Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss.
Fi 13. júní kl 20
ATH: Síðustu sýningar í vor
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Í kvöld kl 20 - AUKASÝNING
Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING
COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart
Óperustúdíó Austurlands
Stjórnandi Keith Reed
Lau 15. júní kl 20 - Frumsýning í Rvík
Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning
AND BJÖRK OF COURSE ...
e. Þorvald Þorsteinsson
Í kvöld kl 20
Síðasta sýning í vor
JÓN GNARR
Fi 13. júní kl 20 - SÍÐASTA SINN
Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard
PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI
þri 11. júní kl 20:30 í Miklagarði
Stóra svið
Nýja sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
LEIKFERÐ
3. hæðin
!"
#
! "#$
$!"
%&&'
!"
%&&'
!"
%&&'
!"
%&&'
( !"
%#
$!"
%&&'
!"
%&&'
!"
%
!"
%
)!"
%
NEMENDUR hinna ýmsu grunn-
skóla höfuðborgarsvæðiðsins hafa
verið duglegir við að sækja Morg-
unblaðið heim til að kynna sér
starfsemi blaðsins.
Á dögunum komu þessir hressu
krakkar úr bekkjum 3.BJ, 3.SG og
3.JG úr Foldaskóla í Grafarvogi í
heimsókn í fylgd kennaranna sinna.
Ekki er annað að sjá en að þau
hafi skemmt sér vel í húsakynnum
Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Ásdís
Nemendur 3. bekkjar JG og 3. bekkjar SG: Andrés Viðar, Ágústa Rut, Bjarni, Dagbjört María, Edda, Edda Rún, Hild-
ur, Hildur Þóra, Hjalti Geir, Írena Eva, Karín Rós, Karl Sesar, Katrín, Magnús Ingi, Marey, Sólrún Sif, Thomas Sam-
úel. Ásta, Benedikt, Berglind Sesselja, Birna, Bjarni, Elvar Einir, Gunnar Emil, Gunnar Róbert, Harpa, Heiðrún Eva,
Hjörvar Gísli, Hörður Ingi, Íris Dröfn, Katrín, Nadía Ýr, Pálmi Rafn, Sindri Snær, Snæbjörn, Sverrir Ingi.
Folda-
skóli í
heimsókn
Morgunblaðið/Golli
3. bekkur BJ: Agnar
Freyr, Andri Steinar,
Anna Andrea, Ása
Hulda, Birgir Atli, Birna
Kolbrún, Birna Ósk,
Daníel, Egill, Einar,
Elmar, Eva Hlín, Helga
Birna, Ívar, Magnús
Veigar, María Björk,
Maríanna, Ólafur Árni,
Sylvía Kristín,
Viðar Pétur.
ÞESSI hljómdiskur hefur að
geyma einhverja þá tónlist sem er að
finna í kvikmyndinni Varði goes Eu-
rope, sem er sjálf-
stætt framhald
hinnar umdeildu
myndar Varði fer á
vertíð. Í þeirri
mynd kynnumst
við hávöxnum,
hippalegum fýr að nafni Varði (Hall-
varður Ásgeirsson), og fylgjumst við
með honum feta skoplegar lendur
ballbransans á Íslandi með popp-
sveitina Tópaz sér til fulltingis. Í
framhaldsmyndinni þvælist hann
hins vegar til hinna ýmsu Evrópu-
landa með forláta rafgítar í hönd, og
kynnir sér blómlega götuspilara-
menninguna sem þar þrífst.
Varði goes Europe er einskonar
„fluga á vegg“ (fluga á götu?) mynd;
heimildarmyndarstíll sem hefur ver-
ið ansi vinsæll undanfarið hjá ís-
lenskum kvikmyndagerðarðarmönn-
um, einkanlega þeim yngri.
Efnistökin hér eru ansi athyglisverð,
og hugmyndin sannarlega frábær.
Varði og Grímur, kvikmyndatöku-
maður, skelltu sér upp í Norrænu
síðasta sumar og héldu í tveggja
mánað ferðalag, með ekkert að vopni
nema góða skapið og þá stefnu að
ætla sér að klára eitt stykki kvik-
mynd.
Þar sem myndin fjallar um tónlist-
armann og -menn er ekki nema sjálf-
sagt að samhliða komi út diskur, til-
einkaður tónlistinni einvörðungu.
