Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 39

Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 39 Skipasundið. Það var heldur ekkert smájólaboð, fullt af jólaöli, kokkteil- pylsum og skinku. Með árunum lærð- ist mér að fleiri réttir voru til staðar, kjötbollur, baunir, kalt lambakjöt og svo auðvitað Janson. Á þessum eft- irmiðdögum fór Eric á kostum. Hann hellti í glösin, fór með gamanmál og skálaði að hætti sænskra heldri- manna. „Skol, Matte mínn.“ Hann var eiginlega allt í öllu, meira að segja jólaglöggin var hans privatuppskrift. Eric var líka einstakur sjentilmaður. Kom alltaf með blóm handa kokknum þegar hann kom í matarboð. Minning- arnar eru óteljandi og ylja mér um hjartarætur. Ég hitti Eric seinast í mars síðast- liðnum í brúðkaupi mínu og Döllu í Þórsmörk. Aðeins þeim allra nánustu boðið. Mikið ævintýraferðalag. Sig- rún og Eric voru nýkomin frá Banda- ríkjunum og Eric hafði verið með þrá- láta flensu. Hann vildi þó endilega koma þrátt fyrir viðsjárverð veður. Við hjónin að bjóða til veislu og í Eric hafði ég mína fyrirmynd sem gest- gjafi. Kvöldið var yndislegt, borðhald- ið langt og ræður margar. Enginn hefði rennt í grun að þetta mundi verða síðasta veislan okkar saman. Rétt eftir brúðkaupið greinist Eric með sitt banamein. Dauðinn bankaði fast og vildi ekki bíða. Elsku Sigrún mín, Björn, Elisabet og Eva. Ástvinirnir deyja aldrei með- an minningarnar lifa. Þeir eru svo mikill hluti af manni að án þeirra væri maður ekki til. Sá sem sagði „Matte mínn“ mun hverfa en hann verður ennþá til í minningunni um góðan dreng. Matthías Sigurðarson. Það er ótrúlegt að hinn lífsglaði og góði vinur okkar Eric Hallbeck sé dá- inn. Hann sem var jafnan svo hress og kátur, léttur á fæti og virtist fær í flestan sjó. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tuttugu árum þegar við Sigrún fórum að vinna saman við sænskukennslu og varð þegar vel til vina. Eiginmenn- irnir fundu líka strax til andlegs skyldleika þar sem þeir þurftu að hlusta tímunum saman á okkur ræða ýmis kennslufræðileg vandamál þeg- ar við hittumst. Þeir eignuðust sam- eiginlegt áhugamál, hnefaleika. Tíðindin um veikindi Erics komu sem mikið áfall fyrir nokkrum vikum, skömmu eftir að þau Sigrún komu heim úr heimsókn frá Evu í Las Ve- gas. Þaðan hafði hann verið ötull við að senda heim blaðaúrklippur um hnefaleikakeppnir í Las Vegas. Ófáar ánægjustundir höfum við karlarnir átt á undanförnum árum þegar við vöktum saman til að fylgjast með spennandi hnefaleikum í sjónvarpinu. Þá voru oft fjörugar umræður um frammistöðu keppenda fram undir morgun. Hjálpsemi Erics var við brugðið. Hann var ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd ef fjölskylda eða vinir þurftu á einhverri aðstoð að halda. Hann var líka gleðimaður mikill, létt- ur í skapi, hrókur alls fagnaðar og góður vinur. Það er erfitt að sætta sig við að Eric sé ekki lengur á meðal okkar. Hans er sárlega saknað. Við vottum Sigrúnu, Evu, Elisa- betu, Birni og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð vegna þessa ótímabæra, skyndilega fráfalls. Ingegerd og Guðmundur. Yndislegur nágranni minn og góð- ur vinur Eric Hallbeck verður borinn til grafar á morgun. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég flutti í kjallara- íbúðina mína í Skipasundinu fyrir átta og hálfu ári, nýfráskilin og einstæð móðir, að ég væri þá ekki bara að eignast mitt framtíðarheimili heldur einnig þá bestu nágranna sem nokkur maður gæti hugsað sér. Á þessum tíma var álit mitt á mannkyninu í heild ekki sem best og hafði ég ekki hugmynd um að til væri jafn yndis- legt fólk og þau Sigrún og Eric sem tækju mér bláókunnugri manneskj- unni svo opnum örmum. Það er ótrú- legt að hugsa til þess en allan þann tíma sem ég hef búið hér hef ég aldrei mætt öðru en jákvæði, velvilja og tak- markalausum stuðningi frá þeim. Það var alveg sama hvort sonur minn sparkaði niður öllum páskaliljunum í fótboltaleik eða glamraði á píanóið, maður fékk aldrei að heyra annað en að blessuð börnin yrðu nú að fá að leika sér og það væri svo gaman að hlusta á hann spila. Það kom fljótlega í ljós að Eric nágranni minn var verk- laginn maður og lét sig ekki muna um að klifra upp á þak og laga fyrir mig loftnetið, losa um stíflur í handlaug- inni, gera við sprungið dekk á hjóli sonar míns og svona mætti endalaust telja upp. Öll þessi hjálp var ómet- anleg einstæðri móður sem ekki hafði mikla reynslu af að bjarga sér í hörð- um heimi. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég kom heim ein af fæðingar- deildinni með yngri son minn og Eric mætti mér brosandi með blómvönd, bauð mig velkomna heim, óskaði mér til hamingju og skrúfaði í leiðinni fyrir mig fótinn undir vögguna sem ég hafði fengið lánaða. Elsku Eric, ekki grunaði mig þegar þú talaðir við mig út um gluggann fyr- ir nokkrum vikum að þetta yrði í síð- asta skiptið sem við töluðum saman. Þú barst þig svo vel að þó ég vissi að þú værir veikur þá vildi ég ekki trúa því að þetta væri svona slæmt, ég var svo viss um að þér mundi batna. Ég ætlaði að koma upp og heimsækja þig um helgina en þá varð Guðmundur minn svo veikur að ég ákvað að bíða með það svo ég smitaði þig ekki, ég vissi ekki að við hefðum svona stuttan tíma. Það hefur verið þungt yfir hús- inu okkar þessar síðustu vikur. Það hefur verið svo skrýtið að hafa þig ekki úti að stússast í garðinum eins og þú ert vanur og nú ert þú farinn. Ég veit þetta eru fátækleg orð en mig langar að þakka þér fyrir alla hjálpina og umhyggjuna gagnvart mér og strákunum mínum. Það verða mikil viðbrigði að geta ekki lengur sótt til þín ráðleggingar og hugmyndir. Ég mun alltaf geyma allar góðu minning- arnar um glaðlyndi þitt og skemmti- legu samverustundirnar okkar. Vin- átta þín hefur gert mig að betri manneskju. Elsku Sigrún, Eva, Björn, Elísabet og fjölskyldur, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og umvefja. Ég veit að Guð mun launa Eric ríkulega öll góðu verkin og velviljann. Þorgerður Guðmundsdóttir. Það var fyrir rúmlega 30 árum að Eric kom til starfa á Teiknistofu Sam- bandsins, þar sem hann var til ársins 1986 er hann ásamt okkur vinnufélög- unum stofnaði Nýju teiknistofuna ehf. Síðustu árin starfaði hann á öðrum vettvangi, en var duglegur að heim- sækja okkur enda virkasti félaginn í útgerðarfélagi teiknistofunnar meðan það var og hét. Hann kom síðast í heimsókn á stof- una um miðjan apríl, sýndi okkur þá myndir af byggingum og sagði okkur frá athyglisverðri ferð þeirra hjóna til Bandaríkjanna, til Evu dóttur þeirra um jólin. Hann minntist á að hann hefði veikst lítillega þarna úti og hefði verið hálfslappur síðan, sem hann taldi þó ekki vera neitt alvarlegt og áætlaði frekari ferðalög með hækkandi sól. Ekki hvarflaði þá að okkur að svo stutt væri í hinstu ferðina, enda Eric líflegur persónuleiki, hraustlegur og ekki nema 68 ára gamall. Eric er sá þriðji úr okkar hópi sem við kveðjum á allt of stuttum tíma og viljum við þakka honum samstarfið og vináttuna. Sigrúnu, Elísabetu, Evu, og Birni og fjölskyldum þeirra vottum við okk- ar innilegustu samúð og óskum þeim Guðs blessunar. Vinnufélagar á Teiknistofu Sambandsins og Nýju teikni- stofunni. Menntaskólinn við Hamrahlíð varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Eric Hallbeck til starfa við skólann haustið 1997 og nutum við starfskrafta hans þar til hann fór á eftirlaun fyrir tæpu ári. Störf hans voru fjölbreytt og kröfðust þess að hann hefði mikil samskipti við flesta starfsmenn skól- ans. Það er lýsandi fyrir Eric að hon- um tókst alltaf að leysa málin þannig að allir voru ánægðir. Það er ekki svo lítið afrek í stórum skóla þar sem allir hafa skoðanir á hvernig best er að gera hlutina og allt átti helst að gerast í gær. En Eric var þannig gerður að málin virtust leysast af sjálfu sér. Húmor, hlýja og gleði einkenndu hann. Við í MH höfum misst góðan vin og erum harmi slegin yfir því hve stutt hann fékk að njóta frjálsu ár- anna eftir að vinnu hjá okkur lauk. Sigrúnu konu hans, sem var kennari og deildarstjóri við skólann í fjölda- mörg ár, vottum við okkar dýpstu samúð, svo og börnum þeirra þremur. Lárus H. Bjarnason, Sigurborg Matthíasdóttir, Kristín Guðmundsdóttir.                                                   !       " # $%&'&   "( )&  * #  $%&'&   "  +   '&  ,   " * *$ - ., !                                           !"  # #$ % & ' % () '*"+  !"  ,-  % + + '%'+ + +                                ! "# !$$%                                          !   "#   "$$#     ! "#$! %  & '#  !  ( ')  ! &**+) Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22 við Nýbýlaveg, Kópavogi                                    !      "##     ! "  #!$!%# &% '!  !(                             ! "  #   $ % &  #     #  !'   ! (              ! "# $%&'( '                   )*+% !!   (+!'&+ ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.