Morgunblaðið - 03.07.2002, Page 25
liður í því hve illa
hefur stundum tekist
til við að taka á þess-
um nýju ógnum.
Þekkingar-
vandi FBI
Sem dæmi má
nefna að einstaka
starfmenn FBI,
bandarísku alríkis-
lögreglunnar, voru
komnir á snoðir um
flugnám hryðju-
verkamannana sem
unnu síðar verk sín
11. september.
Nokkrir FBI-menn
lögðu sig í líma við að fá yfirmenn
sína til að kanna betur hvað hér
væri á seyði. Yfirboðarar þeirra
brugðust hins vegar seint og illa við
og því fór sem fór, skv. nýjustu
fréttum New York Times.
Ástæður þessa voru ekki endi-
lega vanhæfni yfirmanna heldur
ástæður af menningarlegum og
stjórnunarlegum toga, en þetta eru
einmitt uppáhaldsviðfangsefni
þekkingarstjórnunar.
Yfirmenn óttuðust að sérstök
rannsókn á mönnum frá Miðaust-
urlöndum yrði séð sem „racial
profiling“, þ.e. kynþáttahatur af því
tagi að stjórnvöld ónáða markvisst
fólk vegna útlits þess. Íslenska rík-
isstjórnin hefur einmitt verið ásök-
uð um „sérstaka tegund kynþátta-
haturs“ í tengslum við að meina
fólki af asískum uppruna að komast
til landsins og var þá væntanlega
átt við „racial profiling“ (sbr. ræðu
Steinunnar Valdísar Óskardóttur
17. júní sl.).
Ásakanir af þessu tagi eru teknar
mjög alvarlega í Bandaríkjunum.
Þessi þankagangur virðist hafa heft
rannsókn FBI á athöfnum hryðju-
verkamannanna.
Fleiri vandamál þekkingarmiðl-
unar hjá FBI mætti nefna: fjöldi
manns starfar þar við þýðingar úr
arabísku yfir á ensku (t.d. á efni
sem fundist hefur í fylgsnum
hryðjuverkamanna) en þetta fólk
nýtur ekki mikillar virðingar í því
„lögguandrúmslofti sem ríkir hjá
alríkislögreglunni“ (tilvitnun úr
New York Times).
Ábendingar og athugasemdir frá
spekingunum við þýðingarnar voru
illa nýttar af öðrum starfsmönnum.
Það eru einmitt félagslegir „múr-
ar“, menningarlegir múrar, deild-
armúrar og fagmúrar af þessu tagi
sem þekkingarstjórnun bendir á að
geti stöðvað þekkingarmiðlun.
Skjaladagur FBI
Bandaríska alríkislögreglan týndi
um daginn skjölum sem vörðuðu
annan hryðjuverka-
mann, Timothy Mc-
Veigh, þannig að fresta
varð aftöku hans. Skjöl-
in fundust að lokum og
McVeigh er kominn til
feðra sinna.
En skortur á skjala-
stjórnun getur einmitt
verið liður í þekkingar-
vanda vinnustaðar.
FBI brást við þessu
með því að hafa sérstak-
an skjaladag, einn
vinnudag þar sem
starfsmenn tóku nám-
skeið í skjalastjórnun,
eða unnu eingöngu að
því að huga að skjalastjórnun.
Þekkingarauður
mældur
Þekkingarstjórnun nýtur nú vin-
sælda hér á landi sem annarstaðar.
Í fyrirtækjum vilja menn nota fagið
til að mæla innri þekkingarauð
sinn, ekki síst í þeim tilgangi að
styðja stöðu sína á verðbréfamark-
aði. Fyrirtækið verður þá að sýna
fram á að það búi yfir vinnuferlum
til að vista og miðla vel innri þekk-
ingu. Metinn er þekkingarvandi
vinnustaðar, þ.e. erfiðleikar við
þekkingarmiðlun, og greint frá leið-
um til að leysa hann.
Annars staðar verða menn fyrst
varir við þekkingarvanda sinn þeg-
ar þeir fá „skell“, þegar atburður
afhjúpar vandann. Í Bandaríkjun-
um velta menn því nú fyrir sér
hvort þekkingarvandi stórrar stofn-
unar (FBI) hafi verið liður í því að
ekki tókst að koma í veg fyrir hin
ægilegu hryðjuverk 11.sept. í fyrra.
Sigmar Þormar
Höfundur er framkvæmdastjóri
Skipulags og skjala ehf.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 25
Kaffibollar
Cappucino
verð kr. 2.700
Mokka
verð kr. 1.890
Kaffikönnur
verð kr. 1.890
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18,
laugardag 11-15
Heimsmeistarinn!
blandarinn,
sá öflugasti og
ímynd þess besta!
Fæst í ýmsum litum, verð
frá kr. 13.900 stgr.
Gullverðlaunahafar íslenska
landsliðsins í matreiðslu
nota eingöngu KitchenAid
blandara og hrærivélar.
Gerð þú líka kröfur
- veldu KitchenAid!
ÚTSALAN
HEFST Á MORGUN!
20-50%
af mörgum tegundum!
Kringlan 8-12, sími 568 6211.
Skóhöllin, Firði, Hf, sími 555 4420.
afsláttur