Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTSALA
Lokað í dag
Útsalan hefst á morgun, fimmtudag, kl. 10.02
GK REYKJAVÍK
www.gk.iskonur kringlunni menn laugavegi
SÝNING tískuhönnuðarins Hedi
Slimane fyrir Christian Dior sló í
gegn í París í fyrrakvöld en þar
var herratískan fyrir vorið og
sumarið 2003 sýnd. Slimane hefur
vakið athygli að undanförnu og
olli sýningin ekki vonbrigðum.
Viðstaddir voru m.a. hönnuðurinn
Karl Lagerfeld og Pierre Berge,
annar stofnenda Saint Laurent-
tískuhússins.
„Þetta var tíska nákvæmlega
eins og ég vil hafa hana, tíska
sem lætur þér líða umsvifalaust
eins og það sem þú ert í sé orðið
úrelt,“ sagði Lagerfeld í samtali
við blaðamann New York Times.
Annar hönnuður sem hefur ver-
ið mikið í sviðsljósinu er Tom
Ford en hann sýndi herrafatalínu
Yves Saint Laurent í gær og brást
ekki vonum manna frekar en
fyrri daginn. Hann lagði áherslu
á jakkaföt á sýn-
ingunni en borið
hefur á nýjum út-
færslum á hinum
hefðbundnu
jakkafötum í sýn-
ingunum nú.
Er það komið
til ekki síst vegna
þess að sala
þeirra dróst mjög
saman eftir
hryðjuverkaárás-
irnar 11. sept-
ember og var
skyrtum og peysum hampað í staðinn.
París hefur nú sannað mikilvægi sitt í
herratískunni. „Á síðustu þremur tískuvikum
hefur París verið mjög mikilvæg fyrir herra-
tískuna,“ sagði Kal Ruttenstein, tískustjóri
Bloomingdales, og sparaði ekki stóru orðin.
„Við gætum ekki lifað án hennar,“ sagði
hann.
Sýning Dior slær
í gegn í París
Hönnun Hedy Slimane fyrir
Christian Dior.
Hönnun Hedy Slimane fyrir
Christian Dior.
AP
Hönnun Hedy
Slimane fyrir
Christian Dior.
Hönnun
Hedy
Slimane
fyrir
Christian
Dior.
Hönnun Tom Ford
fyrir Yves Saint
Laurent.
Hönnun Tom Ford
fyrir Yves Saint
Laurent.
Hið ósagða
(The Unsaid)
Spennudrama
Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (111
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn
Tom McLoughlin. Aðalhlutverk Andy
Garcia, Trevor Blumas, Teri Polo.
ÞAÐ getur vart margt verið sárara en
að horfa upp á barn sitt taka eigið líf.
Þetta upplifir virtur sálfræðingur
(Garcia) en eins góður
og hann var í að hjálpa
öðrum að taka á slíku
reiðarslagi þá á hann
sjálfur í mesta basli með
að höndla líf sitt eftir að
unglingssonur hans
fremur sjálfsmorð.
Hann lokar sig af, neit-
ar að takast á við sorg-
ina og gerir það sem hann bannar öðrum
að gera í sömu stöðu, að kenna sér um.
Hann er líka hættur að taka sjúklinga í
meðferð, uns á fjörur hans rekur ungan
dreng (Blumas) á aldur við son hans,
drengur sem hefur verið á geðsjúkra-
húsum frá barnsaldri, allt síðan hann
horfði upp á föður sinn myrða móður
hans. Drengurinn virðist í fyrstu vera
orðinn heill á geði en við nánari grennsl-
an fer sálfræðinginn að gruna að ekki sé
allt með felldu.
Hér er á ferð mjög vel leikið og vand-
lega gert sálfræðidrama. Vissulega
heldur langdregið til þess að halda
manni fullkomlega við efnið en frammi-
staða þeirra Garcia og Blumas er alltaf
eftirtektarverð og sagan nægilega at-
hyglisverð til að mæla megi með mynd-
inni. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Lesið milli
línanna