Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 2

Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRO Harlem Brundtland, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, kynnti í gær á alþjóðlegri krabbameinsráðstefnu í Osló áætlun og leiðbeiningar um krabbameins- varnir sem ætlað er að draga úr ný- gengi og dauðsföllum af völdum krabbameins. Áætlunin og leiðbeiningarnar eru ætlaðar heilbrigðisyfirvöldum sem líkan í baráttunni gegn krabbameini og segir Brundtland að unnt væri að bjarga milljónum mannslífa ár hvert ef menn nýttu sér þá þekkingu og að- ferðir sem fyrir hendi eru til að forð- ast krabbamein og meðhöndla það. Fram kom í máli hennar að með núverandi þekkingu sé unnt að forð- ast um það bil þriðjung tilfella sem upp koma ár hvert um heim allan. „Þar sem aðstæður eru fyrir hendi hvetur þekking okkar til greiningar krabbameinssjúkdóma sem fyrst og við þekkjum leiðir til árangursríkrar meðferðar á einum þriðja sjúkdóm- anna,“ sagði Brundtland á blaða- mannafundi sem efnt var til í Osló í gær. Hún segir að beita þurfi líknandi meðferð til að auka lífsgæði krabba- meinssjúklinga og fjölskyldna þeirra og hægt sé að beita henni jafnvel þar sem efnahagur stendur ekki styrk- um fótum. Í frétt frá WHO um nýju aðgerða- áætlunina segir að ár hvert deyi sex milljónir manna vegna krabbameins og gerir stofnunin ráð fyrir að eftir 20 ár muni um 10 milljónir manna deyja árlega af völdum sjúkdómsins. Fram kom í máli Brundtland að ár- lega greinast u.þ.b. 10 milljónir manna með krabbamein og gerir stofnunin ráð fyrir að fjöldi greindra tilfella verði komin upp í 15 milljónir eftir 20 ár.  Bjarga má/12 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kynnti verkefnaáætlun í baráttunni gegn krabbameini á blaðamannafundi í gær Unnt að forðast um þriðjung krabbameinstilfella á ári Osló. Morgunblaðið. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMarkvörðurinn Oliver Kahn fékk uppreisn æru /B4 Framarar fögnuðu sigri í bikarnum í vesturbænum /B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur nú lokið frumrannsókn á flug- atviki sem varð er loftskrúfa flugvél- arinnar TF-ULF brotnaði á flugi yf- ir Breiðafirði 21. júní síðastliðinn. Flugvélin er eins hreyfils af gerðinni Jodel og var henni nauðlent við bæ- inn Á á Skarðsströnd. Tveir menn voru um borð og sakaði hvorugan. Frumrannsókn bendir til þess að loftskrúfan hafi brotnað við sprungu sem myndaðist vegna málmþreytu á framhlið annars blaðsins og því hafi hluti skrúfunnar brotnaði af. FLUGVÉL Landgræðslu ríkisins, sem ber heitið Páll Sveinsson, hefur lokið störfum í sumar. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra tókust verkefni sumarsins giftusamlega. Vélin dreifði liðlega 400 tonnum af áburði og grasfræi á Suðurlandi, húnvetnsku heiðunum, á Reykjanesskaga og í umhverfi Þorlákshafnar. Samtals fór vélin í um það bil 140 til 150 flugferðir í sumar og flugu flugmenn Flugleiða vélinni endurgjaldslaust eins og undanfarin 29 sumur. Í gær var vélin þvegin og bónuð en henni verður síðan komið fyrir í skýli á Reykjavíkurflugvelli. Í vetur fer þar fram árlegt eftirlit og við- hald á vélinni og verður hún tilbúin í slaginn næsta vor. Þá verður flug- vélin, sem er af gerðinni DC-3, 60 ára. Verða þá liðin 30 ár frá því hún hóf að dreifa áburði og grasfræi en landgræðsluflug hófst á Íslandi 1958. Sveinn segir að á síðari árum hafi dregið verulega úr því magni sem dreift er með flugvél því bænd- ur hafi tekið þau verkefni að sér þar sem það er gerlegt að dreifa með dráttarvélum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landgræðsluvélin Páll Sveinsson var þrifin hátt og lágt í gær að loknu áburðarflugi í sumar. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson Dreifði um 400 tonn- um af áburði í sumar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, heimild til að undirbúa þátttöku rík- isins í undirbúningsfélagi að lagn- ingu sæstrengs milli Íslands, Fær- eyja og Skotlands. Jafnframt var ákveðið að stefnt skyldi að því að rík- ið legði fram allt að 9 milljóna króna hlutafé í undirbúningsfélagið. Aðrir aðilar að félaginu verða Landssími Íslands og Föroya Tele, en hlutur þess fyrrnefnda í félaginu verður 50% og hlutur þess síðarnefnda 20%. Þar með yrði hlutur ríkisins 30%. Samtals er áætlað að hlutafé félags- ins verði 30 milljónir kr. Í minnisblaði ráðherra til ríkis- stjórnarinnar segir m.a. að Síminn og Föroya Tele hafi átt í viðræðum um stofnun fyrirtækis um lagningu sæstrengs, sem hlotið hafi vinnuheit- ið Farice. „Slíkur strengur ásamt Cantat 3 myndi tryggja viðunandi fjarskiptasamband Íslands við út- lönd til næstu ára eða fram á næsta áratug þessarar aldar. Opinberir að- ilar þurfa að koma að því að tryggja rekstrarumhverfi Farice en hefjast þarf handa við undirbúning fjár- mögnunar sem fyrst.“ Undirbúningsfélag að lagningu sæstrengs SAMÞYKKT var á ríkisstjórnar- fundi í gær að gera breytingar á Íbúðalánasjóði sem heimila sjóðnum að ganga til nauðasamninga. Að sögn Tómasar Inga Olrich menntamála- ráðherra lagði ráðherrann til á rík- isstjórnarfundi í maí að skipuð yrði ráðherranefnd fjögurra ráðuneyta til að fara yfir rekstrarvanda Fé- lagsíbúða iðnnema og hvort stjórn- völd gætu komið til aðstoðar. Stjórn Félagsíbúða hafði áður leit- að til ráðuneytisins vegna erfiðrar rekstrarstöðu og óskað eftir fjár- hagsaðstoð. Málið var skoðað í fjórum ráðuneytum „Ég lagði til að þetta yrði skoðað af fjórum ráðuneytum, þ.e. auk mín voru í því fjármálaráðherra, félags- málaráðherra og iðnaðarráðherra. Sú athugun liggur nú fyrir og nið- urstaðan er sú að það væri eðlilegast að gera breytingar á lögum um Íbúðalánasjóð sem heimila sjóðnum að ganga til nauðasamninga.“ Menntamálaráðherra segir að þar eð málið varði breytingar á lögum um Íbúðalánasjóð sé það í höndum félagsmálaráðherra, sem muni væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust. Hann segir að fari málið í þann farveg ætti það að gefa aðilum málsins svigrúm til þess tíma til að finna lausn. Samþykkt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði Sjóðnum verði heimilt að ganga til nauðasamninga LANDSMÓT hestamanna á Vind- heimamelum fer sannarlega vel af stað í fögru veðri þar sem hitamæl- ar náðu að teygja sig upp í fimmtán gráðurnar og „Melarnir“ skarta sínu fegursta. Aðstaðan virðist lofa mjög góðu og ekki annað að heyra en mannskapnum sem kominn er á staðinn líki lífið hér vel. Þoka frá Hólum skaust í efsta sæti hryssna sjö vetra og eldri og Berglind Rósa Guðmundsdóttir og Þjótandi frá Svignaskarði eru efst að lokinni forkeppni í ungmenna- flokki þar sem keppnin er geysi- hörð og ljóst að enginn getur bókað sigur þar. Vel á annað þúsund manns voru komnir á svæðið síðdegis í gær og voru forráðamenn mótsins afar ánægðir með aðsóknina, sögðu hana mjög svipaða því sem vænst hefði verið á fyrsta degi. Hestakostur mótsins veldur ekki vonbrigðum og hefur það ekki verið síðri skemmtun að horfa á hina snjöllu knapa mótsins æfa hesta sína á góðum völlum Vind- heimamela. Þar hefur mátt sjá mörg gammagripin og hreyfinga- fegurð gæðinganna. Stefnir hér greinilega í frábært mót. Landsmót hestamanna er hafið Ánægja með upphaf mótsins Vindheimamelum. Morgunblaðið.  Stúlkurnar/37 Flugatvik á Breiðafirði Málmþreyta í skrúfublaði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.