Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 27

Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 27 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir opna þér leiðina til Ít- alíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og opna þér dyrnar að þessu stórkostlega landi á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla fimmtudaga til Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu eða dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð. Verona er í hjarta Ítalíu, frábær- lega staðsett og þaðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsilegustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífs- ins í þessu menningar- hjarta Evrópu. Aðeins 50 sæti á sértilboði Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavík kl. 17.30. Flug heim á þriðjudagsmorgnum Verð kr. 24.265 Gildir 11. eða 18. júlí til Verona. 5 eða 12 nætur. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Verð kr. 29.950 Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A. Gildir 11. eða 18. júlí til Verona. 5 eða 12 nætur. Aðeins 40 sæti í boði. Skattar innifaldir. Kynntu þér Ítalíubækling Heimsferða Ítalíu- veisla Heimsferða 11. og 18. júlí frá kr. 24.265 Verðhrun aðeins þessa viku Bolir .............................kr. 900 Peysur .........................kr. 2.900 Buxur ...........................kr. 1.000 og kr. 2.900 Blússur ........................kr. 1.900 Pils...............................kr. 1.000 og kr. 2.900 Jakkar .........................kr. 1.900 og kr. 3.900 og kr. 5.900 Ullarkápur ...................kr. 7.900 og kr. 11.900 Sumarjakkar ...............kr. 2.900 Samkvæmisfatanður..kr. 3.900 Útsölumarkaður Verðlistans, Suðurlandsbraut 10. Opið kl. 12.00-18.00. Helga Hilmisdóttir skrifaði MA-ritgerðina sína í norræn- um málvísindum um „sko“. Þegar hún fór að huga að doktorsritgerðinni var hún að velta fyrir sér „þú veist“ eða „skilurðu“, en fann svo viðfangsefni sem henni þótti miklu áhugaverðara. Nú er hún þegar búin að skrifa 150 síður um „nú“. Og á enn eftir um eins árs vinnu. Blaðamaður Morgunblaðsins reyndist haldinn nú-fordómum, a.m.k. átti hann erfitt með að ímynda sér að hægt væri að eiga langt samtal um þetta smáorð. Þessir fordómar byggðust að sjálf- sögðu á vanþekkingu, eins og fordóma er vant. Nú er nefnilega ekkert smá orð. Það lýsir tíð, það er upphrópun í spurnartóni, það er áhersluorð þegar sá gállinn er á því, uppörvandi á réttum stöðum og hreykir sér jafnvel fremst í setningu. Helga Hilmisdóttir stundar nám í norrænum málvísindum við háskóla í Helsinki. Hún getur þakkað reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna að hún kynntist samtalsfræðinni, sem er grunn- urinn að doktorsritgerðinni um nú-ið. Helga lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1993 og hafði þá heldur óljósa hugmynd um hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Hún fór suður og las rúss- nesku við Háskóla Íslands einn vetur. „Mér fannst rússneskan spennandi tungumál, en þar sem Háskólinn býð- ur bara upp á eins árs nám í tungumál- inu fór ég til borgarinnar Tver í Rúss- landi, skammt frá Moskvu. Þar var ég í fjóra mánuði, en fór til Helsinki árið 1995. Þar er ein öflugasta rússnesk- udeildin utan Rússlands. Rússneskan ein gaf mér hins vegar ekki nógu margar einingar til að uppfylla kröfur LÍN um lánshæft nám, svo ég skráði mig í nokkra kúrsa í norrænudeild- inni. Þar fékk ég mikinn áhuga á sam- talsfræði, conversational analysis, skipti snarlega um aðalfag og hef ein- beitt mér að samtalsfræðunum síðan. Þau fræði urðu til innan félagsvísind- anna á sjöunda áratug síðustu aldar, en málvísindin lesa þó úr samtölum á annan hátt en félagsfræðin. Grunnur- inn er að skoða tungumálið í sam- hengi. Ég hef rannsakað eitt ákveðið orð og í hvaða samhengi það er notað, en félagsvísindamenn myndu líklega rekast á „nú“ við rannsóknir á því t.d. hvernig fólk lýsir undrun. Þessar fræðigreinar nálgast því sama hlutinn út frá ólíkum forsendum.“ Rússneskunámið, sem Helga valdi af því að hún vissi ekki almennilega hvað hún vildi, hefur komið sér vel í málvísindunum og hún segist ekkert sjá eftir því vali, því rússnesk málfræði sé mjög skemmtileg. ----- Í háskólanum í Helsinki vann Helga með rann- sóknarhópi, sem rannsakaði sérstaklega unglinga- mál. Ekki nema von að hún hafi fengið sérstakan áhuga á „sko“, hikorðum og tafsi, svo blaðamaður viðri nú aftur fordóma sína, í þetta sinn í garð ung- linga. Við þær rannsóknir vakti athygli hennar hvað „nú“ skaut oft upp kollinum. „Notkun orðsins er meiri og fjölbreyttari í íslensku en hinum Norð- urlandamálunum, þar sem munur, sambærilegur muninum á „nú“ og „núna“ í íslenskunni, er ekki til,“ segir vísindamaðurinn. „Orðið hefur heldur ekki sætt sama aðkasti og „sko“ sem mörgum þyk- ir lítil prýði að og vilja helst útrýma. Mér finnst hins vegar „sko“ alls ekki njóta sannmælis, það gegnir oft miklu hlutverki, því merkingin vill breytast þegar því er sleppt, rétt eins og gildir um nú-ið. Það er ekki bara hikorð, eins og margir vilja vera láta.