Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÚ var tíð að aðeins sást ís á borðum Ís- lendinga á jólum, allir biðu spenntir eftir eft- irréttinum. Hann var látinn bráðna á tung- unni og ekki rennt nið- ur fyrr en í lengstu lög. Eftir sat ríkulegt bragð rjómans og minning sem entist. Seinna var opnuð Dairy Queen-íssala á Hjarðarhaganum og sunnudagsbíltúrar enduðu iðulega með heimsókn þangað. Svo komu frystikistur í hverja verslun og þar má nú fá rjóma-, mjólkur- eða jafn- vel jurtaís. Ein tegundin heitir Hversdagsís. Þegar börnum er boð- inn ís í dag, svara þau oftar en ekki „æ, mig langar ekki“. Velmegun þjóðarinnar varð sýni- leg á sjöunda áratugnum. Þá spruttu blómabörnin líka upp. Mikið var reykt, enn meira talað og athafna- gleðin fékk útrás í „frjálsum“ ástum og mótmælastöðum. Arfur þessarar kynslóðar er nú sýnilegur í þeirri næstu. Yfirlýsingaþörfin óslökkv- andi og nú halda engin bönd. Útvarp og sjónvarp eru þeirra miðlar. Stöðugt áreiti verður að vera til staðar svo fjölmiðlafólk nái að halda athyglinni og réttlæta þannig tilvist sína. Fréttatímar eru innblásnir af leit að heimsósóma. Gott, ef hægt er að klína honum á stjórnvöld. Stað- reyndir eða staðfestingar flækjast ekki fyrir. Tökum tvö lítil dæmi úr þessari viku. Umfjöllun RÚV um þörf löggæslu vegna komu hóps Fal- un Gong-mótmælenda til Íslands. Heimildarmaður ónafngreindur. Ríkislögreglustjóri kemur leiðrétt- ingu á framfæri um að fullt samráð hafi verið um löggæslumál. Frétta- maður áréttar, að fréttastofan beri fullt traust til heimildarmanns síns, sem áfram er nafnlaus. Einu sinni kölluðust óstaðfestar fréttir bara slúður. Hitt dæmið sýnir aðhalds- leysið í viðtölum. Þingmaður stjórn- arandstöðu tjáir sig um innanbúðar- vanda Byggðastofnunar. Hann taldi þetta birtingarmynd átaka milli stjórnarflokkanna. Heima sat ég með stórt spurningarmerki á andlit- inu og fékk engan botn í fréttina. Hvað stóð á bakvið fullyrðinguna sem þarna kom fram? Var þetta ekki mál ráðherra, þing- manns úr sama flokki og handplokkaðs verkamanns ráð- herrans? Hverju missti ég af? Sem fjórða valdið, virðast mér fréttastof- ur komnar út á hálan ís. Múgsefjun virðist vera markmið, þar sem spilað er á taumleysi tilfinninga fólks sem heldur að heimurinn sé krásaborð þess. Falun Gong bjargaði þessari viku. Í vikunni þar áður fór allt úr skorðum vegna ESB-skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands. Utanríkisráðherra lýsir vantrú á einhverjar tölur, án þess að tilgreina nánar. Það dugði þó til að vindhanarnir drógu þá ályktun að háskólastofnunin væri bara kusk í vasa Davíðs Oddssonar. Í vor keyrði þessi uppskrúfun geðshræringa um þverbak vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Allt í einu fór af stað herferð, sem virtist hafa það eitt að markmiði að kveikja hatur í hjörtum Íslendinga í garð gyðinga. Hverjum var verið að þjóna þarna? Því á ég að hata gyð- inga? Þessari spurningu fór ég að velta fyrir mér, þegar hávaðinn var farinn að særa eyrun. Á tímabili virt- ist fréttaþátturinn „Spegillinn“ vera orðin að útstöð frá áróðursdeild PLO. Aðeins voru tekin viðtöl við fé- lagsmenn Ísland – Palestína eða trygga stuðningsmenn þeirra. Dr. Mustafa Barghouti, sem Össur Skarphéðinsson kallar „sérstakan vin íslensku þjóðarinnar“, var fastur viðmælandi, en sjónarmið fórnar- lamba sjálfsmorðsárásanna voru fót- um troðin. Mér sýnist að sé aðeins hálfur sannleikur sagður, þá jafn- gildi