Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 55 SPORTDAGUR Landsbankans verður haldinn í Laugardalshöll- inni í dag, laugardaginn 8. júní, kl. 12–15.30. Landsbankinn býður öllum krökkum 16 ára og yngri í Laugardalslaugina þennan dag. Á dagskrá verða ýmsar þrautir fyrir alla krakka 9–13 ára. Margir leið- beinenda í þrautunum eru þekktir landsliðsmenn í sínum greinum. Hægt verður að fara í fótbolta- þrautir, handboltaþrautir, körfu- boltaþrautir, frjálsíþróttaþrautir, púttkeppni, fjöltefli, fimleika- þrautir og risa trampolín. Að auki verða risarennibrautir og hopp- kastali fyrir yngri kynslóðina. Þá verður Trúðafólkið á staðnum og allir fá svaladrykk frá Leppin. Kl. 14.45 draga nokkrir lands- liðsmenn í handbolta út nöfn 24 heppinna krakka sem lokið hafa a.m.k. 4 íþróttþrautum í úrvals- liðið sitt. Skipt verður í 4 lið og verður landsliðsmaður í hverju liði og keppa liðin fjögur hvert við annað. Dagur Sigurðsson mun leika með öllum liðunum til skipt- is. Íþróttafélög í Reykjavík verða með kynningu á starfsemi sinni í anddyri Laugardalshallar og fim- leikadeild Fylkis verður með fim- leikasýningu á klukkustundar- fresti. Skráning er í útibúum Lands- bankans, en einnig geta krakk- arnir skráð sig þegar þeir mæta til leiks í Laugardalshöllina, segir í frétt frá Landsbankanum. Sportdagur Landsbankans LITBOLTAFÉLAG Reykjavíkur og Litbolti ehf. í Lundi í Kópavogi efna til opins dags í dag, laugardag- inn 8. júní, til kynningar á íþróttinni litbolta frá kl. 15 til 18. „Tilgangur opna dagsins er að kynna íþróttina fyrir almenningi þar sem hún er mjög ný á Íslandi og lítið þekkt. Félagar í Litboltafélagi Reykjavíkur verða á staðnum og kynna íþróttina og búnað henni tengdan. Boðið verður upp á prufu- leiki gegn vægu gjaldi.“ „Fyrirtækið Litbolti ehf. rekur lit- boltavöll í Lundi í Kópavogi og býður almenningi, hópum og fyrirtækjum skemmtilega afþreyingu. Fyrirtæki nota oft litbolta sem endapunkt á hópefli eða stefnumótunarvinnu því litbolti byggist á liðsheild, sem getur skipulagt sig og unnið saman að sameiginlegu markmiði þar sem hver liðsmaður hefur ákveðið hlut- verk og hefur traust liðsmanna sinna til að sinna því,“ segir m.a. í frétta- tilkynningu. Kynna litbolta Í TENGSLUM við sölu á íbúðum í nýrri íbúðarþyrpingu í Skugga- hverfi hefur sýning verið opnuð gegnt verslun ÁTVR í Kringlunni þar sem hægt er að skoða í tölvu hvernig útsýnið verður frá íbúðum á svæðinu. Einnig er á staðnum líkan af nýja hverfinu og sýnt á sjónvarps- skjá hvernig byggðin mun líta út þegar framkvæmdum lýkur. Alls verða 250 íbúðir byggðar á svæðinu og er sala á þeim hafin á skrifstofu 101 Skuggahverfis ehf. í Kringlunni. Í tilkynningu frá Skuggahverfi ehf. segir að markmið með hönnun hverfisins sé að það falli vel að því umhverfi sem fyrir er og styrki inn- viði Skuggahverfis sem heildar. Sýningin stendur til og með 18. júní. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt hjá Hornsteinum, Einar I. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, og Jónas Þorvaldsson, Þyrpingu, skoðuðu sýninguna í Kringlunni. Líkan af Skuggahverfi 8      ".   (  #     ,       , (    "#   .          #   # -G  - 75 A )$ H%#4 " A!!"!$ &%"*)(  ( *C. 9       ".   (   ""      (      )  0 :  0. , $ ./"$##'! &"! ($#%$ -!>/"$#%$  $$4!/"$##'! "*0. "*%$  ($#&"!/"$#%$ &!#!%"$ * $ *+$%* $ * $ *+$. )    .     ".   (  #   ,    , (  (     "#    "#  0   D > 1 > &"( +I !$ !. $$  +"" ",  2 "  '$=! ,%"#  $# ,%"#  % !$!. 8             ,     ,(     "#    0  &.-D=  (A"(*  !. !$$$,2$#'! ,2$.  %$ %, +" "#. )            ,      (  (     "#      "#      "#  "    "  &- 1 / 08>  )(  $$   I  !. :0  # -" 5!$'$#'! / "3'&!( %$ 5 $'$#'! / "(6 &!( #'! &+(&!" %$ % , *+$. 8           ,     , (      "#        #   # &0 D71  $#   (2'!. 9       .    "   6) 0   "  9    'A $$ ", !(%$ -" !$!(%$  " !( #'! !$# ($#%$     * $ *+$%* $ * $ *+$. ! "#      71 1  -  4!E ",%!     "#   %$  " " "  9"      $&   $% %& +  (    (     #             !( +4!$ +4!$%$. AÐ morgni miðvikudagsins 5. júní sl. var ekið á auglýsingaskilti aust- an við Héraðsdóm Reykjavíkur á Lækjartorgi. Skilti þetta er mikið skemmt. Vitni að árekstrinum eru beðin um að gefa sig fram við rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. Einnig er tjónvaldur beðinn um að gefa sig fram. Lýst eftir vitnum TÍÐARFAR í maí hefur verið einkar hagstætt dreifingu frjókorna í Reykjavík, sólríkt og þurrt, en mæl- ingar hófust þar 2. maí. Lyngfrjó hafa verið í loftinu syðra frá maíbyrjun og víðifrjó frá 6. maí, en fyrstu asparfrjó- anna varð vart 14. maí. Birkifrjó mældust stopult frá 7. til 24. maí en stöðugt eftir það þó frjótöl- ur hafi verið lágar. Meðallengd á frjó- tíma birkis er tæpar 3 vikur og gæti frjódreifingu birkis því verið lokið um miðjan júní í Reykjavík. Birkifrjó eru oftast í hámarki í fyrstu viku júní. Á Akureyri hófust frjómælingar 6. maí en þar var kalt framan af mán- uðinum. Lyngfrjó voru komin í loftið þegar mælingar hófust og fyrstu asp- arfrjóin mældust 11. maí. Birkifrjó hafa mælst samfellt frá 24. maí en frjótölur verið lágar og segja má að frjótímabilið hafi farið hægt af stað og sé viku til 10 dögum seinna á ferð en í fyrra. Blautt tíðarfar veldur því að heildarfrjótölur í maí í ár eru lægri en í fyrra. Búast má við birkifrjóum fram eftir júnímánuði og á þurrum og hlýj- um dögum getur frjótalan skipt tug- um. Á hinum Norðurlöndunum eru birkifrjó skæðasti ofnæmisvaldurinn en hér á landi eru grasfrjó skæðust og geta frjótölur þeirra orðið háar í júlí og ágúst og valdið þeim sem haldnir eru ofnæmi fyrir grasfrjói ofnæmi nema gripið sé inn í með réttri lyfja- meðferð. Tíðin í Reykjavík hagstæð dreifingu frjókorna „Á FJÖGURRA ára afmæli Götu- smiðjunnar, 21. júní 2002, leiðir Benedikt S. Lafleur listamaður sína fyrstu göngu gegn fíkn. Í þetta skipti er gengið gegn vímuefnafíkninni undir kjörorði Götusmiðjunnar Street-Peace eða götufriður. Tilgangur göngunnar er að safna áheitum í þágu Götusmiðjunnar til að vinna bæði forvarnar- og með- ferðarstörf fyrir ungt fólk í vímu- efnavanda, sem og aðstandendur þess, og vekja um leið almenning til vitundar um þá baráttu. Söfnunin fer fram 21. og 22. júní. Byrjað verður að taka á móti áheit- um í fjölmiðlum vikuna fyrir göng- una. Ágóðinn rennur óskiptur til Götusmiðjunnar. Á miðnætti leggur 22 manna kjarnahópur af stað frá Almannagjá á Þingvöllum. Gengið verður með þjóðveginum og stefnt er að því að koma á Ingólfstorg í Reykjavík fyrir kl. 14.00 næsta dag, með viðkomu í Mosfellsbæ og á nokkrum öðrum stöðum. Göngunni lýkur á Ingólfstorgi. Þar er tekið á móti göngumönnum og öðrum gestum göngunnar með veitingum og tónleikahaldi,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Að ganga gegn fíkn TÍGURINN taminn „Teaching the Tiger“: Handbók fyrir þá sem kenna nemendum með athyglisbrest, Tou- rette-heilkenni eða áráttu- og þrá- hyggjuröskun, eftir Marilyn Dorn- bush og Sheryl Pruitt, kom nýlega út í íslenskri þýðingu. Þetta er gagnleg handbók við kennslu og uppeldi barna með ýmsar þroskaraskanir, segir í fréttatilkynningu. Tourette-samtökin stóðu að þýð- ingu og útgáfu bókarinnar hér á landi. Ýmsir sjóðir, samtök og styrktaraðilar hafa styrkt útgáfu bókarinnar og gert samtökunum þar með kleift að selja bókina á vægu verði. Verð hennar er 2.500 kr. hjá Tourette-samtökunum og sending- arkostnaður bætist síðan við hjá þeim aðilum sem vilja fá bókina senda. Þeir sem vilja fá hana senda geta pantað með því að senda tölvu- póst á netfangið tourette@tourette.- is og einnig er hægt að kaupa bókina á skrifstofu Tourette-samtakanna í Þjónustusetri líknarfélaga, sem er í Hátúni 10b, 9. hæð, 105 Reykjavík, segir þar ennfremur. Handbók um Tourette- heilkenni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.