Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sóun á opinberu fé
Margrét telur að ríkisstofnanir
eins og Háskóli Íslands, Þjóðminja-
safn og fleiri muni fá meira aðhald í
nánustu framtíð en hingað til. Augu
almennings, sem sett er að kosta
rekstur slíkra stofnana, séu að opn-
ast fyrir gagnrýnni umfjöllun um
meðferð á opinberu fé. „Við getum
tekið tugmilljónaverkefni á fornleifa-
sviði. Þar er eins og ríkisgeirinn þurfi
ekki að standa skil á neinu umtals-
verðu, til að mynda varðandi lág-
marks verkskil. Tökum fornleifa-
rannsóknirnar á Bessastöðum á
vegum Þjóðminjasafns. Erfitt hefur
reynst að komast að því hversu
margir milljónatugir fóru í þær af al-
mannafé. Það er alllangt síðan þeim
lauk, þótt ekki hafi birst neinar heild-
arniðurstöður um þær. Ekki er það
vegna fjárskorts. Nákvæmlega sama
er með fornleifarannsóknirnar á
Stóru-Borg, sem í raun voru reknar í
skjóli Þjóðminjasafns. Þeim er löngu
lokið. Á sama tíma fara stjórnandinn
og aðrir sem unnu að þeim rannsókn-
um úr einum uppgreftrinum í annan
og það virðist ekki skipta neinu máli
að viðkomandi skili ekki af sér upp-
graftrarverkefnum í birtum niður-
stöðum. Þess vegna þykir mér hart
að ég, sem hef einungis setið stuttan
tíma í föstum stöðum á löngum ferli
og í raun fjármagnað mínar rann-
sóknir að stærstum hluta með styrkj-
um sem ég hef þurft að afla sjálf, sé
svo markvisst sett út í kuldann fyrir
vikið. Ég verð alltaf meira og meira
hissa á fjárlagavaldinu, að það skuli
halda þessari óráðsíu endalaust
áfram, einnig varðandi sýningarmál
og byggingarmál Þjóðminjasafns.
Eftir sem áður eru það skattgreið-
endur í einkageiranum og fyrirtækin
sem halda samfélaginu gangandi sem
gert er með ótæpilegum álögum að
standa undir því að opinberir starfs-
menn kunni ekki að halda settar
kostnaðaráætlanir.“
Einkarekin akademía
Aðspurð segir Margrét að svo
virðist sem staða kennara í fornleifa-
fræði hafi verið auglýst til mála-
mynda. „Það er kannski alvarlegast,
eins og kemur fram í mínum and-
mælum, að starfið virðist vera aug-
lýst til málamynda og búið að ákveða
að sjálfskipaða einkaakademían,
Fornleifastofnun Íslands, eigi að sjá
um þessi mál fyrir Háskóla Íslands.“
Það skal tekið fram að Fornleifa-
stofnun Íslands er einkarekin sjálfs-
eignarstofnun sem fjórir einstakling-
ar stofnuðu árið 1995. Nánar er hægt
að lesa um stofnunina og skipulags-
skrá hennar á heimasíðu hennar.
Margrét segir að það hafi verið
haft samband við hana, eftir að hún
kynnti andmæli sín í Reykjavík-
urakademíunni, og henni bent á
grein í Morgunblaðinu (Frjálsar
rannsóknir enn í vörn, 11. maí sl.) þar
sem fram kemur að sífellt stærri
hluti fjárveitinga til vísindarann-
sókna renni til einkafyrirtækja á
kostnað akademískra grunnrann-
sókna. „Varðandi fornleifarannsókn-
ir er um einsdæmi að ræða á alþjóða-
vísu, að ýta undir svona
einkavæðingu. Samkvæmt þjóð-
minjalögum, alþjóðlegum samþykkt-
um og Evrópusamningi, sem við er-
um aðilar að, eiga stjórnvöld í
viðkomandi ríkjum að sjá um skil-
virka verndun fornleifa sem sameig-
inlegs arfs mannkyns. Það er ekki
þar með sagt að öll verkefni eigi að
vera hjá ríkinu. En eftirlit með forn-
leifaverndinni og þá ekki síður forn-
leifarannsóknum á að vera hjá ríkinu.
