Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 31
ELFAR Guðni sýnir þessa dagana
málverk í Svartakletti, Hafnargötu
9 á Stokkseyri. Þetta er 38. sýning
hans en á henni eru myndir mál-
aðar með olíu á striga. Fjarlægðir
og dulúð eru ríkjandi. Einnig eru til
sýnis möppur sem Elfar hefur mál-
að á.
Sýningunni lýkur í dag, sunnu-
dag. Hún er opin frá kl. 14 til 22.
Elfar Guðni á vinnustofu sinni.
Fjarlægðir og dulúð
23. árgangur tímaritsins Íslenskt
mál og almenn málfræði er kominn
út. Efnið er fjölbreytt að venju og í
heftinu er m.a. fjallað um orðaröð í
aukasetningum, tungutækni, nýju
þolmyndina svokölluðu, hljóð-
fræðileg einkenni íslenskra lok-
hljóða, kvenkyn og karlkyn, nafnið
Blær, málfræði Björns Guðfinns-
sonar, rím og stuðla, hjálparsagna-
sambönd, dönsk tökuorð í heim-
ilishaldi o.fl. Auk þess eru ritdómar
og ritfregnir í heftinu, en það er alls
um 320 bls. að stærð. Ritstjóri er
Höskuldur Þráinsson en Íslenska
málfræðifélagið gefur tímaritið út.
Heftið kostar kr. 3.490 í almennri
áskrift en háskólanemar njóta sér-
kjara. Málvísindastofnun Háskóla
Íslands sér um afgreiðslu og þar eru
allir eldri árgangar tímaritsins einnig
fáanlegir á sérstöku tilboðsverði.
Tímarit
alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR