Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 19 ÚT SA LA N HE FS T Á M OR GU N Laugavegi 95-97 - Kringlunni - Smáralind Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. HEIMASTJÓRN Palestínumanna mun virða að vettugi allar áætlanir og viðræðunefndir Bandaríkja- manna ef Bandaríkjastjórn hvikar ekki frá þeirri fyrirætlan sinni að ræða ekki framar við Yasser Arafat, forseta heimastjórnarinnar, sagði Yasser Abed Rabbo, upplýsinga- málaráðherra Palestínumanna, í gær. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á sunnu- daginn að Bandaríkjamenn byggjust ekki við að eiga frekari viðræður við Arafat, vegna þess að „forystu hans er ábótavant“. Powell sagði ennfremur að þótt Bandaríkjamenn töluðu enn við „marga palestínska embættismenn“ hefðu þeir ekkert rætt við Arafat síðan 24. júní, er George W. Bush forseti hélt ræðu þar sem hann hvatti Palestínumenn til þess að kjósa sér annan leiðtoga. Væri það skilyrði fyrir því að Bandaríkjamenn styddu stofnun sjálfstæðs, palest- ínsks ríkis. Saeb Erekat, aðalsamninga- fulltrúi Palestínumanna, sagði að af- staða Bandaríkjamanna væri „and- lýðræðisleg ... og Bandaríkjastjórn [tækist] ekki að einangra Arafat. Allir sem vilja tala um frið verða fyrst að berja að dyrum hjá Arafat“. Á sunnudaginn hafnaði fram- kvæmdastjórn Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO) „algerlega“ öllum at- lögum að lögmæti forystu Arafats, og skírskotaði þar til ræðu Bush. ESB hyggst ræða við Arafat Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, segir að ESB muni halda áfram að ræða við Arafat nái hann endur- kjöri í kosningum er Palestínumenn hafa boðað í janúar. Ígor Ívanov, ut- anríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar myndu ekki hætta að ræða við Arafat. Powell sagði í viðtali við banda- rísku sjónvarpsstöðina Fox á sunnu- daginn að Bush myndi „beita sér fyrir því að palestínska þjóðin eign- ist ríki til þess að hún geti búið við hlið Ísraela í sátt og samlyndi. En fyrsta skrefið er forysta sem berst gegn hryðjuverkum, en lætur þau ekki viðgangast eða hvetur jafnvel til þeirra“. Powell sagði ennfremur að banda- rískir embættismenn hefðu í hálft annað ár reynt eftir megni að koma á friðarumleitunum, en ætíð hefðu óeirðir og ofbeldisaðgerðir gert til- raunir þeirra að engu „og Arafat einfaldlega veitti ekki þá forystu sem nauðsynleg var til þess að ár- angur næðist“. Palestínumenn fordæma afstöðu Bandaríkjanna Hóta að virða Banda- ríkjamenn að vettugi Ramallah, Kaíró, Washington. AFP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur af- þakkað boð um að senda háttsettan embættismann til Norður-Kóreu í næstu viku vegna spennunnar milli kóresku ríkjanna eftir mannskæð átök milli nokkurra herskipa þeirra á laugardag, að sögn embættismanna í Washington í gær. Embættismennirnir lögðu þó áherslu á að stjórnin hefði enn hug á að hefja viðræður við Norður-Kóreu- menn síðar. Þeir sögðu hana hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært að senda James Kelly, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til Pyongyang vegna spenn- unnar og í ljósi þess að stjórn Norður- Kóreu hefði ekki enn svarað tillögum sem Bandaríkjastjórn hefði lagt fram í vikunni sem leið. Hermt er að 50 suður- og norður- kóreskir sjóliðar hafi beðið bana eða særst í átökunum á laugardag. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lýsti átökunum sem „vísvitandi ögrun“ af hálfu Norður-Kóreumanna. Bandaríkin Boð um viðræður afþakkað Washington. AFP. FIMMTÍU manns voru hand- teknir í sjö Evrópulöndum, þar af 31 í Þýskalandi, í samræmd- um aðgerðum gegn barnaklám- hring á Netinu í gær, að sögn Europol og bresku lögreglunn- ar. Lögregluyfirvöld sögðu rannsóknina mjög mikilvæga vegna þess að hún beindist að mönnum sem dreifðu klám- myndum á Netinu, ekki aðeins þeim sem notfærðu sér dreif- inguna. Mennirnir voru handteknir í Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð, á Ítalíu, Spáni, auk Þýskalands. 26 fórust í rútuslysi AÐ minnsta kosti 26 manns fór- ust, þeirra á meðal ellefu börn, þegar rúta ók út af brú og steyptist niður gljúfur á Aust- ur-Jövu í Indónesíu í gær. Tólf aðrir farþegar slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Í rút- unni voru leikskólabörn og for- eldrar þeirra sem voru í skemmtiferð. Réðust inn í hús Karadzic HERMENN í friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins í Bosníu réðust inn í hús Radov- ans Karadzic, sem er eftir- lýstur fyrir stríðsglæpi, í Pale, nálægt Sarajevo, í fyrrinótt. Ka- radzic var ekki í húsinu, en hermenn- irnir lögðu hald á skjöl og nokkrar byssur. Talsmaður friðargæsluliðsins sagði að markmiðið hefði ekki verið að handtaka Karadzic, heldur að uppræta smyglhring sem hann er talinn stjórna. STUTT 50 hand- teknir fyrir að dreifa barnaklámi Karadzic alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.