Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 32

Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 32
32 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 10. júní 1992: „Íslendingar eiga ótrúlega mikla mögu- leika á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu, skapa ný at- vinnutækifæri, auka hagvöxt og mala gull fyrir þjóðarbúið. Við eigum nær óþrjótandi orku í fallvötnum og jarð- varma, tært vatn og ómeng- aðar afurðir lands og sjávar. Þjóðin er dugmikil og vel menntuð til hugar og handa. Að því má færa sterk rök, að Íslendingar hafi aðeins að litlu leyti fært sér í nyt þau miklu tækifæri, sem fólgin eru í auðlindum allt umhverf- is okkur, legu landsins og pólitískri stöðu og loks í fólk- inu sjálfu. Það þarf bjartsýni, áræði og dug til að nýta þessi tækifæri og vísa út í hafsauga þeim bölmóði, sem vart hefur orðið í kjölfar upplýsinga um ástand þorskstofnsins.“ . . . . . . . . . . 9. júní 1982: „Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra, er nú á ferðalagi um Sovétríkin í boði sjávarútvegsráðherrans þar. Áður en Steingrímur fór úr landi, lét hann Tímann hafa við sig viðtal um stöðuna í þjóðarbúskapnum eftir rúm- lega tveggja ára setu ríkis- stjórnar, sem framsóknar- menn telja að minnsta kosti af og til, að fylgi efnahags- stefnu Framsóknarflokksins. Í þessu viðtali kyrjar Stein- grímur Hermannsson gamla framsóknarsönginn: Nú verðum við að taka okkur á, það verður að grípa til að- gerða. „Spyrna verður við fótum, svona er ekki hægt að halda áfram,“ segir formaður Framsóknarflokksins en bætir svo við: „Ég skal engu spá um það til hvaða ráðstaf- ana verður gripið.““ . . . . . . . . . . 9. júní 1972: „Þegar ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar birti málefnasamning sinn á miðju sumri í fyrra, varð ljóst, að hún hugðist bjóða landslýð öllum gull og græna skóga. Hún tók við digrum sjóðum, sem tekið var til við að útdeila. Góðæri hafði aldr- ei verið slíkt hér á landi og þess vegna var talið óhætt að eyða fyrningunum. Kjörorðið var: Góða veizlu gjöra skal. Sá afrakstur, sem þjóðin hafði sparað saman á und- anförnum árum, entist vel framan af og nýr fengur varð meiri en áður hafði þekkzt vegna einstaks góðæris og þeirrar aðstöðu, sem sköpuð hafði verið til aukinnar tekju- öflunar með margháttaðri uppbyggingu. Allt lék í lyndi, dansað var og dansað var á rósum. En loks tók að ganga á veizlu- föngin, og þá voru góð ráð dýr. Tekjurnar voru að vísu gífurlegar, en ekki nægðu þær til að dansinn yrði stig- inn af jafn miklum áhuga og áður. Þá var brugðið á það ráð að gefa ávísanir á fram- tíðina. Fjárlög voru í desem- bermánuði afgreidd með 50% útgjaldaaukningu. Skattar skyldu innheimtir síðar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FALUN GONG Allar upplýsingar, sem fyrirliggja um Falun Gong-hreyf-inguna svonefndu, benda til þess, að hér sé um að ræða samtök, sem beita friðsamlegum aðferðum við mótmæli gegn því, sem félagsmenn samtakanna telja brot á almennum og sjálfsögðum mannréttindum. Engu að síður virðast kínversk stjórnvöld líta á meðlimi þessarar hreyfingar sem einhverja hættulegustu and- stæðinga sína. Ekki er fráleitt að halda því fram, að meðlimir hreyfing- arinnar beiti áþekkum aðferðum og Mahatma Gandhi gegn yfirráðum Breta á Indlandi á fyrri hluta 20. ald- arinnar. Í friðsamlegum en markviss- um mótmælum felst augljóslega sál- fræðileg ógnun, sem stjórnvöldum, sem þeim er beint að, sýnist nánast óbærileg, enda sýndi Gandhi hvað þau voru árangursrík. Stjórnvöldum á Íslandi er mikill vandi á höndum næstu daga. Fyrir liggur, að einhver hópur félagsmanna hreyfingarinnar er kominn hingað til lands til þess að hafa uppi mótmæli gegn forseta Kína í opinberri heim- sókn hans hér. Jafnframt er ljóst að mun stærri hópur hefur stefnt að því að koma hingað