Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓTT aðstæður allra þess-ara manna og framtíðar-sýn væru ólíkar fannstmér að vilji væri hjá öllumtil að finna lausn. En mat-
ið á því hvað væri raunsætt var mis-
munandi og þá skorti algerlega
gagnkvæmt traust, ekki vottaði fyrir
neinu slíku. Það virkaði verst á mig
og ég hef enga trú á því að hægt sé
að byggja upp þetta traust nema
með utanaðkomandi þrýstingi og
hjálp,“ segir Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra um ráðamenn Ísr-
aels og Palestínu. Hann heimsótti
Ísrael og hernumin svæði Palestínu-
manna auk Jórdaníu um mánaða-
mótin, ræddi við Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, Shimon Peres
utanríkisráðherra og fleiri ísraelska
ráðamenn í Jerúsalem, átti fund með
Yasser Arafat Palestínuleiðtoga í
Ramallah, einnig Abdúllah Jórdan-
íukonung og aðstoðarutanríkisráð-
herra landsins í höfuðstaðnum
Amman.
Halldór varð vitni að örvæntingu
palestínskra kvenna sem biðu eftir
aðhlynningu fyrir börn sín á sjúkra-
húsi í Jenin, hann segir að vonleysi
um betri framtíð og stríðsþreyta séu
að sliga almenning, bæði Palestínu-
menn og Ísraela.
„Þegar við ætluðum að fara til Na-
blus vorum við stöðvuð vegna þess
að skriðdrekar voru á leið inn í borg-
ina og við urðum að fara aðra leið,“
segir Halldór. „Meðan við biðum tal-
aði ég við ungan, ísraelskan her-
mann, hann sagðist vera úr vara-
liðinu. „Ég er námsmaður, “ sagði
hann, „ég er að læra heimspeki og
sögu.“ Þetta er ljóta ástandið hér,
sagði ég. Hann svaraði: „Það vill
enginn okkar þurfa að standa í
þessu.“
Ég fór til Jenin og sá skemmd-
irnar á húsum flóttamannanna í búð-
um þeirra sem eru í hlíðinni við sjálfa
borgina en þess ber að gæta að í
sjálfri borginni, sem er miklu fjöl-
mennari, var flest með kyrrum kjör-
um, sjálfar búðirnar eru afmarkað
svæði. Við borðuðum hádegisverð á
snyrtilegu veitingahúsi í borginni.
Fólkið sem á hann hafði lagt aleigu
sína í veitingastaðinn en þarna var
nær ekkert um að vera, ekkert fólk á
ferli enda takmarka Ísraelar mjög
ferðafrelsi Palestínumanna og at-
vinnulíf hinna síðarnefndu er nánast
í rúst.
Sameinuðu þjóðirnar hafa hjálpað
Palestínumönnum mikið og skipu-
lagt matarsendingar til hernumdu
svæðanna. Enn er ræktað nokkuð af
ávöxtum, bændur eru á ferli með
hjarðir sínar en öll viðskipti eru
meira eða minna lömuð. Áður seldi
fólkið afurðirnar á markaði í Ísrael
eða til Evrópu. EFTA gætir jafn-
vægis og er með fríverslunarsamn-
ing við bæði Ísraela og Palestínu-
menn, við Íslendingar kaupum
afskaplega lítið af hinum síðar-
nefndu en samningurinn er til stað-
ar.
Kúlnagöt á heilsugæslustöð
Það er alveg ljóst að þarna er mik-
il neyð, skortur er á matvælum, lyfj-
um og öðrum hjálpargögnum og
ástandið fer síversnandi. Á heilsu-
gæslustöð í Jenin var allt fullt af
konum með grátandi börn, ég man
ekki eftir að hafa séð nokkurn karl-
mann á fullri biðstofunni.
Á loftinu og veggjunum voru
kúlnagöt, handsprengja hafði
sprungið á gólfinu. Ég spurði full-
trúa SÞ hver tilgangurinn hefði get-
að verið með skothríð þarna og hann
svaraði: „Enginn, bara leikaraskap-
ur, hermenn hafa verið að skjóta
eitthvað út í loftið.“ Þetta er ekkert
skipulagt heldur gerist í hita leiks-
ins, þarna er verið að berjast upp á
líf og dauða. Ísraelar misstu 23 her-
menn í flóttamannabúðunum og talið
að 54 eða 56 Palestínumenn hafi fall-
ið. Ísraelar segja að þar af hafi sjö
verið óbreyttir borgarar en hinir úr
vopnuðum sveitum. Fulltrúar SÞ
segja að aldrei verði hægt að slá
föstu hvort það sé rétt hve margir
hafi verið vopnaðir.“
– Palestínumenn sögðu að hundr-
uð manna hefðu fallið. Það eru rang-
ar tölur eða hvað?
„Ég spurði menn um þetta. Það er
talið fullvíst að einhver lík séu í rúst-
unum en fulltrúar SÞ sögðu mér að
54 Palestínumenn hefðu fallið og
hugsanlega gætu tveir að auki hafa
dáið, þeirra væri saknað. Aðrar full-
yrðingar virðast því vera rangar og
ásakanir um fjöldamorð fá ekki stað-
ist. Þarna er mikið hatur og mikil
reiði og við slíkar aðstæður er margt
sagt. Og almenningsálit í heiminum
skiptir miklu máli fyrir báða aðila.“
– Þú hittir menn sem eru stöðugt í
fréttum og fá misjafna dóma, Ariel
Sharon, Shimon Peres, Yasser Ara-
fat, Moshe Katzav forseta, Abdúllah
konung og fleiri. Sumir segja að
stjórnmál í Miðausturlöndum séu
svo ólík okkar að minni á tvo heima,
við munum aldrei geta skilið aðstæð-
ur á þessum slóðum. Hvað finnst
þér?
„Já og nei. Ef ég tek Ísraelana
fyrst þá er ljóst að hjá þeim er við
völd nokkurs konar þjóðstjórn.
Stjórnarandstaðan er ekki öflug,
hún er að miklu leyti innan stjórn-
arinnar. Rétt áður en við hittum
Sharon var hann að ná samkomulagi
við flokkinn sem nokkrum dögum
fyrr hafði sagt sig frá samstarfinu.
En eitt virtist mér vera alger sam-
staða um, líka meðal stjórnarand-
stæðinga sem ég hitti í þinginu:
Áhersla á öryggi borgaranna og að
leggja yrði mikið í sölurnar til að
tryggja þetta öryggi. Um þetta leyti
dóu lítið barn og amma þess í árás
sjálfsmorðingja, þrír ungir drengir
létu lífið í annarri árás. Þessi áföll
rista ákaflega djúpt í þjóðarsál Ísr-
aela og gerðar eru kröfur til stjórn-
málamanna um að þetta gerist ekki
aftur.
Það má segja að mikil þreyta sé
farin að birtast hjá fólki, örvinglun
og hræðsla. Fimm forsætisráð-
herrar hafa verið að vinna að friði
síðastliðinn áratug með Arafat. For-
seti landsins sagði við mig að Palest-
ínuleiðtoginn hefði „svikið“ þá alla.
Ísraelskir leiðtogar verða að hafa
stuðning þjóðarinnar við það sem
þeir gera. Það er ljóst að stundum
hafa þeir teygt sig langt, til dæmis í
Óslóarsamkomulaginu, Barak taldi
sig líka hafa gengið afar langt með
Camp David-samkomulaginu og það
varð hans pólitíski banabiti. Ísraelsk
stjórnmál eru flókin en samt finnst
manni ekki að stjórnmálamenninrir
þeirra séu neitt öðruvísi í viðmóti en
við erum vön. Þeir lifa hins vegar í
allt öðru umhverfi, búa við þessa
stöðugu ógn.
Palestínumennirnir eru veikari
aðilinn, efnahagurinn miklu lélegri
og ástandið allt miklu verra hjá
þeim, fátæktin meiri, menntun al-
mennt minni. Þeir hafa færra til að
byggja á betri framtíð. Stjórnkerfið
er öðruvísi, menn sameinast frekar
um einn leiðtoga sem hefur mikil
völd. Hann hefur setið lengi og er
jafnframt tákn þjóðarinnar. En í
kringum hann er mikið af mönnum
sem mér fannst vera afskaplega
hæfir og líklegir til að taka þátt í að
skapa eðlilegar aðstæður í sjálf-
stæðu Palestínuríki.
Hvað sem segja má um Ariel
Sharon þá er það ljóst að hann hefur
gengið svo langt að samþykkja
stofnun Palestínuríkis og gert það í
andstöðu við sinn eigin flokk, Likud,
og það veldur honum auðvitað mikl-
um vanda. Hann vill hins vegar að
það gerist eftir langan tíma, Palest-
ínumenn að það gerist sem fyrst og
þarna skilur á milli. Sharon virðist
hafa mikinn pólitískan stuðning
meðal fólksins og nýtur vinsælda.
Shimon Peres telur sig greinilega
gera sitt besta sem maður af hinum
vængnum, maður með aðra ímynd
og vill reyna að skapa jafnvægi í leit-
inni að friðsamlegri lausn. Katzav
forseti horfir svo á þessi mál frá enn
öðrum sjónarhóli, hann hefur svip-
aða stöðu og okkar forseti, hefur
ekki pólitískt vald en lét í ljós mjög
ákveðnar skoðanir á ástandinu. Pe-
res sagði mér að það væri erfitt að
vera Ísraelsmaður en það er líka erf-
itt að vera Palestínumaður. Ef til vill
er alltaf erfitt að vera til en lífið er
þrátt fyrir allt verðmætasta gjöfin
og við viljum fara vel með hana. Ég
geri mér samt grein fyrir því að
menn hafa svo oft reynt að semja um
frið, í Ósló, í Camp David, en allt hef-
ur runnið út í sandinn. Þessi reynsla
hefur skapað vonleysi. Menn segja
að þetta hafi ekki tekist þá, hvers
vegna í ósköpunum ætti það að tak-
ast nú.
Sharon maður
með mikla reynslu
Mér fannst gott að tala við alla
þessa menn. Sharon er maður með
gífurlega mikla og oft bitra reynslu
og á að baki feril sem herforingi og
stjórnmálamaður eins og reyndar
allir Ísraelarnir. Yfirbragð Peres er
mildara. Arafat er ekki við góða
heilsu og að sjálfsögðu orðinn nokk-
uð fullorðinn maður. Hann er þó
skýr í hugsun. Hann virtist vera af-
skaplega einlægur en talaði mikið
um hið liðna, hvað hefði valdið því að
málum er svona komið. Sjálfur vildi
ég auðvitað mest tala um það sem
væri framundan en bæði hann og
Sharon rifjuðu upp það sem and-
stæðingurinn hefði gert í fortíðinni.
Arafat sagði að Sharon færi fyrir
öfgastjórn. Mennirnir eru báðir
merktir af því sem gerst hefur og
langri reynslu sinni, það er hún sem
gerir þá eins og þeir eru. En ég tel að
þeir gætu báðir hafið sig upp úr
þessu, þetta eru hvorirtveggju aldr-
aðir menn og hafa engu að tapa.
Spurningin er hins vegar hvað þeir
geta fengið sína eigin stuðnings-
menn, fengið þjóðir sínar til að sætta
sig við miklar tilslakanir.“
– Þarf að þvinga þá til að slaka til?
„Sú hótun liggur eiginlega þegar
fyrir. Hún er að án lausnar er ekki
hægt að stöðva hryðjuverkin, án
lausnar er ekki hægt að losa um þau
hörðu tök sem Ísrael er með á
byggðunum á Vesturbakkanum. Án
lausnar getur engin efnahagsaðstoð
að ráði borist Palestínumönnum.
Þetta eru því í reynd engar hótanir
heldur blákaldar staðreyndir sem
þeir standa frammi fyrir. Þessir
menn verða því að taka erfiðar
ákvarðanir, sætta sig við að þeir eigi
enga aðra kosti en að fallast á mála-
miðlun, jafnvel þótt þeim sé hún
mjög á móti skapi.
Alþjóðasamfélagið verður hins
vegar að meta hvert þanþolið er og
það er ekki auðvelt. Ég held að
Bandaríkjamenn eigi mjög erfitt
með að þvinga Ísraelsmenn til að
losa tökin og draga herinn burt.
Þetta gætu þeir vegna þess að Ísr-
aelar eru mjög háðir aðstoð frá
Vilji til friðar en
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að
alþjóðasamfélagið verði að reyna að byggja upp
traust milli Palestínumanna og Ísraela. Í viðtali við
Kristján Jónsson segir ráðherrann að Ísraelar telji
Evrópumenn ekki hafa skilning á hættunni sem að
Ísrael steðji frá sumum grannríkjunum.
’ Þetta er ekkertskipulagt heldur
gerist í hita
leiksins, þarna
er barist upp á líf
og dauða. ‘
’ Án lausnar getur engin efna-
hagsaðstoð að
ráði borist Palest-
ínumönnum. ‘
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um Arafat og Sharon, sem eru gamlir andstæðingar: „Mennirnir eru
báðir merktir af því sem gerst hefur og langri reynslu sinni, það er hún sem gerir þá eins og þeir eru.“