Eins og þetta hefur verið hér, og
kemur fram í mínum andmælum, þá
hefur þetta fyrirtæki (Fornleifa-
stofnun Íslands) fengið fornleifa-
verkefnin á færibandi frá opinberum
aðilum. Þetta er mjög alvarleg
stefna, því upphæðirnar eru það háar
að þetta varðar við lög um opinber
innkaup. Það ætti að bjóða þessi verk
út sé miðað við gildandi lög og ábyrg-
an og lýðræðislegan opinberan rekst-
ur. Í þessum tiltölulega litla hópi
fornleifafræðinga sem um er að ræða
hjá okkur er það auk þess sáraeinfalt
mál.“
Fornleifarannsóknir á Gásum
Fornleifavernd ríkisins hefur nú
neitað Margréti um rannsóknaleyfi á
Gásum í Eyjafirði eftir að hafa dregið
að afgreiða leyfisumsókn hennar í
rúmlega hálft ár, að hennar sögn.
Margrét hefur lagt mikla vinnu í
undirbúning frekari rannsókna á
Gásum. „Sá vel ígrundaði undirbún-
ingur hefur verið lagður mér til lasts
innan stjórnsýslunnar, þrátt fyrir að
hann hafi fyrst og fremst miðast við
umhyggju fyrir Gásaminjum sem
óvenju flóknum og viðkvæmum minj-
um, enda þekkir enginn þær minjar
betur en ég,“ segir Margrét. „Gása-
verslunarstaður hefur ekki eingöngu
mikið gildi fyrir okkur heldur einnig
verulegt alþjóðlegt gildi sem útpóst-
ur skipulegra millilandaviðskipta í
Norðvestur-Evrópu á miðöldum, og
því enn mikilvægara að vanda vel til
rannsókna á þeim minjastað.“ Þrátt
fyrir að hafa þegar fengið vilyrði hjá
fyrirtækjum fyrir fjármögnun rann-
sókna á Gásum í ár, segir Margrét að
Fornleifavernd ríkisins hafi ekki gef-
ið henni tækifæri til að gera grein
fyrir þeirri fjármögnun þegar á
reyndi. Margrét segist sjá þann kost
vænstan að leita réttar síns fyrir
dómstólum og leitast þannig við að
leiðrétta þá öfugsnúnu stefnu sem ný
Fornleifavernd ríkisins hafi sett sér
að fylgja, „þar sem fjármögnun forn-
leifauppgraftra er skilyrði fyrir rann-
sóknaleyfi í stað þess að rannsókna-
leyfi liggi fyrir áður en að
fjármögnun fornleifarannsókna kem-
ur.
Það er venjan annars staðar í okk-
ar heimshluta þar sem menn hugsa
fyrst og fremst um skilvirka varð-
veislu fornleifa“.
Á Gásum er að finna langstærsta
samfellda minjasvæði frá miðöldum
sem þekkt er hér á landi. Margrét
vann upphaflega að forrannsóknum á
Gásum 1986. Þegar Margrét hóf und-
irbúning að áframhaldandi rann-
sóknum á Gásum voru samstarfs-
áform í deiglunni við Reidar
Bertelsen við Háskólann í Tromsö í
Norður-Noregi, sem stjórnaði rann-
sóknum á að sumu leyti sambæri-
legum verslunarstað í Lofoten. Þeg-
ar þau samstarfsáform gengu ekki
var það kollegi Margrétar við Há-
skólann í Þrándheimi, dr. Axel Chri-
stophersen, prófessor í miðaldaforn-
leifafræði, sem sýndi verulegan
áhuga á samstarfi vegna Gása. Enda
vitað fyrir að kaupmenn og erkibisk-
upsstóllinn í Þrándheimi stunduðu
verslun á Gásum forðum.
„Þegar Christophersen hafði sam-
band voru liðin heil tíu ár frá því ég
stundaði forrannsóknir á Gásum. Í
millitíðinni reyndi ég að halda lífi í
áframhaldi rannsókna á Gásum en sá
ekki fram á að hægt væri að fjár-
magna þær nema sem norrænt sam-
starfsverkefni. Til að svo gæti orðið
þurfti verulegur stuðningur að vera
fyrir hendi hér á landi. Christopher-
sen kom hingað til lands síðla árs
1996 og við ákváðum að sækja um
styrki til að byrja með til að halda
þverfaglegt málþing um Gásaversl-
unarstað. Ég sótti til fjárlaganefndar
Alþingis og þrátt fyrir fyrirheit kom
ekkert út úr því. Síðan var send um-
sókn til Rannsóknaráðs Noregs, sem
veitti strax styrk til að kosta málþing
um Gásir. Þar ytra þarf fólk iðulega
að sækja um tvisvar eða þrisvar, en
að strax var orðið við okkar umsókn
segir sína sögu um áhuga Norð-
manna á Gásaminjum.“
Gásamálþingið var svo haldið vorið
1998 við Rannsóknamiðstöðina í mið-
aldafræðum við Háskólann í Þránd-
heimi og ári síðar voru fyrirlestrarnir
gefnir út í sérstöku riti. Mikill meiri-
hluti fyrirlesara var Íslendingar.