í sama skyni. Á íslenzkum stjórnvöldum hvílir sú ábyrgð og skylda að tryggja öryggi forseta Kína á meðan hann dvelst hér. Þegar upplýst er að mótmælend- ur stefni hingað frá öðrum löndum er eðlilegt að stjórnvöld hafi af því þungar áhyggjur enda bolmagn fá- menns lögregluliðs hér til þess að takast á við vandamál, sem upp kunna að koma, takmarkað. Þegar við bætist að lífverðir forsetans eru vopnaðir er ljóst að ekkert má út af bregða til þess að ekki fari illa. Það er erfitt að finna siðferðileg rök fyrir því að meina fólki, sem er þekkt fyrir friðsamleg mótmæli, að- gang að lýðræðisríki. En í þeim um- ræðum um siðferðileg álitamál, sem upp hafa komið í þessu sambandi, hafa félagsmönnum Falun Gong þó orðið á ein grundvallarmistök. Þeir hafa neitað að hlíta fyrirmælum ís- lenzkra yfirvalda um hvar þeir hafi uppi mótmæli sín. Almenningur á Ís- landi, sem kann að vilja fylgjast með heimsókn forsetans, verður að halda sig innan þeirra marka, sem yfirvöld kveða á um. Fjölmiðlar á Íslandi, sem senda fulltrúa sína á vettvang, verða að hlíta fyrirmælum stjórnvalda um hvar þeir athafna sig. Það á við um þessa opinberu heimsókn eins og aðr- ar slíkar. Þessum sömu sjálfsögðu fyrirmæl- um neita félagsmenn Falun Gong að hlíta samkvæmt því, sem fram hefur komið hjá talsmönnum dómsmála- ráðuneytisins. Þar með er orðið erfitt að líta svo á, að fyrirhuguð mótmæli félagsmanna Falun Gong séu ein- göngu friðsamleg. Fram hefur komið að talsmenn þeirra muni eftir helgina skýra lögregluyfirvöldum frá því hvað þeir geti sætt sig við í þessum efnum. Þetta fólk er gestkomandi í okkar landi og það er ekki gestanna að segja til um hvað þeir geti fallizt á. Það er sjálfsögð kurteisi af þeirra hálfu að hlíta reglum, sem íslenzk stjórnvöld setja. Í þeim efnum verður hins vegar að gera ráð fyrir því að fyrirmæli um það hvar mótmælendur megi athafna sig miðist við það eitt að tryggja öryggi, en séu ekki gefin í þeim tilgangi að gera mótmælin ósýnileg. Einnig má vænta þess að á fundum íslenskra ráðamanna og for- seta Kína verði rætt um stöðu mann- réttindamála í Kína. Þessi höfnun félagsmanna Falun Gong á að hlíta sjálfsögðum reglum er eina siðferðilega röksemd ís- lenzkra stjórnvalda fyrir því að meina þeim að koma til Íslands en það er líka röksemd, sem vegur þungt. Í NÝJASTA tölublaði Lögmanna- blaðsins, sem út kom í vikunni, birt- ist grein eftir Jóhannes Karl Sveins- son hæstaréttarlögmann, sem orðið hefur tilefni umræðna í fjölmiðlum. Þar er m.a. fjallað um samskipti lög- manna, sem gæta hagsmuna einstak- linga og fyrirtækja, við fjölmiðla. Það er jákvætt að fulltrúar stéttar, sem á orðið jafn- mikil samskipti við fjölmiðla og lögmenn, efni til umræðna um þessi samskipti. Í greininni víkur Jóhannes Karl að stöðu fjölmiðla og segir þá stundum kallaða fjórða valdið, í þeim skilningi að þeir gæti hagsmuna almennings að vissu leyti með því að fylgjast með að ríkisvaldið standi í stykkinu. „Ef menn viðurkenna þessa mikilvægu stöðu fjölmiðla hlýtur sú spurning að rísa hvern- ig tryggt verði að ekki sé misfarið með „valdið“. Engum dettur lengur í hug að ritskoða fjölmiðla og því má segja að eina eftirlitið eða temprunin fari fram með því að fólk getur andmælt því sem fram kemur í fjölmiðlum í miðlunum sjálfum – og ef of langt er gengið er hugsanlegt að fá ummæli dæmd dauð og ómerk,“ segir Jóhannes Karl. Tilefni greinarinnar segir hæstaréttarlögmað- urinn að sé leiðari Morgunblaðsins frá 31. marz 2001 og er því ástæða til að rekja efni hans stutt- lega áður en lengra er haldið. Þar var hvatt til þess að flugmálayfirvöld gripu til aðgerða í þágu flugöryggis vegna margvíslegra upplýsinga um ófullnægjandi gæzlu öryggis í rekstri Leiguflugs Ísleifs Ottesen (LÍO ehf.). Þessar upplýsingar komu einkum fram í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um