Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 37 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Margrét Ólafs-dóttir Håkans- son var fædd á Krossum á Árskógs- strönd 26. maí 1917. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 29. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Magnús Þorsteins- son, kennari og bóndi á Krossum, f. 29. jan. 1884, d. 19. sept. 1937 og Ásta Sigurlaug Þorvalds- dóttir, f. 27. sept. 1876, d. 11. apríl 1963. Systkini hennar voru: Sigurlaug, f. 1909, d. helms og Margrétar eru: 1) Ólafur Magnús læknir, f. 20. júlí 1949, kvæntur Kristínu Aðalsteinsdótt- ur líffræðingi, f. 29. mars 1945 þau eiga þrjá syni, Þránd Sigurjón, f. 1978, Vilhelm Grétar, f. 1980, og Aðalstein Má, f. 1984, 2) Friðrik, f. 15. júní 1951, d. 30. október 1987, og 3) Sigríður Ísafold skrifstofu- stjóri, f. 16. september 1954, gift Sveini Valdimar Ólafssyni, verk- fræðingi f. 8. apríl 1962. Sigríður á dótturina Katrínu Ástu, f. 1981, úr fyrri sambúð. Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum á Krossum. Flutti hún til Akureyrar rétt fyrir 1940 og síðan til Reykjavíkur 1943. Margrét lauk sveinsprófi í fatasaum, og starfaði hún alla ævi við saumaskap, lengst á saumastofunni Skinfaxa, síðar Líbra, eða frá 1963 til 1987. Mar- grét var ásamt fleirum ein af stofnfélögum Styrktarfélags van- gefinna og sinnti þeim félagsskap af alúð meðan heilsan leyfði. Útför Margrét var gerð í kyrr- þey 12. apríl. 1979, Jóhann Tryggvi, f. 1911, d. 1974, Sig- urjón, f. 1913, d. 1972 og Þórgunnur, f. 1919, d. á fyrsta ári. Eftirlif- andi maki Margrétar er Vilhelm Håkans- son, málarameistari, f. 23. mars 1913. Þau gengu í hjónaband 27. desember 1947. For- eldrar hans voru Frantz Adolph Håk- ansson bakarameist- ari, f. 13. feb. 1880, d. 22. maí 1946, og Sig- ríður Ísafold Hall- dórsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1880, d. 31. ágúst 1936. Börn Vil- Nú er frænka mín horfin okkur, en minningarnar um hana eru enn ferskar í huga mér. Það er nærri því ótrúlegt, að 10 ár skuli vera liðin síð- an við sáumst síðast; ég kom þá í heimsókn á 75 ára afmælinu hennar. Sjálfri finnst mér ekki svo langt síð- an, þökk sé sambandi okkar alla tíð í gegnum síma og bréf. Margrét, eða Gréta eins og hún var kölluð af öllum sínum nánustu ættingjum og vinum, var fædd á Krossum á Árskógsströnd 26. maí 1917, hefði hún því orðið 85 ára í maí. Hún var dóttir Ólafs Magnúsar Þor- steinssonar og Ástu Sigurlaugar Þorvaldsdóttur á Krossum. Hún var næst yngst af 5 systkinum, en yngsta systirin, Þórgunnur, dó á fyrsta ári. Var því alltaf talað um Grétu sem yngst systkinanna, en hin voru Sig- urlaug móðir mín, Jóhann Tryggvi og Sigurjón, öll látin fyrir allmörgum árum. Árið 1925 missti Ólafur faðir Grétu heilsuna og þurfti að taka af honum annan fótinn. Gréta var þá aðeins 8 ára. Margt mun hafa breyst við það að afi gat ekki lengur gegnt bústörfunum á Krossum, en hann gætti símstöðvarinnar þar. Ásta, amma mín, rak búið með aðstoð ým- issa. Sérstaklega held ég þó að Snjó- laug, systir ömmu, hafi hjálpað henni meira en flestir aðrir. Það var góð og elskuleg kona og mjög lagin við allar hannyrðir og saumaskap, saumaði megnið af fatnaði heimilisfólksins. Gréta mun hafa fengið áhuga sinn á saumaskap mikið frá henni. Árið 1937 dó afi, og hélt amma áfram að búa, ásamt Jóhanni syni sínum, í eitt til tvö ár. Þær Gréta og