Gagnsemi disksins felst einkum í því
að hér er hægt að einbeita sér að
þeim þætti sem er útgangspunktur
myndarinnar. Í raun nauðsynlegt
þar sem oftar en ekki er um nokkuð
athyglisvert, tónlistarlegt samsull að
ræða. Varði spinnur með sjóuðum
götuspilurum sem hafa – af rámri
röddu og áreynslulausu öryggi að
dæma – marga fjöruna sopið í gegn-
um tíðina. Þeir slá vanalega einföld
grip og syngja á meðan Varði leikur
ókennilegan spuna af fingrum fram,
að því er virðist.
Flest lögin eru þjóðlaga- eður al-
þýðuleg. Phil Deglass frá Osló syng-
ur t.a.m. „Turn it away“, sem er afar
skoskt/írskt á að hlýða. Deglass flyt-
ur lagið örugglega og af næmi, á
meðan undir kraumar sargandi, hol-
ur gítarinn hans Varða. Skrýtin
blanda, svo sannarlega.
Það sem gefur disknum einnig
skemmtilegan blæ er að oft má vel
heyra hvað er að gerast í umhverf-
inu, þegar spilað er. Þannig heyrast
vélardrunurnar í Norrænu skýrt og
skilmerkilega í „Hippie Daydream“
og gott ef þetta er ekki rigning sem
ég heyri í í laginu „Svanasöngur Bó-
hemsins“ sem tekið er upp í Þórs-
höfn. Þetta gefur disknum „kvik-
myndalega“ dýpt, mætti segja.
Merkilegt er og að heyra að flest
lögin eru fremur löng, eintóna og yf-
ir þeim hvílir einhvers konar huggu-
leg mæða, eins og það sé hægt að
lesa úr þeim stolt einherjans, sem
spilar einbeittur allan liðlangan dag-
inn fyrir túkalla.
Það sem klárlega stendur þó upp
úr hér er innslag Laos-búans Paul
Sanith, þungarokks-trúbadúrs sem
búsettur er í París. Flutningur hans
og Varða á Iron Maiden slagaranum
„Number of the Beast“ og U2 laginu
„One“ er ótrúlegur, í nákvæmri
merkingu þess orðs.
Þessi diskur er fín heimild um
hvernig góð hugmynd nær að velta
furðulegum tón-hlössum, víðsvegar
um Evrópu, oftar en ekki með kát-
legum, og vissulega kenjóttum, nið-
urstöðum. Varði does Africa hlýtur
að vera næst.
Tónlist
Evrópa –
ég syng
til þín
Ýmsir
Varði goes Europe
Óháða kvikmyndagerðin
Varði goes Europe inniheldur tónlist úr
samnefndri kvikmynd. Flytjendur ásamt
Varða eru þeir Lawrence Glaister, Eiríkur
Örn Norðdahl, Phil Deglass, Leo Gille-
spie, Paul Sanith, Börre Melstad, Eggert
Már Marinósson og Wolfgang Müller. Lög
eftir ýmsa, m.a. U2, Iron Maiden, John
Lennon og Hank Williams. Tekið upp í
Kragerö, Norrænu, Osló, Þórshöfn, París,
Bergen, Reykjavík og Berlín. Hallvarður
Ásgeirsson stjórnaði upptökum. Finnur
Hákonarson hljómjafnaði. 55,00 mínútur.
Arnar Eggert Thoroddsen
„Six, six, six. The number of the beeeeeeast!!!“
DEE DEE
Ramone, frum-
kvöðull í sögu
pönksins og
einn stofnandi
bandarísku
pönksveit-
arinnar The
Ramones,
fannst látinn á
heimili sínu í
Hollywood í
Bandaríkjun-
um. Eiginkona hans fann Ramone,
sem heitir réttu nafni Douglas
Glenn Colvin, látinn í sófa á heim-
ili þeirra í fyrrakvöld. Hann var
fimmtugur að aldri þegar hann
lést.
Áhöld til eiturlyfjanotkunar
fundust einnig á heimilinu og er
hugsanlegt að Ramone hafi látist
af völdum of stórs skammts eitur-
lyfja, að sögn dánardómstjóra Los
Angeles.
Fyrir ellefu vikum var hljóm-
sveitin The Ramones tekin inn í
Frægðarhöll rokksins í Bandaríkj-
unum, að því er fram kemur í frétt
BBC. Söngvari hljómsveitarinnar,
Joey Ramone, lést í apríl í fyrra úr
krabbameini, 49 ára gamall.
Dee Dee Ramone
finnst látinn á heimili sínu
Dee Dee Ramone
heitinn.
Hugsanleg
ofneysla
eiturlyfja
S
U
N
D
F
Ö
T
undirfataverslun
Síðumúla 3-5