Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 33
Margar bjartar
minningar koma upp í
hugann þegar ég sest
niður og hugsa um
liðnar samverustundir
með Steinþóri frænda mínum.
Veikindi hafa þjakað Steinþór und-
anfarin ár en engu að síður kom
kallið óvænt, nóttina eftir gleðidag
með ættingjum heima á Hjartar-
stöðum. Steinþór var yngstur í hópi
sex barna þeirra Magnúsar Sig-
urðssonar og Ólafar Guðmunds-
dóttur. Steinþór ólst upp á Hjart-
arstöðum og var síðar bóndi þar.
Steinþór missti föður sinn á
barnsaldri. Þetta var mikill missir
en Ólöf amma fékk góðan stuðning
frá eldri börnum sínum, einkum þó
Sigurði elsta syninum sem tók síð-
ar við búinu. Steini, eins og Stein-
þór var kallaður, og Guðmundur
faðir minn voru yngstir og urðu
þeir mjög nánir og samrýndir
bræður. Það eru ófáar sögurnar
sem ég hef fengið að njóta frá föð-
ur mínum af þeirra ævintýrum og
uppátækjum allt fram á fullorðins-
ár. Þessar sögur voru m.a. af dag-
legum störfum, skemmtunum,
íþróttum og skólagöngu. Við kröpp
kjör þess tíma nutu systkinin frá
Hjartarstöðum nábýlisins við Al-
þýðuskólann á Eiðum með vinnu og
menntun.
Mín kynni af Steinþóri urðu
strax náin. Ólöf amma bjó á heim-
ilinu hjá Steinþóri og Sólveigu
konu hans og strákarnir, synir
þeirra, voru góðir félagar mínir.
Það var ekki ósjaldan að faðir minn
gerði sér erindi í Hjartarstaði eftir
vinnu og þá fylgdi ég með, nær
undantekningarlaust. Farið var í
fjárhúsin til gegninga, rætt um
sauðféð, heyin og tíðina. Síðan var
farið í bæinn og drukkið kaffi. Við
strákarnir fórum að leika okkur en
þeir bræður að spjalla um ung-
mennasambandið, skólamál,
hreppsmál eða bridge. Áður en
heim var haldið klippti Steini hárið
á okkur feðgum. Á tímum bítla-
tísku var þessi athöfn ekki einfalt
mál en með lagni og ákveðni Steina
endaði leikurinn ætíð svo að ég
stóð upp úr stólnum hárinu styttri.
Steinþór gekk til allra verka af
alúð og vandvirkni. Hann var ekki
að ota sér fram, fylgdi málum eftir,
en ef á reyndi kraumaði skap und-
ir. Þessi einkenni komu ekki síst
fram í starfi hans sem bóndi með
afurðasamt sauðfé sem var ræktað
eftir bestu þekkingu þess tíma,
hvítt, grátt og tvílembt. Óþol á
þurru heyi hefur sent margan
bóndann á mölina og einnig Stein-
þór. Fjölskyldan fluttist í Egils-
staði árið 1972 og gerðist hann
fulltrúi í útibúi Búnaðarbankans.
Störf Steinþórs voru ýmis fleiri
en að framan greinir, við handverk,
kennslu, prófdómari á landsprófi,
bókhald og rekstur. Að sinna fé-
STEINÞÓR
MAGNÚSSON
✝ Steinþór Magn-ússon fæddist á
Hjartarstöðum í
Eiðaþinghá 5. sept-
ember 1924. Hann
andaðist á heimili
sínu á Egilsstöðum
24. júní síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Egilsstaða-
kirkju 2. júlí.
lagsstörfum var stór
þáttur í upplagi hans
og lífi. Má þar nefna
formennsku hjá Ung-
menna- og íþróttasam-
bandi Austurlands,
setu í skólanefndum
Alþýðuskólans á Eið-
um og Hússtjórnar-
skólans á Hallorms-
stað og síðast,
formaður stjórnar
Kaupfélags Héraðs-
búa. Mér er sagt að á
fundum hafi Steinþór
ekki farið mikinn,
hlustað, íhugað en síð-
an látið álit sitt í ljós svo eftir var
tekið.
Steinþór og Sólveig áttu alla tíð
myndarlegt heimili hvort sem var í
sveit eða bæ. Það er minnisstætt
hvað þau voru alltaf góðir félagar,
glaðvær og gott til þeirra að koma.
Sólveig hefur undanfarin ár staðið
traust við hlið Steinþórs í veikind-
um hans. Megi minningin um
tryggan og glaðværan mann lifa.
Við systkinin, Ólöf, Anna, Gylfi og
Gígja, sendum Sólveigu, börnum og
fjölskyldum þeirra innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðmundur Gylfi
Guðmundsson.
Í vestrænum hugmyndaheimi er
tímanum líkt við fljót sem streymir.
Ekki verður því neitað að stundum
er árniður tímans nálægur.
Þegar ég heyrði lát Steinþórs
Magnússonar fann ég þennan
þunga straum. Hann var einn af
samferðamönnum mínum á Egils-
stöðum, og nú eru mörg ár liðin frá
því að þau Sólveig og hann settu
sig niður þar með fjölskyldu sinni,
eins og margir úr sveitum Fljóts-
dalshéraðs gerðu. Fyrstu minning-
ar mínar um Steinþór eru um
vörpulegan mann á gulum vörubíl.
Seinna fór hann að vinna í Bún-
aðarbankanum og starfaði þar um
árabil.