mannskætt flugslys í Skerjafirði um verzlunarmannahelgina árið 2000, en einnig í bréfi sem Flugmálastjórn sendi samgönguráðu- neytinu sem svar við erindi, þar sem farið var fram á umsögn um skýrsluna og hvort þær ávirð- ingar, sem þar kæmu fram, gætu valdið uppsögn samninga við flugfélagið um áætlunarflug til Gjögurs og sunnanverðra Vestfjarða. Heilbrigð- isráðuneytið hafði sent svipað erindi varðandi samninga við LÍO um sjúkraflug. Meginatriði leiðarans var að ekki væri hægt að bjóða almenningi á ákveðnum svæðum á landinu upp á það að eiga eingöngu kost á viðskiptum við flugfélag, sem væri ásakað um jafnalvarlega mis- bresti í öryggismálum og fram kom í umræddri skýrslu. Í leiðaranum var þess getið að Flug- málastjórn sæi ekki ástæðu til að svipta LÍO flugrekstrarleyfi, en síðan sagði þar: „Í þessu felst að Leiguflug Ísleifs Ottesen getur haldið áfram almennri starfsemi. Þá kemur í ljós hvort kaupendur flugþjónustu á frjálsum markaði vilja ferðast með vélum félagsins. Hitt er allt annað mál, hvort hægt sé að bjóða íbúum í einstökum landshlutum á grundvelli samninga, sem opin- berir aðilar hafa gert, að skipta eingöngu við flugfélag, sem hefur orðið uppvíst að „alvarlegri vanrækslu á faglegum grundvallarþætti í flug- rekstri“ að mati Flugmálastjórnar. Sama á við um sjúkraflugið. Af skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa og bréfi Flugmálastjóra virðist einsýnt að álykta sem svo að um alvarlega siðferðilega og faglega misbresti í flugrekstrinum hafi verið að ræða. Það virðist líka liggja í augum uppi að sterk efn- isleg rök eru fyrir því, að slysið í Skerjafirði og opinber rannsókn á því ætti að leiða til þess að ákvæðið í samningnum um frestun á framkvæmd hans í tilviki óhapps eða flugatviks, sem gæti hafa leitt til dauðsfalls, verði virkt. Hinn almenni flugfarþegi verður að geta treyst því, þegar hann sezt upp í flugvél, að ör- yggi í flugrekstrinum sé tryggt eins og kostur er. Af þeim upplýsingum opinberra aðila, sem al- menningi eru nú tiltækar, þ.e. skýrslu Rann- sóknarnefndar flugslysa og greinargerð Flug- málastjórnar, sem birt var í heild hér í blaðinu í gær, er ekki hægt að draga aðrar ályktanir en þær að í rekstri LÍO hafi það ekki verið raunin. Bregðist yfirvöld flugmála í landinu ekki við því með neinum hætti, ekki einu sinni á þann hátt, að flugrekstur félagsins sæti alveg sérstöku eftirliti í ákveðinn tíma, er ljóst að sá trúnaður, sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli almennings og þeirra, sem eiga að hafa eftirlit með þessari við- kvæmu starfsemi, brestur. En auðvitað er það samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra að taka af skarið en ekki embættismanna.“ Fjölmiðlar sagð- ir grafa undan eigin trausti Í grein Jóhannesar Karls Sveinssonar segir: „Greinarhöf- undur sá sem lögmað- ur um varnir LÍO gagnvart Flugmála- stjórn og samninga við samgönguráðuneytið vegna niðurfellingar samninga um sjúkra- og áætlunarflug. Á þessum tíma átti félagið hendur sínar að verja á ýmsum vígstöðvum og gat að litlu leyti blandað sér í viðamikla fjölmiðlaumfjöllun sem átti sér þá stað. Á þeim tíma var ákveðið að láta kyrrt liggja og voru fyrir því ýmsar ástæður s.s. að um var að ræða tæknilega mjög flókið mál þar sem umfjöll- un í formi uppsláttar og fyrirsagna var mun auð- veldari en greining á einstökum efnisatriðum málsins. Einnig var fjölmiðlaáhuginn svo mikill að forsvarsmenn fyrirtækisins sem í hlut átti hefðu einfaldlega ekki haft bolmagn til að svara öllu því sem svara þurfti. Eitt af því sem þarf að hafa í huga áður en met- ið er hvort svara eigi umfjöllun fjölmiðla er að það hefur verið nokkuð óbrigðul regla að þeir taka gagnrýni á eigin skrif óstinnt upp og yf- irleitt er henni svarað fullum hálsi með ólund hins óskeikula. Þetta gerir það jafnframt að