Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 51
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 51
Alvöru sumarbústaðalóðir fyrir hestamenn,
skógræktar- og útivistarfólk
Stærðir frá 2,7 hektörum og upp úr. Verð kr. 150.000 fyrir hvern hektara.
ATH! Um eignarlóð er að ræða, engin leiga. Vegur og kalt vatn að lóðamörkum.
Veldu þína stærð sjálfur.Á þessum slóðum eru án efa bestu útreiðaleiðir landsins.
Paradís í Borgarfirði
upp með Langá á Mýrum
aðeins í 86 km fjarlægð frá höfuðborginni.
laugardag og sunnudag frá kl. 13-16
Andrés Pétur sölumaður frá eign.is fasteignasölu verður á staðnum (við Stangarholt) með
allar helstu upplýsingar. Einnig verður hægt að kaupa flugferð yfir svæðið gegn vægu gjaldi.
OPIÐ HÚS UM HELGINA
Paradís hestamannsins!
Stangarholt
Stangarholt Glæsilegt nýinnréttað 180 fm íbúðarhús ca 500 fm hesthús með plássi
fyrir allt að 28 hesta í húsi. Hlaða sem nýtist sem reiðhöll, fjárhús og geymslur.
100 hektara land sem skiptist í ca 30 ha ræktað land og 70 ha beitiland. Frábærar
reiðleiðir. Verðtilboð. Hentar vel fyrir hestafólk og eða ferðaþjónustu.
eign.is - Suðurlandsbraut 46 - Bláu húsin við Faxafen
sími 533 4030 - fax 533 4031 - www.eign.is -eign@eign.is
markað hér á landi fyrir lúxusbif-
reiðir ekki síst ef stórir jeppar væru
einnig skilgreindir með lúxusbifreið-
um. „Þarna var um alls konar teg-
undir að ræða. Þetta er töluvert stór
hluti af heildarinnflutningnum, en ég
get ekki ímyndað mér að hann hafi
mikil áhrif á markaðinn fyrir þessa
bíla,“ segir hann.
70 þúsund fyrir hverja bifreið
vegna kostnaðar umboðsins
Samkvæmt upplýsingum utanrík-
isráðuneytisins byggðist fram-
kvæmdin á vorfundi utanríkisráð-
herra NATO og samstarfsríkja þess
á samningi íslenskra stjórnvalda og
NATO. „Sá samningur kvað m.a. á
um að gestgjafaríki útvegi bifreiðar
fyrir sendinefndir þátttökuríkja og
skyldu bílar fyrir ráðherra uppfylla
kröfur um akstur með þá. Að ósk
embættis Ríkislögreglustjóra var
ákveðið að lögreglumenn myndu aka
bifreiðum ráðherra og gæta þannig
öryggis þeirra samtímis. Þekkt er sú
aðferð erlendis á fundum sem þess-
um, að fá afnot af bifreiðum sömu
tegundar frá bílaumboðum en með
því er tryggt að ráðherrar fái sömu
prótókollmeðferð.
Í ljósi þess var ákveðið að kanna
áhuga bifreiðaumboða á slíku sam-
starfi við utanríkisráðuneytið vegna
fundarins, þannig að takast mundi að
uppfylla kröfur um öryggi og prótó-
kollmóttöku ráðherra,“ segir í skrif-
legu svari ráðuneytisins við spurn-
ingum Morgunblaðsins.
Í svari ráðuneytisins segir einnig
að sl. sumar hafi verkfræðistofan
Línuhönnun kannað af hálfu utan-
ríkisráðuneytisins hjá nokkrum bif-
reiðaumboðum hvort þau væru í að-
stöðu til að útvega bíla til að aka
ráðherrum á vorfundum utanríkis-
ráðherra Atlantshafsbandalagsins
og samstarfsríkja þess. „Undirtektir
voru það dræmar að ekki var talið
tilefni til að efna til útboðs á meðal
bifreiðaumboða. Þessi leið virtist
varla raunhæfur möguleiki. Sl. vet-
ur, í lok ársins, kom hins vegar í ljós
að Bifreiðar og landbúnaðarvélar
höfðu áhuga á að kanna betur hvaða
möguleika umboðið hefði til að út-
vega bifreiðar til aksturs fyrir ráð-
herra og hófust þá viðræður við
ráðuneytið. Þeim lauk með samningi
við umboðið. Tekið skal fram í þessu
sambandi að utanríkisráðherrafund-
urinn fellur undir undanþáguákvæði
laga nr. 94/2001 um opinber innkaup
og er því ekki útboðsskyldur,“ segir í
svari ráðuneytisins.
