Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 35 Hrauneyjafossstöð opnar um helgina! Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. Heimsækið Hrauneyjafossstöð og skoðið sýningu á tillögum í samkeppni um útilistaverk við Vatnsfellsstöð, nýjustu aflstöð Landsvirkjunar. Í Hrauneyjafossstöð gefur einnig að líta veggspjöld sem skýra frá rannsóknum á náttúru Íslands sem Landsvirkjun hefur stuðlað að. Verið velkomin! N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 0 6 6 0 0 • sia .is framhaldsskóli í Grafarvogi Borgarholtsskóli Innritun nýnema á haustönn 2002 fer fram í skólanum 10. og 11. júní kl. 11.00-18.00 Í boði eru eftirtaldar námsbrautir: Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut: Áhersla á félags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umönnunargreinum. Náttúrufræðibraut: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. Málabraut: Fjögur erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Listnám Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, myndvinnsla og margmiðlunarverkstæði. Góður grunnur að námi í listaháskólum. Iðnnám - Starfsnám Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngreinum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Félagsliðabraut: Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Málmiðnir og pípulagnir: Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Fagnám fyrir störf á fjölmiðlum og við upplýsingamiðlun í stofnunum og fyrirtækjum með áherslu á fjölmiðlatækni og vefsmíði. Verslunarbraut: Fagnám fyrir störf í verslun og viðskiptum með áherslu á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut: Almenn námsbraut Almenn námsb. I og II: Nám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á ofangreindar námsbrautir eða eru óákveðnir. Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstakar brautir eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli, v. Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is kveðja þig, „að það skeður jú ekk- ert fyrr en maðurinn kemur sem á að hengja“, enn ein spekin frá þér, svona munum við um ókomin ár halda áfram að minnast þín. Þín verður sárt saknað, en við megum ekki vera svona eigingjörn og þess vegna reynum við að samgleðjast þér að fá að hvíla í friði. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Elsku Stína mín ég vona að þú getir á þessari erfiðu stundu hugs- að og þið öll um „sporin í sand- inum“ þar eru á kafla bara ein spor og það eru spor guðs þar sem hann ber okkur yfir erfiðleikana, því við getum ekki orkað að ganga sjálf. Guð fylgi ykkur öllum. Sigurlaug Maren Óladóttir. Elsku afi okkar. Í síðustu viku fengum við að vita að búið væri að leggja þig inn á sjúkrahús einu sinni enn, en við héldum að þú myndir eins og alltaf rísa upp úr þessum veikindum. En í morgun (miðvikudag) fengum við símhring- ingu frá pabba um að þú værir far- inn til paradísar. Að sjálfsögðu vildum við óska þess að við hefðum fengið tækifæri til að hittast öll í júlíbyrjun eins og áætlað var, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og þeim stjórnum við ekki. Eigi ein- hver skilið hvíldina þá ert það þú elsku afi. Á degi sem þessum flæða tilfinn- ingarnar og minningarnar um í kollinum á okkur og við eigum erf- itt með að velja hvað við eigum að festa á blað til þín, en við viljum að þú vitir hversu vænt okkur þykir um þig og þín verður sárt saknað. Þótt þú sért horfinn úr þessum heimi vitum við að þú ert hinum megin og líður vel, ert eflaust kom- inn í baksturinn ef við þekkjum þig rétt. Þú hefur alltaf verið og munt alltaf verða mikill maður í okkar huga, þú varst alltaf til staðar ef eitthvert okkar þurfti á hjálp að halda, þú gast verið alvarlegur þeg- ar því var að skipta en það var stutt í grínið og þinn einstaka stríðnis- glampa. Þeir eru nú ófáir brand- ararnir sem hafa skotið upp koll- inum alveg óvænt í gegnum tíðina. Okkur ert þú mikil fyrirmynd og þú hefur kennt okkur marga skemmti- lega hluti eins og þegar við vorum yngri og vorum í bakaríinu hjá þér og ömmu. Þið kennduð okkur að slá upp kringlum og þið ítrekuðuð allt- af hversu mikilvægt væri að gera sitt besta í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur og það elsku afi höfum við alltaf í huga í hvert sinn sem við tökum að okkur verkefni. Takk fyrir allar góðu stundirnar og við vonum að þú hafir það gott í himnaríki. Elsku amma, pabbi, Haukur, Konni og Gullý, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Ástarkveðjur, Haukur Friðrik, Guðlaug Kristín, Þórey Ósk, Guðjón Óskar og makar í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.