Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ve r t u o r g i n a l – n o t a ð u h i n a e i n u s ö n n u
Allt límist við hina einu sönnu Post-it®...
*Tilboðið gildir á meðan
birgðir endast.
ÞETTA TI
LBOÐ
FÆST Í Ö
LLUM
BETRI BÓ
KA-
OG RITF
ANGA-
VERSLUN
UM...
Vörunr. 655D. 76 mm x 127 mm.
100 blöð pr. blokk.
Vörunr. 654D. 76 mm x 76 mm.
100 blöð pr. blokk.
Vörunr. 653D. 38 mm x 51 mm.
100 böð pr. blokk.
Einstak
t tilboð
*
Þú kau
pir 10
ekta gu
lar pos
t-it
® blokkir
og fær
ð 2 ók
eypis
10+2
ÓKEYP
IS
10+2
ÓKEYP
IS
10+2
ÓKEYP
IS
- líka velgengni
Annað líf
(Another Life)
Drama
Bretland, 2001. Skífan VHS. (101 mín.)
Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Philip
Goodhew. Aðalhlutverk: Natasha Little,
Nick Moran, Joan Gruffudd, Tom Wilk-
inson.
ÞESSI vel leikna breska kvik-
mynd er byggð á sakamáli sem mun
hafa vakið nokkra athygli í Bretlandi
á þriðja áratug síðustu aldar, en þar
var ung kona ákærð fyrir að hafa
myrt eiginmann sinn í vitorði við
ungan mann sem hún átti í ástarsam-
bandi við. Kvik-
myndin fjallar
fyrst og fremst um
líf hinnar ungu
konu, tilfinningalíf
hennar og framtíð-
ardrauma. Lýst er
hvernig hjóna-
bandið sem hún
gengur í veldur
henni fljótlega von-
brigðum og hvernig staða hennar
sem kona á fyrri hluta aldarinnar
byrgir henni allar útgönguleiðir úr
því hjónabandi. Þetta er ágætlega
gerð kvikmynd sem fjallar fremur
um fólk, lífshamingju og bælingu en
morðmálið sem slíkt og leiðir þannig
getum að þeirri forsögu sem hefði
getað legið að baki umræddum of-
beldisverknaði. Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Í leit að lífs-
hamingju
LANGT er síðan Elvis Costello ávann
sér orðspor óútreiknanleikans. Ekk-
ert er eins fjarri hans huga og að
hjakka í sama farinu, endurtaka sig,
jafnvel þótt hann virðist hafa fundið
formúlu sem svínvirkar. Það er
kannski erfitt fyrir þá sem féllu fyrir
rómantíkernum
Costello, þessum
sem söng franska
„She“ í Notting Hill
og samdi róman-
tískustu ballöðu-
plötu síðustu ára í
félagi við Burt Bacharach, að ferillinn
hafi hafist með hávaðasömu nýbylgju-
pönki. Og fyrir þá sem voru búnir að
gleyma því þá minnir karlinn ræki-
lega á það á nýju plötunni When I
Was Cruel, sem er í senn hrárri og
djarfari en síðustu verk hans. Hún er
líka hans framsæknasta í háa herrans
tíð, svei mér þá ef ekki síðan hann var
enn meðal framvarða nýbylgjunnar
fyrir tveimur áratugum. En maður
kveikir ekki á því strax. Við fyrstu
hlustun virðist hún nefnilega bara
svolítið eins og enn ein Costello-plat-
an en eftir því sem hún rúllar oftar í
gegn þá rennur upp fyrir manni að
karlinn er að prófa fullt af nýjum hlut-
um, dyggilega studdur ungum upp-
tökumönnum sem kalla sig The Imp-
osters. Og skemmtilegast er að heyra
hvernig hann nýtir gríðarlega reynslu
sína og fjölhæfni í gegnum árin, því
þótt áferð laganna sé aftur orðin gróf-
kennd þá eimir enn af rómantíkinni,
melódíunni ljúfsáru, sem hann hefur
stúderað og reynt og fullkomna með
aðferðum fræðimannsins. Útkoman
er því tvímælalaust gjöfulasta sóló-
plata Costellos í 16 ár eða síðan King
of America kom út. Tónlist
Grófkennd
rómantík
Elvis Costello
When I Was Cruel
Island
Costello stendur upp frá píanóinu og
stingur gítarnum í samband á ný.
Skarphéðinn Guðmundsson
Lykillög: „When I Was Cruel No. 2“,
„Alibi“, „Episode of Blonde“
MÁLAFERLI eru í uppsigl-
ingu milli tónlistarmanns-
ins Michaels Jacksons og
útgáfufyrirtækisins Sony
vegna lítillar sölu á síðustu
plötu Jacksons, Invincible.
Er Sony sagt ætla að krefj-
ast þess Jackson um að
greiða til baka fyrirfram-
greiðslu sem hann fékk
vegna plötunnar en á móti
er Jackson að undirbúa
málsókn á hendur Sony á
þeim grundvelli að hann
telji að plata sín hafi ekki
fengið þá kynningu sem um var samið.
Jackson hefur ráðið lögmanninn
Johnnie Cochran, sem m.a. varði O.J.
Simpson á sínum tíma og hjálpaði
Jackson einnig í málaferlum
vegna meintrar kynferð-
islegrar áreitni gegn börn-
um.
Sony hefur fallist á að
Jackson geti gefið út safn-
plötu á eigin vegum en
krefst þess að hann end-
urgreiði fyrirframgreiðsl-
una.
Invincible er dýrasta
plata sem framleidd hefur
verið til þessa, kostaði um
2,8 milljarða króna. Meðal
kostnaðarliða er mynd-
bandið „You Rock My World“ sem ku
hafa kostað Sony litlar 400 milljónir
króna en Marlon Brando kom m.a.
fram í því.
Jackson og Sony í hár saman
Ekki getur talist lík-
legt að Jackson gefi
mikið meira út und-
ir merkjum Sony.
BANDARÍSKI kvikmyndaleik-
arinn Woody Harrelson var hand-
tekinn í Lundúnum í vikunni eftir
mikinn eltingaleik lögreglu en
Harrelson gekk berserksgang í
aftursæti leigubíls og olli skemmd-
um á bílnum. Harrelson reyndi að
komast undan í öðrum leigubíl en
þegar lögregla hóf eltingaleik
hljóp leikarinn út úr bílnum en var
síðan yfirbugaður.
Leigubílstjórinn sagðist í samtali við enska götublaðið The Sun hafa
tekið Harrelson upp í bíl sinn fyrir utan næturklúbb í borginni. Eftir
skamma stund hefði hann heyrt hljóð í aftursætinu og séð að Harrel-
son hefði fengið æðiskast, brotið rúður í bílnum og reynt að komast út.
Þegar bílstjórinn stöðvaði bílinn hafi leikarinn leikarinn rokið út og
eyðilagt bílhurðina.
Harrelson, sem dvelst í Lundúnum ásamt eiginkonu sinni og tveimur
ungum dætrum, hefður neitað að tjá sig um málið.
Gekk berserksgang í leigubíl
Woody karlinn gengur greini-
lega ekki alveg heill til skógar
þessa dagana.