Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 25 OD DI H F I4 79 9 Kæli- og frystiskápar Eldunartæki Þvottavélar og þurrkarar Uppþvottavélar Viðskipta- og tölvuskólinn M A R K A Ð S - O G S Ö L U N Á M Faxafeni 10 (Framtíð) · Sími 588 5810 · framtid@vt.is · www.vt.is Stutt nám – fámennir bekkir – frábær félagsskapur Námsefni: Markaðsfræði, markaðsrannsóknir, sölutækni, stjórnun, aðferðafræði, fagtengd tölvunotkun, lokaverkefni fyrir fyrirtæki. Nemendur útskrifast með VT skírteini í markaðs- og sölumálum. Störf að loknu námi: Markaðsfulltrúi, sölustjórnun, umsjón með markaðs- og kynningarmálum í smærri fyrirtækjum. VIÐURKENNDUR AF MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Af hálfu samfélagsins hefur aðundanförnu verið lögð vax- andi áhersla á að bæta stærðfræði- kennslu í íslensk- um skólum til þess að við drögumst ekki aftur úr í tæknimálum sam- tímans. Þetta er eðlilegt því lífskjör okkar hanga sam- an við framþróun tækninnar og að við getum verið þar fullgildir að- ilar. Á hinn bóginn er varla annað hægt en að velta vöngum yfir hversu mikið gagn eitt samfélag hafi af örri tækniþróun ef unga fólkið, sem senn fer að móta stefn- una, er á sama tíma að verða æ of- beldisfyllra og lífsleiðara. Það er tiltölulega nýtt í Íslands- sögunni að tveir eða fleiri menn taki sig saman um að ráðast af litlu sem engu tilefni á einhvern einn, berja hann í götuna og sparka síð- an í höfuð hans þar til líf hans og andleg heilsa er í stórhættu. Ekki er auðskiljanlegt hvað fólki gengur til slíks verknaðar. Ekki er þetta hetjulegt, ekki gáfulegt, ekki er þetta gróðavegur og oft ekki án af- leiðinga fyrir árásarmennina held- ur. Helst virðist vera fyrir hendi löngun til að vinna ofbeldisverk – sjá blóð renna. Slík ástæða bendir til mannvonsku og hömluleysis. Ofbeldisverk af þessu tagi eru orðin svo algeng að fjöldi þeirra sem þau vinna fer hvað líður að slaga upp í þann fjölda sem er af- spyrnulélegur í stærðfræði. Flestir árásarmennirnir eru ungir að árum og upplag þeirra og veganesti hefur af einhverjum ástæðum ekki dugað til að þeir hagi sér eins og almennilegir menn. Þetta vekur þá spurningu hvort algengt sé að fólk sem eignast börn hafi ekki skýr markmið í upp- eldi þeirra – eða kannski óheppileg markmið. Skólinn á að gera fólk gjald- gengt í atvinnulífi, en á heimilinu fá börn ekki síst æfingu í tilfinn- ingalegum samskiptum og að móta sér gildismat. Uppalendur virðast flestir gera sér ljóst að uppvaxandi fólk hafi hag af því að verða góðir starfskraftar. En skyldi fólk gera sér að sama skapi grein fyrir mik- ilvægi þess að börn verði vandaðar manneskjur? Í vissum skólum erlendis er það eitt af helstu markmiðum að vinna að því að gera fólk góðviljað og hamingjusamt. Þessi sömu mark- mið voru á dagskrá hjá ungmenna- félögum og íþróttafélögum hér áð- ur – og skátarnir mæltu með „góðverki dagsins“, svo eitthvað sé nefnt. Kannski er eitthvað farið að slá í þessi viðhorf hér? Aðalmálið virð- ist vera að komast einhvern veginn í góðar stöður og græða sem mest. En það þarf að borga fyrir allt í þessu lífi. Í fréttum undanfarið hefur sést að þeir sem komast áfram á óheiðarlegan hátt með bolabrögðum þurfa oft að gjalda fyrir með mannorðsmissi og ham- ingjuleysi síðar. Fróðlegt væri að skoðað yrði hvaða stefnu uppalendur nútímans móta almennt í uppeldi barna sinna. Hvort skyldi vera númer eitt að þau verði góðir og vel tæknivæddir starfskraftar eða góðviljað og ham- ingjusamt fólk. Oft fer þetta að vísu saman – en ekki alltaf. Margir eru hvorki góðviljaðir né ham- ingjusamir þótt þeir séu hámennt- aðir og í góðum stöðum. Ástæð- urnar geta verið ýmsar, svo sem að árangurinn hafi orðið á kostnað heiðarleika, drengskapar, góðra samskipta við fjölskyldu eða löng- unar innri mannsins eftir öðrum verkefnum sem minna gefa af sér. Kannski væri ástæða til að end- urskoða markvisst það gildismat sem haldið er að börnum í sam- félaginu og gera markmiðin raun- hæfari sem lagt er upp með til þess að reyna að fækka þeim lífs- leiðu, hömlulausu og ofbeldisfullu. Það leynir sér ekki að eitthvað mikið er að í uppeldi á Íslandi. Þjóðlífsþankar / Að hverju er stefnt? Lífsleiði og hamingja eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur HAMINGJUSAMT fólk er oftast gott við aðra – eða er þessu öfugt farið? Hvernig sem því er varið ríkir greinilega mikil óhamingja víða, það sést á því að það líður varla svo helgi að ekki berist fregnir um líkamsmeiðingar og jafnvel dauðsföll vegna árása. Þetta vekur óhug og ótta en jafnframt þær spurningar hvað hafi farið úrskeiðis og hvað sé til úrbóta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.