Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 90 manns tóku þátt í sumar- og fjölskylduferð kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi til Grímseyjar á dög- unum. Farið var með Grímseyjar- ferjunni Sæfara frá Dalvík um há- degisbil. Þoka var á leiðinni en spegilsléttur sjór. Þegar komið var á áfangastað fögnuðu eyjaskeggjar með glymjandi tónlist og ljúfum veitingum. Síðan var farið í skoðunarferð um eyjuna undir leiðsögn Bjarna Magn- ússonar. Frábær stemning var ríkjandi í ferðinni og margt til gam- ans gert. Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans, voru sérstakir gestir ásamt þingmönn- unum Tómasi Inga Olrich mennta- málaráðherra, Sigríði Ingv- arsdóttur, Arnbjörgu Sveinsdóttur og Halldóri Blöndal, forseta Alþing- is. Á heimleiðinni var slegið upp balli á þilfari ferjunnar og dansað fram á nótt í dásamlegu veðri. Góður rómur var gerður að allri skipulagningu ferðarinnar, sem var í höndum Gunnars Ragnars, for- manns kjördæmisráðsins, Alfreðs Almarssonar og Arnljóts Bjarka Bergssonar. Góðar móttökur Gríms- eyinga munu seint gleymast, segir í fréttatilkynningu kjördæmisráðs. Þátttakendur í sumarferð kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í Grímsey. Vel heppnuð sumarferð til Grímseyjar KAUPFÉLAG Eyfirðinga er að láta kanna hagkvæmni þess að hefja rekstur dagblaðs á Akureyri og er sú vinna í höndum Birgis Guðmunds- sonar, fyrrverandi fréttastjóra DV. Birgir hefur starfað á Akureyri und- anfarin ár, sem aðstoðarritstjóri Dags og fréttastjóri DV, en hann var einn þeirra sem misstu vinnuna í vor þegar DV dró úr starfsemi sinni í bænum. Benedikt Sigurðarson, stjórnar- formaður KEA, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðilar í fjölmiðla- geiranum í bænum hefðu leitað eftir því að KEA legði fram fjármagn „í einhvers konar fjölmiðlapakka. Við fengum Birgi Guðmundsson til að fara í ákveðna vinnu fyrir okkur en sú vinna hefur ekki skilað niðurstöðu. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar er að kanna málið í samstarfi við aðila og félagið er einnig í samstarfi við okkur.“ Benedikt sagði að verið væri að skoða útgáfu á staðarblaði, sem kæmi út þrisvar sinnum í viku og jafnvel oftar. Hann sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort eingöngu yrði horft til dreifingar á Akureyri, í Eyjafirði eða á norðaust- ursvæðinu. „Einnig hafa menn velt upp þeim möguleika að búa til víð- tækara samstarf við aðra tegund fjöl- miðlunar.“ Benedikt sagði að niður- stöðu þessarar athugunar væri að vænta eftir um tvo mánuði og að ákvörðun um framhaldið yrði tekin í kjölfarið. KEA fer ekki í samkeppni við þá sem fyrir eru á markaði Hann sagði þó ljóst, miðað við fyr- irliggjandi stefnumótun KEA, að fé- lagið færi ekki í beina samkeppni við aðila sem fyrir eru á markaði. „Hins vegar horfir það allt öðruvísi við ef hægt er að ná mönnum til sam- starfs um eitthvert verkefni. En stað- bundnir aðilar sem fyrir eru á mark- aði verða ekki fyrir svona innrás af hálfu KEA, alla vega ekki án stefnu- breytingar. Í mínum huga liggur það alveg ljóst fyrir að ef menn ætla sér að keppa við þá sem eru fyrir, eru menn jafnframt tilbúnir að tapa ein- hverjum slatta af peningum. Og það getur ekki verið markmið í sjálfu sér,“ sagði Benedikt. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið rætt við fulltrúa frá sjónvarpsstöðinni Aksjón, viku- blaðinu Vikudegi, Ásprenti, Athygli og JP-fjölmiðlun vegna málsins. Nýtt dagblað á Akureyri? FYRIRTÆKIÐ SS Byggir hefur tekið upp vaktavinnu á bygginga- svæðinu við Skálateig. Þar vinna starfsmenn fyrirtækisins á tvískipt- um vöktum virka daga, annars veg- ar frá kl. 6–14 og frá 14–22. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem unnið er á vöktum hjá fyrirtækinu en nú- verandi fyrirkomulag hefur verið við lýði í á þriðju viku. Að sögn Ingva Óðinssonar verkstjóra eru starfsmenn mjög sáttir við vakta- fyrirkomulagið. „Sjálfum finnst mér sérstaklega gott að vera á morg- unvaktinnni, enda vanur því að vakna snemma.