Fyrirlesararnir voru á sviði fornleifa-
fræði, sagnfræði, jarðfræði, miðalda-
bókmenntafræði og norrænna mál-
vísinda.
Ófyrirséð atburðarás
Þegar líða tók að Kristnitökuhátíð
á aldamótaárinu heyrði Margrét í
fréttum að formenn þingflokkanna
væru að vinna að þingsályktunartil-
lögu um þjóðargjöf í formi sjóðs, eitt-
hvað í líkingu við Þjóðhátíðarsjóð
1974. Þar var nefnt m.a. að sjóðnum
væri ætlað að styrkja fornleifarann-
sóknir. Margrét vann því sérstaka
greinargerð til forseta Alþingis og
þingflokksformanna þar sem hún
kynnti mikilvægi Gásaverslunarstað-
ar og að þar væri auk þess að finna
kirkju sem hefði mikla sérstöðu.
Margrét segir að þá hafi farið í gang
atburðarás sem hún hafði ekki hug-
mynd um fyrr en eftir á. Hún frétti
síðar að nýr þjóðminjavörður og for-
stöðumaður Minjasafnsins á Akur-
eyri væru að vinna að því að Forn-
leifastofnun tæki yfir rannsóknirnar
á Gásum. „Nokkrum árum áður hafði
þáverandi safnstjóri Minjasafnsins
og núverandi borgarminjavörður fal-
ið Fornleifastofnun að vinna skýrslu
um Gásir, í stað þess að biðja mig um
það sem þekki Gásaminjar manna
best. Síðan gerist það síðla árs 1999,
án þess að ég viti, að Minjasafnið á
Akureyri sendir inn umsókn til fjár-
laganefndar Alþingis en fær neitun.
Og einnig árið 2000. Þá er umsóknin
samþykkt sem hluti af umdeildum
safnliðum sem Árni Johnsen fékk
Margrét Hermanns Auðardóttir við fornleifauppgröft í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum ásamt Magnúsi Þorkelssyni.
Morgunblaðið/Sigurgeir
ÞETTA er meðal þess sem Þor-
gerður Þorvaldsdóttir, sagn- og
kynjafræðingur, komst að við
rannsókn á 35 dómnefndarálitum
sem gefin voru vegna ráðninga við
Háskóla Íslands. Þorgerður vann
rannsóknina, „Kynlegar víddir í
dómnefndarálitum“, fyrir Jafnrétt-
isnefnd háskólans og kynnti nið-
urstöðurnar á ráðstefnunni Konur
í vísindum sem haldin var 22. mars
sl.
Þorgerður hefur séð dómnefnd-
arálitið vegna ráðningar í stöðu
kennara í fornleifafræði. Hún telur
að þetta álit skeri sig ekki úr þeim
35 sem hún hafði áður skoðað.
„Sá einstaklingur sem dóm-
nefndin telur hæfastan fær mjög
karllega umsögn. Eitt af einkenn-
um þessarar karllegu orðræðu er
mjög áberandi lofskotin umsögn.
Ég kalla þetta „jákvæða mismunun
karla“. Í því felst að þeir eru born-
ir miklu lofi en verk kvenna eða
kvengerðra umsækjenda eru ann-
að hvort dregin í efa eða nánast
þögguð niður.“
Þorgerður segir að í álitum
dómnefndanna séu umsækjendur
það sem hún kallar ýmist „karl-
gerðir“ eða „kvengerðir“, óháð því
hvort þeir eru karlkyns eða kven-
kyns. „Ein leið til að draga úr
hæfni óæskilegra karla er að fjalla
um þá eins og konur. Því karllæg-
ari sem umsögnin er, því hæfari
þykir yfirleitt umsækjandinn.“
Þorgerður segir að það sé ein af
niðurstöðum rannsóknar sinnar að
kynjaðri orðræðu af þessu tagi sé
beitt sem ákveðnu valdatæki.
„Þetta tiltekna dómnefndarálit
fellur mjög vel að þeim nið-
urstöðum sem ég kemst að í rann-
sókninni,“ segir Þorgerður. „Ég
hefði getað notað dæmi úr því í
allri minni rannsókn.“
Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur
Dæmigert
dómnefndarálit
Svo virðist sem kyn hafi áhrif á hvernig umsækj-
endur eru metnir við mannaráðningar í Háskóla
Íslands. Konur þurfa að afreka meira en karlar til
að sanna sig og verk þeirra eru litin gagnrýnni
augum en karlanna. Körlum er hins vegar frekar
hrósað fyrir reynslu sína og unnin verk.
Morgunblaðið/Ásdís
Þorgerður Þorvaldsdóttir