Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 23 Járn + C vítamín fyrirbyggir járnskort. C-vítamínið eykur nýtingu járns. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum samþykkta í fjarveru formanns fjár- laganefndar, enda var sú fjárveiting ekki borin upp við mig þótt ég hefði áður lagt ítarlega rannsóknaráætlun fyrir fjárlaganefnd vegna Gása.“ Þegar Margrét frétti af fjárveit- ingu til Gásarannsókna segist hún strax hafa haft samband við nýjan þjóðminjavörð, enda fjárveitingin sett undir Þjóðminjasafn, og spurt nánar um málið. Þjóðminjavörður staðfesti að þetta væri rétt en verk- efnið væri í höndum Minjasafnsins á Akureyri. Margrét segir að þjóð- minjavörður og safnstjóri Minja- safnsins hafi þekkt vel til undirbún- ingsvinnu hennar vegna rannsókna á Gásum. Næsti leikur Margrétar var að bjóðast til að taka að sér þetta verk- efni fyrir Minjasafnið á Akureyri ásamt beiðni um að halda fund um málið, sem ekki var orðið við. Hófust þá umleitanir og bréfaskriftir til ým- issa aðila sem stóðu í marga mánuði. „Þjóðminjavörður og safnstjóri höfn- uðu mínu tilboði vegna Gása án allra skýringa eftir að hafa dregið mig á svari lengi vel,“ segir Margrét. Hún sneri sér einnig til formanns forn- leifanefndar, sem þá veitti leyfi til fornleifarannsókna en Fornleifa- vernd ríkisins gerir nú, og bað for- manninn að sjá til þess að nefndin virti rannsóknaráform hennar á Gás- um. „Ég hafði einnig samband við formann fjárlaganefndar og fleiri þingmenn, innan sem utan fjárlaga- nefndar, úr báðum stjórnarflokkun- um. Þeir höfðu reyndar orð þjóð- minjavarðar fyrir því að það yrði ekkert ákveðið vegna Gása nema í samráði við mig! Ég treysti á það sem þingmenn höfðu sagt mér, að þjóðminjavörður myndi standa við gefin fyrirheit. Líka að formaður fornleifanefndar myndi láta mig vita í tíma ef nefndinni bærist umsókn vegna Gása. Hvorugt var staðið við. Um það leyti sem ný þjóðminjalög voru samþykkt, undir lok þings vorið í fyrra, frétti ég það annars staðar frá, að Minjasafnið á Akureyri væri búið að ganga frá samningi við einka- rekna Fornleifastofnun um rann- sóknir á Gásum fyrir atbeina nýs þjóðminjavarðar á grunni fjárveit- ingar fjárlaganefndar fyrir árið 2001.“ Margrét segir að Fornleifastofnun hafi m.a. notað Gásaminjar til þjálf- unar erlendra stúdenta og telur hún það mjög ámælisvert. Höfundaréttur ekki virtur Margrét segir að við fyrirhugaðar rannsóknir á Gásum sé m.a. stuðst við hennar vinnu, án þess að hún hafi veitt leyfi sitt fyrir því. Hún segir að það sé ekki einsdæmi að frumkvæði og höfundarréttur fornleifafræðinga sé ekki virtur. Hún ákvað því að leita réttar síns. Leitaði til lögmanns og lagði fram stjórnsýslukæru til menntamálaráðherra sem taldi sig ekki geta tekið á málinu nema form- leg kæra bærist ráðuneyti hans. Lítið kom út úr því eftir fleiri mánaða af- greiðsluferli að sögn Margrétar. „Höfundaréttur okkar fornleifafræð- inga er fótum troðinn hvar sem er. Þarna er verið að yfirtaka mitt hug- verk með óheiðarlegum hætti. Þetta er allt unnið á bak við tjöldin, í skjóli myrkurs. Ég aftur á móti hef alltaf kynnt mín verkefni fyrir opnum tjöldum, en það er hættulegt hér að kynna sínar hugmyndir og hugverk með slíkum hætti, þótt annað gildi um þau lönd þar sem um ábyrga minjavörslu er að ræða.“ Margrét segir að Minjasafnið á Akureyri hafi tekið sér vald varðandi Gásaminjar sem það hefur ekki, hvorki með hliðsjón af þjóðminjalög- um frá 1989 eða þeim nýju sem tóku gildi í júlí á fyrra ári. „Það horfa allir í gegnum fingur sér með þetta. Eng- inn gerir neitt og greinilega ekki heldur Fornleifavernd ríkisins. Við erum komin í þá stöðu að þeir sem fjármagna fornleifarannsóknir, sem eru aðallega ríkið, opinberir styrkt- arsjóðir og sveitarfélög, eigi að ráða því hverjir stjórni fornleifarannsókn- um og hvernig.“ Fornleifavernd í molum Margrét segir á sér brotið, hún fái ekki að framfylgja sinni undirbún- ingsvinnu vegna rannsókna á Gásum sem hún hafi lagt ómælda vinnu í og á henni sé brotinn stjórnarskrárbund- inn réttur til að hafa atvinnu af rann- sóknum. „Þetta er orðið að miklu stærra máli, sem dómstólar verða að fást við, fyrst framkvæmdavaldið gerir það ekki og ekki stofnunin sem á að fara fyrir fornleifaverndinni í landinu. Það virðist orðið þannig að Kristnihátíðarsjóður, Rannís, minja- söfn eða hver sem verða vill geti ráð- ið því hvernig haga beri fornleifa- rannsóknum í landinu en ekki Fornleifavernd ríkisins.