsveit og ein- söngvarar verða Fanny Kristín Tryggvadóttir, Hjalti Gunn- laugsson, Kristín Ósk Gestsdóttir, Erna Varðardóttir, Edgar Smári Atlason, Jóhannes Ingimarsson, Ív- ar Jóhann Halldórsson og Maríanna Másdóttir. Það sem mun einkenna þessa samkomu er að mikilli tónlist og samkomuhaldi verður blandað sam- an. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis Tónleikar Unglinga- kórs Akureyrarkirkju TÓNLEIKAR Unglingakórs Ak- ureyrarkirkju verða sunnudaginn 9. júní kl. 17 í Akureyrarkirkju. Flutt verður fjölbreytt dagskrá af kirkjulegum og veraldlegum toga eftir íslenska og erlenda höfunda. Einsöngvarar verða úr röðum kórs- ins. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæ- mundsson og undirleik annast Ey- þór Ingi Jónsson. Kórinn á 10 ára afmæli í haust og 21. júní næstkomandi heldur hann til Þýskalands þar sem haldnir verða tónleikar og sungið við ýmsar uppákomur í borginni Bochum og víðar. Kórfélagar eru 24 á aldrinum 12–16 ára. Aðgangseyrir að tónleikum Ung- lingakórsins á sunnudag er kr. 1000 og eru allir hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja. Sumarmessur í Laugarneskirkju Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Í dag, laug- ardag 8. júní, verður Benjamin Goodman með kennslu um spádóma. Yfirskrift kennslunnar er: Að vera spámannleg kirkja. Kennslan hefst kl. 10 um morgun- inn og stendur til kl. 16. Þetta verða 3–4 kennslustundir með kaffihléum á milli. Um kvöldið kl. 20 verður brauðsbrotning. Þar mun Ben tala um leið kirkjunnar að krafti guðs. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.