Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 42

Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Goðafoss væntan- legur. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Lómur væntan- legur og út fer Brúar- foss. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin miðvi- kud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka s. 552 5277 opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17. Sumarlokun frá 1. júlí til 1. sept- ember. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa. Versl- unarferð. Farið í Hag- kaup, Skeifunni frá Afla- granda kl. 10. Skráning í afgreiðslu. Heimsókn í Sólheima í Grímsnesi í dag. Veitingar seldar á staðnum. Farið frá Afla- granda kl. 13. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan og handa- vinnustofan. Kl. 13.30 keila. Kl. 13.30 frjáls spilamennska. Púttvöll- urinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–12.30 böðun, kl. 9– 16 handavinna kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 banki, kl. 13–16.30 spil- að. Skoðunarferð um Þingvöll fimmtudaginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð á Valhöll. Vinsamlega greiðið ferð- ina í síðasta lagi fyrir há- degi þriðjudaginn 9. júlí. Uppl. og skráning í síma 568-5052. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 15 kaffiveitingar. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofan, tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223 Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30–18 Suðurnesjaferð. Fimmtudaginn 4. júlí verður farið um norð- anverðan Reykjanes- skaga, Voga, Garð og Sandgerði. Söfn og sögu- staðir skoðaðir undir leiðsögn Nönnu Kaaber. Kaffihlaðborð í Sand- gerði. Farið frá Gjá- bakka kl. 13.15 og Gull- smára kl. 13.30. Þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttökulista, sem liggja frammi í fé- lagsheimilunum. Munið félagsskírteinin. Ferða- nefndin. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Línudans og pílukast falla niður í dag. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa frá fimmtudeginum 4. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Í dag miðvikudag: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Gæsibæ, kl. 10. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir og Þórunn Þórðardóttir. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 9. Hálendisferð 8.–14. júlí 7. dagar. Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir stað- ir skoðaðir, t.d. Herðu- breiðarlindir, Askja, Mývatn o.fl. ekið suður um um Kjöl. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Athugið vinsamlegast fullgreiðið fyrir 5. júlí nk. Fundur vegna ferðar- innar verður haldinn í Ásgarði föstudaginn 5. júlí kl. 15. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerðisbræðrum, Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí Flúðir- Tungufellsdalur- Gullfoss-Geysir- Haukadalur-Laugavatn- Þingvellir. Kaffihlaðborð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust, fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin takmarkaður fjöldi. Nán- ari upplýsingar á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði Glæsibæ. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa m.a. postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudag- inn 14. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Afgreiðsla Gjábakka verður lokuð vegna sum- arleyfa 1.–5. júlí. Mötu- neyti, handavinnustofa og hárgreiðslustofa eru opin eins og venjulega. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið Gull- smára 13 verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerðarstofan verður opin, sími 564- 5298, hársnyrtistofan verður opin, sími 564- 5299. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 12 hádegisverður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Kl. 13–14 pútt. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, Fótaaðgerðir og hárgreiðsla. