Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svala Alberts-dóttir fæddist í Reykjavík 23. des- ember 1967. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi 30. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Albert Stefánsson, f. 1949, og Bryndís Jóhanns- dóttir, f. 1948, þau skildu. Eiginkona Al- berts er Vigdís Björnsdóttir, f. 1951. Hálfsystkini Svölu af föðurnum eru: a) Sigríður Jóna, f. 1973, d. 9. júní 1998, börn hennar eru Daníel Freyr, f. 1990, og Nína Dögg, f. 1997. b) Björn, f. 1978, eiginkona Rebekka Ýr Jónsdóttir, f. 1979, dætur þeirra eru Helga Rakel, f. 1998, og Vigdís, f. 2000. c) Ragn- ar, f. 1982. d) Alda, f. 1983. Hálf- systir Svölu af móðurinni er Sús- anna Jónsdóttir, f. 1974. Eftirlifandi eiginmaður Svölu er Þorleifur Páll Ólafs- son, f. 1968, börn þeirra eru Guð- björg, f. 1994, og Al- bert Óli, f. 1997. Svala ólst upp í Reykjavík til fjög- urra ára aldurs, þá fór hún í fóstur til Hauks Torfasonar, f. 1937, og Svandís- ar Jóhannsdóttur, f. 1935, norður á Drangsnes,og var þar til 16 ára aldurs. Svala dvaldi um tíma í Reykjavík og vann á Borgarspítalanum, en í ágúst 1985 flutti hún til Blöndu- óss og hefur átt heima þar síðan. Hún starfaði í mörg ár í rækju- vinnslunni Særúnu, en eftir að börnin fæddust hefur hennar starfsvettvangur verið barnaupp- eldið og heimilisstörfin. Útför Svölu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Svala mín, þér hafði legið svo á að koma að þú fæddist nokkrum mánuðum fyrir tímann, en þú spjar- aðir þig. Ég man svo vel þegar ég sá þig fyrst, þegar við pabbi þinn fórum að heimsækja þig á Drangsnes sumarið 1975. Þú með þitt ljósrauða hár, sem átti svo eftir að dökkna með árunum. Við hittumst alltaf á hverju ári meðan þú bjóst á Drangsnesi, en svo flutt- irðu til okkar á Blönduós í ágúst 1985. Síðar réðst þú í að kaupa þér þína eig- in íbúð, sem þú bjóst í þegar þú kynntist honum Palla eiginmanni þín- um, þú vannst í rækjuvinnslunni Sæ- rúnu í mörg ár eða þar til frumburð- urinn hún Guðbjörg fæddist 30. júní 1994. Þið selduð íbúðina og keyptuð ykkur einbýlishús að Holtabraut 8 og hafið búið þar síðan. Fljótlega eftir það fæddist svo hann Albert Óli 2. maí 1997. Þú varst mjög listræn og hafðir gaman af að teikna, fórst á námskeið tengt því. Þú hafðir mikinn áhuga á blómarækt og áttir fullt af blómum. Eftir að þið fluttuð á Holtabrautina tók við garðræktin með öllu sem því fylgir. Útsaumur og prjónaskapur var mikið áhugamál, þú prjónaðir peysur og teppi fyrir börnin þín og til gjafa. Lífið blasti við fjölskyldunni á Holtabrautinni þangað til í septem- ber 2000 að þú greindist með krabba- mein en þú varst svo ákveðin í að sigra þennan vágest að þú lagðir á þig ferðir til Reykjavíkur vikulega í með- ferð og Palli stóð eins og klettur við hlið þér í þínum veikindum. Vegna veikindanna dvaldir þú á sjúkrahúsi fjóra síðustu mánuði lífs þíns. Nú ertu komin til afa, ömmu og Siggu Lóu systur þinnar sem fór fyrir réttum fjórum árum. Hvíl þú í friði elsku vina, þú varst hetjan okkar. Elsku Palli, Guðbjörg, Albert Óli, Albert og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur á þessari stundu. Vigdís Björnsdóttir. Elsku mágkona, nú ertu komin á annan og betri stað og laus við þraut- irnar. Þegar ég hugsa til baka minnist ég ungrar myndarlegrar konu sem kom glöð og geislandi af hamingju í heim- sókn með manni sínum og börnum til mín í sveitina. Það er trú mín að þú hafir verið tekin yfir til æðri og merk- ari verkefna til aðstoðar okkur hinum um ókomna tíð. Þú lést ekkert stöðva þig í að vera börnunum þínum innan handar