“ Margrét segir að það séu aðallega þeir sem eru með verulega menntun að baki sem geti lent í vandræðum vegna persónubundinnar neikvæðni innan stjórnsýslunnar fyrir það eitt að eiga frumkvæði að mikilvægum verkefnum og kynna þau fyrir opn- um tjöldum eins og venja er í öðrum Evrópuríkjum þar sem minjavarslan byggir á traustum grunni. Þar ytra sé höfuðáhersla lögð á menntun og áunna reynslu fornleifafræðinga til að sinna verndun fornleifa og stjórna fornleifarannsóknum, en ekki hér. Rannsóknaleyfi og fjármögnun „Annars staðar er rannsóknaleyfið vottorð um að viðkomandi sé hæfur sem fagmaður til að stjórna rann- sóknum á tilteknum fornleifum og viðkomandi auk þess skylt að leggja fram rannsóknaráætlun sem réttlæt- ir uppgröft sem raskar fornleifum. Það alvarlega hjá einkarekinni Forn- leifastofnun, samkvæmt gögnum sem ég fékk hjá fjárlaganefnd, er að þetta fyrirtæki ætlar að grafa burt lungann af Gásaminjum. Kirkju ásamt umlykjandi kirkjugarði og stóran hluta búðaminja frá Gása- verslunarstað, en leggur ekki fram neina rannsóknaráætlun sem rétt- lætir svo umfangsmikil inngrip í þessar ómetanlegu minjar. Rann- sóknaráætlun er skýring á því hvað maður ætlar að fá út úr fornleifaupp- greftri hverju sinni, en þrátt fyrir að fyrri og núgildandi reglur um leyfi til fornleifarannsókna kveði á um slíka áætlun sem „skýringu“ virðist síð- asta Fornleifanefnd líkt og ný Forn- leifavernd ríkisins horfa í gegnum fingur sér með þetta grundvallarat- riði. Það kemur ekki á óvart, því ég er búin að kynna ásamt norskum koll- ega mínum okkar ítarlegu rannsókn- aráætlun fyrir Gásir allt frá árinu 1997.“ Heldur þú að Fornleifastofnun ætli bara að stela henni? „Já, svo virðist vera,“ svarar Mar- grét. „Ég þori að fullyrða að betri rannsóknaráætlun færðu ekki en þá sem við höfum lagt fram, enda miðast áætlun okkar við þá þekkingu sem fyrir liggur um Gásaverslunarstað.“ Réttur komandi kynslóða Margrét leggur áherslu á að í áætl- un hennar sé ekki gert ráð fyrir að moka burt lunganum af Gásaminjum, eins og Fornleifastofnun stefni að. „Hjá okkur er aftur á móti alveg skýrt að við ætlum að raska þessum minjum sem allra minnst. Kynslóð- irnar á eftir okkur eiga rétt til þess- ara minja ekki síður en við. Eftir því sem tækninni og þekkingunni vindur fram, þess meiri upplýsingar færðu út úr fornleifauppgreftri ef rétt er á málum haldið. Það eru fyrst og fremst persónubundin sjónarmið, en ekki grundvallarmarkmið skilvirkar verndunar fornleifa, sem fyrirtækið Fornleifastofnun og stuðningsmenn hennar hafa að leiðarljósi og fæstir virðast gera sér grein fyrir af hverju. Þó að viðkomandi hafi upp til hópa setið á skólabekk einn vetur eða tvo í fornleifafræði þá hafa þau greinilega misst af því að sú fræðigrein miðar að verulegu leyti að varðveislu fornleifa. Þetta kemur einnig fram í því að þeir sem ráðnir hafa verið til að fara fyrir minjavörslunni í landinu hafa ekki einu sinni skilið mikilvægi þess að stuðla að samræmdum staðli við skráningu fornleifa og þar af leiðandi sitjum við uppi með fornleifaskrár sem koma að takmörkuðu gagni þeg- ar á reynir. Til þess að vita hvað við erum að gera þegar við gröfum upp og skráum fornleifar, þurfum við að afla okkur verulegrar menntunar til að geta haldið sómasamlega utan um þær flóknu upplýsingar sem fornleif- ar geyma.“ Margrét segir sárt til þess að vita að fornleifar liggi víða undir skemmdum, einnig friðlýstar forn- leifar. Þær séu umhverfisminjar auk þess að vera menningarminjar og slæmt að umhverfisverndarsinnar, t.d. á Alþingi, skuli ekki hafa tekið vernd þeirra upp á sína arma líkt og náttúruminjar sem umhverfisminjar. „Á öðrum Norðurlöndum og víðar í Vestur-Evrópu hafa stjórnvöld þeg- ar fellt fornleifaverndina undir um- hverfisvernd, enda felur slíkt í sér hagræðingu og sparnað í ríkisrekstri sem samtímis stuðlar að markvissari verndun fornleifa.“ gudni@mbl.is TENGLAR .............................................. Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands: http://www.hi.is/stjorn/jafnrettisn/ jafnrettisaaetlun_H_I.html Fornleifastofnun Íslands: http://www.instarch.is/. Margrét Hermanns Auðardóttir: http://www.akademia.is/ Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.