verkum að menn hika við að senda leiðréttingar við greinar og fréttir því jafnan fylgir þeim at- hugasemd fjölmiðilsins um að þessi gagnrýni sé nú tóm vitleysa. Í áðurnefndum leiðara Morgunblaðsins sagði m.a. eftir að fjallað hafði verið um að almenn- ingur ætti að geta treyst því að öryggi í flug- rekstri væri tryggt þegar þjónusta flugfélaga væri nýtt: ,,Bregðist yfirvöld flugmála í landinu ekki við því með neinum hætti … er ljóst að sá trúnaður sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli almennings og þeirra, sem eiga að hafa eftirlit með þessari viðkvæmu starfsemi brestur. En auðvitað er það samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra að taka af skarið en ekki embættismanna“. Með þessum orðum var samgönguráðherra m.a. hvattur til dáða í tileknu stjórnsýslumáli einkaaðila sem var til meðferðar í ráðuneyti hans. Þrátt fyrir að þessi hvatning virðist í fyrstu saklaus álít ég að þegar nánar er að gáð að hún hafi verið mistök sem hægt sé að draga lærdóm af. Fyrir því eru eftirtaldar ástæður: 1. Tekin er afstaða til meðferðar ólokins stjórnsýslumáls og samninga ríkisins við einka- aðila sem eiga mikilla hagsmuna að gæta. 2. Eindregin afstaða var tekin til málsins án þess að fyrir lægi efnislega viðhorf þess sem í hlut á. Ekki dugir hér að bera því við að leitað hafi verið eftir viðhorfi forsvarsmanna félagsins. Afar skammur tími (7 dagar) voru liðnir frá því að skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa lá fyrir. Aukinheldur ber þeim aðilum sem eiga mál til meðferðar hjá hinu opinbera engin skylda til að bæta við sig málsvörn í fjölmiðlum. Ef þeir gera það ekki ber fjölmiðill enn meiri ábyrgð á sinni umfjöllun. 3. Eftir að tekin er afstaða á móti aðila ágrein- ingsmáls í ritstjórnargrein er að mínu mati ekki hægt að líta á fjölmiðil sem hlutlægan aðila í þeirri fréttaumfjöllun sem á eftir fylgir.“ Loks segir í grein Jóhannesar Karls: „En niðurstaðan er þessi: Ef fjölmiðill gerist sjálfur þátttakandi í umræðu um tiltekið mál sem er til meðferðar hjá opinberum aðilum og áður en það er til lykta leitt; hann tekur eindregna og fyr- irvaralausa afstöðu án upplýsinga frá þeim sem í hlut á, þá missir fjölmiðillinn þar með hlutlægni sína til flutnings og öflunar frétta af málinu. Í framhaldi af þessu vakna spurningar hvort fjöl- miðlar muni leiðast út á þá braut – sem sjálfskip- aðir málsvarar almennings – að skora á dómara að komast að ákveðnum niðurstöðum í dómsmál- um? Ég tel að slíkir tilburðir grafi á endanum undan trausti á fjölmiðla og að þeir sem stjórna þessum miðlum ættu að hugsa sig tvisvar um áð- ur en þeir blanda sér í viðkvæm og flókin mál sem eru til meðferðar hjá viðeigandi stjórnvöld- um. Frásagnir og fréttir af dómsmálum eru allt annað mál sem engin ástæða er til að amast við.“ Aðskilnaður frétta og skoðana Þessi grein er eitt dæmið af allmörgum, sem upp hafa komið á síðustu árum, um að fólk telji að með því að Morgunblaðið hefur markað þá stefnu að gæta fyllstu hlutlægni í fréttaflutningi af mönnum og málefnum, hafi blaðið afsalað sér rétti sínum til að hafa skoðun, sem sett er fram í ritstjórnargreinum. Þetta er mikill misskilningur. Blaðið hefur þvert á móti lýst því yfir að það hafi ákveðnar skoðanir, sem það lýsi í leiðurum og Reykjavíkurbréfum. Hins vegar er mikil áherzla lögð á það af hálfu blaðsins að skýr greinarmunur sé gerður á slíkri umfjöll- un annars vegar og fréttaflutningi, fréttaskýr- ingum og annarri umfjöllun hins vegar. Segja má að fjölmiðill eins og Morgunblaðið hafi þríþættu hlutverki að gegna í lýðræðisþjóð- félagi. Í fyrsta lagi að veita lesendum sínum sem beztar, áreiðanlegastar og ýtarlegastar upplýs- ingar um stöðu mála, sem efst eru á baugi og gæta þess að draga fram mismunandi sjónarmið í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.