Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 49

Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 49 Diskurinn inniheldur n‡ lög me› skærustu stjörnum íslenska rappsins; Verslanir Símans í Reykjavík eru í Kringlunni, Smáralind, á Laugavegi og í Ármúla og utan höfu›borgarsvæ›isins; á Akranesi, Ísafir›i, Sau›árkróki, Akureyri, Egilsstö›um, Selfossi, í Reykjanesbæ og Vestmannaeyjum. RÍMNAMÍN í verslunum símans N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 6 7 8 0 XXX Rottweiler, Bent & 7berg, Sesari A, Afkvæmum Gu›anna o.fl. *Tilbo›i› gildir einungis fyrir vi›skiptavini Símafrelsis - s‡na flarf VIT valmynd. 990 kr.*Tilbo› Fullt ver› 2.199 kr. Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2kvikmyndir.com Radíó X Rás 2 1/2HK DV Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 16.Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 16. Yfir 50.000 áhorfendur! Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. 1/2 RadióX 1/2 kvikmyndir.is Sánd ON LINE Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Drepfyndin grínmynd með Ryan Reynolds úr Two Guys and a Girl og Töru Reid úr American Pie 1 & 2. Menn eru dæmdir af verkum sínum. Bruce Willis í magnaðri spennumynd. r ir f r í . r illi í ri . Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. the 1/2 kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 397. Sýnd kl. 5.30, 8, 9.30 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur! Í einni af fyndustu mynd ársins Í einni fynd ustu mynd ársins Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 393. Kvikmyndir.is DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com   Tímaritið Sánd  Rás 2 Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 384. Yfir 32.000 áhorfendur Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. SÆNSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Benny Andersson, helsta lagasmiði sænsku hljómsveit- arinnar ABBA, heiðursdoktors- nafnbót fyrir að hafa skapað tónlist í háum gæðaflokki sem náði til fólks um allan heim. Sænsk stjórnvöld veita heiðursdoktorsnafnbót þeim sem þykja hafa skarað sérstaklega fram úr á sínu sviði. Andersson, sem er 55 ára gamall, er þekktastur fyrir veru sína í ABBA sem skaust upp á stjörnuhim- ininn árið 1974 þegar hljómsveitin vann Evrópusöngvakeppnina með laginu Waterloo. Andersson hefur einnig samið söngleiki með Björn Ulvaeus, félaga sínum úr ABBA, svo sem Mamma Mia og Chess. Heiðursdoktor í poppfræðum Dr. Benny ásamt gömlu vinun- um í uppáhalds samfestingnum. Benny Andersson úr ABBA-flokknum ÞAÐ þarf greinilega einhver að fara að gæta bróður hans. Nei, ekki litla bróður – aldrei þessu vant – held- ur stóra bróður. Það þarf greinilega einhver að gæta að bróður hans Li- ams, hans Noels. Þessa baldna og brúnaloðna snill- ings sem í eina tíð hristi hverja ódauð- legu poppperluna fram úr erminni eins og nákvæm- lega ekkert væri auðveldara – já, ég sagði snillings og meina það innilega því maður sem semur lög á borð við „Supersonic“, „Live Forever“, „Rock ’N’ Roll Star“, „Masterplan“, „Wonderwall“, „Some Might Say“ og „Cast No Shadow“ er ekkert annað en snillingur. Eða var réttara sagt, því honum er svo greini- lega farið að förlast að erfitt getur verið á að hlýða. Að sami maðurinn skuli hafa samið leirburð er finna má á nýju plötunni á borð við hið lap- þunna og barnalega „She is Love“, allsgáðasta sækadelíulag sögunnar „(Probably) All In The Mind“ og hun- angslöðrandi Bryan Adams-rokkbal- löðuna „Little by Little“. „Stop Cry- ing Your Heart Out“ er þó skárra enda fékk Liam fyrir náð og miskunn að syngja það en Noel gerir þau reginmistök að uppástanda það að syngja flest laga sinna sjálfur með sinni máttlitlu röddu. Langbesta lag Noels á plötunni er „Hindu Times“, forsmekkurinn sjálfur sem á endan- um reyndist smjörþefur því þessi kröftugi og skemmtilega einfaldi rokkari vakti ekkert annað en fals- vonir um að Krókurinn væri komin í gamla formið. Og til að snúa hnífnum í blóðugu sárinu þá er litli bróðir, þessi heiladauði durgur (orð elskulegs stóra bróður, ekki mín), farinn að semja betri lög! Hver hefði trúað því er Oasis var í essinu sínu að Liam ætti einhvern tímann eftir að eiga sterk- ustu lögin á Oasis-plötu? Örugglega ekki einu sinni hann sjálfur, þótt með kokhraustari mönnum sé. Lög Liams eru þrjú og öll laglega Lennon-skotin. „Born On A Different Cloud“ fer reyndar yfir strikið og er hreinn stuldur frá „Happiness is A Warm Gun“ en „Songbird“ og „Better Man“ eru býsna lunkin, bæði lag og texti. En því verður ekki neitað að þessi Lennon-þráhyggja hjá manninum er að verða svolítið óhugnanleg, heyriði bara hvernig hann er farinn að syngja? Lögin tvö sem nýju mennirnir Gem Archer og Andy Bell fá svo að læða að, rokkarinn „Hung In A Bad Place“ og ósungna gítaræfingin „A Quick Peep“ eru ágæt til síns brúks en bjarga litlu. Þegar maður tók enn mark á því sem Noel sagði man ég að hann töngl- aðist á því að það sem gerði góða hljómsveit þegar á botninn er hvolft væru lagasmíðarnar. Oft var þörf en nú er nauðsyn að einhver rifji upp fyr- ir honum þessa hollu speki því ólíkt því sem áður var, eru það lagasmíð- arnar sem orðnar eru veikasti hlekk- ur Oasis. Þetta er í þriðja sinn í röð sem ég bíð rígspenntur eftir nýrri Oasis- plötu og verð fyrir sárum, sárum von- brigðum. Það hlýtur að koma að því að maður gefi endanlega upp vonina, sætti sig við að Noel sé löngu búinn að tapa þræðinum. Þvílík synd. Heathen Chemistry er ekki botn- inn. Hann er ennþá síðasta plata. Glætu nýju plötunnar er að finna í áð- urnefndum tilþrifum Liams, einstakri söngrödd hans og hófstilltari útsetn- ingum en á síðustu tveimur yfirdrifnu plötum.  Tónlist Hver á að gæta bróð- ur míns? Oasis Heathen Chemistry Big Brother Eftir tvær góðar og tvær vondar þá er stóra spurningin í hvorn flokkinn fimmta platan fellur. Já og Liam er næstum farinn að semja jafnmikið og stóri bróðir! Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „Hindu Times“, „Songbird“, „Better Man“ Noel í myrkrinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.