Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 13
Ólífutré er vel
þekkt fyrir
undraverðan
kraft. Hreint
efni, unnið úr
laufblöðum
þeirra, styrkir
viðnám húðar-
innar gegn
fyrstu hrukk-
um og línum.
Heimsækið okkur á
www.biotherm.com
AGE FITNESS
Krem og dropar sem inni-
halda hreint efni, unnið
úr laufblöðum ólífutrjáa.
Yngjandi og mýkjandi
áhrif ásamt vörn gegn
utanaðkomandi áhrifum.
Útsölustaðir:
Höfuðborgarsvæðið: Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Kópavogi, Fína Mos-
fellsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Lauga-
vegi, Hygea Smáralind, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Mjódd.
Landið: Bjarg Akranesi, Konur og menn Ísafirði.
Lokað í dag
Útsalan hefst á morgun
Kringlunni 4-12
Sími 568 6688
ÍSTAK fékk hæstu einkunn í lok-
uðu alútboði á bílakjallara undir
Tjörninni sem hugmyndir eru um
að byggja. Tilboð Ístaks var jafn-
framt lægst og hljóðaði upp á 719
milljónir króna eða 3,1 milljón á
hvert bílastæði. Kostnaður vó 60
prósent af heildareinkunn dóm-
nefndar en aðrir matsþættir tóku
meðal annars til hönnunar, skipu-
lags og umhverfisáhrifa.
Niðurstöðurnar voru kynntar á
blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykja-
víkur í gær en auk Ístaks tóku Ís-
lenskir aðalverktakar annars vegar
og Eykt í samvinnu við MTHøy-
gaard A/S hins vegar þátt í útboð-
inu. Skilaði Ístak tveimur tillögum
sem hlutu einkunnirnar 90,1 stig og
85,7 stig. Tillaga ÍAV hlaut 83,1 stig
en Eykt skilaði tveimur tillögum
sem hlutu 77,3 stig og 73,7 stig.
Ístak fékk teiknistofuna Studio
Granda til samvinnu við sig við
hönnun sinna tillagna. Sú tillaga Ís-
taks sem þótti hagstæðari gerir ráð
fyrir tvílyftu bílastæðahúsi í norð-
austurhorni tjarnarinnar þar sem
rými yrði fyrir 231 bílastæði. Inn-
og útkeyrslurampar að húsinu
liggja í gegn um Mæðragarðinn við
Lækjargötu og undir Fríkirkjuveg.
Aðgangur fótgangandi er með lyftu
og hugmyndir eru um að koma
henni fyrir í turni sem fluttur verð-
ur úr Mæðragarðinum og settur
niður vestan Lækjargötu. Sömu-
leiðis verður stigi í norðausturhorni
hússins. Kom fram í máli Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur borgar-
stjóra á fundinum að deilt var um
hvort rétt væri að turninn sem
geymir lyfturnar yrði sá sem nú er í
Mæðragarðinum og því kemur allt
eins til greina að byggja nýtísku-
legri turn, sé til þess vilji.
Svæðið þurrkað upp meðan á
framkvæmdum stendur
Framkvæmd verksins verður
með þeim hætti að í byrjun verður
stálþil rekið niður umhverfis bygg-
ingarreitinn og það þéttað þannig
að reiturinn þurrkast upp meðan á
framkvæmdunum stendur. Eftir að
framkvæmdum lýkur verður þilið
fjarlægt og vatni hleypt á reitinn á
ný. Kom fram í máli Stefáns Her-
mannssonar bæjarverkfræðings og
fleiri á fundinum að þetta var einn-
ig gert þegar Ráðhús Reykjavíkur
og bílastæðahús undir því var í
byggingu og í raun hafa verkfræð-
ingar borgarinnar öðlast víðtæka
þekkingu á botni og lífríki Tjarn-
arinnar við þá framkvæmd.
Ekki er gert ráð fyrir lokun á
bílaumferð meðan á framkvæmd-
unum stendur. Í fyrsta áfanga
verksins verður bílaumferð leidd
um vestari helming Fríkirkjuvegar,
en eftir að meginhluti aðkomu-
rampans hefur verið byggður verð-
ur keyrt um eystri helming veg-
arins.
Hvað varðar burðarvirki hússins
gerir hagstæðari tillaga Ístaks ráð
fyrir að húsið verði njörvað niður
með bergboltum en botnplatan sjálf
verði 800 mm að þykkt. Milliplata
og loft verða aftur á móti borin uppi
af veggjum og súlum. Verður þak-
platan þykkari en milliplatan enda
er álag á hana mun meira, að því er
segir í greinargerð með niðurstöðu
dómnefndar. Yfir þakplötunni verð-
ur síðan heillímdur dúkur.