“ ----- Notkunin á nú-inu skiptist í fjóra aðalflokka, samkvæmt greiningu Helgu á samtölum. Fyrst er þar að nefna, að nú lýsir tíð og getur þá haft svip- aða merkingu og núna. „Nú skulum við lesa“ virð- ist hafa sömu merkingu og „núna skulum við lesa“. Í öðru lagi nýtist nú-ið vel þeim sem vilja leggja áherslu á orð sín, t.d. með því að segja „ég veit nú ekki hvað þér finnst, en …“. Í þriðja lagi er „Nú?“, sem lýsir undrun og áhuga. Og svo kemur nú-ið að góðum notum í upptaln- ingu, til að sýna skil á orðræðu, eins og „við töl- uðum um Jón, nú og svo töluðum við um Gunnu“. „Núna“ er náskylt nú-inu, en þótt margt sé líkt með skyldum hegðar „núna“ sér öðruvísi. „Núna“ vill gjarnan standa aftast í setningu, sem nú-inu er heldur illa við, auk þess sem nú-ið hefur meiri áhersluþunga en „núna“ og hefur þannig aðra og meiri merkingu en að lýsa tíð. „Nú er ég búin að fá nóg“ er oftast sagt af meiri tilfinningu og ákveðni en „ég er búin að fá nóg núna“. Í fyrri setningunni væri reyndar ekkert ólíklegt að eitt „sko“ laum- aðist með, en það er ekki til umfjöllunar hér. ----- Ekki er hlaupið að því að greina samtöl sam- kvæmt forskrift samtalsfræðinnar. „Ég byrjaði á að verða mér úti um hljóðritanir af samtölum, bæði einkasamtöl vina og kunningja, með þeirra sam- þykki að sjálfsögðu, og upptökur af umræðum í sjónvarpssal. Svo býr Málvísindastofnun svo vel að eiga upptökur af Þjóðarsálinni á Rás 2 og þær not- aði ég líka. Með þessu móti fékk ég breiða mynd af tungumálinu, bæði formlegu og óformlegu. Ég skráði þessi samtöl, sem voru alls um tíu klukku- stundir, mjög nákvæmlega, hvert orð, allan hlátur, allar þagnir, jafnvel þótt þær væru örstuttar, inn- öndum, útöndun og smjatt. Þetta var mjög tíma- frekt, ég gat verið marga klukkutíma að skrá nokkurra mínútna samtal. Þá var mikil bót í máli að ég hafði sérstakt tölvuforrit til að hjálpa mér við verkið. Þegar þessu var öllu lokið leit ég sérstak- lega á nú-in og skipti þeim eftir stöðu þeirra, eftir því hvort þau stóðu inni í setningu eða sjálfstætt. Svo greindi ég merkingu nú- anna.“ Eftir allt þetta grúsk er Helga farin að sjá ákveðin munstur í samtölum fólks. „Í raun gilda skýrar reglur um hvernig fólk byrjar að tala saman, hvernig það skiptist á að tala, hvar þagnir koma og fleira í þeim dúr. Þarna gilda ákveðnar umferðarreglur. Svo er ég farin að taka vel eftir nú-unum núna, sem ég gerði ekki áður en þessi vinna hófst. Og núna tek ég alltaf sjálf eftir því þegar ég lýsi undrun minni eða áhuga með þessu dæmigerða nú-i í spurnartón.“ Helga hefur meðal annars tekið eftir að nú-in eru miklu algengari í óformlegum samtölum, til dæmis í einkasamtölum vina hennar, en í spjalli í sjónvarpssal. Af einhverjum ástæðum hrópa stjórnmálamenn ekki upp yfir sig „Nú?“ þegar eitthvert mál ber á góma í sjónvarpssal. Í sam- tölum við þá ber hins vegar meira á nú-inu í upp- hafi setningar, til dæmis þegar fréttamenn segja: „Nú hefur komið í ljós að flokkur þinn tapaði um- talsverðu fylgi …“ o.s.frv. ----- Samtalsfræðin gerir ráð fyrir að fengist sé við samtímaheimildir, svo Helga hefur ekki og ætlar ekki að rannsaka nú-ið aftur í tímann og hvernig eða hvort notkun þess hefur breyst. Hún starfar í núinu. Samtalsfræðin gerir ekki ráð fyrir að notkun á nú-inu sé greind eftir kyni, aldri, búsetu eða stöðu þess sem lætur orðið út úr sér. Slíkt grúsk myndi kalla á stærra úrtak og kæmi fremur í hlut þeirra sem stunda félagsleg málvísindi. Helga segist ekki hafa orðið vör við að karlar og konur noti nú-ið mis- jafnlega, skiptingin sé fremur eftir formlegri og óformlegri orðræðu. Samtalsfræðin er nánast óþekkt fræðigrein hér á landi, þótt nemar í Kennaraháskólanum læri undirstöðuatriði hennar, að sögn Helgu. Ekkert yfirlit er til yfir íslensk orð, sem greind hafa verið samkvæmt samtalsfræðinni, einfaldlega vegna þess að enginn hefur ráðist í slíkar rannsóknir. Enginn nema Helga, sem er búin með „sko“ og komin vel á veg með „nú“. Aðrir íslenskir vísinda- menn halda sig við reglur málvísindanna, sem greina orð á annan hátt. ----- Þótt Helga Hilmisdóttir hafi hlustað á tíu klukkustunda hljóðritanir af samtölum fólks, þá kom „hana nú“ þar hvergi fyrir. Hún er ekki á því að það orðasamband sé að hverfa úr málinu og seg- ir bæði unga sem aldna nota það. En fyrst það var ekki í hljóðritununum sem hún hafði undir höndum kemst það ekki inn í doktorsritgerðina. Vísinda- menn búa nefnilega ekki til heimildir. Hana nú liggur því óbætt hjá garði. Hérna er nú og líka nú, en ekkert hana nú Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Helga Hilmisdóttir: Nú hefur ekki sætt sama aðkasti og sko. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.