amma fluttu síðan til Akureyrar og settust þar að, ásamt Sigurjóni, sem flutt hafði þangað stuttu áður. Jó- hann hélt afram að búa á Krossum í fáein ár. Gréta var á Akureyri til 1943, en þá fór hún til Reykjavíkur til að ljúka námi í kjólasaum. Kynnt- ist hún þar eftirlifandi manni sínum, Vilhelm Håkanssyni, og giftust þau 1947. Vilhelm og Gréta eignuðust þrjú börn, Ólaf Magnús, lækni, Frið- rik og Sigríði Ísafold, skrifstofu- stjóra. Árið 1950 fluttu foreldrar mínir í Drápuhlíð 12, og sama ár fluttu Gréta og Vilhelm í íbúð í sama húsi. Samgangur milli heimilanna var svo náinn, að líkast var sem eitt heimili væri. Árið eftir eignuðust þau Frið- rik, en hann var með Down’s-heil- kenni. Þessi veikindi Friðriks gerðu samband heimilanna enn nánara, og var það mikið hans vegna, að faðir minn gekkst fyrir því, ásamt fleirum, að Styrktarfélag vangefinna var stofnað 23. mars 1958. Eitt af því fyrsta, sem félagið gekkst fyrir, var að koma á stofn dvalarheimili fyrir vangefna að Skálatúni. Gréta og Vil- helm voru meðal stofnfélaga styrkt- arfélagsins og unnu ötullega að öllu, sem að félaginu laut, svo lengi sem heilsa og aldur leyfði. Tilvist Frið- riks varð því sproti að þeim fé- lagsskap, sem síðar var hans bak- hjarl alla ævi. Eftir 14 ára búskap fluttu Gréta og Vilhelm úr Drápuhlíðinni, fyrst á Laugarnesveg og síðar í Álfheima, þar sem þau bjuggu lengst af. Fyrir um ári fluttu þau hjón í þjónustuíbúð í Eirarhúsi, en í þeirri íbúð gat Gréta aldrei búið vegna veikinda. Þangað kom hún einungis sem gestur, en naut frábærrar umönnunar á hjúkr- unarheimilinu Eir við hliðina. Gréta var ákaflega listræn og lag- in í höndunum. Hún lærði sauma á Akureyri og vann við saumaskap alla tíð. Hún hafði aldrei mikinn tíma til þess að sinna eigin áhugamálum en hafði mjög gaman af tónlist, einkum söng. Gréta hafði mjög fallega söng- rödd, eins og móðir mín, og söng í kirkjukór Akureyrar, meðan hún bjó þar, en ekki man ég eftir að hún hafi sungið í kór í Reykjavík. Sambandið á milli okkar Grétu var alltaf mjög náið, og fannst mér stundum að hún væri ekki bara syst- ir mömmu, heldur einnig systir mín, eða stundum jafnvel sem mín önnur móðir. Við áttum margar ánægjuleg- ar stundir saman, þegar við t.d. bjuggum báðar í Drápuhlíðinni, og þegar við komum í heimsókn til Ís- lands, eftir að ég flutti hingað til Skotlands. Gréta og Vilhelm dvöldu hjá okkur hjónum og ferðuðumst við saman um Skotland fyrir nokkrum árum. Var það sérstaklega ánægju- leg heimsókn. En mest af öllu þakka ég þeim Vilhelm fyrir alla hjálpina, þegar móðir mín var veik og ég bú- sett erlendis. Það hryggði mig að við gátum ekki fylgt Grétu síðasta spölinn hér, en hugurinn var hjá ykkur öllum. Guð veri með henni, öðrum ættingjum okkar, sem farnir eru á undan, og eftirlifandi fjölskyldu hennar. Þín frænka, Ásta Halldórsdóttir Alexander. MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR HÅKANSSON Enda þótt við Kristinn Baldursson værum á svipuðum aldri og stunduðum lögfræðinám á sama tíma voru kynni okkar fram eftir árum ekki náin og má segja að við höfum rétt vitað hvor af öðrum. Spurnir bárust mér snemma af honum í starfi hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins frá bróður mínum sem þar vann og voru þær allar á eina lund, að þar væri afbragðs- maður á ferð. Á kynnum okkar urðu snögg umskipti þegar ég gekk í Odd- fellowstúkuna nr. 