– Hvaða kostnað ber ríkið af
samningnum við B&L?
„Utanríkisráðuneytið greiddi kr.
70.000 fyrir afnot af sérhverri ráð-
herrabifreið dagana 10.-16. maí, en
það er kostnaður bílaumboðsins
vegna skráningar, trygginga, þrifa,
eldsneytis og annars við að útvega
bifreiðarnar. Bifreiðarnar voru 45
talsins og nam heildarkostnaður því
kr. 3.150.000, auk virðisaukaskatts,“
segir í svari ráðuneytisins.
Öryggissjónarmið
sett ofar útboðssjónarmiðum
Ríkiskaup voru höfð með í ráðum
varðandi framkvæmd nokkurra
þátta við undirbúning NATO-fund-
arins vegna gildandi reglna um op-
inber innkaup og útboð, m.a. varð-
andi breytingar sem gera þurfti á
húsnæði og útbúnað í fundarsal. Inn-
flutningur bifreiða fyrir utanríksráð-
herrana kom þó ekki inn á borð Rík-
iskaupa, sem átti engan hlut að máli
við útvegun þeirra, að sögn Jóns. H.
Ásbjörnssonar deildarstjóra útboðs-
deildar.
Aðeins voru boðnir út tveir eða
þrír þættir í tengslum við undirbún-
ing og framkvæmd fundarins, sem
voru taldir þess eðlis að útboð tefldi
ekki öryggi í tvísýnu, samkvæmt
upplýsingum Jóns.
„Það var ágætis samvinna við ut-
anríkisráðuneytið í kringum þennan
fund og þeir leituðu til okkar í viss-
um málum. Það er hins vegar svo að
um þetta gilda afar stífar öryggis-
kröfur sem NATO setur á alla skap-
aða hluti og eflaust líka ökutæki sem
notuð eru til að flytja fólk,“ sagði
hann. Að sögn Jóns bar íslenskum
stjórnvöldum að fara eftir öryggis-
reglum NATO til að geta haldið
fundinn og öryggissjónarmiðin hafi
vegið mjög þungt þegar metið var
hvort bjóða þyrfti út einstaka þætti.
Farið var yfir málin með lögfræð-
ingum og skv. ströngustu túlkun hafi
nánast öll atriðin við framkvæmdina
verið þess eðlis að öryggissjónarmið
hafi verið talið standa ofar útboðs-
sjónarmiðum.
Ákvörðun samgönguráðuneytisins
að veita B&L bílaleiguleyfi með
stuttum fyrirvara vegna útvegunar
ráðherrabílanna, sætir einnig gagn-
rýni forsvarsmanna bifreiðaumboða
og ferðaþjónustufyrirtækja.
Í reglugerð um bílaleigur eru sett
ýmis skilyrði sem uppfylla þarf áður
en starfsleyfi bílaleigna er gefið út.
Þar segir m.a. að sækja skuli um
leyfi að jafnaði a.m.k. mánuði áður
en fyrirhuguð starfsemi á að hefjast.
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
hafa sent ráðuneytinu kvörtun vegna
málsins. Þorleifur Þ. Jónsson, hag-
fræðingur hjá SAF, segir samtökin
hafa gert alvarlegar athugasemdir
við þessa framkvæmd málsins.
Tvær starfandi bílaleigur (Avis og
Herz) eru með samning við Ríkis-
kaup um kaup á þjónustu af þessu
tagi.
„Okkur þótti óeðlilegt að þau fyr-
irtæki sem hafa verið hér í fullum
rekstri skuli vera sniðgengin og
komum athugasemdum á framfæri
við okkar fagráðuneyti,“ segir hann.
Skv. upplýsingum Rúnars Guð-
jónssonar, viðskiptafræðings í sam-
gönguráðuneytinu, veitti ráðuneytið
B&L starfsleyfi til reksturs bílaleigu
til bráðabirgða.
„Þeir sóttu um og skiluðu gögnum
og fengu leyfi til bráðabirgða. Það
vannst ekki tími til að fara yfir um-
sóknina eins nákvæmlega og yfirleitt
er gert,“ sagði Rúnar.