Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 43 DAGBÓK Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 3. júlí, er fimmtug Helga Alex- andersdóttir leikskóla- stjóri, Laugalæk 11, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Friðrik Guð- mundsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum laugar- daginn 6. júlí kl. 17–20 í Borgartúni 17. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 3. júlí, er sjötugur Sigvaldi Jó- hannsson, verkstjóri og verktaki. Afmælisbarnið er að heiman í dag. LJÓÐABROT SMALADRENGURINN Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. Steingrímur Thorsteinsson 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d3 Rf6 6. d4 d5 7. Bd3 Bg4 8. O-O Be7 9. He1 Rc6 10. c3 O-O 11. Bg5 h6 12. Bh4 g5 13. Bg3 Re4 14. h3 Bxf3 15. gxf3 Rxg3 16. fxg3 Bd6 17. Kg2 Re7 18. Dc2 c6 19. Rd2 Dc7 20. Rf1 Kg7 21. He2 h5 22. Dd2 f6 23. Bc2 h4 24. Hae1 Hf7 25. Dd3 Hh8 26. g4 f5 27. He6 Rg6 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir skömmu í Varna í Búlgaríu. Lilit Mkrtchian (2391) hafði hvítt gegn Jönu Krivec (2271). 28. Hxg6+! Eftir þessa skipta- munsfórn kemst hvítur inn fyrir víglínur svarts og veldur miklum usla í svörtu herbúðunum. Framhaldið varð: 28...Kxg6 29. He6+ Kg7 30. Re3 fxg4 31. Dg6+ Kf8 32. Hxd6 gxh3+ 33. Kh1 De7 34. Bf5 Hg8 35. Dh6+ Hgg7 36. Dh8+ Hg8 37. Dh6+ Hgg7 38. He6 Dc7 39. Dh8+ Hg8 40. He8+ Kxe8 41. Dxg8+ Hf8 42. Bg6+ Kd7 43. Dxf8 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HIMINN og haf skilur að fimmta og sjötta sætið á Evrópumótum, því fimm efstu sætin veita rétt til þátt- töku á HM en uppskeran fyrir sjötta sætið er aðeins vonbrigði. Mikil spenna var í HM-baráttunni í Salsom- aggiore í báðum flokkum. Í opna flokknum skutust Sví- ar upp fyrir Pólverja í næst- síðustu umferð og enduðu 6 vinningsstigum ofar, en í kvennaflokki stóð baráttan um fimmta sætið á milli þriggja Norðurlandaþjóða og höfðu Svíar vinninginn, aðeins hálfu vinningsstigi á undan norsku konunum. Norðmenn spiluðu við Ís- lendinga í lokaumferðinni og unnu 19-11, en einn IMPi í viðbót hefði gefið þeim 20 stig og sæti á HM. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 105 ♥ DG7 ♦ ÁK732 ♣G109 Vestur Austur ♠ D8763 ♠ ÁKG942 ♥ 632 ♥ 984 ♦ G64 ♦ D98 ♣62 ♣4 Suður ♠ -- ♥ ÁK105 ♦ 105 ♣ÁKD8753 Í þessu spili var þó meira en einn IMPi í húfi. Sjö lauf eru borðleggjandi í NS, en norsku konurnar spiluðu að- eins fimm lauf á meðan Alda Guðnadóttir og Dóra Axels- dóttir komust upp á sjöunda þrep: Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 spaði Dobl 3 spaðar 4 tíglar 4 spaðar 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 lauf Pass Pass 6 spaðar 7 lauf Pass Pass Pass Alda var með sterku spilin í suður og byrjaði á opnunar- dobli. Þegar Dóra gat frjáls- meldað fjóra tígla yfir þrem- ur spöðum sá Alda fyrir sér a.m.k. hálfslemmu og spurði um lykilspil með fjórum gröndum. Dóra sýndi tvö – ÁK í tígli – og þá þóttist Alda vita að stutt væri í alslemmu. En til að fæla þær norsku frá fórninni sagði hún fyrst sex lauf og lét svo „reka sig“ í al- slemmuna. Áætlunin tókst og uppskeran var 2.140 stig, en fórnin í sjö spaða kostar ekki nema 1.400. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júlí 2001 í Kópa- vogskirkju af sr. Jóni Bjarmann þau Sjöfn Sig- valdadóttir og Guðmundur Jón Ludvigsson. Heimili þeirra er í Lundabrekku 4, Kópavogi. Morgunblaðið/Arnaldur Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 6.370 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Nadia Ýr Emilsdóttir, Birna Kristín Sigurjónsdóttir og Katrín Ragnarsdóttir. Hlutavelta              Nei, bíddu aðeins. Ert þú ekki svaramaður mannsins míns?! Smælki STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Að vera blátt áfram og trúr sjálfum sér er einkennandi fyrir afmælisbarn dagsins. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vegna jákvæðra efasemda þinna og raunveruleikaskyns er dagurinn upplagður til flestra viðskiptaákvarðana, en þær munu reynast bæði réttar og traustar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Verslun með listaverk eða aðra fagra hluti borgar sig í dag. Gríptu gæsina meðan hún gefst. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú tekur skyldur þínar og skuldbindingar alvarlega í dag og vegna þess nýturðu virðingar annarra sem munu leita eftir ráðum þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Baktjaldamakk og aðstoð undir borðið, einkum frá op- inberri hálfu, mun veita þér möguleika á tekjuaukningu. Vertu með augu og eyru opin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Félagsskapurinn er þér meira virði en að fara einn á vit ánægju og skemmtunar og því viltu fórna eigin löng- unum í þágu hagsmuna hóps- ins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú laðast að eldra fólki því þér finnst þú geta sótt leið- sögn til þess. Gerðu það fyrir alla muni því það getur orðið til mikils léttis. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Alvarlegar umræður um trú- mál eða heimspeki koma upp hjá þér í dag, en það eru mál- efni sem þú virðir og vilt öðl- ast djúpan skilning á. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Upplagt að stunda viðskipti við aðra í dag, ekki síst ef þú þarft að reiða þig á tekjur þeirra. Samningar sem nú verða gerðir munu reynast traustir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hugsanlega fer samband út um þúfur í dag vegna gagn- kvæms skilningsskorts á kröfum og þörfum hins aðil- ans. Þess vegna er að setjast niður og brjóta málið til mergjar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ræddu við samstarfsmenn um hvernig þið getið öll tekið ykkur á. Afleiðingin getur orðið aukin framleiðni og meiri skilvirkni; betri árang- ur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður í aðstöðu til að ráð- leggja ungu fólki um heilt í dag. Bentu þeim á að íhuga hegðan og framkomu því það sem þau aðhafast hittir þau sjálf fyrir síðar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Treystu áætlunum sem þú gerir með fjölskyldunni varð- andi fasteignir og heimilið, hugsun þín er skýr og áreið- anleg um þessar mundir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Heimsferðir kynna nú haust- ferðir sínar til Kanaríeyja, þann 23. október og 24. nóvember, en Kan- aríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetraráfangastaður Íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fyrstu 50 sætin á sértilboði Kanarí- veisla Heimsferða í haust frá kr. 56.165 Brottför · 23. okt. - 32 nótt · 24. nóv. - 23 nætur 23 nætur Verð frá 56.165 24. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 23 nætur. Verð kr. 78.750 24. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 23 nætur. 5. vikur (32 nætur) Verð frá 64.965 23. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 32 nætur. Verð kr. 89.550 23. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 32 nætur. Gististaðir Heimsferða · Roque Nublo · Los Tilos · Los Volcanes · Paraiso Maspalomas · Tanife · Dorotea   Kærar þakkir til allra, er veittu mér gleði á 80 ára afmæli mínu þann 17. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Anna Tryggvadóttir, Hamraborg 32, Kópavogi. Lokað í dag Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Úrval af stelpu- og strákafötum fyrir krakka frá 0-12 ára Útsalan hefst á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.