Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 29
Auðbrekku 14, Kópavogi,
símar 544 5560 og 864 1445.
Vilt þú verða jógakennari?
Í júní hefst ný jógakennaraþjálfun en þessi þjálfun hefur
fest sig í sessi í starfsemi okkar frá því sú fyrsta var haldin
árið 1997. Kennari er sem fyrr Ásmundur Gunnlaugsson,
þekktur fyrir námskeiðið ,,Jóga gegn kvíða”. Þjálfunin er
yfirgripsmikil og fyllilega sambærileg við það besta sem í
boði er erlendis. Þetta er tækifæri til að nema af kennara
með mikla reynslu og þekkingu á íslenskum starfsvettvangi. Þjálfunin er
ekki aðeins fyrir þá sem vilja gerast jógakennarar heldur einnig öflugt
sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hentar t.d. öllum sem eru í ein-
hvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða þeim sem vilja gera
breytingar á lífsháttum sínum. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástund-
unar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvall-
arþekking á jóga er þó æskileg.
Þjálfunin er alls 6 helgar (auk mætingar í jógatíma):
21.–23. júní, 5.–7. júlí, 16.–18. ágúst, 4.–6. október,
1.–3. nóvember og 6.–8. desember.
Kennt er föstud. kl. 20-22, laugard. og sunnud. kl. 9-15.
Ásmundur heldur kynningarfund laugardaginn 15. júní kl. 17-18.
Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga
frá greiðslu er miðvikudagurinn 19. júní.
Nánari upplýsingar veittar í síma og á www.yogastudio.is.
MÁLVERKASÝNINGIN
„Augnablik…“ stendur yfir
í Húsi málaranna um þess-
ar mundir, en þar sýnir Ari
Svavarsson 26 málverk
sem unnin eru í akrýl á tré.
Um er að ræða fyrstu
einkasýningu Ara en hann
hefur m.a. starfað við
kennslu og grafíska hönn-
un undanfarin ár, en málun
nam hann við Myndlistar-
skólann á Akureyri og við
Myndlista- og handíða-
skóla Íslands á níunda ára-
tugnum. Ari hefur þó ein-
beitt sér að myndlistinni að
undanförnu. „Ég hef geng-
ið með málverkið í magan-
um frá því að ég var í námi,
en ýmislegt orðið til þess
að ég hef ekki getað ein-
beitt mér að því. Nú get ég
hins vegar ekki látið það hjá líða
lengur að takast á við það sem ég
ætlaði mér,“ segir Ari sem hyggst
halda áfram á þeirri braut.
Sýninguna kallar Ari „Augna-
blik…“ og skírskotar þar til þess
sem hann lýsir sem tilfinningaleg-
um tíma. „Í mínum huga er ákveð-
inn tími til sem ég hitti á þegar ég
er rétt stemmdur og mér finnst
hlutirnir ganga upp. Þetta á
kannski almennt við um lífið, en
einnig það ferli sem málverkin eru
unnin út frá. Verkin eru dálítið
„spontant“, og læt ég tilfinningarn-
ar ráða að miklu leyti við gerð
þeirra. Ég mála í þunnum og oft
mörgum lögum, og fikra mig þannig
áfram með myndina. Þá nota ég
sterka liti, og virðast myndirnar
e.t.v. eintóna, en þegar betur er
horft koma í ljós listir og form sem
leynast undir ystu lögunum. Augna-
blikið sem ég vísa til í titilinum er í
raun það augnablik þegar maður
veit að myndin er orðin til,“ segir
Ari.
Í listsköpun sinni fæst Ari fyrst
og fremst við málverkið, og teljast
verkin sem hann sýnir í Húsi mál-
aranna til afstrakt expressjónisma.
„Málmur, járn og eldsmíði eru efni
og aðferð sem ég hef einnig fengist
dálítið við en annars er það fyrst og
fremst málverkið sem ég er að
vinna með,“ segir Ari.
Sýningin „Augnablik…“ stendur
til 23. júní. Hús málanna, Eiðistorgi
11, er opið frá fimmtudegi til sunnu-
dags milli kl. 14 og 18.
Augnablikið þegar
allt gengur upp
„Nóttin hefur þúsund augu“ eftir Ara
Svavarsson. Akrýl á tré.
Árbæjarsafn Eftir hádegi verður
fræðsla og spjall um íslensk grös og
lækningajurtir á Kornhúsloftinu.
Dagskráin hefst kl. 13 en kl. 13.30
flytur Elín Soffía Ólafsdóttir, lyfja-
fræðingur og dósent við Háskóla Ís-
lands, fyrirlestur sem hún nefnir:
Lyfjafræðin og lífríkið. Auk þess
kynna ýmsir aðilar framleiðslu sína
og spjalla við gesti um íslenskar
jurtir og nýtingu þeirra. Meðal þátt-
takenda eru: Ævar Jóhannesson,
Sólheimar í Grímsnesi, Íslensk
fjallagrös, Sandur – jurtate, Íslensk
Fjallagrös– Lyfjaverslun Íslands, og
Heilsujurtir. Í Árbænum verður síð-
an kynnt jurtalitun.
Klukkan 14 hefst dagskráin Spek-
úlerað á stórum skala í húsinu Lækj-
argötu 4. Þar býður Þorlákur Ó.
Johnson upp á skemmtun í anda lið-
ins tíma. Þar fá gestir innsýn í lífið í
Reykjavík á 19. öld. Auk þess verður
boðið upp á hefðbundna sunnudags-
dagskrá, handverksfólk verður í
húsunum, teymt verður undir börn-
um og í Dillonshúsi verður boðið upp
á ljúffengar veitingar. Árbæjarsafn
er opið frá kl. 10–18 um helgar.
Einnig er opið þriðjudaga til föstu-
daga kl. 9–17 en á mánudögum er
Árbærinn og kirkjan opin frá kl. 11–
16.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
GUNNHILDUR Una Jónsdóttir
opnar sýningu sína í GUK+;
SPACEMAN í dag, sunnudag. Opn-
unin verður kl. 2 á Íslandi en kl. 4 í
Danmörku og Þýskalandi.
GUK+ býður listamönnum að
sýna verk á fjórum stöðum samtímis:
í garði á Selfossi, garðhýsi í Lejre,
Danmörku, gangi í Hannover,
Þýskalandi, og á skjá fartölvu sem
verður í Berlín í Þýskalandi á opn-
unardaginn.
Verkin sem Gunnhildur Una hefur
gert fyrir sýninguna tengjast öll inn-
byrðis.
Á ganginum í Hannover sýnir
Gunnhildur Una teikningu í raun-
stærð af rússneska geimfaranum
Yuri Gagarin í fari sínu Vostok1. Frá
útvarpi á ganginum mun berast upp-
taka af útsendingu sovéska ríkisút-
varpsins frá 12. apríl 1961. Í garð-
inum á Selfossi gefst gestum
tækifæri til að sigrast á aðdráttarafli
jarðar eitt augnablik og á skjá far-
tölvunnar má leika tölvuleikinn SPA-
CEMAN. Á opnunardaginn mun
fallhlífarstökkvari í geimbúningi
lenda á akri nálægt sýningarstað
GUK+ í Lejre en þar verður geim-
búningurinn til sýnis út sumarið.
Sýnir í
GUK