eins lengi og þú gast. Þú varst ein af þessum hvunndagshetjum sem fáir taka eftir fyrr en of seint. Ofar- lega eru mér i minni dagarnir góðu í janúar þegar þið Palli bróðir giftuð ykkur heima í stofu við hátíðlega atöfn og skírnin hjá mér daginn eftir þar sem þið komuð kát að vanda. Þessir tveir dagar munu ætíð vera vel geymdir í huga mér. Síðasta sumar var á tímabili erfitt hjá mér en þá komst þú og sannfærðir mig um að allt myndi fara á betri veg sem það og gerði. Þetta lýsir hvursu vel þú varst innrætt, alltaf boðin og búin til að hughreysta mann þrátt fyrir þín miklu veikindi síðasta sumar. Elsku Svala, hafðu hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Elsku Palli, Guðbjörg og Albert Óli, megi góður Guð varðveita ykkur og styrkja í sorg ykkar og um alla framtíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir. Elsku Svala mín, nú hefur þú kvatt þetta líf og ég vil þakka þér fyrir það sem þú gafst mér. Stundirnar sem við áttum saman eru mér dýrmætar og ógleymanlegar og þær geymi ég í minningunni um þig. Elsku Svala mín, þú ert mín besta vinkona. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Palli, Guðbjörg og Albert Óli, megi góður Guð vaka yfir ykkur. Þín vinkona Helga Káradóttir. Nú hefur Svala vinkona mín kvatt þennan heim, eftir langa og erfiða baráttu við krabbameinið. Hún ætlaði sér alltaf að sigra þennan vágest og ég trúði því svo lengi að hún gæti það, hún var alltaf full bjartsýni. En Drottinn ætlaði henni annað og stærra hlutverk og kallaði hana til sín. Eftir sitjum við sem þekktum Svölu og syrgjum og veltum fyrir okkur réttlætinu með því að taka í burtu móður frá ungum börnum sín- um, en við fáum ekki við neitt ráðið. Svölu kynntist ég þegar ég kom fyrst á Blönduós en það var í ársbyrj- un 1987. Svala og Svanfríður komu og heimsóttu mig fyrsta kvöldið á nýja staðnum. Einmitt þá tókst með okkur kunningsskapur sem varaði allt til þessa dags. Það var margt brallað saman og margar minningar sem koma upp í hugann, minningar sem eru svo dýr- mætar á svona stundum þegar sorgin og söknuðurinn hellist yfir mann. Svala var alltaf svo hrein og bein og sagði alltaf sína meiningu þó hún hefði stundum undarlegar skoðanir á hlutunum þá var það bara allt í lagi og mér þótti vænt um það. Hún vildi ekki eiga nein leyndar- mál, og þegar hún greindist með krabbameinið talaði hún svo opin- skátt um það að okkur þótti stundum nóg um, hún var ekkert feimin við að sýna okkur að hún var búin að missa hárið. Hún var alltaf svo sterk og var að hugga okkur vinkonurnar og stappa í okkur stálinu, hún hafði mestar áhyggjur af Palla og pabba sínum hvernig þeir tækju á veikind- um hennar, hún var svo hrædd um að þeir ættu svo erfitt. Hún var ekkert að hugsa um sjálfa sig, hún hugsaði fyrst um alla aðra og svo um sjálfa sig. Ég man þegar hún sagði mér að æxlið væri illkynja, þá hringdi hún í mig morguninn eftir og spurði mig hvort mér liði mjög illa útaf þessu, einmitt svona var Svala. Við Svala hittumst alltaf á morgn- ana og horfðum saman á Glæstar von- ir og fengum okkur morgunkaffi sam- an, svo prjónuðum við og vorum alltaf að reyna við flóknari og flóknari munstur. Svala var að keppast við að klára peysuna á Albert Óla svo hún gæti séð hann í henni og henni tókst það. Svala var eins lengi heima hjá börnunum og manni sínum og hún gat, þegar hún fór á spítalann var hún orðin mjög mikið veik. Ég á eftir að sakna hennar svo mik- ið, við áttum sameiginleg áhugamál sem voru blómin og handavinnan. Ég á eftir að sakna stundanna þeg- ar við sátum saman og gerðum handavinnu og horfðum á börnin