5, Þorstein, en þar var Kristinn fyrir. Vikulegir stúkufundir, hliðstæð áhugamál og almennt stúkustarf leiddi til nánari kynna sem þróuð- ust brátt í vináttu. Kristinn hlaut skjótan frama í stúkunni, var kosinn í stjórn og til stjórnarforystu í tímans rás og efldist þá enn samvinna okkar. Öll þau störf leysti Kristinn af hendi með þeim hætti að ekki varð betur gert. Finnst mér nú að ritarastörf hans hafi verið mér minnisstæð- ust. Fór þar saman sérstök vand- virkni í ritun fundagerða og ekki síður hitt að hvaðeina sem þar var skráð um ræður manna á stúku- fundum þótti betra og skýrara í KRISTINN BALDURSSON ✝ Kristinn MagnúsBaldursson fæddist 8. febrúar 1924 í Reykjavík. Hann lést á sjó- mannadaginn, 2. júní síðastliðinn, og var útför hans gerð í kyrrþey. fundargerð en þá er mælt var. Kom þar og til næmur skilningur Kristins og mat á að- alatriðum og hinu sem gjarnan mátti sleppa. Þótt samstarf okkar væri mikið í stjórn stúkunnar varð það þó miklu nánara þeg- ar ég tók sæti í lög- gjafanefnd Oddfellow- reglunnar, en þar átti Kristinn þá þegar fastan sess. Tölvu- tæknin var þá ekki komin í gagnið og lög og reglur hinna ýmsu regludeilda að finna í ótal bókum og bækl- ingum, hreint út um allt. Ekki veit ég hvernig það starf okkar hefði gengið ef ekki hefði komið til óbrigðult minni Kristins, fyrir nú utan næman skilning hans og rökvísi í afgreiðslu allra þeirra mála sem stjórn Stórstúkunnar vísaði til umsagnar löggjafanefnd- ar. Kom vel í ljós á áratuga starfi að stjórn Stórstúkunnar bar mikið traust til Kristins og mat störf hans í nefndinni mikils. Þau Kristinn og Sigríður kona hans áttu sumarbústað á Flúðum. Þangað þótti Kristni gott að koma á hvaða tíma árs sem var, láta renna í pottinn og líða úr sér streituna. Þangað buðu þau nokkr- um hópi stúkubræðra sem bundist höfðu samtökum um að skoða sum- arbústaði hver annars og segja til kosta þeirra og galla ef einhverjir voru. Þar, sem annars staðar, var tek- ið á móti með rausn og meðfædd- um höfðingsskap. Kristinn hafði ánægju af að grípa í spil og var ágætur brids- spilari. Var tækifærið oft gripið eftir stúkufundi og því til viðbótar vorum við í átta manna hópi sem spilaði heima hjá þátttakendum til skiptis á tveggja vikna fresti yfir veturinn. Það var tilhlökkunarefni að spila heima hjá Kristni og setjast að kaffiborði Sigríðar undir forystu húsbóndans. Fyrir það skal nú þakkað, þegar ljóst er að þau kvöld verða ekki fleiri. Af öllu þessu varð vinátta okkar Kristins mikil og einlæg. Kristinn ræktaði vináttuna, hringdi gjarnan til að leita frétta og heimsótti þá sem lasnir voru. Það var honum eðlilegt og engin uppgerð. Slíkur var hann. Kristinn naut mikils trausts vina sinna og þeirra sem til hans þekktu. Kom það meðal annars fram í því að hann var kallaður til setu í stjórn í einu stærsta vá- tryggingafélagi landsins. Það var ekki vegna auðs eða áhrifa í at- vinnulífinu né sérþekkingar hans á vátryggingum, heldur vafalaust vegna þess álits sem hann naut vegna heilbrigðrar dómgreindar, réttsýni og heiðarleika. Þótt Kristinn ætti til skörunga að telja í stjórnmálum og atvinnu- lífi var hann ekki mikill mála- fylgjumaður. Í umræðum á stúkuf- undum og víðar lét hann sér nægja að greina skýrt og skilmerkilega frá áliti sínu um málefnið en lét sér í léttu rúmi liggja hvort menn væru honum sammála eða ekki. Þeir um það. Þras og pex var ekki hans máti. Kristinn