Hins vegar var það á vettvangi
Kaupfélags Héraðsbúa sem við
kynntumst. Hann tók að sér for-
mennsku í félaginu sem hann
gegndi á uppgangs- og uppbygg-
ingartíma í sögu þess. Ég sat með
honum og fleirum ágætismönnum í
stjórninni sem fulltrúi starfs-
manna. Þetta voru skemmtilegir
tímar og formaðurinn átti drjúgan
þátt í því. Hann var sanngjarn,
hafði metnað fyrir félagið og naut
virðingar samferðamannanna. Þar
að auki var hann mannasættir og
skemmtilegur félagi, en gat verið
fastur fyrir ef á þurfti að halda.
Þegar hann lét af störfum í stjórn-
inni kom í minn hlut að taka við af
honum. Hjá honum var ætíð stuðn-
ing að finna.
Steinþór átti við vanheilsu að
stríða síðustu árin. Ég hitti hann
síðast á landsmóti UMFÍ á Egils-
stöðum, þar sem hann sat upp í
áhorfendasvæðinu og var að fylgj-
ast með keppni. Héraðið skartaði
sínu fegursta og glæsilegur íþrótta-
völlurinn lá fyrir framan í sólskin-
inu, umluktur trjágróðri. Á vell-
inum stóð yfir keppni. Steinþór brá
á glens eins og áður og það var létt
yfir honum. Þannig er gott að
minnast þessa mæta manns, félags-
málamannsins og ungmennafélag-
ans. Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Við Margrét sendum Sólveigu og
fjölskyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur.
Jón Kristjánsson.
Mig langar að minnast Steinþórs
Magnússonar móðurbróður míns í
örfáum orðum.
Þegar ég var smástelpa kom fjöl-
skylda mín oft að Hjartarstöðum
þar sem Steini og Solla bjuggu
ásamt börnum sínum og Ólöfu
ömmu. Það var alltaf jafn gaman að
koma til þeirra hjóna og þegar ég
hafði náð aldri fékk ég að fara og
vera í sveit hjá þeim. Það var alltaf
fjör á bænum og mikið um að vera.
Eitt af því sem er mér minnisstæð-
ast úr sveitinni er sú laugardags-
hefð sem höfð var. Það er að í há-
deginu á laugardögum var alltaf
hrísgrjónagrautur í matinn. Ekki
var nú hrísgrjónagrautur uppá-
haldsmaturinn minn og það vissi
Steini frændi. Hann sat því alltaf
hjá mér og fylgdist með að ég klár-
aði af diskinum mínum, stundum
var hann ekki heima á laugardög-
um og þá gaf Solla mér alltaf eitt-
hvað annað gott í staðinn fyrir
grjónagrautinn. Þessi sveitadvöl
mín var mér lærdómsrík á margan
hátt og mun ég ávallt vera þakklát
fyrir að fá að hafa upplifað þennan
tíma.
Í sveitinni var alltaf nóg fjör og
ég man sérstaklega hvað mér
fannst gaman að fá að fara í réttir
og standa innan um féð á pallbíl á
leiðinni í sláturhúsið.
Á Hjartarstöðum var tvíbýli og
bjuggu Sigurður bróðir Steina og
fjölskylda hans í hinu húsinu. Mik-
ill samgangur var milli fjölskyldna
og því margir leikfélagarnir að
leika við.
Eftir að Steini og Solla fluttust
til Egilsstaða var alltaf það sama
upp á teningnum ef gesti bar að
garði. Öllum var tekið opnum örm-
um og allir voru velkomnir inn á
þeirra fallega heimili.
23. júní sl. vorum við, ættingjar
Steina hér fyrir austan, með ætt-
armót og var það góður dagur sem
við áttum saman hér. Það er í síð-
asta skiptið sem ég hitti hann
frænda minn og langar mig að
þakka honum hér fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt sam-
an.
Elsku Solla, Una Þóra, Ólafur,
Einar Birgir, Aðalsteinn, Magnús,
tengdabörn
barnabörn og barnabarnabörn.
Fjölskylda mín sendir ykkur inni-
legustu samúðarkveðjur.
Megi guð vera með ykkur öllum.
Hulda Sveinsdóttir,
Seyðisfirði.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank
M. Halldórsson.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir.
Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og
í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10–
12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könn-
unni og djús fyrir börnin. Öll foreldri vel-
komin með eða án barnanna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10-12.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. Kl. 20–22 opið
hús í KFUM&K-húsinu fyrir unglinga bæj-
arins.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt
ungt fólk velkomið.
Safnaðarstarf
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
(- &. ) 97
0,!" #!
8 %C
*
8
.
&
10
!
3 &
$
, 00
21 !
*" 3 6 ( 5 &" !
. 6 ( ( 5
. 60 ( 5 :0 . D! !
"# ( 5 2
*9,2 !
6 60 ,
7
#
8- .
88-99 *
"
:
!
&
+;
- !
+,
: 6 3!6?
: 3!6?
"#60 " 6 !
!!4"#"! !
"#"! ! ,
7
8.71./9E)
3""%B
1
*
(" *#" !
60 !60
6 60 '6 ,
) (
2-
8
# #"
&<5$
&' ' #
* "
5#" & ! !
60 ,
.. :2
& "6?>C
+*
* "
8
&
'
!
<
&
$
, 00
F"#"! !
"
& +" " #
+ :0 " # !
': +" # !
!60 6 60
6 6 60 ,
KIRKJUSTARF