Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 45

Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 45
MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 45 ur á Omega þriðjudaga kl. 11 f.h. og endursýndur sunnudaga kl. 13:30 og mánudaga kl. 20:00. Heimasíða kirkj- unnar er á slóðinni: www.kristur.is. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Bænastund kl. 19:30. Samkoma kl. 20:00, Högni Vals- son predikar, lofgjörð, fyrirbænir, sam- félag, allir hjartanlega velkomnir. Munið flöskusöfnunina í dag. Athugið að frá og með 13. júní verða samkomur Vegarins á fimmtudagskvöldum kl. 20. FÍLADELFÍA: Sunnudaginn 9. júní. Kl. 20:00 er fjölbreytt tónlistarsamkoma þar sem samkomugestir eru þátttakendur. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu syngur ásamt fjöl- mörgum hljóðfæraleikurum og einsöngv- urum. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14.00. Helga R. Ármanns- dóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sunnudaginn 9. júní kl. 17.00. Upphafsorð: Björg Jóns- dóttir. Kurt Johansson, framkvæmdastjóri Norðurlandadeildar sjónvarpskristniboðs til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku, mun tala og segja frá kristniboðsstarfinu. Mat- sala eftir samkomuna. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga í júní: Messa kl. 18.30 aðeins mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga. Riftún í Ölfusi: Sunnud: Messa kl. 16. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga kl. 10. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 16.00 á ensku og kl. 18.00 á pólsku. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11.00. Fjölskylduguðsþjónusta og upp- skeruhátíð Vordaga Landakirkju. Krakkar sýna helgileik og annan afrakstur vordag- anna. Allir eru hvattir til að mæta og þakka góðum Guði fyrir marga sólríka vordaga í Eyjum. Eftir stutta guðsþjónustu heldur uppskeruhátíðin áfram og grillað verður á kirkjulóðinni. Sjá nánar á öðrum stað í blaðinu. Sr. Kristján Björnsson. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Guð- mundur Ómar Óskarsson. Jón Þor- steinsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta með vísnasöng sunnudags- kvöldið 9. júní kl. 20. Anna Pálína Árnadótt- ir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytja vísnalög við gítarundirleik. Allir velkomnir. Sóknarprestur. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídal- ínskirkju sunnudag kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjóna sr. Hans Markús Hafsteinsson og Nanna Guðrún Zoëga djákni. Prestarnir. Safnaðarheimilið í Sandgerði: Guðsþjón- usta kl. 14. Frú Jóhanna Sigurjónsdóttir gefur listaverk sem eru sjö steind glerverk eftir listakonuna Höllu Haraldsdóttur í safnaðarheimilið í Sandgerði. Kór Hvals- neskirkju syngur. Organisti Pálína Fanney Skúladóttir. Boðið verður til kaffiveitinga að athöfn lokinni. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Æðruleys- isguðsþjónusta sunnudaginn 9. júní kl. 20. Sóknarprestur þjónar fyrir altari og pré- dikar. Fluttar verða reynslusögur og Na- talía Chow organisti leiðir almennan söng. Allir velkomnir. Vordagar kirkjunnar hefjast mánudaginn 10. júní kl. 9.30–12.00 í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Dagarnir eru ætlaðir börn- um í 3.–4. bekk sem búsett eru í Njarðvík- ursöfnuðum. Unnin verða verkefni, farið í ratleiki og á hestbak og einnig verður mikið sungið. Börnin eiga að taka með sér nesti og föt við hæfi. Allir í 3.–4. bekk velkomnir. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sigríður Gunnarsdóttir, guðfræðinemi, prédikar. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lok- inni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Ferming sunnudag kl. 11. Prestur Baldur Kristjánsson. Fermdur: Magnús Sólbjörnsson, Eyjahrauni 39. HVERAGERÐISKIRKJA: Orgelstund sunnudag kl. 20. Jörg Sondermann leikur orgeltónlist í sumarbyrjun. Sóknarprestur. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Kvöldguðs- þjónusta verður í Stóra-Núpskirkju sunnu- dagskvöldið 9. júní kl. 21. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Atli Guðjónsson frá Stoke, Englandi, fermdur í athöfninni. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. AKUREYRARKIRKJA: Tónleikar Unglinga- kórs Akureyrarkirkju kl. 17. Flutt verður kirkjuleg og veraldleg tónlist. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson, undirleikari Eyþór Ingi Jónsson. Aðgangseyrir kr. 1000. Allir vel- komnir! Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Ath. messutímann en í sumar verða til skiptis morgun- og kvöldmessur í Akureyrarkirkju. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 al- menn samkoma. Níels Jakob Erlingsson talar. Allir velkomnir. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 15. Ath. breyttan tíma. Fermd verður: Júl- íana Kristín Jóhannsdóttir, Mjósundi. Morgunblaðið/Sverrir Lágafellskirkja, Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. HÉR er kjörið tækifæri fyrir fólk sem almennt hefur ekki sótt messur að gera tilraun á því sviði, því nú skiptum við yfir í sumargírinn í Laugarneskirkju. Sunnudaginn 9. júní verður fyrsta sumarmessan kl. 20:00. Frá þeim degi og til sunnudagsins 14. júlí verða sumarmessur í Laugarnes- kirkju alltaf á sama tíma. Klukkustundu fyrir hverja messu býður sóknarprestur upp á fullorð- insfræðslu í gamla safnaðarheim- ilinu. Hefst fræðslan stundvíslega kl. 19:00 og lýkur kl. 19:45. Þar mun verða einskonar prédikunarfundur þar sem sr. Bjarni leggur fyrir við- stadda það prédikunarefni sem hon- um liggur á hjarta í tengslum við Guðspjall dagsins og fær fram gagnrýni og tillögur. Við sumarmessur í Laugarnes- kirkju er boðið upp á barnagæslu. Börnin fylgja hinum fullorðnu við upphaf messunnar, en fá svo að ganga yfir í safnaðarheimilið í umsjá góðra leiðbeinenda á meðan prédikun og altarisganga fer fram. Velkomin í kirkju! Sumarguðsþjónustur í Víðistaðakirkju GUÐSÞJÓNUSTUR verða með nokkuð öðru sniði en verið hefur áð- ur á sumrin í Víðistaðakirkju. Til þess að koma til móts við fólk sem vill bæði njóta útiveru á fal- legum sumardögum og einnig sækja sunnudagsguðsþjónustur í kirkj- unni sinni, þá hefur verið ákveðið að messurnar í júní og júlí verði kl. 20:00 á sunnudagskvöldum. Messuhald fellur hins vegar niður í ágúst vegna sumarleyfa starfs- fólks kirkjunnar. Form sumarguðsþjónustunnar hverju sinni verður einfalt og að- gengilegt og jafnframt verður lögð áhersla á að tónlistarflutningur ein- kennist af léttleika og fjölbreytni. Á sunnudaginn kemur verður boðið upp á guðsþjónusta með vísnasöng, þar sem Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson munu flytja vísnatónlist við gítarundirleik. Er það von okkar sem að starfinu stöndum í Víðistaðakirkju, að þetta fyrirkomulag megi gefa fólki gott tækifæri til að sækja kirkjuna nú í sumar. Sóknarprestur Víðistaðakirkju. Kynning á sjón- varpskristniboði AUK hefðbundins kristniboðsstarfs hefur Samband íslenskra kristni- boðsfélaga tekið þátt í útvarps- kristniboði í allmörg ár. Á síðasta ári bauðst Kristniboðs- sambandinu að gerast aðili að SAT-7 samtökunum að sjónvarps- kristniboði. Ákveðið var að taka til- boðinu enda er þetta starf mjög áhugavert. SAT-7 samtökin senda um gervihnött kristna boðun og fræðsluþætti sem miða að því að bæta kjör þeirra sem búa við skort og vankunnáttu. Markhópur sjón- varpssendinga SAT-7 er fólk í Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku. Þetta eru lönd sem mörg hver eru lokuð fyrir hefðbundnu kristniboðs- starfi. Þau sem semja dagskrárefnið þekkja vel til í löndunum sem sjón- varpað er til og áhersla er lögð á að dagskráin sé vönduð, markviss og auðskiljanleg. Um þessa helgi er hér í heimsókn Kurt Johansen framkvæmdastjóri Norðurlandadeildar SAT-7 sjón- varpskristniboðsins. Hann mun fræða okkur um sjónvarps- kristniboð SAT-7 á samkomu í húsi KFUM á Holtavegi sunnudaginn 9. júní kl. 17. Á mánudag eru fyrirhug- aðir fundir með leiðtogum þjóð- kirkjunnar og Kristniboðssamband- inu þar sem rætt verður hvernig við Íslendingar getum komið að sjón- varpssendingunum. Fjölbreytt tónlistarsamkoma FJÖLBREYTT tónlistarsamkoma verður haldin í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu Hátúni 2 Reykjavík sunnudagskvöldið 9. júní kl. 20 þar sem samkomugestir verða virkir þátttakendur. Fram koma: Lofgjörðarhópur Fíladelfíu ásamt hljómsveit og ein- söngvarar verða Fanny Kristín Tryggvadóttir, Hjalti Gunn- laugsson, Kristín Ósk Gestsdóttir, Erna Varðardóttir, Edgar Smári Atlason, Jóhannes Ingimarsson, Ív- ar Jóhann Halldórsson og Maríanna Másdóttir. Það sem mun einkenna þessa samkomu er að mikilli tónlist og samkomuhaldi verður blandað sam- an. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis Tónleikar Unglinga- kórs Akureyrarkirkju TÓNLEIKAR Unglingakórs Ak- ureyrarkirkju verða sunnudaginn 9. júní kl. 17 í Akureyrarkirkju. Flutt verður fjölbreytt dagskrá af kirkjulegum og veraldlegum toga eftir íslenska og erlenda höfunda. Einsöngvarar verða úr röðum kórs- ins. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæ- mundsson og undirleik annast Ey- þór Ingi Jónsson. Kórinn á 10 ára afmæli í haust og 21. júní næstkomandi heldur hann til Þýskalands þar sem haldnir verða tónleikar og sungið við ýmsar uppákomur í borginni Bochum og víðar. Kórfélagar eru 24 á aldrinum 12–16 ára. Aðgangseyrir að tónleikum Ung- lingakórsins á sunnudag er kr. 1000 og eru allir hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja. Sumarmessur í Laugarneskirkju Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Í dag, laug- ardag 8. júní, verður Benjamin Goodman með kennslu um spádóma. Yfirskrift kennslunnar er: Að vera spámannleg kirkja. Kennslan hefst kl. 10 um morgun- inn og stendur til kl. 16. Þetta verða 3–4 kennslustundir með kaffihléum á milli. Um kvöldið kl. 20 verður brauðsbrotning. Þar mun Ben tala um leið kirkjunnar að krafti guðs. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.