var maður orðvar og fór ekki með fleipur. Fyrir því sem hann sagði, hvort heldur var í hinu daglega lífi eða við spilaborðið, var jafnan næg innistæða. Kristinn var að eðlisfari léttur í lund og skemmtilegur. Af því stöf- uðu m.a. vinsældir hans. Hafði hann gaman af hnyttnum sögum og sagði sjálfur vel frá. Aldrei var glens hans með þeim hætti að aðrir yrðu sárir, miklu heldur var það á hans eigin kostn- að. Minnist ég þess t.d. að hann sagði frá því að ef svo illa færi fyr- ir sér að hann myndi ekki lengur húsnúmerið heima hjá sér þyrfti hann ekki annað en að líta í skóinn sinn, því að það væri sama númer. Við fráfall Kristins Baldursson- ar er djúpt skarð höggvið í hóp Þorsteinsbræðra, ferðafélaga og spilafélaga, skarð sem aldrei verð- ur fyllt af öðru en ljúfum minn- ingum um traustan félaga og tryggan vin. Innilega samúð vottum við Benta Sigríði, börnum þeirra og fjölskyldu allri. Far þú í friði – hafðu þökk fyrir allt og allt. Valgarð Briem. Sumarið er komið, sólin skín, blómin anga, útiverkin kalla; mála húsið, bera á gluggalistana, laga stéttina, taka mosann úr garðflöt- inni, klippa trén og fleira og fleira. Hann er kominn á fullt, gamli mað- urinn, nei, það er í raun ekki rétt- nefni því að ég sá hann aldrei sem gamlan mann. Að fá hjálp frá okk- ur börnunum, nei, hann ætlaði að dunda sér við þetta í rólegheitum eins og hann sagði en við vissum betur að það yrðu ekki nein róleg- heit því hann vann allt hratt og vel og að gefast upp var ekki til í hans orðaforða! Þegar pabbi varð áttræður komu upp minningarbrot frá barnæsku, þrjár myndir sem tengdust lykt. Sú fyrsta var olíulyktin þegar við vorum í Breiðuvíkinni, ég var fimm ára og fór með pönnukökur og kaffi til pabba útí mýri og hann lyfti mér upp í skurðgröfuna og ég reyndi að harka af mér vegna ógleðinnar af lyktinni og titrings í gröfunni. Næst var það gúmmí- og límlyktin þegar hann vann við að bæta gúmmískó í geymslunni undir tröppunum og ✝ Sigurður RagnarBjörnsson fædd- ist á Vígholtsstöðum í Laxárdal í Dala- sýslu 14. júní 1921. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 1. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Graf- arvogskirkju 9. júlí. við krakkarnir horfð- um spennt á, þá kom hann oft með vísurn- ar á færibandi eins og „Tíven stenninn út í for rugga renni snor snor lúður“. Þriðju myndinni man ég best eftir, það var saglyktin á smíðaverkstæðinu þegar við hlustuðum á „Lögin við vinnuna“ og sungum með eða spjölluðum saman og út frá einu orði gat oft komið glettin vísa. Þetta voru mér dýrmætar stundir. Hann var ein af þessum gömlu sál- um sem komu með mikla þekkingu með sér, alveg sama hvar að var komið, allt lék í höndum hans, ef pabbi gat ekki leyst málið gat það enginn! Hann er nú kominn á dásamlegan stað og laus við þunga efnið og á örugglega í dag auðveldara með að hoppa yfir runnann góða sem hann reyndi með langafabörnunum fyrir nokkrum vikum. Hann stakk því reyndar að mömmu þegar sári verkurinn kom að hann hefði ekki ætlað að standa í þessu fyrr en í haust, hann vissi að kallið var að koma. Elsku pabbi, ég þakka öll þau óteljandi handtök sem þú vannst fyrir mig í gegnum tíðina. Þú varst alltaf kletturinn og vinur sem ég gat treyst. Þann stuðning fæ ég aldrei fullþakkað. Guð blessi þig. Minning þín er ljós sem lifir. Eygló Björk. SIGURÐUR RAGNAR BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.