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofurnar verða lokaðar vegna sumarleyfa fram í ágúst. Kl. 9–16 fótaað- gerðir, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 13 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 13–14 spurt og spjallað.Versl- unarferð í Bónus kl. 13.30. Vitatorg. Hárgreiðsla kl. 9. Fótaaðgerðarstofan kl. 10. Smiðjan og bók- bandið komið í sumarfrí. Farið verður í Land- mannalaugar 10. júlí, lagt af stað kl. 8 f. h. uppl. í síma 561 0300. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu fé- lagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568- 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, Ísafirði. Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna. Í dag er miðvikudagur 3. júlí 184. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Því að ekki er til gott tré, er beri slæman ávöxt, né heldur slæmt tré, er beri góðan ávöxt. (Lúk. 6,43.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 höfuðklútur, 4 jarðvöð- ull, 7 vænir, 8 slétta, 9 líta, 11 ránfugla, 13 við- urinn, 14 harma, 15 dugnaðarmann, 17 reikn- ingur, 20 op, 22 þrátta, 23 aðgæta, 24 peningar, 25 blés. LÓÐRÉTT: 1 draga úr hraða, 2 ákveðin, 3 forar, 4 stjákl, 5 haggar, 6 dýrið, 10 grafa, 12 ílát, 13 málmur, 15 segl, 16 lélegar, 18 fýla, 19 hermdi eftir, 20 langur sláni, 21 spilið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 holdgrönn, 8 labba, 9 rotta, 10 gær, 11 síðla, 13 aumur, 15 hakan, 18 sagan, 21 ótt, 22 útlát, 23 alger, 24 hræringar. Lóðrétt: - 2 ofboð, 3 draga, 4 rorra, 5 notum, 6 glys, 7 maur, 12 lóa, 14 Una, 15 hrút, 16 kúlur, 17 nótar, 18 stafn, 19 gagna, 20 nýra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... Þeir sem flogið hafa innan Banda-ríkjanna eftir 11. september hafa orðið rækilega varir við að ör- yggisgæsla hefur verið hert til muna á bandarískum flugvöllum. Ekki er lengur hægt að hlaupa að brottfar- arhliði með farangurinn og rita sig þar inn rétt fyrir brottför heldur er öruggast að mæta í mjög góðum tíma fyrir brottför, jafnvel tveimur til þremur klukkustundum, eins og yfirleitt er raunar mælt með. Víkverji hefur flogið nokkrum sinnum innan Bandaríkjanna að undanförnu og í eitt skipti dugði það ekki einu sinni til að vera kominn rúmri einni og hálfri klukkustund fyrir brottför í innanlandsflug. Þetta var eldsnemma að morgni á flugvellinum í Baltimore og þótt Vík- verji hafi verið allur af vilja gerður og ætlað sér að taka fyrstu rútuna frá hóteli sínu á flugvöllinn til að vera mættur í tæka tíð fóru þau áform út um þúfur. Flugvallarrútan hóf akstur klukkan fimm og þegar klukkuna vantaði korter í fimm beið þegar stór hópur fólks fyrir utan hótelið. Fyrsta rútan fylltist hratt og varð Víkverji að sætta sig við að komast ekki fyrr en í næstu ferð, um tuttugu mínútum síðar. Þegar komið var á flugvöllinn tók ekki betra við. Mörg hundruð metra langar biðraðir voru að innritunarborðunum og teygðu þær anga sína út um alla flugstöðina. Þar að auki hreyfðust þær hægt. Engin leið var að komast fyrr að þótt brottfarartíminn nálg- aðist óðum. Þegar loksins var komið að Víkverja var orðið of seint að rita hann inn í þetta tiltekna flug og varð hann að sætta sig við að taka vél um þremur klukkustundum síðar. Þessar miklu tafir á bandarískum flugvöllum má ekki síst rekja til þess hversu illa þeir voru í stakk búnir til að takast á við hertar öryggiskröfur. Þjálfun starfsfólks var yfirleitt ábótavant og tækjabúnaður tak- markaður. Því verður ekki breytt á nokkrum mánuðum með setningu nýrra reglna einvörðungu. x x x Á sumum flugvöllum eru töskur,sem tékkaðar eru inn, gegnum- lýstar, en á flestum flugvöllum mega menn gera ráð fyrir því að töskur séu opnaðar og rótað í þeim ef menn eru svo óheppnir að lenda í úrtakinu. Þá hefur Víkverji ekki lengur tölu á því hversu oft hann hefur þurft að fara úr skónum og losa beltið