það heilli lygi. Ef heimsósóma- þáttur á að eiga rétt á sér í ríkis- reknu útvarpi lýðræðislands, verður hann að skilja sig frá áróðursmakki. Einstakir fréttamenn Ríkisút- varpsins tóku þátt í þessum leik og „friðelskandi“ viðmælendur þeirra virtust ekkert spurningarmerki setja við fréttaflutning sem sí og æ hófst á umfjöllun um „fjöldamorðin í Jenin“. Jafnvel eftir að mannrétt- indasamtökin Human Rights Watch lýstu því yfir að engin merki væru um fjöldamorð, var haldið áfram að tuggast á að ekki væru öll kurl kom- in til grafar. Við Háskóla Íslands er hópur fólks sem ástundar það sem kalla má orðgreiningarfræði. Mest fæst hann við að leita eftir kvenfyr- irlitningu í orðum og ímyndum. Af- rakstur vinnunnar kemur helst fyrir sjónir almennings í formi náttúru- lífsmynda, sem nú þekja veggi dekkjaverkstæða, í stað íturvaxinna kvenmannsbelgja á almanökum. Fróðlegt hefði verið að heyra þetta fólk taka til greiningar frétt sem ég hlustaði á í vor. Fréttina ætla ég að endursegja, en án tilfinningaþung- ans sem fréttamaðurinn lagði í lest- urinn. „Ungur, fátækur smiður frá Betlehem sprengdi sig í loft upp … Fjögurra manna fjölskylda lét lífið; hjón og tvö börn. Alls létu níu börn lífið í þessari árás.“ Svona hljóðaði það. Þar sem þessi tegund áróðurs er utan áhugasviðs greiningarfræð- inganna leyfi ég mér að ganga í verk- færakassa þeirra. Aðal- og auka- setningar greindar, merkingarauki gildishlaðinna orða metinn og bibl- íuleg tilvitnun rakin. Þetta er nið- urstaða mín. „Andlitslaus ísraelsk fjölskylda og sjö börn voru máð út úr þessari jarðvist. Lítið meira um það að segja. Fréttin snerist um unga, fátæka smiðinn sem stendur okkur hins vegar ljóslifandi fyrir sjónum. Á hann vantar ekkert annað en nafn og skónúmer svo að hann gæti verið bróðir okkar eða frændi. Tengsl hans við okkar innsta kjarna eru styrkt með vísun í starf hans og upp- runa.“ Er furða þó maður spyrji aft- ur – Hver hagnast á þessu? Maður hlýtur að spyrja sig hvar þetta endi. Er hægt að halda við þessum hástemmda hugaræsingi ótakmarkað? Er spenna orðin að neysluvöru? Er þetta enn ein birt- ingarmynd allsnægtasamfélagsins eða eru þessar uppsprengdu geðs- hræringar ekkert annað en leit fólks að ísnum sem fyrir löngu er horfinn af jólaborðinu? Ef svo er væri þá ekki ráð að staldra við, þegar lýð- skrumarar kyrja söng sinn, svo til- finningarnar lendi ekki líka á kjall- arahillunni ásamt litlu leslömpunum og öllum fótanuddtækjunum? Gengisfall til- finninganna Ragnhildur Kolka Tilfinningar Er hægt að halda við þessum hástemmda hugaræsingi ótakmark- að? spyr Ragnhildur Kolka. Er spenna orðin að neysluvöru? Höfundur er meinatæknir. ÞRIÐJUDAG 25. júní sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Bjarna R. Sigurvins- son doktorsnema í guð- fræðideild HÍ, um Fal- un Gong. Mig langar til að gera athugasemdir við greinina. Bjarni segir að tals- menn Falun Gong hafi ítrekað neitað því að um trúarbrögð væri að ræða en þegar betur sé að gáð komi í ljós að hugmyndafræðin að baki Qigong-æfingun- um eins og þær eru út- færðar af Falun Gong sé trúarleg. Er hann að gefa í skyn að Falun Gong-iðkendur hafi verið að gabba almenning eða að þá skorti þekkingu á fræðunum sem þeir að- hyllast? Í greininni reynir hann að gefa lesandanum mynd af Falun Gong og dregur jafnframt þá álykt- un að fræðin séu trúarlegs eðlis enda mikið til grundvölluð á kenn- ingum búddismans. Jafnframt segir hann