“ Gert er ráð fyrir að unnð verði á vöktum fram á haust. Ingvi sagði að um 10–12 starfs- menn væru á hvorri vakt. Hann sagði að með þessu fengist mun betri nýting t.d. á krönum og mót- um. Þá eru 10–15 undirverktakar að vinna á svæðinu. Við Skálateig er SS Byggir að byggja 44 sölu- íbúðir og 47 leiguíbúðir og verða fyrstu 16 leiguíbúðirnar tilbúnar í haust. Mikill áhugi er fyrir hendi á þessum íbúðum og er þegar rúm- lega helmingur þeirra frátekinn. Framkvæmdir í fullum gangi hjá SS Byggi við Skálateig Morgunblaðið/Kristján Byggingaframkvæmdir eru í fullum gangi við Skálateig, þar sem fyrstu leiguíbúðirnar verða tilbúnar í haust. Starfs- menn vinna á vöktum ATVINNUÁSTANDIÐ í Dalvíkur- byggð er og hefur verið nokkuð gott og mun betra en í nágrannasveitar- félögunum, t.d. Ólafsfirði og Akur- eyri. Þó er eitthvað um að fólk sé á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu. Sæplast auglýsti á dögunum eftir iðnverkafólki og sagði Daði Valdi- marsson verksmiðjustjóri að alls hefðu borist um 15 umsóknir, sem eru heldur færri umsóknir en hann átti von á. Umsóknirnar komu frá utanbæjarfólki, enda lítið um lausar hendur heimamanna um þessar mundir. Daði sagði að ráðnir yrðu 3–5 nýir starfsmenn. „Ég bjóst við fleiri umsóknum víðs vegar af landinu en það er kannski af því að ég hélt að það væru svo marg- ir sem vildu flytja til Dalvíkur,“ sagði Daði. Hluti starfsfólks verksmiðj- unnar á Dalvík kemur frá Ólafsfirði og Árskógsströnd. Daði sagði ólík- legt að hægt yrði fá atvinnuleyfi fyr- ir erlenda starfsmenn, þar sem væri atvinnuleysi á svæðinu. „Það er ef- laust rétt en það hjálpar mér voða lítið að það sé atvinnuleysi á Akur- eyri, því ég fæ ekki fólk þaðan.“ Þegar hann var spurður um hús- næðismál í sveitarfélaginu sagði Daði að skortur væri á húsnæði. „Hér vantar gott leiguhúsnæði.“ Vinnslustopp hjá Samherja Gunnar Aðalbjörnsson, frystihús- stjóri Samherja á Dalvík, sagði að nokkuð vel hefði gengið að fá fólk til starfa í frystihúsið. „Við byrjuðum með næturvaktir fyrir einu og hálfu ári og þurftum þá að bæta við fólki og það gekk nokkuð vel. En við erum líka með fólk í vinnu úr Hrísey, frá Árskógssandi og Ólafsfirði.“ Hjá fyrirtækinu á Dalvík starfa um 150 manns í um 100 stöðugildum. Í gær var síðasti vinnudagurinn fyrir sumarlokum frystihússins en vinna hefst að nýju 7. ágúst. „Við ætlum að nota tímann fram undan til þess að slaka á og búa okkur undir vinnulotuna í haust.“ Gott atvinnuástand í Dalvíkurbyggð ÞAÐ er jafnan mikið um að vera á bryggjunni flesta daga ársins. Skip að koma og fara, lesta og landa og í viðhaldi. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þessa starfsmenn Vélsmiðju Steindórs í gærmorgun, sem voru að spá í spilin á Togarabryggjunni á Ak- ureyri. Þeir voru að færa flök- unarvél frá nýja Sléttbak EA yfir í gamla Sléttbak EA. Sá gamli hefur þó lokið hlutverki sínu hjá ÚA og verður afhentur nýjum eigendum á næstunni. Morgunblaðið/Kristján Spáð í spilin Nýr staður fyrir sorpurðun Gásir og Hjalteyr- arás til skoðunar SORPEYÐING Eyjafjarðar er með tvo staði til skoðunar fyrir sorpurðun, annars vegar Gásir í Hörgárbyggð og hins vegar Hjalteyrarás í Arnar- neshreppi. Allt sorp á Eyja- fjarðarsvæðinu er nú urðað á Glerárdal en starfsleyfi fyrir núverandi urðunarstað rennur út árið 2003. Því er stefnt að því að finna nýjan urðunarstað á þessu ári. Unnið er að rannsóknum á áðurnefndum svæðum, sem m.a. snúa að jarðfræði, gróðri og dýralífi. Einnig þarf að fara fram mat á umhverfisáhrifum og þá þarf staðfestingu frá sveitarstjórnum Hörgárbyggð- ar og Arnarneshrepps. Hér er um mjög viðkvæmt mál að ræða, sem erfiðlega hefur gengið að ná samstöðu um. Í TENGSLUM við tóbaks- fræðslu til barna í Vinnuskól- anum á Akureyri og Dalvík verður Guðjón Bergmann með erindi í húsnæði Krabba- meinsfélagsins á Glerárgötu 24 í kvöld (fimmtudag) kl. 20.30. Hann mun m.a. fjalla um hvað foreldrar geta gert til að draga úr líkum á því að börn þeirra byrji að reykja, hvort sem foreldrarnir reykja eða ekki, og hvað það er sem gef- ur til kynna að börn séu byrj- uð að reykja. Það hefur komið í ljós að árangur tóbaks- og vímuefnafræðslu er hvað bestur þegar foreldrar fá fræðslu um svipað efni á sama tíma og börnin þeirra. Þessi fræðsla er samvinnuverkefni Krabbameinsfélagsins á Ak- ureyri og forvarnafulltrúa Akureyrarbæjar. Reykingar barna Geta for- eldrar haft áhrif? Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.