okk- ar leika sér saman. Stundum var allt fullt af konum í eldhúsinu hjá henni og fullt af börnum líka, við komum þarna saman ungamömmurnar með ungana okkar og bárum saman bæk- ur okkar. En minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar allra sem þekktum þig. Elsku Palli, Guðbjörg og Albert Óli, ég bið Drottin Guð að vernda ykkur og styðja í djúpri sorg ykkar. Albert og Dísa, ég sendi ykkur líka mínar samúðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur styrk. Jóhanna Atladóttir. Svala mín. Ég man ekki hvenær við kynntumst fyrst eða hvers vegna þú dróst að mér því í aldri gat ég verið mamma þín. Þú sagðir mér drauma þína, vonir, vonbrigði og frá fortíð þinni. Þú fæddist fyrir tímann og varst spastísk og fylgdu því líkamleg- ir erfiðleikar sem þú tókst á við með æðruleysi og þegar þú uppgötvaðir það mein sem varð þér að aldurtila þá gekkst þú á móti því ákveðin í að sigra og lagðir mikið á þig í gegnum þær meðferðir sem þú fékkst með bjart- sýnina að vopni, en örlögin réðu. Þú varst sterk en maður sá sársauka í fallegu augunum þínum, augunum sem voru orðin blind í lokin. Margir draumar þínir rættust, þú kynntist honum Palla þínum, eignaðist heimili með honum og sólargeislana þína, ljóshærðu stúlkuna Guðbjörgu og rauðhærða drenginn hann Albert Óla, þú varst hamingjusöm. Þú prjón- aðir fallegar peysur á börnin þín, stundum þurftir þú að rekja upp en þú gafst samt ekki upp fyrir því frek- ar en öðru. Svala mín, þetta var sárt fyrir þig, ástvini þína og vini en það er eflaust tilgangur með öllu sem við göngum í gegnum hér á jörðu. Ég þakka þér samveruna og megi þér ganga vel í nýjum heimkynnum, vina mín. Palli minn, Guðbjörg, Albert Óli, Albert, Dísa og aðrir ástvinir Svölu, innilegar samúðarkveðjur. Ragnhildur Helgadóttir. Elsku vinkona. Nú er komið að kveðjustund. Oft er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og það á vel um í þínu tilfelli en það huggar mig að vita að þú sért komin á stað þar sem þú ert laus úr viðjum sjúkdómsins sem þú háðir baráttu við. Okkar kynni hófust fyrir 12 árum þegar við unnum saman og urðum við góðar vinkonur. Það var sárt að sjá hvernig sjúkdómurinn fór með þig en þú varst samt alltaf jákvæð og bjartsýn um að allt myndi fara vel. Þú varst mjög hamingjusöm þegar þú kynntist hon- um Palla þínum og eignuðust þið saman tvö börn, þau Guðbjörgu og Albert Óla, og var það mikil gleði að sjá hvað þið voruð samrýnd. Þið bjugguð ykkur gott og notalegt heim- ili ásamt börnunum ykkar á Holta- braut 8. Ég kom oft til þín í morg- unkaffi og við spjölluðum mikið saman og mun ég sakna þess að geta ekki komið og spjallað. Minning Svölu lifir hjá okkur sem þekktum hana. Ég sendi Palla, Guðbjörgu, Alberti Óla, Alberti, Dísu og öðrum ástvinum Svölu samúðarkveðjur. Þín vinkona Kristjana. Dansað í herbergi á Háafelli er ein af þeim minningum sem vakna upp í huga mér nú á þessari stundu. Það var gaman að læra fyrstu sporin í vals og ræl. Það var ekki síður hlegið að röngum sporum eða röngum tónum þegar við vorum að syngja líka. Já, þegar minningarnar fara með mann aftur til baka í tíma er ekki laust við að maður heyri hlátur þinn. Það var stutt í brosið og með þér var gaman að hlæja. Gleðitár runnu niður vang- ana og var oft erfitt að hætta. Vinnu- og hjálpsemi voru eitt af þínum aðalsmerkjum í minningunni hvort sem var á Háafelli, í vinnu eða hjá uppeldissystrum þínum Ásu Mar- íu og Gógó. Þó svo að við höfum ekki hist síð- ustu ár þá hefur hugurinn verið með þér og þinni fjölskyldu í veikindum þínum. Það er erfitt að horfa upp á það að ung móðir sé tekin burt frá tveimur börnum sínum. En eins og máltækið segir þá deyja þeir víst ung- ir sem guðirnir elska. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við vottum eiginmanni, börnum, foreldrum, systkinum, Svönu og Hauk, Ásu Maríu og Gógó og fjöl- skyldum þeirra samúð mína Svava H. Friðgeirsdóttir, Sigurmunda H. Ásbjörns- dóttir. Elsku Svala okkar er dáin, eftir langa og erfiða baráttu sem hún stóð sig eins og hetja í. Eftir sitjum við með sorg í hjarta og skiljum ekki óréttlætið. En við vitum að nú er hún komin á góðan stað og að Stebbi afi, Lóa amma og Sigga Lóa hafa tekið vel á móti henni. Eftir eru yndislegar minningar sem enginn getur tekið frá okkur um hana Svölu og þær verða alltaf geymdar á góðum stað í hjört- um okkar. Elsku Palli, Guðbjörg og Albert Óli, megi góður Guð hjálpa ykkur og styrkja í sorginni. Björn og Rebekka. Lífi Svölu er lokið allt of snemma. Hún varð aðeins 34 ára og hafði barist harðri baráttu við krabbameinið Eftir stendur eiginmaðurinn með börnin tvö, aðeins 5 og tæplega 8 ára. Við bjuggum hlið við hlið á Holta- brautinni á Blönduósi í nokkur ár og hittumst næstum daglega þegar við gengum inn og út, auk þess sem Svala kom oft og fékk sér morgunkaffi við eldhúsborðið hjá mér, þegar næði var til þess. Þessi unga, hughrausta kona annaðist börnin sín og heimili sitt af alúð og iðni, þrátt fyrir líkamlega fötl- un, og var að mestu ein heima með börnin þar sem Þorleifur Páll var við vinnu í ýmsum landshornum við jarð- gangagerð og fleira. Ömmur og afar voru þó í nágrenni til að veita dýr- mæta aðstoð. Það þarf mikinn andlegan styrk til að vera einn með börn sín flesta daga. Svala þarfnaðist oft styrks annarra og leitaði eftir honum hjá fjölskyldu og vinum. Hún varð fyrir þeirri sorg að missa einu alsystur sína fyrir fáum árum, og það varð henni áfall þegar hún haustið 2000 greindist með krabbamein. Ég var rúmum mánuði áður flutt af Holtabrautinni en kom í heimsókn í september. Svala varð strax vör við bílinn okkar og kom yfir og sagði mér vondu fréttirnar. Hún sagðist ætla að berjast og verða frísk. Og Svala barðist hetjulega, en barátt- unni lauk með dauðanum, hvíldinni eilífu. Holtabrautin á Blönduósi liggur of- an við íþróttavöllinn og er er því að- eins húsaröð öðrum megin við göt- una, sjö hús. Þar sem ég sit hér heima í Holti í Önundarfirði og hugsa um vinina á Holtabraut, Svölu og litlu fjölskyldu hennar og alla hina ná- grannana, rennur upp fyrir mér, að í 5 af þessum húsum hefur annað hjónanna dáið á þeim 14 árum sem ég hef þekkt til þarna. Fyrst kona Óla, sem nú er maðurinn minn, og síðan 4 makar eftir að ég flutti á Holtabraut. Í endahúsunum hafa fjölskyldurnar flutt burt og aðrir komið í staðinn. Þetta er undarleg staðreynd, en í miðri sorginni leynast þó ótal ljúfar minningar, sem við varðveitum. 14. maí vorum við á Blönduósi og þann morgun kvaddi ég Svölu, áður en við hjónin lögðum af stað vestur í Holt. Svala var þá á sjúkrahúsinu á Blönduósi, þar sem hún hafði legið frá því í janúar. Hún var sennilega orðin blind, sagði lítið sem ekkert, en sagð- ist þó heyra í mér. Ég þakkaði henni fyrir vináttu og samveru og sagði henni að við myndum svo hittast heima hjá Guði í eilífðinni. Ég þurrk- aði tár okkar beggja og bað fyrir henni. Nú hefur Svala verið leyst frá sjúk- leikanum, og bænir okkar og margra annarra fyrir Palla, Guðbjörgu, Al- berti Óla og ástvinunum leita til Drottins. Við Óli vottum þeim öllum innilega samúð og biðjum Guð að styrkja ykk- ur öll. Stína Gísladóttir. SVALA ALBERTSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.