Taka verður tillit
til varptíma fugla
Ingibjörg Sólrún sagði á fund-
inum að lengi hefði verið í athugun
hvar koma mætti fyrir bílastæða-
húsi í miðborginni en samkvæmt
áætlun á bílastæðaþörf vantar á
milli 1.200 og 1.300 bílastæði þar.
Ýmsar hugmyndir hefðu verið uppi
í því sambandi, meðal annars hvort
koma mætti fyrir bílastæðahúsi
undir Austurvelli, en þær hug-
myndir þóttu of kostnaðarsamar.
Þá hefði bílastæðahús neðanjarðar
við Suðurgötu þótt setja of mikinn
svip á umhverfi sitt, þ.e. innkeyrsl-
an að því frá Suðurgötu.
Á fundinum kom fram að borg-
aryfirvöld hafa ekki tekið endan-
lega afstöðu til málsins. Ráðist var í
alútboðið með það að sjónarmiði að
ekki yrðu gerðar breytingar á
skipulagi miðborgarinnar fyrr en
fyrir lægi hvort tillögurnar þættu
raunhæfar. Alútboðið sýndi að sú er
raunin.
Að sögn Ólafs Bjarnasonar, for-
stöðumanns hjá borgarverkfræð-
ingi, fer málið nú í framhaldinu til
umfjöllunar í nefndum og ráðum
bæjarins. Þá tekur við gerð deili-
skipulags og mat á ýmsum þáttum,
þar á meðal umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar þar sem al-
menningi gefst kostur á að koma
athugasemdum sínum á framfæri,
ef einhverjar eru.
Kom fram að gangi allt að óskum
er hugsanlegt að framkvæmdir
hefjist á komandi hausti en taka
þarf tillit til varptíma fugla á Tjörn-
inni við val á byrjunartíma verks-
ins. Gangi ekki að byrja í haust
gæti þess vegna verið að ekki yrði
hafist handa fyrr en í mars á næsta
ári.
Gert er ráð fyrir að röskun vegna
framkvæmdanna standi yfir í um
eitt ár. Kom fram í máli bæjarverk-
fræðings að þegar er byrjað að
huga að mótvægisaðgerðum til þess
að vernda fuglalíf meðan á fram-
kvæmdunum stendur. Þá kom fram
að jákvæð áhrif framkvæmdarinnar
á umhverfið verða þau að gert er
ráð fyrir að hreinsa þungamálma úr
setlögum Tjarnarinnar að einhverju
leyti áður en þeim er komið fyrir á
ný ofan á þaki hússins.
Ístaki ekki veitt forskot
við mat á tillögum
Loks kom fram á fundinum að
hugmyndir um bílastæðahús undir
botni Tjarnarinnar þóttu lengi vel
ekki framkvæmanlegar vegna þess
hversu kostnaðarsamar þær voru.
Það var svo að eigin frumkvæði
sem Ístak kom fram með nýjar til-
lögur sem þóttu raunhæfar hvað
kostnað varðar. Eins og Morgun-
blaðið hefur greint frá voru ekki
taldar lagalegar heimildir fyrir því
að borgin semdi beint við fyrirtækið
og því var ráðist í útboðið.
Þegar hann var spurður hvort
það hefði ekki legið í augum uppi að
Ístak myndi vinna samkeppnina
sagði borgarverkfræðingur að fyr-
irtækinu hefði ekki verið gefið neitt
forskot við mat á tillögunum. Fyr-
irtækið hefði breytt upphaflegum
tillögum sínum en vissulega hefði
það haft, vegna frumkvæðis síns,
lengri tíma til að meta aðstæður.
Framkvæmdir gætu
hafist á haustmánuðum
Miðborg
Tillaga Ístaks um bílastæðahús undir botni Tjarnarinnar metin hagstæðust
Borgaryfirvöld
ekki búin að
taka endanlega
afstöðu
Tölvugerð ljósmynd þar sem horft er frá Lækjargötu í átt að Tjörninni.
Hér er búið að færa turninn úr Mæðragarðinum að norðausturhorni
Tjarnarinnar þar sem lyftur fyrir fótgangandi verða staðsettar.
Teikning/Studio Granda
Grunnmynd efri hæðar bílastæðahússins en þrjár akreinar munu liggja
til og frá rampanum með bómur staðsettar á milli. Akstursleið milli
hæða er svo skammt frá innkeyrslu.
Á fundinum var innt eftir
skýringu á nafni Mæðragarðs-
ins. Kom fram að nafngiftin
væri þannig til komin að rólu-
vellir voru kallaðir mæðra-
garðar áður fyrr. Í umrædd-
um garði voru einmitt rólur,
sandkassi og fleiri leiktæki
sem einhverjir muna kannski
eftir.
Róluvellir
voru kallaðir
mæðragarðar