á bux- unum sínum til að hægt sé að ganga úr skugga um að hann sé ekki með vopn eða sprengjur innanklæða. Vík- verji hefur fullan skilning á því að þörf sé á hertu eftirliti og fer með glöðu geði úr skónum sínum í þágu flugöryggis. Stundum getur þetta herta eftirlit hins vegar farið út í öfg- ar. Víkverji flaug um lítinn sveita- flugvöll í vesturhluta Bandaríkjanna nýlega og var flugstöðin ekki mikið stærri en flugstöðin á Reykjavíkur- flugvelli. Starfsmenn tóku þó hlut- verk sitt mjög alvarlega. Raunar svo alvarlega að Víkverji var „tekinn í gegn“ tvisvar í röð. Það hefði kannski ekki verið tiltökumál á stórum alþjóðaflugvelli, þar sem oft þarf að ganga á milli margra bygg- inga. Í þessu tilviki voru hins vegar einungis um fimm metrar á milli starfsmannanna, sem framkvæmdu leitina. Víkverji var því rétt búinn að herða beltið, kominn í skóna og bú- inn að taka nokkur skref, þegar ball- ið byrjaði á nýjan leik. Tapað/fundið Armband týndist BREITT, gulllitað arm- band týndist í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 2. júní sl. Skilvís finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 847 1451 eða 567 5624. Sólgleraugu í Esjuhlíðum LAUGARDAGINN 29. júní töpuðust sólgleraugu (blá og hvít hjólagleraugu) á gönguleiðinni á Þverfells- horn. Finnandi hafi sam- band í síma 893 8482. Fundarlaun. Hrekkjusvínsskór teknir í misgripum ÉG fór sl. fimmtudag með 5 ára stúlku í Grafarvogs- laug. Hún var í Höllu hrekkjusvínsskóm. Við yf- irgáfum staðinn um kl. 18 og þegar komið var heim var hún í báðum skóm af vinstri fæti. Þeir sem kann- ast við að vera með tvo hægrifótar skó hafi sam- band í síma 553 5254. Kvenreiðhjól týndist KVENREIÐHJÓL, ljós- grænt og hvítt, lítur út sem nýtt, týndist í Gnoðarvogi fyrir tveimur mánuðum. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 553 5254. Armband í óskilum ARMBAND fannst á Kleif- arvegi. Upplýsingar í síma 588 8326. Dýrahald Gulur og grænn gári í óskilum GULUR og grænn gári, kvenkyns, fannst við Blómabúðina í Miðgarði, Grafarvogi. Upplýsingar í síma 694 3317. Simbi er týndur SIMBI hvarf frá Löngu- mýri í Garðabæ 24. júní. Simbi er rauðgulur fress, loðinn og með köflótta ól sem á hangir merkisspald. Hans er sárt saknað og við höfum miklar áhyggjur af honum. Vinsamlegast hringið ef þú hefur séð hann eða finnur hann. Allar upplýsingar eru vel þegnar í síma 565 6519 eða 847 6671. Rússka er týnd Rússka er grá og hvít og tveggja ára. Hún týndist frá Dvergabakka fyrir u.þ.b. þremur vikum. Hennar er afskaplega sárt saknað. Ef einhver hefur séð eitthvað til hennar ein- hverntímann þá vinsam- lega hafið samband í síma 697 8663 eða 557 8931 Kettling vantar heimili KETTLINGA, 7 vikna, kassavanir og fallegir, vantar heimili. Upplýsing- ar í síma 568 7703 og 697 9073, Hannes, eftir kl. 17. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ verða fráhvarfs- einkenni sem hrjá munu marga á næstu vikum, en til bjargar verður íslenski boltinn og sá enski um miðjan ágúst. Ástæða þess að ég gríp hér penna í hönd er sú að mig langar að þakka frá- bæra umfjöllun og mjög svo góða þjónustu í tengslum við sýningar frá HM 2002 og á ég þá við starfsfólk hjá Sýn og Stöð 2 og öllum þeim aðilum sem gerðu þessa veislu mögulega. Þessi frábæra keppni hefur snert marga og tekið tíma en fyrst og fremst hefur hún verið gleði og safn af góðum tilþrifum sem við geym- um í hugskoti okkar um ókomna tíð. Keppnin er sigur knattspyrnunnar að margra mati og frábær- lega var staðið að öllu hjá Japönum og Kór- eumönnum eftir því sem best varð séð. Ég er sammála því að nú sé kominn tími til þess að Íslendingar stefni ákveðið að því marki að komast í lokakeppni HM því keppnin hefur sýnt það að allt er til í bolt- anum. Með tárum og trega, innilegar þakkir fyrir frábæran mánuð. Kjartan Björnsson, Selfossi. Frábær mánuður að baki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.