það auðvitað vera skilgreiningaratriði hvað felist í trúarhug- takinu. Í almennum málskilningi eru trúar- brögð trú á tiltekinn guð eða goðmögn og guðsdýrkun sam- kvæmt ákveðnu hug- myndakerfi. Ekkert slíkt er að finna í fræð- um Falun Gong. Eigi Falun Gong rætur að rekja til mahayana-búddisma eins og Bjarni heldur fram og ekki er ólík- legt, er þar heldur eng- an guð að finna, ekki frekar en í öðr- um tegundum búddisma. Ef iðkandi búddisma hins vegar ætlar að ná ár- angri þarf hann vissulega að hafa trú á búddísku fræðunum, þ.á m. að ein- staklingurinn hafi eiginleika til að geta losað sig út úr hringrás end- urfæðingar og dauða sem bundin er lögmálinu um orsök og afleiðingu eða karma. Að þessu leyti er Falun Gong líkt búddískum fræðum en reyndar er þetta grundvallarkenn- ing í hugmyndafræðum og trúar- brögðum Austurlanda yfirleitt. Bjarni vitnar í rit Qigong-meist- arans Li Honghzi þar sem segir að þeir sem trúi því að Falun Gong- iðkunin geti unnið bug á sjúkdómum geti óhræddir hætt lyfjaneyslu, enda sé trúin forsenda árangurs. Þetta og önnur dæmi sem Bjarni tekur eru engin rök fyrir því að fræðin flokkist sem trúarbrögð. Trúi maður því að hann geti náð bata á sjúkdómi án að- stoðar lyfja, jafngildir það ekki þeirri trú að Guð eða guðleg vera geti læknað þann sem trúir af sjúk- dómi. Þess vegna er réttara að segja að Falun Gong séu ekki trúarbrögð og því er ekkert athugavert við mál- flutning iðkendanna. Gagnrýni kínverskra stjórn- valda og heimsókn forseta Bjarni segir einnig að gagnrýni kínverskra stjórnvalda á Falun Gong sé ekki með öllu tilefnislaus, án þess þó að nefna tilefnið. Hvert er tilefnið? Ég spyr í ljósi þess að Li Honghzi voru tvívegis veitt verðlaun frá kínverskum stjórnvöldum fyrir þau jákvæðu áhrif sem Falun Gong hafði á samfélagið. Það var að vísu áður en að vinsældir þess urðu fá- dæma miklar og iðkunin bönnuð í kjölfarið. Næst setur Bjarni sig í spor ís- lenskra stjórnvalda og segir: „Áhyggjur stjórnvalda yfir því að fjölmennur þrýstihópur skuli hafa ákveðið að koma til landsins til þess eins að hafa áhrif á opinbera heim- sókn forseta erlends þjóðarleiðtoga verða hins vegar að teljast skiljan- legar.“ Í fyrsta lagi er ekki um neinn þrýstihóp að ræða en það mun vera hópur manna sem beitir þvingunar- aðferðum á samfélagið til að koma fram hagsmunamálum sínum. Hvaða þvingunaraðferðum beittu Falun Gong-iðkendur? Í öðru lagi ætluðu iðkendurnir ekki að hafa áhrif á opinbera heim- sókn erlends þjóðarleiðtoga. Hins vegar hugðust þeir hafa áhrif á þjóð- arleiðtogann sjálfan með friðsamleg- um og lýðræðislegum hætti og jafn- framt vekja athygli íslensku þjóðarinnar á ofsóknum í garð Falun Gong-iðkenda í Kína. Undir lokin finnst mér Bjarni vera að gefa til kynna að Falun Gong-iðkendur séu haldnir ein- hverskonar trúvillu og þurfi því á einhverjum leiðbeinandi samræðum að halda, en hann segir orðrétt: „Bann við umdeildum trúarhreyf- ingum leysir sjaldnast vandann en almenn uppfræðsla og samræður við fylgismenn eru mun vænlegri til ár- angurs þegar til lengri tíma er litið.“ Út á hvað ættu þessar samræður að ganga? Lokaorð Hugmyndafræði Vestur- og Aust- urlanda er ólík. Skilningur í austur- lenskri hugsun byggist að stórum hluta á iðkun, oftast ákveðinni teg- und af hugleiðslu, sem leiðir til ann- ars konar skilnings en rökhugsun gerir. Erfitt er því fyrir þann sem hefur takmarkaða þekkingu eða reynslu á því sviði að ætla að út- skýra þess konar hugmyndafræði fyrir almenningi. Eðlilegast er því að Falun Gong-iðkendur skilgreini sín fræði sjálfir. Athugasemdir við grein um Falun Gong Þórdís B. Sigurþórsdóttir Mótmæli Eðlilegast er, segir Þórdís B. Sigurþórs- dóttir, að Falun Gong-iðkendur skil- greini sín fræði sjálfir. Höfundur er viðskiptafræðingur og er með mastersgráðu í búddískum fræðum. HRYÐJUVERKIN í Bandaríkj- unum í fyrra hafa kallað á nýjar að- ferðir, nýja hugsun í stríðinu við ógnir nýrrar aldar. Þekkingar- stjórnun er ný fræðigrein sem fæst við að örva þekkingarmiðlun á vinnustað. Þrátt fyrir ungan aldur eru fræði þessi nú notuð víða; ekki aðeins í almennum fyrirtækja- rekstri heldur einnig í stríðinu gegn hryðjuverkum. Skoðum þetta nán- ar. Hvað er þekkingarstjórnun? Þekkingarstjórnun virkjar þekk- ingargrunn vinnustaðar til bætts árangurs. Þekkinguna má finna jafnt í rituðum upplýsingum (t.d. skjölum vinnustaðar) jafnt sem óformlegum samtölum starfsmanna og alls þar á milli. Lengi hefur ver- ið vitað að ákveðin þekking og reynsla býr meðal starfsfólks á hverjum vinnustað. Við daglega þjónustu, samskipti við birgja, vinnu að kynningu fyrirtækisins o.fl. verður til reynsla og þekking. Starfsmenn búa síðan að þessari þekkingu við áframhaldandi störf. En þessi innri þekking liggur oft ónótuð, jafnvel þegar bráðnauðsyn- legt er að nýta hana við að leysa úr daglegum viðfangsefnum vinnustað- arins. Ýmsar hindranir geta verið í vegi þess að starfsfólk skiptist á þekkingu. Mikilvæg þekking getur einnig tapast þegar starfsmaður lætur af störfum. Þekkingarstjórnun felur í sér við- leitni til að „beisla“ þessa þekkingu, miðla henni meira og hagnýta. Þekkingarstjórnun krefst nýrrar hugsunar, nýrra vinnuaðferða. Þekkingarstjórnun má alls ekki sjá sem enn eitt sérfræðisviðið; frekar sem viðleitni til að nýta það besta úr ólíkum fögum. Þekkingarstjórn- un berst gegn ofursérhæfingu (fagidiotisma). Þekkingarvandi; að vita ekki af því sem við vitum Þessi undarlega fullyrðing er oft notuð til að lýsa svokölluðum „þekkingarvanda“ á vinnustað. Mikilvæg vitneskja er kannski til staðar en af ýmsum ástæðum er hún ekki nýtt. Þetta getur verið vitneskja um viðskiptasambönd, markaðstækifæri eða vinnuaðferðir sem reynst hafa vel í fyrirtækinu. En hvers vegna er vitneskjan ekki hagnýtt, hví er þessari þekkingu ekki miðlað? Þetta eru spurningar sem þekk- ingarstjóri í fyrirtæki spyr og svarið getur falist í ýmsu; allt frá persónulegum ástæðum (samstarfs- erfiðleikar milli einstaklinga á vinnustað), stjórnunarlegar ástæður (þekkingin er bundin við ákveðna deild fyrirtækisins og situr þar föst) og allt yfir í menningarlegar ástæður (fólk af ólíkum uppruna innan fyrirtækisins talast ekki við). Það er hlutverk þekkingarstjórn- unar að greina þekkingarvanda af þessu tagi og finna leiðir til að leysa hann þannig að þekkingar- miðlun verði á ný greið í fyrirtæk- inu. Hryðjuverk Þrátt fyrir ungan aldur kemur þekkingarstjórnun nú víða við. Vandamál nýrrar aldar eru oft sér- kennileg og nýjar aðferðir þarf við að leysa þau. Komnar eru til sög- unnar „alþjóðlegar ógnir“ líkt og hryðjuverk og útbreiðsla hættu- legra sjúkdóma. Vísindamenn velta því nú fyrir sér hvort þekkingarvandi sé orðinn Þekkingar- stjórnun og baráttan við hryðjuverk Þekkingarstjórnun Þrátt fyrir ungan aldur, segir Sigmar Þormar, kemur þekkingarstjórnun nú víða við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.